Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 47 Gódir dómar um bæk- ur íslenzks rithöfund- ar í Danmörku Verk Þorsteins Stefánssonar, sem er búsettur f Danmörku og skrifar að jafnaði á dönsku, hafa fengið góða dóma I blöðum þarlendis að undanförnu. Morgenavisen, Jyllandsposten skrifaði nýlega um „Dybgrönne tun“ sem kom út hjá Brigitte Hövrings Biblioteksforlag undir lok sfðasta árs. Bókmenntagagn- rýnanda blaðsins, Preben Meluengracht, farast svo orð um bókina: „Áhugi útlendinga beinist f miklum mæli að gamla tslandi f rómantfsku Ijósi. Og efniviður bókarinnar „Dyb- grönne tune“ er einmitt það sveitasamfélag sem til var, áður en sláttuvél, snúningsvél og jeppi komu til sögunnar. En tónn höfundarins er nýr og nærri raun- veruleika. Þorsteinn Stefánsson Medvitundar- laus í 75 daga UNG stúlka, 19 ára gömul hefur legið meðvitunarlaus á gjörgæzludeild Borgarspítalans sfðan 2. nóvember s.l. vegna um- ferðarslyss, eða I 75 daga. Stúlkan var með bróður sfnum á mótor- hjóli og lentu þau f árekstri við bifreið á Skúlagötu og hlaut stúlkan mikið höfuðhögg. Bróðir stúlkunnar meiddist einnig mikið en hann er á góðum batavegi. Sunnlenzkir bændur stofna starfshópa um kjaramál 1 FRAMHALDI af almennum bændafundum á Suðurlandi fyrr f vetur komu nokkrir bændur Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skfatafellssýslu, saman til fundar á Hvolsvelli sl. fimmtudagskvöld. Á fundi þessum var rætt um árangur, sem orðið hefði af bændafundunum og að sögn Magnúsar Finnbogasonar, bónda á Lágafelli, voru fundarmenn sammála um að fundirnir hefðu orðið árangursrfkir en áfram- haldandi aðgerða væri þörf. Alls sóttu þennan fund um 20 bændur og ákváðu fundarmenn að skipa þrjá starfshópa. Einn hópurinn á að fjalla almennt um kjaramál bænda og fyrir þeim hópi er Páll Lýðsson i Litlu- Sandvik, annar á að fjalla um málefni mjólkurframleiðenda undir stjórn Gunnars Stefáns- sonar I Vatnsskarðshólum og sá þriðji um málefni Sláturfélags Suðurlands undir stjórn Magnúsar Finnbogasonar á Lága- felli. Sagði Magnús, að ætlunin væri að þessir starfshópar ynnu að söfnun upplýsinga m.a. hjá sölufélögunum og fyrirhugað væri að sameiginlegur fundur starfshópanna yrði haldinn að mánuði liðnum. Aðspurður um hvort hér væri um að ræða fram- hald á samþykkt bændafundarins á Hvoli um að skipuð skyldi sér- stök kjaranefnd bænda, sagði Magnús, að það væri að vissu leyti rétt, en þetta væri þó að sínum dómi frekar byrjunin á starfi slíkrar nefndar en bein útfærsla á þeirri samþykkt. Fyrsta loðnan til Seyðisfjarðar Seyðisfjirði, 15. janúar FYRSTA LOÐNAN á vertiðinni kom hingað I morgun. Voru það Rauðsey AK og Fffill GK, sem komu með samtals 700 lestir og landa báðir bátarnir hjá SR. Mik- ið hefur verið gert fyrir rfkis- verksmiðjuna að undanförnu og er hún vel undirbúin til loðnu- móttöku. Sem kunnugt er eyðilagðist að- alketillinn f Hafsfldarverksmiðj- unni fyrir skömmu, en von er á nýjum katli eftir röska viku. — Sveinn. er raunsær og ýkir hvorki sveita- sæluna né volæðið. Hann skrifar um fbúa dalsins, bændur og búa- lið, prest og fógeta. I bókinni eru fyrir hendi allir þættir róman- tfkurinnar, sem þó er sagt frá á trúverðugan hátt.“ Og enn fremur: „Þetta er ekki skáldsaga sem fjallar um hugmyndir. Hún segir aðeins frá þvf, hvernig hlutirnir geta verið og án þess að leggja á þá dóm. — Titill bókar- innar gefur f skyn einmitt það sem hún lætur eftir sig f huga lesandans, eitthvað fallegt, raun- verulegt og jarðbundið." Fyrsta bók Þorsteins Stefáns- sonar, „Dalen“, kom út 1942. Höfundur var þá orðinn þrftugur og 16 ár liðu þar til næsta bók hans kom út, „Den gyldne fremtid." Sú bók var skrifuð á ensku og þýdd á dönsku af Þor- steini sjálfum. Frá því hún kom út hafa nú liðið 18 ár. Þá kom út á siðasta ári önnur bók eftir Þor- stein, „Sölvglitrende hav“, sem einnig var upphaflega rituð á ensku. Um þá bók segir gagn- rýnandi Jyllandsposten: „Þessi bók og „Dybgrönne tun“ eru náskyldar, þar eð þær gerast báðar í sama dalnum á sama tíma. En „Dybgrönne tun“ segir frá mörgum íbúum dalsins, hin ein- beitir sér að einni persónu, Þor- valdi, sem við kynntumst í „Dyb- grönne tun“. „Sölvglitrende hav“ segir frá þroska bóndadrengs, sem þráir að verða skáld. Drengurinn vinnur heima í föður- húsum, en fer siðan til Reykja- víkur til að freista gæfunnar. I Reykjavík verður hann einn hinna atvinnulausu, en sér þó ofan af fyrir sér með dagsvinnu hér og þar. Fyrsta skáldsaga hans er gefin út. Bókinni lýkur þar með og ekkert er gefið upp um afdrif skáldsögunnar — sú Iffs- fylling, sem útgáfa hennar gefur söguhetjunni, nægir. — Það eru andstæður handverks og hugar- verks sem eru þungamiðja sögunnar. — Hún verður á einkar frumlegan hátt raunsætt verk.“ Bækur Þorsteins Stefánssonar hata verið gefnar út bæði á enskri og þýzkri tungu auk danskrar og þeim hefur jafnan verið vel tekið — Skjálftar Framhald af bls. 2 segja nákvæmlega fyrir um, hvenær hættuástand yrði mest. I sambandi við landrisið sagði Kristján að það væri nú orðið meira en það var mest s.l. haust. Enn vantaði þó 60—70 sentimetra uppá að landrisið yrði eins mikið og þegar það var mest. — Formlegar handtökur . . . Framhald af bls. 1. Siálfur hefur Havel sagt að hann sé upprunnin úr borgara- legu umhverfi, og að ef til vill megi segja að hann sé „ofarlega i millistéttinni". Yfirvöld hafa ekki sömu velþóknun og Havel á borgarastétt. Þau hafa nokkrum sinnum amast við Havel vegna uppruna hans og í síðustu viku sagði málgagn kommúnista- flokksins, að hann væri kominn af miUjónámæringum. Þekktustu leikrit Havels eru „Samkvæmið í garðinum", „Skila- boð“ og „Samtal“. — Peter Finch Framhald af bls. 1. un Óskarsverðlaunanna á næst- unni fyrir leik sinn f „Network". Peter Finch var Ástraliumaður, og hóf þar leikferil sinn. Á siðari árum gat hann sér gott orð fyrir skapgerðarleik. Meðal beztu mynda hans eru taldar „Sunday, bloody Sunday“, „Fílahjörðin", „Nunnan" og „Fjarri heimsins glaumi". Fulltrúi stofnunar þeirrar, sem úthlutar Óskarsverðlaununum sagði í gær, að látnir listamenn gætu komið til greina við úthlut- un verðlaunanna, og benti í þvi sambandi á James Dean og Spenc- er Tracy, en sagði að þrátt fyrir slik fordæmi hefðu látnir lista- menn aldrei fengið Óskarsverð- launin. — Krafla Framhald af bls. 48 að hér væri um mjög alvarlegan hlut að ræða og Morgunblaðinu er kunnugt um að jarðvisindamenn eru mjög uggandi um að holurnar eyðileggist þegar minnst varir. Valgarður Stefansson var að þvi spurður hvort það væri rétt að afl hefði minnkað til muna i holu 10, sem verið hefur kraftmesta holan i Kröflusvæðinu. Staðfesti Valgarður að frá þvi fyrir jól og þangað til eftir áramót, hefði aflið minnkað um helming. Einnig væri vatnið kaldara en það var áður. Valgarður sagði að erfitt væri að segja til um hver skýr- ingin væri á þessu. Hann neitaði þvi ekki, að stífla á 1640 metra dýpi kynni að valda þessu. Hann tók þó fram, að 6 skýringar hefðu verið gefnar á því hvað ylli þessu og það væri ekki útilokað að tær- ing væri orsökin. Eins og fram hefur komið í fréttum, var verið að hitamæla holu 10 á dögunum og stöðvaðist þá hitamælirinn á 1640 metra dýpi. Enn er ekki vit- að hvað olli því, en reynt verður að kanna á næstunni hvort um alvarlega stiflu er að ræða. — Lygamælir Framhald af bls. 48 fram í slikum prófunum. En á hinn bóginn sjáist greinilega á mælingunni ef viðkomandi telur sig vera að segja sann- leika. Tækið getur i flestum tilfellum greint á milli þessara ástæðna. í tímaritinu segir að tækið sé óbrigðult á að 9/10 hlutum, sem þýðir raunar að séu 100 grunaðir og af þeim sé einn sekur, sé ljóst að 9 séu ranglega grunaðir eftir slika prófun. Þrátt fyrir það er þessi lygamæling mun öruggari og nákvæmari en þær aðferðir, sem áður hafa verið notaðar. I áðurnefndu timariti er gefið sýnishorn af prófun og spurningum, sem sagðar eru einkennandi fyrir slíka lyga- mælingu. Er þá til skiptis spurt um sakamálið og eitthvað sem engu eða litlu máli skiptir í sambandi við það. Ætlazt er til að sá, sem yfirheyrður er svari játandi eða neitandi: 1. Er fimmtudagur í dag? 2. Óttastu að ég muni spyrja þig spurninga um það sem við höfum ekki rætt áður? 3. Ætlarðu að svara sam- vizkusamlega öllum spurningum um hina horfnu penínga og úrið? 4. Finnst þér blár litur fallegur? 5. Veiztu hver tók hina horfnu peninga? 6. Finnst þér gaman að horfa á sjónvarp? 7. Tókst þú peningana? 8. Finnst þer rauður litur fallegur? 9. Ertu sannfærður um að ég muni ekki spyrja þig spurninga, sem við höfum ekki áður rætt? 10. Stalstu úrinu? Síðan segir til skýringar við þessar spurningar, að streita gæti komið fram I raddstyrk svarandans vegna eftirtalinna ástæðna. í fyrstu spurningu gæti hræðsla við hljóðnema komið fram, en í annarri spurningu gæti streita komið fram vegna ótta og örvæntingar vegna annarra hluta. í þriðju spurningu er viðkomandi spurður um peninga, þýfi, en við það er bætt úri, sem hann hefur ekki stolið. Því kemur þar fram streita vegna þess að viðkomandi er vændur um að hafa stolið úri sem hann hefur ekki gert. Í fjórðu spurningu gæti komið fram streita almenns eðlis. Streita I svari við fimmtu spurningu gæti verið vegna þess að viðkomandi veit hver stal peningunum ef hann gerði það ekki sjálfur. Streita í sjöttu spurningu gæti verið af sama toga og i fjórðu spurningu. Streita í svari við sjöundu spurningu gæti bent til sektar. Áður en áttunda spurning er lögð fyrir svaranda hefur honum verið sagt, að rauður litur og hugmyndir hans um hann geti gefið upplýsingar um andlega veikleika hans. Þvi getur streita komið vegna þessa fram. Niunda spurning ætti að gefa svörun eins og spurning númer tvö og tíunda ^purning eins og þriðja spurning. Greining á sekt mannsins er jákvæð, ef streitan I svari við sjöundu spurningu er meiri en í svörum við öðrum spurningum. Þessi prófun er tvítekin. — Bukovsky Framhald af bls. 1. um KGB og einræðisstjórnar- innar og beinast að þeim sjálf- um.“ 1 París talar Bukovsky á fundi um málefni sovézkra and- ófsmanna slðdegis á laugardag, en heldur til Hollands sama kvöld. — Stjórnstöð Framhald af bls. 48 skýlið vió norður-suður flugbraut- ina og Shell-stöðina væri kjörið til nota fyrir Landhelgisgæzluna og teldu forráðamenn Landhelgis- gæzlunnar þetta góða stað- setningu. Hefðu þeir haft uppi vissan tæknilegan undirbúning, m.a. látið gera skipulagsteikningu af flugskýlinu og stjórnstöð. — Kínverskar myndir Framhald af bls. 3 var sýnd f Norræna húsinu sum- arið 1973. Hann hcfur einnig unn- ið samsvarandi sögulega Ijðs- myndasýningu um Álandseyjar og er nú að vinna við Færeyjasýn- ingu. Sfðari fyrirlestur Olov Isaksson verður á fimmtudaginn, 20. janúar og mun hann þá fjalla um fslenskar frásagnir og gerðabæk- ur frá íslandi. Nefnist sá fyrir- lestur „Fráan Olaus Magnus till Hasse Álfredsson." i tilefni þessa fyrirlesturs verð- ur efnt til sýningar á sænskum islandsbðkum. Hefur I.andsbóka- safnið léð ýmsar kunnar eldri og fágætar bækur og verður þar elzt Bréf úr Íslands ferð eftir Uno von Troil (1777). I bðkasafni Norræna hússins eru hins vegar til margar hinna nýrri. Þessar ferðabækur verða til sýnis f böka- safninu alla næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.