Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 Þorleifur Jónsson Jónssen - Minning Fæddur 13. ágúst 1908. Dáinn 8. janúar 1977. Séra Matthías spyr sjálfan sig hvaó dauðinn sé raunverulega og svarar: ilvað rr llel? Ollum þeim sem lifa vel Kngill, sem IiI Ijóssins leiðir, Ljósmóðir, sem hvflu reiðir, Sólarbros er birta íl, Heitir llel. Þetta eitt af mörgum, mörgum gullkornum séra Matthíasar finnst mér tilheyra vel þeím manni sem eg undirritaður minnist hér, og sem verður óhjákvæmilega að miklum vanmætti hjá mér og verður aðeins lítið kvæði af kynn- um mínum af vini mínum Þorleifi og hinni ágætu og manndómsriku Suðureyrarfjölskyldu sem mér og fjölskyldum minum er mjög kær. Jón Einirs Guðmundsson, vel greindur og góður maður, sem ólst upp á Suðureyri hjá afa sínum og ömmu, J. Th. Jónssen og Þórdisi Jónsdóttur, skrífar afmælisgrein um Gróu móður Þorleifs þegar hún var 80 ára, og langar mig til með leyfi greinarhöfundar að taka hér upp á blað þetta nánustu ætt- liði míns góða vinar Þorleifs. Kunnátta mín í þeim efnum er takmörkuð þó að ég viti að vísu um hans nánustu ættmenni. Þorleifur var fæddur eins og áður var getið hinn 13. dag ágústmánaðar 1908 að Suðureyri við Tálknafjörð. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi og útgerðarmaður að Suðureyri, sonur Jóns Þorlleifs Jónssonar Jónssen, bónda á Suðureyri.einn 16 barna hans, og má rekja þann karllegg til Jóns er kallaður var bóndi og bjó Jón sonur hans á Suðureyri siðari hluta 17. aldar. Telur Ölafur prófessor Lárusson er reit um Jónssen látinn að Suðureyri hafi haldist i sömu ætt- inni um 4 aldir. Móðir Jóns yngra, eins og hann var almennt kallaður, var Þórdis Jónsdóttir, skipherra á Steinanesi og voru þeir bræður Þorleifur kaupmaður i Bílduudal, faðir Jons eldra, og Jón skipherra, faðir Þórdisar. Móðir Þórdísar var Margrét Sigurðardóttir prófasts á Hrafnseyri systir Jóns forseta, og er sú ætt alkunn og auðrakin. Móðir Þorleifs var Gróa Indriða- dóttir, fædd að Naustabrekku, Rauðasandshreppi, 13. ágúst 1879, með afbrigðum góð og elskuleg kona, dóttir hjónanna Indriða Indriðasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, sem ég mun minn- ast siðar. Foreldrar Indriðæ 3' Naustabrekku voru Indriði Pétursson frá Trostansfirði og Margrét Magnúsdóttir kona hans. Allt er þetta merkis- og sæmdar- fólk, sem ég hefi sjálfur kynnst. Af ofanskráðu má sjá að vinur minn Þorleifur og Suðureyrarfjöl- skyldan þarf ekki að leita langt fram í ættir til drengskapar og gæða. Þorleifur var einn af þessum sérstöku persónum sem öllum sem kynntust þótti vænt um og dáðu. Hann var öruggur i loforðum, ljúf- menni og góður i allri umgengni. Barngóður svo af bar, enda mun litlum frændkonum hans og frændum hafa þótt eins vænt um hann og besta föður. En þótt Þor- leifur væri ekki að láta sérstaklega á sér bera var hann hrókur alls fagnaðar i vinahópi enda ólst hann upp f glaðværum hópi 10 systkina undir umsjón trúaðra og farsælla foreldra. Slikt teljum við ung- mennum hollt enda brást hann ekki þvi uppeldi sem hann fékk I foreldrahúsum um ævi alla. Eftir lát föður sins, 30. ágúst 1943, tóku þau systkini þrjú, Þorleifur, Guð- rún og Þórður, við búi á Suðureyri með móður sinni og drifu það með Faðir okkar + lést 1 4 janúar 1977 STEFÁN ÁRNASON, Fálkagötu 1, Börnin. + Innilegar þakkir sendum við öllum, þeím, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS F. EINARSSONAR, húsasmfðameistara. Börn tengdabörn og barnabörn. t Jarðarför JÓNS BJORNSSONAR, frá Ketilsstöðum á Tjörnesi, til heimilis að Guðrúnargötu 5, fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 18. janúarkl 1 3 30 Fyrir hönd eiginkonu og ættingja Hallgrímur J. Jónsson. flugstjóri. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR. Hverfisgötu 104,B, R. Ólafur Júlfusson, Ólöf Anna Ólafsdóttir, Viktor Þorkelsson, Gísli Jón Ólafsson, Margrét Berndsen, Júlíus Sæberg Ólafsson, Sigríður I. Claessen. + Faðir okkar, ODDUR ÓLAFSSON, barnalæknir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 18 janúar kl. 3. Lillý Valgerður Oddsdóttir, Runólfur Oddson, Davíð Oddsson, Vala Agnes Oddsdóttir Ólafur Oddsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför sonar okkar, dóttursonar og frænda ARNAR SIGURÐSSONAR Skúlagötu 5, Stykkishólmi. Sérstaklega þökkum við af aflhug öllum þeim sem tóku þátt í leitinni að honum Sigrún Sigurjónsdóttir, Sigurður Hjorleifsson, íris Jóhannsdóttir, Sigurjón Helgason, og frændsystkyni. + Systir mín MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, nuddkona, Laugarnesvegi 90, sem andaðist á Sólvangi 7 janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju, þriðjudagmn 1 8 janúar kl 14 Mmningarathöfn fer fram i Aðventistakirkjunni. sama dag kl 1 0 30 Sigrlður Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og virðingu við andlát og útför JÓNS ÁRNASONAR, fyrrv. bankastjóra Sigrlður Björnsdóttir. Björn Jónsson. Árni Jónsson, og fjólskyldur + Þökkum samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- + ur og afa Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og EGILS KRISTINSSONAR jarðarför eiginmanns mins og föður okkar. vélstjóra Tómasarhaga 29 SIGURÐAR EINARSSONAR, Anna Halldórsdóttir Agnes Egilsdóttir Árni Ág. Gunnarsson Jóhanna Zoéga Henriksdóttir og synir. og börn. + Þökkum hjartanlega aðstoð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu ÁGÚSTAR INGA GUÐMUNDSSONAR við andlát og útför Háeyri, Vestmannaeyjum. HAFSTEINS E. HAFSTEINSSONAR, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR Hringbraut 82, Reykjavlk, Háeyri, Vestmannaeyjum. GERHARD DIEDRICH HEINRICH Ása Sturlaugsdóttir, TEGEDER Hallfríður Hafsteinsdóttir, Jarþrúður Hafsteinsdóttir, Háeyri Vestmannaeyjum Dóra Hafsteinsdóttir, Halldóra J. Hafsteinsdóttir, Kæru vinir, samúð ykkar er sem smyrsl á sárin Anna G. Hafstemsdóttir, Pétur V. Hafsteinsson. Við biðjum ykkur blessunar Guðs * Ingjaldur S. Hafsteinsson. Astvinir hinna látnu. tengdabörn og barnabörn. miklum myndarbrag, raflýstu öll Tiús, keyptu búvélar og margt annað sem ekki verður talið hér. Þegar bróðir þeirra, Þórður, flytur til Bíldudals halda þau áfram búi á Suuureyri, Þorleifur og Guðrún systir hans, þar til 1964 að þau flytja til Reykjavíkur. Á þessum siðari árum hans á föðurerfð sinni átti hann litinn vélbát sem hann hafði mikið gagn og unun af og var oftast einn um þá sjósókn. 1964 hættu þau systkin búskap að Suðureyri og flytja til Reykjavik- ur. Fljótlega fór hann að vinna við Árbæjarsafn þar til hann varð að segja því starfi lausu vegna veik- inda sinna. 1967 kaupa þau systkin ibúð að Laugarnesvegi 74, þar sem hann bjó til dauðadags. Mikla un- un hafði hann af að heimsækja heimastaðinn Suðureyri og eyddi þar öllurp fritímum sinum, sér til ánægju og hressingar. Fyrir um 2 árum vildi þeim það óhapp til að hið veglega og fallega hús að Suðureyri brann. Hús þetta var timburhús, tvær hæðir, norsk teikning, mjög traust, plankabyggt 1906 og var alla tið nokkurs konar útvörúur og sómi fjarðarins. Efir þetta áfall byrja þau enn að prýða staðinn með nýju og vönduðu húsi, mér og fleiri Tálknfirðingum finnst fjörðurinn hafa misst svip sinn við bruna þessarar traustu byggingar. Trygglyndi Þorleifs vinar míns var með eindæmum. Hann mátti ekkert aumt sjá án þess að leggja þvi lið ef hann sá sér færi, enda ekki langt að sækja i ættina með hjálpsemi og greiðvirkni. Þegar ég nú pára um minn trygga vin kemur að sjálfsögðu margt í hugann af eftirminnigum hjartans minningum um hann og Suðureyrarfjölskylduna sem mér og minni fjölslsyldu er mjög svo kært eftir um 50—60 ára mikla samveru og kynni án nokkurs skugga. Slikra minninga er gott að minnast i bænum sínum i ellinni. 1923 flytjum við hjónin að Suðureyri með fyrstu dóttur okkar I'á árs, dæturnar urðu fjórar. Yngsta 6 ára þegar við flytjum til Patreksfjarðar 1936. Töldum við hjón það vera mikla gæfu þegar við fluttum til SuðUreyrar og hafi það haft góð áhrif á dætur okkar að kynnast svo góðu fólki sem þar var. Ekki get ég skilið svo við minn- ingar þessar að ég minnist ekki hinnar miklu gæða- og guðstrúar- konu Guðrúnar Magnúsdóttur, ömmu Þorleifs, sem dætur okkar kölluðu alltaf ömmu sína og kalla enn þegar á hana er minnst. Ég vona að ég halli hér ekki á neinn þó að ég bókfesti hér að ég telji að Guðrún Magnúsdóttir hafi verið sú hjartahreinasta, góðgerðasamasta og guðstrúaðsta persóna sem ég hefi kynnst á minni löngu ævi. Það var eins og fylgdi henni einhvers konar birtu bjarmi og i návist hennar leið manni alltaf svo einstaklega vel. Þannig er það víst alltaf með þá sem guðirnir elska, svo fylgdu henni þessi miklu gæði til samferðafólksins. Til allrar hamingju eigum við hjón i fjöl- skyldu okkar nafnið hennar til minningar, sem er nú búin að ljúka námi, til hjúkrunar þeim sem útundan hafa orðið við lífs- sköpun og meinar að gera það að sinu lífsstarfi og ég veit að Guðrún Magnúsdóttir verður ekki langt frá nöfnu sinni í því mannúðar- starfi. Blessuð veri minning þess- arar sérstæðu, góðu og hugljúfu konu. Ég sá Þorleif siðast þegar hann háði sitt siðasta strið við manninn með ljáinn, eftir nær þriggja ára strið sem hann vann með þraut- seigju og án umkvörtunar. Ég sá kyrrðina sem hvíldi yfir honum, tilbúnum að sigla fleyi sínu yfir móðuna miklu til strandarinnar fögru, sem við öll siglum til. Skáldið frá Fagraskógi segir að þar biði vinir í varpa þegar von sé á gesti. Kæra Suðureyrarfjölskylda og aðrir ættingjar og vinir hins látna, ég og fjölskyldur mínar vottum ykkur innilegustu samúð við burt- köllun góðs bróður og frænda. Að síðustu til míns trygga vinar og systkina hans sem horfin eru héðan af jörðu á undan honum, Hvílið í friði, friður guðs ykkur blessi, hafið þökk fyrir allt og allt. Jón Guðmundsson frá Stðra Laugardal. Þorloifur verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudag 17. jan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.