Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 14
14 Hvernig komst Bukovsky í gegnum hreinsunareldinn? „Spurning um innra frelsi” Bukovsky var fluttur í Serbsky-stofnunina fyrir sál- fræðilegar rannsóknir á sviði dómstóla. Úrskurður geðlækna- nefndar, sem rannsakaði hann, var á þá lund, að hann væri ekki ábyrgur gerða sinna, en þessi niðurstaða varð svo til þess að hann var sendur á geðdeild fangelsissjúkrahúss i Leningrad. Þar var hann „15 mánuði i hel- viti“, eins og hann segir sjálfur, en tókst þrátt fyrir það að halda geðheilsu með enskunámi. Þegar honum var sleppt tveimur árum síðar, var hann einn þeirra, sem skipulögðu fræg- ar mótmælaaðgerðir á Pushkin- torgi, en þar kröfðust andófs- menn þess að fá aðgang að réttar- höldunum yfir Sinyavsky og Daniel. Bukovsky fékk þó ekki tækifæri til að taka þátt í sjálfum aðgerðunum þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum áður en þær fóru fram, og sendur aftur á geðveikrahælið þar sem hann var geymdur í sex mánuði til við- bótar. I janúarmánuði 1967 var aftur efnt til aðgerða á Pushkin-torgi, og að þessu sinni var mótmælt handtöku fjögurra andófsmanna. Einn þeirra var rithöfundurinn Juri Glanskov, sem lézt nokkru síðar, 33ja ára að aldri. Bukovsky tók þátt í þessum mótmælaað- gerðum og var að sjálfsögðu hand- tekinn. Refsingin fyrir að „vanda „Þann, sem hefur öðlazt þetta innra frelsi, sem fæst með þvf að vera trúr hugsjónum sínum og bregðast ekki vinum sínum, geta þeir ekki svipt frelsi...“ Fyrir nokkrum dög- um gekk ungur maöur inn um dyrnar á sveitabæ einum í Sussex á Englandi. Hann hafði fyrir þremur vikum veriö undir lás og slá í sovézku fangelsi. Nú var honum fagnað af enskum leikara, sem hafði um sex ára skeið barizt fyrir því að honum yrði gefið frelsi. Þannig endaði saga þeirra Vladimirs Bukovskys og Davids Markhams dæmisaga um hugrekki eins og þrákelkni annars, sem vart á sér hliðstæðu nú á tímum. Markham kemur inn í sög- una þegar hann fer til Rússlands árið 1971, en þá hittist svo á, að Bukovsky var utan fangelsismúr- anna. „Fréttamynd af ungum manni með spjald, sem á var letr- uð krafa um frelsi, í mótmæla- stöðu í Moskvu, hafði verið að sækja á mig. Mér var tjáð að hann hefði fengið tveggja ára dóm fyrir að bera þetta spjald. Ég fann til sterkrar samkenndar með manni, sem var reiðubúinn að bjóða yfir- völdum byrginn á þennan hátt. Þetta var aðdragandi þess að við hittumst," segir Markham. Skömmu eftir, að þeir hittust, var Bukovsky enn tekinn fastur, en fundur þeirra varð upphafið að sex ára þrotlausri baráttu fyrir því að honum yrði sleppt. Þótt þeir ættu á hættu að verða álitnir ruglaðir ákváðu Markham og Viktor Fainberg að efna til tveggja manna mótmælastöðu fyrir utan sovézka sendiráðið í Lundúnum, en Fainberg er sjálf- Ur fyrrverandi fangi í sovézku geðveikrahæli. Meðan Fainberg einbeitti sér að þvi að fá brezka geðlækna á sitt band tókst Mark- ham að sannfæra marga áhrifa- menn i brezku leikhúslífi og fá þá til að láta harðorðum bréfum rigna yfir meðlimi Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Þá minntust þeir Markham og Fainberg árlega afmælis Bukovskys svo eftir var tekið. En hvað var það i sambandi við Bukovsky sem kallaði á slíka tryggð og virðingu? Hvers vegna var hann til dæmis efstur á lista Andrei Sakharovs, Nóbelsverð- launahafa, yfir þá pólitíska fanga, sem hann lagði mesta áherzlu á að látnir yfðu lausir? Ekki er það vegna glæsilegrar framkomu eða hetjudáða. Heldur ekki af því að' hann hefði neina spámannlcga hæfileika eins og þá sem öðru fremur löðuðu menn að Solzhenitsyn. „Volodya var bara venjulegur strákur í Moskvu,“ segir einn vina Bukovskys. Þetta stafar ekki af því sem hann virð- ist vera heldur af því, sem hann gerði." Rekinn úr skóla fyrir útgáfu grínblaðs Volodya, eða Vladimir eins og hann heitir, var fæddur árið 1942. Faðir hans var stirður í lund og eindreginn flokksmaður. Hann skiidi við konu sína er Volodya var ungur að árum, og ól hún börn sín tvö upp í einu íbúðarher- bergi. Drengurinn var ærslafull- ur og hrekkjóttur. Honum gekk vel í skóla þar til hann var rekin úr gagnfræðaskóla nr. 59 fyrir að gefa út fjölritað grínblað. Nú man enginn hvað stóð í þessu blaði, en skömmu síðar hóf hann nám í lífeðlisfræði við Moskvuháskóla. Þaðan var hann rekinn fyrir aðild sína að útgáfu tímaritsins Fönix. Þetta tímarit birti ljóð, sem yfirvöld höfðu ekki lagt blessun sína yfir. Önnur ástæða fyrir brottrekstrinum var sú, að Bukovsky hafði tekið þátt í ljóðalestri á Mayakovsky-torgi. B ukovsky fékk vinnu við að mata tölvu í vísindastofnun einni í Moskvu er hann hætti háskóla- námi. Hann bjo áfram hjá móður sinni og eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur um þessar mund- ir var að skipuleggja ásamt öðrum sýningu á listaverkum, sem ekki höfðu hlotið samþykki Sambands sovézkra listamanna. Tveimur árum síðar — í maí 1963 — va hann handtekinn fyrir að hafa undir höndum eintak af bannaðri bók, sem var „Hin nýja stétt“ eftir Júgóslavann Milovan Djilas. vist. Hann afplánaði dóminn í Bor, í námunda við Voronezh, þar sem hann starfaði aðallega á tré- smíðaverkstæði vinnubúðanna. óspektum á almannafæri" var ákveðin þriggja ára fangabúða- Benti fyrstur á misbeitingu geðlækn- inga í Sovét Fram að þessu hafði þátttaka Bukovskys í andófshreyfingunni ekki vakið meiri athygli en ýmissa félaga hans, enda þótt þær bæru vott um hugrekkí. En þegar hann losnaði frá Bur hafði hann sett sér takmark, sem gat orðið til þess að afhjúpa misnotkun sovézkra yfirvalda á geðveikra- hælum f kúgunarskyni við stjórn- málalega trúvillinga. Bukovsky ferðaðist milli Moskvu, Leningrad og Riga, og tókst að afla upplýsinga um niður- stöður réttarfarslegra geðrann- sókna á sex andófsmönnum, sem höfðu á sama hátt og hann sjálfur verið hafðir í haldi á geðveikra- hælum á fölskum forsendum. Bukvosky tókst að smygla sönnunargögnunum vestur fyrir járntjald og lét þau tilmæli fylgja að misbeiting sovézkra stjórn- valda á geðlækningum í pólitísk- um tilgangi yrði rædd á alþjóða- þingi geðiækna, sem þá stóð fyrir dyrum í Mexíkó-borg. Þrátt fyrir það, að 44 brezkir geðlæknar með F.A Jenner prófessor við Whitehall Wood-sjúkrahúsið i Sheffield lýstu því yfir að þeir „efuðust stórlega" um lögmæti geðlæknismeðferðar í Sovétríkj- unum, kom tregða þeirra, sem skipulögðu þingið, við að móðga hina sovézku þátttakendur i veg fyrir að málið fengi þá meðferð sem Bukovsky hafði ætlazt til. Það fer ekki hjá því að mönn- um finnist býsna kaldhæðnislegt að það hafi aðeins verið meðal sovézkra geðlækna að upplýsing- arnar köliuðu á tafarlaus við- brögð, en niðurstöðurnar voru birtar í „samizdat" (neðanjarðarríkinu), Samtíðarkróniku. Komst eitt ein- takið í hendur Marínu Vojkhanskayu, sem var geðlækn- ir í Leningrad-geðsjúkrahúsi nr. 3. M arína Voikhanskya, sem er í útlegð og dvelst i Lundúnum, lét svo um mælt nýlega: „Ég sá um leið, að KGB hafði laumað inn i hverja skýrslu nokkrum .atriðum, sem með tilliti til annarra „sjúkdómseinkenna" hvers aðila um sig gátu engan veginn staðizt, en tilgangurinn var rökstuðning- ur fyrir ákveðinni lyfjagjöf og læknismeðferð." „Ég sá í hendi mér, að Bukosky hafði lagt gífurlega mikið á sig til að ná í þessi skjöl, og um leið rann það upp fyrir mér að í minni umsjá var sjúklingur, sem raunar var ekkert annað en alheilbrigður pólitískur fangi eins og þeir Bukovsky voru að tala um," sagði læknirinn. Barátta Bukovskys fyrir mann- réttindum, sérstaklega í þágu andófsmanna, sem haldið var í svoézkum geðveikraha-lum, leiddi svo til þess að hann var enn hand- tekinn í marz 1971, en þá var honum gefið að sök að hafa dreift „and-sovézkum áróðri“. Aftur var hann sendur til Serbsky, en eftir mótmæli ýmissa einstaklinga á Vesturlöndum var hann úrskurð- aður sakha'fur og leyft að mál hans yrði tekið fyrir rétti. í mótsögn við ákvæói sovézkra laga var ákveðið að engin vitni skyldu verða við réttarhöldin yfir Bukovsky, en hann hafði ætíð gætt þess að halda aðgerðum sín- um innan ramma þessarar sömu löggjafar enda var það ein helzta krafa hans, að lögin yfðu haldin. Mál hans var ekki tekið fyrir fyrr en að níu mánuðum liðnum og á meðan var ekki nægt að ná sambandi við hann. Þegar til kom voru réttahöldin drifin af á einum degi. Lokaorð hans fyrir réttinum voru þessi: „Það eina, sem ég sé eftir, er að mér skuli ekki hafa orðið meira ágengt i baráttunni fyrir frelsi og réttlæti þann stutta tíma sem ég fór frjáls ferða minna." 12 ára dómur Þessum skyndiréttarhöldum lauk með því að Bukovsky var dæmdur til tveggja ára fangelsis- vistar, þá fimm ára dvalar í þrælkunarbúðum og loks fimm ára útlegðar — þ.e.a.s. 12 ára ófrelsis. Fyrsta hluta refsingar- innar afplánaði Bukovsky í hinu alræmda Vladimir-fangelsi í grennd við Mosvku, en árið 1973 var farið með hann til borgarinn- ar þar sem hann var yfirheyrður um tengsl sín við neðanjarðar- tímarit, sem flutti reglulega fregnir af mótmælum andófs- manna og kúgun stjörnvalda. Bukovsky var yfirheyrður í tvo mánuði samfleytt og neitaði allan tímann að biðja um náðun meðan andófsmönnum væri haldið föngnum i sovézkum geð- veikra æum. Siðar var hann fluttur í Ferm-vinnubúðirnar í Úralfjöllum, þar sem hann sætfi ofsóknum og margs konar þving- unum frá fyrsta degi. Þannig var hann til dæmis sviptur ýmsum réttindum, — hann var hvað eftir annað fluttur í einangrunarklefa, og komið var i veg fyrir að hann fengi það tvennt, sem hann þráði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.