Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 Jón Viðar Jónsson: Shakespeare, Wesker og Bond Það getur orðið lítilli þjðð töluverð byrði að eignast mikil skáld. Oft eru verk þeirra endastöð langrar þróunar, hlutir sem verða ekki betur sagðir og laða fremur til eftiröpunar en sjálf- stæðrar sköpunar. Við ís- lendingar höfum reynt þetta i áhrifum Laxness á hérlent menningarlif, og skandinavísk leikrita- gerð hefur átt erfitt upp- dráttar eftir dag Ibsens og Strindbergs. Verst er þó þegar verk slíkra manna eru smurð og sveipuð likhjúpi sigildis- ins, hafin á stall og dýrk- uð af þeim sem hafa meiri áhuga á afrekum fortiðarinnar en nútíðar- innar. Nýjar og fram- sæknar skáldakynslóðir finna þvi oft til þarfar að ráðast gegn þessum goð- um, svipta af þeim hjúpnum og sýna, að á bak við leynast rotnun og dauði. Eitt best.a dæmi um slíkt uppgjör nú á dögum er sennilega sú meðferð sem Shakespeare og eitt verka hans hafa hlotið hjá tveimur frægustu leikskáldum Breta, Arn- old Wesker og Edward Bond. Leikrit Bonds, Bingó, sem lýsir ævilok- um Shakespeares og að- draganda þeirra, hefur nýlega verið sýnt viða um Evrópu, þó ekki hafi leið þess enn legið upp á ís- lensk leiksvið. I Bingó er Shakespeare sýndur sem vel metinn og efnum bú- inn borgari i fæðingarbæ sinum Stratford upon Av- on; leikritunum miklu er lokið og skáldið útskrif- aður og andlega geldur. Borgarastéttin er að efl- ast og stórum landsvæð- um er skipt upp í gróða- skyni, með þeim afleið- ingum að fjöldi bænda- fólks hrekst á vergang. Öréttlætið og neyðin auk- ast því jafn hratt og hækkar í sjóðum borgar- anna — og Shakespeares, því hann tekur sjálfur þátt i skiptingu jarðar- innar og hagnast á henni. Samviskan bitur hann þó, þvi undir niðri lifir enn sá neisti mannlegrar sam- kenndar sem blossar í verkum hans. En nú get- ur hann ekki einu sinni bjargað ráðvilltri flækingsstúlku, sem leit- ar hælis i garði hans, undan hrammi laganna Hann hefur ævinlega gætt þess að halda sig fjarri blóðugum átökum samtímans og þannig þrætt leiðina inn í höfn góðborgaralegrar velferð- ar og fjölskylduhamingju — sem reyndar er frekar lítil á heimili hans. 1 verkum sinum hefur hann lýst því sem hann sá af meiri n^kvæmni og skarpskyggni en nokkur annar, en hann hefur jafnframt forðast að lýsa yfír afstöðu sinni I nokkru máli. Innst inni veit hann að hann er svik- ari við þá mannúðar- stefnu sem hann trúir á. Mótsagnirnar milli lífs hans og sannfæringar eru óleysanlegar og i leikslok styttir hann sér aldur. Hann tekur inn eitur sem fornvinur hans og skáld- bróðir, Ben Jonsson, fær- ir honum. Allt er þetta trúlega heldur léleg sagn- fræði, enda Iítið sem ekk- ert vitað um þetta timabil i ævi Shakespeares. En f heild sinni er leikritið voldug ákæra á hendur þeirra „andans manna" sem reka háværan áróður fyrir betra heimi úr fila- beinsturnum þar sem þeir eru sjálfir óhultir fyrir vopnum afturhalds- aflanna. Nýjasta leikrit Arnolds Weskcrs, Kaupmaðurinn, sem var frumsýnt i sænska þjóðleikhúsinu, Dramaten, í haust, er eins konar umskrifun á Kaupmanninum í Fen- eyjum eftir Shakespeare. Wesker tekur að láni alla helstu þætti atburðarás- sviðinu, eignalaus og auð- mýktur maður. Enda þótt ýmislegt í lýsingu Shylocks bendi til að Shakespeare hafi séð í gegnum þá gyðinga- fordóma sem áróður kirkjunnar hafði breitt út um alla Evrópu, verð- ur því tæplega neitað að persónan ber vitni um töluvert gyðingahatur. Á dögum Shakespeares voru vart nokkrir gyðing- ar í Englandi, þeim hafði löngu verið útrýmt þaðan og á burt visað. Skáldið gat því gert sér mat úr þessum fordómum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af þvi að gera nokkrum mein. Leikrit hans voru skrifuð fyrir ákveðið leikhús og ákveðna áhorfendur og hann gat ekki órað fyrir að þau ættu eftir að verða minnihlutahópur, en hér nutu þeir sérstakra rétt- inda og i gettóinu stóð gyðingleg hámenning með miklum blóma. Ástæðan var sú, að versl- un borgríkisins þreifst ekki án lánastarfsemi, en samkvæmt boði helgrar bókar mega kristnir menn ekki taka rentu af dauðu fé. Þennan árekst- ur guðfræði og efnahags- legrar nauðsynjar leystu feneyskir borgarar með því að láta gyðingana annast lánin — þeir voru fordæmdir hvort sem var. Gyðingar nutu þvi vissrar lagaverndar, en staða þeirra var engu að siður mjög erfið; þeir urðu að búa í gettóinu sem var læst á nóttunni og þeir voru að greindir frá öðr- um borgurum með því að vera látnir bera gula kristinna borgara. En Antónió er óbifanlegur; spyrjist út að þeir brjóti þau lög, sem vernda gyð- inga þó þau lítillækki þá, kemur það Shylock sjálf- um í koll. Að lokum segir Shylock: Allt í lagi, úr því lögin eru svona grimmi- leg, skulum við draga dár að þeim með þvi að gera grimmilega skuldbind- ingu — sem veðs fyrir láninu krefst ég eins punds af þínu ástkæra holdi. Þegar allt er um seinan rennur loks upp ljós fyrir Shylock, og leikur hans að lögunum breytist í martröð. Sé einu sinni veitt undanþága frá lög- unum má alltaf búast við annarri — gyðingum i óhag. Öryggi kynstofns- ins krefst þess, að skil- málum skuldbindingar- þessa grundvallar og að það sé skylda sin og ann- arra að benda á þetta mis- ræmi framkvæmdar og hugsjónar. 1 Kaupmann- inum reynir hans hins vegar að vega og meta húmanismann og sér á honum nokkur takmörk. Lærdómur Shylocks og þekking heyra bókasöfn- unum til, þar varðveitist ljós menningarinnar sem honum er skylt að gæta. Honum kemur ekki til hugar að úr þekkingunni megi gera tæki til að breyta ástandi heimsins og enda þótt hann, líkt og aðrir húmanistar, sé full- ur áhuga á flestu, ber hann í rauninni afar tak- markað skyn á þau lög- mál veruieikans sem hann lýtur. Hér liggja hinar dýpri rætur mis- taka hans, viðhorf hans Edward Bond William Shakespeare Arnold Wesker arinnar og flestar aðal- persónur í Icikriti Shakespeares, snýr við flestum formerkjum og setur söguna f félagslegt og sögulegt samhengi þar sem hún fær nýja merk- ingu. Hér yrði of langt mál að rekja efni K:upmannsins í Feneyjum og gera grein fyrir öllum endurskýr-. ingum Weskers sem víða eru býsna snjallar. Höfuðbreytingin varðar gyðinginn Shylock sem f leikriti Shakespeares er samviskulaus þorpari. Hann lánar hinum göf- uga kaupmanni Antóníó þrjú þúsund dúkata gegn þvi að greiði Antónió ekki skuld sina á tilsett- um tíma, fái Shylock að skera pund af holdi úr brjósti hans. Þegar þar að kemur er Antóníó gjald- þrota, og Shylock krefst þess sem honum ber. Þá birtist hin ráðagóða aðalsmær Portía og bend- ir á að i samningnum sé aðeins talað um hold en ekki blóð, og úthelli Shy- lock dropa af blóði Antóniós hafi hann rofið samninginn. Gyðingurinn hlýtar því makleg mála- gjöld og skreiðist út af sett upp við aðstæður þar sem ýmislegt hlaut að birtast í nýju Ijósi. Gyðingar hafa mikið komið við sögu í leikrit- um Arnolds Weskers, enda er hann af gyðinga- ættum kominn. Þríleikur- inn Chicken Soup with Barley, Roots og I'm Talking of Jerusalem, sem skapaði honum frægð um 1960 fjallar þannig um feril tveggja gyðingafjölskyldna úr verkamannastétt um tveggja áratuga skeið. Wesker segir svo frá, að þegar hann sá Laur- ence Olivier leika Shy- lock fyrir nokkrum árum og þar er komið leik að Portia hefur afhjúpað bresti samningsins, hafi runnið upp fyrir sér, að hér myndi Shylock raun- veruleikans hafa hrópað af fögnuði og létti. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað hann að semja nýtt leikrit um þessa atburði til að sanna þá skoðun sina. I Kaupmanninum kynnumst við Shylock sem hluta af þvi sam- félagi sem lifir innan múra gettósins i Feneyj- um, fyrsta gettós Evrópu. Alls staðar annars staðar voru gyðingar ofsóttur hatta. Þegar hart var í ári blóðmjólkuðu yfirvöldin þá og þetta voru erfiðir tímar fyrir borgríkið; um miðbik sextándu aldar, en þá gerist leikritið, var staða feneyskrar verslun- ar mjög tekin að veikjast eftir að sjóleiðin til Ind- lands hafði verið fundin. Og kaþólsku kirkjunni stóð alltaf jafn mikill stuggur af menningu gyð- inga og trú þeirra og árið 1554 lét hún það boð út ganga til feneyskra gyð- inga að þeir skyldu brenna allar bækur sínar og rit. Aðaláhugamál Shy- locks Weskers er ekki fjársöfnun, heldur bók- menntir og saga kyn- stofnsins. Hann er ástriðufullur bókasafnari og varðveitir bókasafn sitt á laun I von um að banni páfa muni ein- hvern tímann létta. Við þetta nýtur hann aðstoð- ar kaupmannsins Antón- íós, sem hér er orðinn besti vinur Shylocks. Þegar Antöníó þarf á lán- inu að halda vill Shylock i fyrstu ekki að þeir geri með sér neina skriflega skuldbindingu, eins og feneysk lög mæla fyrir um viðskipti gyðinga og innar sé fullnægt og eftir sálarstríð mikið ákveður Shylock — ekki sist fyri orð Antóníós sem skilur aðstæður hans fullkom- lega — að meta meir skylduna við ættfólk sitt en vináttu þeirra Antóniós. Þungur á brún krefst hann þess sem honum ber, en þegar Portía birtist með boð- skap sinn fórnar hann að sjálfsögðu upp höndum af gleði. Wesker hefur sagt að með því að skrifa Kaup- manninn hafi hann viljað reyna að bæta fyrir þann skaða sem Kaupmaður- inn í Feneyjum hefur gert gyðingum i tæpar fjórar aldir, og óneitan- lega er kynþáttaaðgrein- ingin og hleypidómarnir aðaluppistaða verksins. En einnig hygg ég að i því séu fólgin ákveðin per- sónuleg reikningsskil. Sósíalisminn, sem Wesk- er hefur jafnan boðað í verkum sínum, grund- vallast á þeim húman- isma sem endurreisnar- stefnan fæddi af sér og Shylock er fulltrúi fyrir. Wesker hefur sagt að sér þyki margt, sem gert er i nafni sósíalismans nú á dögum, vera litt í anda tii heimsins er viðhorf þolandans en ekki ger- andans og orsök þess er ekki aðeins sú að hann er hluti af kúguðum kyn- stofni. Til mótvægis við afstöðu Shylocks setur Wesker veraldarklókindi Portíu sem notar kunn- áttu sina til að leysa vandamálin. í rauninni er Shakes- peare ekkert aðalaðriði í Bíngó og enn síður í Kaupmanninum, þó bæði séu leikritin andmæli gegn taumlausri dýrkun á honum. Þau fjalla bæði um þá menningarkreppu sem verður þegar skáld og heimspekingar ein- angra sig frá mannlifi samtímans og taka að imynda sér að list þeirra og hugsun séu sértæk gildi og óháð þvi þjóð- félagi sem þeir lifa í. Bæði Bond og Wesker ráðast gegn þvi félags- lega ábyrgðarleysi sem þeir sjá merki um í leik- ritum Shakespeares, og i ádeilu þeirra er fólgin sú sannfæring, að skáld sem ekki tekur þátt i mannlifi síns tima og beitir ekki list sinni í þágu þess, er dæmt til að líða undir lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.