Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 33

Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 17 líprðitirl Sex landsleikir á næsta leiti ÍSLENZKA handknattleikslands- liðið hvr sig nú af kappi undir B-heimsmeistarakeppnina i Austurrfki og á næstunni verða sex landsleikir I Laugardalshöll- inni. Verða það Pólverjar, Tékkar og Vestur-Þjóðverjar sem koma í heimsókn, og verður fróðlegt að sjá hvernig fslenzka landsliðinu vegnar f viðureigninni við þessi sterku lið. Pólverjar tóku þátt í hínni svo- nefndu Baltic-keppni sem lauk í Austur-Þýzkalandi nú um helgina og höfnuðu þar i þriðja sæti. Það lið sem þeir sendu til þessa móts Olympíu- meistararnir byrja vel TVEIR þeirra hnefaleika- kappa sem unnu til gull- verðlauna á Olympíu- leikunum í Montreal s.l. sumar, Howard Davis og Leon Spinks frá Banda- ríkjunum háðu frumraun sína sem atvinnumenn í íþróttagreininni s.l. sunnu- dag á móti i Las Vegas í Bandaríkjunum. Spinks sigraði andstæðing sinn, Bob Smith á tæknilegu rot- höggi í fimmtu lotu og Davis sigraði andstæðing sinn Jose Resto á stigum. Má þvf segja að þessir tveir kappar fari vel af stað í atvinnumennskunni. var ekki þeirra sterkasta, en hins vegar munu þeir tefla fram sínu bezta á móti íslendingunum. Með- al þeirra, sem koma hingað með pólska landsliðinu, er stórskyttan Klempel úr SLASK-liðinu, en margir munu minnast hans frá leik SLASK og FH i Evrópubikar- keppninni fyrr i vetur. Pólverjarnir leika hér 24. og 25. janúar, en 27. og 28. janúar verða siðan leikir við Tékka íLaugar- dalshöllinni. Munu Tékkar einnig koma með sitt sterkasta lið hing- að. 5. og 6. febrúar verður svo leikið við Vestur-Þjóðverja og hafa þeir þegar sent HSÍ val á liði sinu. Er það að stofni til skipað fremur ungum leikmönnum og átta þeirra hafa leikið tiltölulega fáa landsleiki. I liði Vestur- Þýzkalands eru þrír félagar Ólafs og’ Axels úr Dankersen. íslenzka landsliðið mun svo halda til Austurrikis kringum 20. febrúar og er áformað að leika tvo æfingaleiki við austurriskt félags- lið áður en ti.l sjálfrar alvörunnar kemur. Verða þeir leikir 21. og 23. febrúar. 25. febrúar hefst svo heimsmeistarakeppnin og þann dag leika Portúgalir og Austur- Þíóðverjar. íslendingar leika síð- an við Portúgali 26. febrúar og við Austur-Þjóðverja 27. febrúar. V ‘rður leikið i Klagenfurt, en ki mist islenzka liðið áfram mun þ; ð taka þátt i milliriðli sem fram fe.‘ i Linz. Urslitaleikir keppninn- ar fara síðan fram i Vín. Þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson munu leika með is- lenzka landsliðinu gegn Pól- verjum 25. janúar og einnig taka þeir þátt i fyrri landsleiknum við Tékka, 27. janúar. svo og báðum leikjunum við Vestur-Þjóðverja. Ljósm. Mbl. RAX, tók þessa mynd af Stefáni f úrslitaleik hans við Hjálmtý Hafsteinsson. UNGUR GERPLUPILTUR HREPPTIARNARBIKARINN UNGUR piltur úr Köpavogsfélag- inu Gerplu, Stefán Konráðsson, sigraði óvænt f Arnarmótinu í borðtennis sem fram fór í Laugar- dalshiillinni á laugardaginn, en allir beztu bortennismenn lands- ins leiddu saman hesta sina i keppni þessari. Til úrslita lék Stefán við Hjálmtý Ilafsteinsson, KR, sem nýlega var valinn „Borð- tennismaður ársins 1976“ af Iþróttablaðinu og fóru leikar svo að Stefán vann nokkuð örugglega. Er hann þar með orðinn næst stigha'stur íslenzkra borðtennis- manna — aðeins íslandsmeistar- inn frá í fyrra, Gunnar Finn- björnsson, hefur fleiri stig. I móti þessu var viðhaft það fyrirkomulag að keppendur voru úr leik eftir tvö töp. Snemma i keppninni léku þeir Stefán og Hjálmtýr saman og fóru þá leikar svo að Hjálmtýr Vann 21:16 og 21:7. Lenti Stafán þar með i flokki þeirra er tapað höfðu leik, en þar mætti hann m.a. íslands- meistaranum Gunnari Finn- björnssyni og sigraði hann eftir mikla baráttu 22:20, 16:21 og 22:20. Að því kom síðan að þeir Hjálmtýr og Stefán mættust aftur og var Hjálmtýr þá eini keppand- inn sem ekki hafði tapað leik. Þann leik leik vann Stafán 21:17 og 21:19, þannig að sú staða var komin upp að þeir þurftu að leika þriðja leikinn til úrslita. i þeirri viðureign hafði Stefán svo betur, 21:23, 21:19 ug 21:12 og hreppti hann því hinn eftirsóknarverða verðl -enagrip sem keppt er um i móli þessu. Er afrek hans hið athyglisveröasta, ekki sízt vegna þess að í mótinu lagði hann þrjá fyrrverandi bikarmeistara af velli, þá Olaf H. Olafsson. Hjálm- ar Aðalsteinsson og Gunnar Þ. I'innbjörnsson. A mótinu var einnig keppt i þriðja flokki og þar sigraði Hilrn- ar Konráðsson, Víkingi, Arna Gunnarsson úr Keflavik i úrslita- leik. Flytjast þeir báðir upp i 2. flokk eftir þennan árangur og eru nú 14 borðtennismenn komnir i 2. flokk. Sigurður Jónsson — nðði góðum árangri f Sviss. ENGAR FRETTIR! ÞAÐ vakti athygli þeirra er fylgdust með íþróttaþættí Sjón- varpsins s.l. laugardag, að Bjarni Felixson, fréttamaður, brá aðeins upp á skjáinn úrslit- um f 1. deildar leikjum ( Eng- landi á laugardaginn, en rakti ekki gang leikja né úrslit I öðr- um deildum. Viðhafði Bjarni þá skýringu að þetta væri gert vegna eindreginna óska. — Þær óskir voru komnar frá fréttastjóra Sjónvarpsins, sagði Bjarni i viðtali við Morgunblaðið i gær. — Ég fékk eindregin tilmæli frá hon- um um að fjalla ekki um leiki ensku knattspyrnunnar, og bregða bara upp úrslitum i leikjum 1. deildar án nokkurra skýringa. Bjarni vildi ekki tjá sig frek- ar um mál þetta, en þó kom fram hjá honum að margir hefðu orðið til þess að hafa samband um við Sjónvarpið á laugardaginn og óska eftir upp- lýsingum um leiki ensku knatt- spyrnunnar. Erfitt er að átta sig á því hvað veldur afstöðu fréttastjörans til máls þessa, nema ef vera kynni að honum væri ekkert um það gefið að sjónvarpið sé fyrst með fréttirnar. Það hefur þá að- stöðu að hafa möguleika til þess á þessu sviði, og víst er að mjög margir fylgjast með þessum fréttum, — ekki sízt þeir sem taka þátt í getraunastarfinu. Stefán Konráðsson með Arnarbikarinn. SKAUT120 KEPPINAUTUM REF FYRIR RASS - glæsilegur árangur Sigurðar Jónssonar í Sviss SIGURÐUR Jónsson, 17 ára pilt- ur frá ísafiröi, vann um helgina eitt glæsilegasta afrek sem fslenzkur skíðamaður hefur unn- ið fyrr og síðar er hann sigraði í FlS-punktamóti sem fram fór I Sviss á sunnudaginn. Alls voru keppendur um 120 talsins I móti þessu, og þótt meðal þeirra væru ekki hinir fra'gustu og beztu var eigi að sfður um að ræða harð- snúna og margreynda keppnis- menn. Fyrir þennan sigur hlýtur Sigurður 15,90 FlS-punkta, sem hefur verulega mikið að segja fyrir hann, þar sem punktafjöldi viðkomandi ra'ður miklu um rás- röð hans í stórmótum. Sigurður hafði rásnúmer 11 i mótinu í Sviss og fór hann fyrri ferðina mjög vel og náði beztum tfma allra keppenda. I seinni umferöinni náði hins vegar franskur skfðamaður betri brautartfma, en hins vegar ekki svo miklu betri en Sigurður að hann na'ði sigrinum. Sigurður mun nú f vikunni taka þátt f FLS-punktamóti f stórsvigi sem einnig fer fram f Sviss, en sfðan mun hann taka þátt f heims- hikarkeppninni f svigi á móti sem fram fer í Frakklandi 23. janúar n.k. Er Sigurður þar með fyrsti tslendingurinn sem keppir á slfku móti, og verður fróðlegt að f.vlgjast með hvernig honum vegnar þar. Frammistaóa Sigurð- ar á mótinu f Sviss um helgina gefur ástæðu til hjartsýni. þótt auðvitað veröi við miklu rammari reip að draga í heimsbikarkeppn- inni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.