Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 34

Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 18 Stenmark lét ekki að sér hæða og vann sigur í svigkeppninni Ingemar Stenmark, heimsbikarhafinn á skfðum 1976, lét ekki að sér hæða I svigkeppni þeirri f heimsbikarkeppninni sem fram fðr f Kitzbuehel f Austurrfki á sunnudaginn. Náði hann beztum brautartfma f báðum ferðunum og var þvf hinn öruggi sigurveg- ari. Sigurinn færir honum annað sætið f stigakeppninni, en Franz Klammer, sem keppir tiltölulega sjaldan f öðru en bruni, brá sér f svigkeppnina og varð þar f 47. sæti sem færði honum 8 stig, þannig að enn er hann fyrir ofan Ingemar Stenmark. Aðstæður f keppninni f svigi voru til muna betri í Kitzbuehel en f svigkeppninni á laugardaginn. Athygli vakti samt sem áður að hraði keppenda f brautinni var minni en flestir áttu von á, og það var einnig áberandi að margir reyndu að forðast að taka mikia áhættu. Ingemar Stenmark var þð ekki meðal þeirra — hann „keyrði“ á fullu báðar ferðirnar — einkum þó hina seinni, enda taidi hann sig þurfa á slfku að halda til þess að sigra Gros sem náð hafði jafngóðum tfma og hann f fyrri umferðinni. Gros sagði bins vegar eftir keppnina að hann hefði gert sér grein fyrir þvf að útilokað væri fyrir sig að sigra Stenmark á annan hátt en þann að Stenmark yrði fyrir einhverju óhappi, og þvf hefði hann tekið þvf fremur rólega f seinni ferðinni, til þess fyrst og fremst að styrkja stöðu sfna f stigabaráttu heimshikarkeppninnar. ttalinn Gustavo Thoeni sem var f fimmta sæti í svigkeppninni á sunnudag var sá sem fékk flest sig úr mótinu f Kitzbuehel, og skaut hann sér upp f fimmta sæti stigakeppnfnnar. Hinn ungi og efnilegi skfðamaður Klaus Heidegger frá Austurrfki sannaði einnig að árangur hans f mótunum um sfðustu helgi var engin tilviljun, en hann stóð sig mjög vel f svigkeppninni á sunnudag- inn og varð f fjórða sæti. 1) Ingemar Stenmark, Svfþjóð 2) PieroGros, ttalfu 3) Franeo Bieler, ttalfu 4) Klaus Heidegger, Austurrfki 5) Gustavo Thoeni, ttalfu 6) Paul Frommelt, Liechenstein 7) Fausto Radici, ttalfu 8. Alois Morgenstern, Austurrfki 9) Hans Hinterseer, Austurrfki 10) Willy Frommelt, I.iechtenstein 47,66 — 51,97 — 99,63 47,66 — 52,40 — 100,06 47,91 — 52,40 — 100,70 48,20 — 52,69 — 100,89 48,88 — 52,32 — 101,20 48,88 — 52,57 — 101,45 48,50 — 53,01 — 101,51 48,25 — 53,33 — 101,58 49,24 — 52,50 — 101,74 48,46 — 53,63 — 101,99 Klammer hafði yfirburöi AUSTURRÍKISM AÐURINN Franz Klammer renndi enn frek- ari stoðum undir þá skoðun margra að hann sé bezti brunmað- ur allra tíma, er hann vann sigur f brunkeppni sem fram fór f Hahnenkamm-brautinni f Kitzbiíhei á laugardaginn. Er þetta þriðja árið f röð sem Klammer sigrar f þessari keppni og hcfur engum tekizt það áður og hafa þó ekki ómerkari kappar en Toni Sailer, Karl Shranz og Jean-Claude Killy gert tilraun til þess. Hefur nú Franz Klammer sigrað f 18 brunmótum f heims- bikarkeppninni á skíðum, þar af níu f röð og verður slíkt einnig að teljast einstætt afrek. Skilyrði til keppni í Kitzbíihel voru mjög slæm á laugardaginn er keppnin fór þar fram. Mikið nýsnævi huldi brautina og varð að ráði að láta þá sem höfðu rásnúm- er frá 51—56 fara brautina fyrst tíl þess að troða hana fyrir aðal- kappana. Brautin sem er 3510 metra löng er auk þess mjög erfið, og mátti undur heita að ekki skyldu verða nein slys í keppn- inni á laugardaginn. Hraði brun- mannanna var hins vegar til muna minni en venjulega í þess- ari braut. — Þetta er án efa sú keppni sem ég hef þurft að hafa mest fyrir sigri í nú í langan tíma sagði Klammer eftir keppnina. — Að- stæðurnar voru mjög slæmar og ferðin minni en venjulega. Ég varð að skipuleggja rennslið allt öðru vísi en'ég er vanur að gera — varð t.d. að fara í slóð þeirra sem þegar voru búnir að fara og gat þess vegna litíð vikið frá því striki sem auðveldast var að halda. Mér þótti mjög ólíklegt að tími minn nægði til sigurs i keppninni, en sannfærðist brátt um það að keppinautar mínir áttu í sömu erfiðleikum og ég hafði lent i. Tími Franz Klammer var 2:09,71 mín. I öðru sæti varð Svisslendingurinn Rene Berthod á 2:10,64 mín., þriðji varð Bern- hard Russi frá Sviss á 2:10,84 mí ,. og i fjórða sæti varð Erwin Josi, einnig frá Sviss, á 2:11,29 min. Mörgum frægum görpum gekk heldur illa í keppninni. Klammer með 108 stig Staðan i heimsbikarkeppni Staðan I stigakeppni milli karla á skiðum er nú þessi: þjóða i karla og kvennakeppni stig heimsbikarkeppnínnar er þesst 1) Franz Klammer, Austurr 108 eftir mót helgarinnar: 2) Ingemar Stenmark, 1) Austurriki 840 stig Sviþjóð 104 2) Sviss 445 stig 3. Klaus Heidegger, Austurr. 101 3) ítalia 31 7 stig 4 Piero Gros, ítaltu 90 4) Liechtenstein 163 stig 5. Gustavo Thoeni, ítaliu 77 5) Bandarikin 123 stig 6 Heini Hemmi, Sviss 73 6) Sviþjóð 106 stig 7 Bernhard Russi, Sviss 52 7) Vestur-Þýzkaland 86 stig 8. Phil Mahre, Bandar. 51 8) Frakkland 46 stig 9 Walter Tresch, Sviss 49 9) Iran 32 stig 10 Franco Bieler. jtaliu 42 10) Kanada 16 stig Danir urðu að bíta I það súra epli að hafna í neðsta sæti Baltic-keppninnar. Mynd þessi er úr fyrsta leik þeirra í keppninni, við Austur-Þjóðverja, en Þjóðverjarnir unnu þann leik naumlega 20—18. Það er bezti maður danska liðsins, Anders Dahl, sem er að skora. Austur-Þjóðverjar sigr- uðu í Batic-keppninni en Danir höfnuðu í neðsta sæti AUSTUR-Þjóðverjar báru sigur úr býtum í Baltic- handknattleiksmótinu, sem fór fram i heimalandi þeirra. Alls tóku sjö lið þátt i móti þessu og stóð það mest alla s.l. viku. Voru úrslitaleikirnir leiknir á sunnu- daginn. Til úrslita i mótinu léku Aust- ur-Þjóðverjar við Sovétmenn, en sem kunnugt er sigruðu Sovét- menn í þessari íþróttagrein á Ólympíuleikunum í Montreal og tefla nú fram lítið breyttu liði frá þeim leikjum. Var úrslitaleikur- inn mjög spennandi og skemmti- legur til að byrja með, en í hálf- leik höfðu Austur-Þjóðverjar náð tveggja marka forystu 8—6. I seinni hálfleik náðu Þjóðverjarn- ir síðan æ betri tökum á leiknum og svo fór að lokum að þeir sigr- uðu með nokkuð óvæntum yfir- burðum 19—13. Leikur þessi fór fram í Austur-Berlín. í Wismar léku Pólverjar og Vestur-Þjóðverjar um þriðja sæt- ið, og gat sá leikur tæpast verið jafnari. í hálfleik höfðu Þjóðverj- ar eitt mark yfir 13—12, en þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan 23—23. Var leiknum þá framlengt í 2x5 mínútum og þá tókst Pólverjum að knýja fram sigur 26—25. Um fimmta sætið léku svo Sviar og Norðmenn og fóru leikar svo að Norðmenn sigruðu naumlega 23—20. Unglingalandslið Austur- Þjóðverja keppti síðan við Dani um 7. sætið í mótinu og sigruðu Þjóðverjarnir. Lokaröð þátttöku- liðanna i mótinu varð því þessi: 1) Austur-Þýzkaland 2) Sovétríkin 3) Pólland 4) Vestur-Þýzkaland 5) Noregur 6) Svíþjóð 7) Unglingalið A-Þýzkalands 8) Danmörk. Þess skal getið að í síðustu viku var skýrt frá þvi í Morgunblaðinu að Norðmenn hefðu sigrað Pól- verja í keppni þessari. Þar var því miöur farið rangt með. Pólverjar sigruðu í leiknum. Mistök okkar stöfuðu af því að norska frétta- stofan NTB sendi úr rangar upp- lýsingar um leik þennan og kom hið sanna ekki fram fyrr en norsku dagblöðin bárust hingað. í Kitzbúhel Þannig hafnaði t.d. Norðmaður- inn Erik Haaker í 21. sæti á 2:14,74 mín. og Italinn Gustavo Thoeni varð í 22. sæti á 2:14,92 mín. STEINER STÖKK 115,50 METRA í SAPPORO SVISSLENDINGURINN Walter Steiner sigraði i stökkkeppni sem fram fór af 90 metra palli Ólympiu- leikvangsins i Sapporo i Japan á laugardaginn. Stökk Steiner 115,50 metra og er það lengsta stökk sem nokkru sinni hefur náðst af palli þessum. Steiner hlaut silfurverðlaun á leikunum i Sapporo 1972, byrjaði á þvi að stökkva 112,50 metra og bætti svo um betur i seinni tilraun sinni. Hlaut hann 274,7 stig í keppninni. í öðru sæti varð Pekka Hyvaerinen frá Finnlandi sem hlaut 255.6 stig, þriðji varð Koji Kakuta frá Japan með 208,7 stig, Hans Millonig frá Austurríki varð fjórði með 207,7 stig og í fimmta sæti varð svo hinn kunni stökkvari Toni Innauer frá Austurrfki sem hlaut 202.7 stig. Norski skíðakappinn Oddvar Braa. Hann hefur byrjað heimsbikar- keppnina fremur illa í ár, en ætlar sér þó ekkert annað en sigur í henni. Svíi í forystu i göngukeppninni Sovétmaðurinn Sergei Saveliev sigraði í 15 kíló- metra skíðagöngu sem fram fór f Reit im Winkl í Vestur-Þýzkalandi á sunnudaginn, en keppni þessi var liður í heims- hikarkeppni göngumanna. Gekk Saveliev á 47:38,25 mín. og hafðí nokkra yfirburði yfir keppinauta sina þar sem Gert- Dietmar Klause frá Austur- Þýzkalandi sem varð i öðru sæti gekk á 48:02,27 mín. Þriðji varð svo Thomas Wassberg frá Svíþjóð á 48:18,20 mín., Vasily Roschev frá Sovétrikjunum varð fjórði á 48:39,85 mín. og Veli-Matti Pellinen frá Finnlandi fimmti á 48:49,32 mín. I sjötta sæti varð svo hinn kunni norski göngumað- ur Oddvar Braa á 49:02,26 min. Staðan í heimsbikarkeppni göngumanna er sú eftir fjögur mót að Wassberg hefur hlotið 62 stig, Frantisek Simon frá Tékkóslóvakíu er í öðru sæti með 42 stig, Matti Pitkaenen frá Finn- landi er þriðji með 40 stig, Jean- Paul Pierrat frá Frakklandi er i fjórða sæti með 38 stig, Oddvar Braa hefur hlotið 37 stig og í sjötta sæti er Franz Renngli frá Sviss með 36 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.