Morgunblaðið - 18.01.1977, Síða 35

Morgunblaðið - 18.01.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 19 Athyglisverður ár- angur í grindahlaupi BJÖRN Blöndal frjálslþróttamað- ur úr KR náði mjög athvglisverð- um árangri í 50 metra grinda- hlaupi á innanfélagsmóti KR sem fram fór f Baldurshaga s.l. föstu- dagskvöld. Hljóp Björn á 7.0 sek. algjörlega keppnislaust, en það er fjórði bezti árangur Islendings f þessari grein. Aðeins Stefán Hall- grímsson, Valbjörn Þorláksson og Jón S. Þórðarson hafa náð betri árangri. Á sama móti náði Björn einnig ágætum árangri í 50 metra hlaupi, hljóp á 6.0 sek. — aðeins 2/10 úr sek. frá islandsmetinu sem fjórir hlauparar eiga. Á um- ræddu móti var einnig keppt i langstökki og sigraði Stefán Hall- grímsson, KR, í þvf, stökk 6.47 metra. Valbjörn Þorláksson varð annar stökk 6,25 metra og Elías Sveinsson varð þriðji, stökk 6,19 metra. Á móti sem KR-ingar efndu til í Laugardalshöllinni um fyrri helgi sigraði Valbjörn Þorláksson í stangarstökki, stökk 4.00 metra, Ásgeir Þór Eiríksson, tR, varð annar, stökk 3,50 metra. Á sama móti sigraði Elías Sveinsson, KR i kúluvarpi, varpaði 13,23 metra, en Helgi Jónsson, KR, varð annar, varpaði 12,47 metra. Hreinn Hall- dórsson gerði atlögu að Islands- meti sínu i kúluvarpi á móti þessu, en gerði öll köst ógild. Heimsmethafinn í kringlukasti vann methafann í kúluvarpi MARGIR af beztu frjálsíþrótta- mönnum Bandaríkjanna tóku þátt i móti sem fram fór innan- húss í Los Angeles um helgina. Þar sigraði Steve Riddick bæði í 50 og 60 yarda spretti og náði mjög góðum árangri. 50 yardana hljóp hann á 5,3 sek., en þar varð McTear landi hans í öðru sæti og 60 yardana hljóp hann á 6,1 sek. Annar í þvi hlaupi varð Don Quarrie frá Jamaica, sá er hlaut gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Montreal. Heimsmethafinn í hástökki, Dwight Stones, varð að gera sér ósigur í hástökkinu að góðu. Hann stökk 2.18 metra, en þá hæð fór einnig landi hans Rory Kotinek og vann á færri atrennum. Heims- methafinn í kringlukasti, Mack Wilkins, sigraði í kúluvarpi með 20,64 metra kasti. Heimsmethaf- inn í greininni, Alexander Barisnikov frá Sovétríkjunum, varð í fjórða sæti, varpaði 19,32 metra, og landi hans Yevgeniy Mironov sem hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi í Montreal varð sjötti með 18,84 metra. Mike Boit frá Kenía bar sigur úr býtum í 1000 yarda hlaupi sem hann hljóp á 2.08,6 min. og Antti Kalliomaki frá Finnlandi sigraði í stangar- stökki, stökk 5,33 metra. Voru þeir einu útlendingarnir sem unnu sigra á mótinu. Sigurvegarar f TBR-mótinu, en þar var keppt i einliðaleik karla og kvenna f meistara-a og b-flokki. íslandsmeistaramir sigur- vegarar á Nýársmóti TBR Haröir Hollendingar Hollenzkir skautahlauparar báru höfuð og herðar yfir keppi- nauta sína á alþjóðlegu skauta- móti sem fram fór í Davos i Sviss um helgina. Náðu þeir mjög góðum árangri í flestum greinum. Þannig náði t.d. van Helden bezta tímanum sem náðst hefur í 5.000 metra hlaupi i ár er hann hljóp á 7:19,35 mín., og Piet Kleine hljóp 1500 metra á mjög góðum tíma, 1:59.19 mín. í stigakeppninni vann Kleine sigur, hlaut samtals 166,386 stig, sem er bezti árangur sem náðst hefur í heiminum i ár. Van Helden var þó ekki langt undan en hann hlaut 166,917 stig. Sviar urðu hins vegar mjög sigursælir í sprettakeppni sem JÚGÓSLAVNESKU STÚLKURNAR UNNU KEPPNINA í NOREGI Júgóslavía varð sigurvegari i hinni svonefndu „Polar Cup" keppni i handknattleik kvenna er lauk i Nor- egi s.l. sunnudag. í siðasta leik sin- um i mótinu sigruðu júgóslavnesku stúlkurnar norsku stúlkurnar með 20 mörkum gegn 18, eftir að staðan haf ði verið 13:9 í hálf leik, en Austur- Þýzkaland sigraði Sovétrikin 14:12. Júgóslavia og Austur-Þýzkaland hlutu 5 stig i keppni þessari, en markahlutfall Júgóslaviu var betra eða 55:46 á móti 43:36 hjá Austur- Þýzkalandi. Sovétrikin urðu i þriðja sæti með 3 stig. en Noregur arð i fjórða sæti, hlaut ekkert stig. eianig fór fram í Davos og náðu goðum árangri. Þannig hljóp t.d. Bernd Jansson 500 metra á 39.67 sek. og Thomas Petterson hljóp lt.'OO metra á 1:21.36 mín. 1 samanlögðu í sprettakeppninni sigraði Bernd Jansson, hlaut 161,045 stig, en landi hans Anders Landelius varð annar með 161,060 stig og þriðji Svíinn, Arne Wallenbert, varð þriðji með 163,885 stig. NYÁRSMOT TBR í badminton fór fram f nýja TBR-húsinu viö Gnoðavog á sunnudaginn. Þátt- taka var mjög góð, 82 skráðir þátt- takendur frá 8 félögum og héraðs- samböndum. Stóð keppnin yfir f samflevtt 9 klukkutima og leiknir voru yfir 70 leikir. Voru þeir, sem I úrslit komust, að vonum þreyttir f mótslok. Allt okkar sterkasta badmintonfólk tók þátt f mótinu og fóru leikar þannig, að Sigurð- ur llaraldsson varð sigurvegari f meistaraflokki karla og f meistaraflokki kvenna sigraði Lovfsa Sigurðardóttir. Meistaraflokkur karla: I meistaraflokki karla kepptu til úrslita þeir Sigurður Haralds- son, TBR, Islandsmcistarinn, og Jóhann Kjartansson, TBR. Lauk viðureigninni með sigri Sigurðar 15:9 og 15:13. Leikur þeirra fé- laga var all skemmtilegur og ve! spilaóur, sérstaklega þó fyrri lot- an. Var Sigurður stcrkari aðilinn Fram hafði betur IJRSLIT hafa ekki enn fengizt i meistaraflokki kvenna í Reykja- vikurmótinu. Þrjú lið urðu efst og jöfn og þurfti aukakeppni. Einn leikur för fram á sunnudaginn. PTam sigraði KR 12:8, eftir að staðan hafði verið 7:4 í hálfleik. Auk þessarra tveggja liða tekur Valur þátt i aukakeppninni. Heimsmeistarakeppn in er stærsta verk- efnið framundan - segir Sigurður Haraldssun — HEIMSMEISTARAKEPPN- IN i hadminton. sem háð verö- ur f Malmö i Svíþjóð í byrjun maf, er stærsta verkefnið, sem framundan er hjá Islenzkum badmintonmönnum. sagði Sigurður Haraldsson f stuttu viötali við blnt. Mbi. að loknu Nýársmóti TBR. Sigurður sagði að stjórn Badmintonsambandsins hefði tilkynnt 2 keppendur frá Islandi á þetta fyrsta opinbera heimsmeistaramót i greininni. Þessir keppendur verða ekki valdir fyrr en skömmu fyrir mótið, en Siguróur kvað það ekkJrt launungarmál, að hann stefndi mjög ákveðið að því að vinna sér þátttökurétt í mótinu. Hann sagðist vera i mjög göðri æfingu um þessar rnund- ir, líklega betri æfingu en nokkru sinni fyrr. Taldi hann að islenzkir badmintonmenn væru nu i betri æfingu en oft- ast áður á þessum árstíma, Ætti nýja TBR-húsið vafalaust sinn þátt t þvf, en með tilkomu húss- íns hefði öll æfingaaðstaða bad- mintonmanna stórlega batnað. en i húsinu er sem kunnugt er iðkað badminton eingöngu. Sigurður sagði að lokum að sér hefði þött Nýársmótið skemmtilegt. Margt ungt og efnilegt badmintonfólk hefði komið þar frant, og vildi hann sérstaklega nefna sigurvegar- ann i A-flokki, Brodda Kristjánsson. „Og úrslitaleikur- inn vió Jóhann var erfiður, það er alltaf erfitt að spila við Jóhann," sagði Sigurður. allan tímann og virtist ekki vera i taphættu. Átti Jóhann ekkert svar við föstum „smössum" Sig- urðar, enda þótt hann verðist alla jafna vel. Það skemmdi töluvert fyrir, að boltarnir sem leikið var með, voru ekki 1. flokks. 1 fyrri umferðum keppninnar hafði Sig- urður Haraldsson sigrað Sigfús Ægi Árnason, TBR, 15:8 og 15.3, Ottó Guðjónsson, TBR, 15:6 og 15:7 og Jöhann Möller, TBR, 15:2 og 15:11. Jóhann Kjartansson sigraði aftur á móti Höró Ragnarsson, IA, 15:8 og 15:12, Friðleif Stefánsson, KR, 15:9 og 15:4, Agnar Armannsson, KR, 15:0 og 15:2 og Hæng Þorsteins- son, TBR, 15:0 og 15:3. Haraldur Korneliusson, TBR, sem fyrrum var margfaldur meistari i bad- minton, var sleginn út úr keppn- inni af Herði Ragnarssyni, IA 15:12 og 15:11. Meistaraflokkur kvenna: Til úrslita kepptu Islandsmeist- arinn Lovisa Sigurðardóttir, TBR, og Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, og sigraði Lovfsa örugglega 11:5 og 11:1. I undanúrslitum hafði Lovisa sigrað Lilju Viðarsdóttur, ÍA, 11:0 og 11:2 og Hanna láta sigraði Kristínu B. Kristjánsdótt- ur í undanúrslitum 11:4 og 11:7. A-flokkur karla: í þessum flokki kepptu til úr- slita þeir Broddi Kristjánsson, TBR, og Kjartan Nielscn, KR Lauk viðureign þeirra með sigri Brodda, 15:2 og 15:12. Broddi. sem aðcins er 16 ára gamall, öðl- aðist þar með þátttökurétt í meistaraflokki. Er þarna mikiö efni á ferðinni. A-flokkur kvenna: Þar kepptu til úrslita Bjarnfriö- ur Ivarsdóttir, Val, og Sigriður M. Jónsdóttir, TBR. Miklar svipting- ar Urðu f þessunt leik, en Bjarn- friður vann sigur aö lokum. 11:0, 8:11 og 11:6;. B-flokkur karla: I þessum flokki kepptu til úr- slita þeir Björgvin Guðbjörnsson, KR, og Agúst Jónsson, KR. Lauk viðureigninni með sigri Björgvins 18:16 og 15:4. B-flokkur kvenna: Þarna kepptu til úrslita Kristin Aðalsteinsdóttir, ÍA, og Dröfn Guðmundsdóttir, Gerplu. Fyrri lotan var mjög jöfn og haföi Kristín þá vinninginn 12:10 og i seinni lotunni sigraði Kristín síö- an örugglega 11:4. TBR fékk þvi flesta sigurvegara eða 3, en Valur, KR og IA einn sigurvegara hvert félag. Auk TBR, Vals, KR og 1A tóku kepp- endur frá BH, Víkingi, Gerplu og UMFN' þátt 1 mótinu. I mótslok fengu sigurvegar að launurn veg- lega verðlaunagripi. —SS. Sigurður Haraldsson var öruggur sigurvegari á TBR-mótinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.