Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 39

Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 39
' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 23 LAUGARDAGINN 27. nóvember s.I. var Þjálfaraskóla KSt slitið og lauk þar með starfsári hans 1976. Lokaþáttur starfsins var þjálfara- námskeið á 2. stigi og er þetta fyrsta 2. stigs námskeiðið sem haldið hefur verið hér I 10 ár. 11 þjálfarar luku námskeiðinu með tilskildum prófum, en gerðar eru miklar kröfur um þekkingu og hæfnaá þessu stigi. Mjög mikið starf hefur verið unnið að fræðslu- og þjálfunar- málum á vegum KSI á þessu ári, og hefur tækninefnd sambands- ins haft forgöngu um mál þessi. Formaður tækninefndar er Reyn- ir G. Karlsson, en Karl Guð- mundsson hefur verið skólastjöri Þjálfaraskólans. Báðir þessir menn eru vel kunnir fyrir þjálf- arastörf. Auk nefnds námskeiðs hefur Þjálfaraskólinn staðinn fyrjr þremur 1. stigs námskeiðum — tveimur I Reykjavík og einu á Akureyri. Eru þeir sem hlotið hafa 1. stigs skírteini og þjálfara- merki nú orðnir nær sextiu á þessu ári, og gefur auga leið að þessir þjálfarar ættu að geta orðið islenzkri knattspyrnu góð lyfti- stöng, einkum þó unglingaknatt- spyrnunni, sem sennilega nýtur fyrst og fremst góðs af 1. stigs þjálfurunum. Tækninefnd KSl hefur einnig staðið fyrir töluverðri útgáfu- starfsemi og m.a. gefið út átta hefti kennsluefnis fyrir stigsnám- skeiðin. Auk þess hefur nefndin ráðizt í útgáfu lítils fjölritaðs rits, sem nefnt er „Tiðindi frá tækni- nefnd", og er einkum ætlað til þess að efla samband tækninefnd- ar við þjálfara víðs vegar um landið, flytja þeim fréttir og fróð- leik. Er ætlunin að senda út a.m.k. 4 tölublöð á ári. Næstu verkefni tækninefndar og Þjálfaraskóla KSI eru eftirtal- in: Helgina 15. og 16. janúar er fyrirhugað helgarnámskeið fyrir alla íslenzka þjálfara deildaliða og 2. flokka knattspyrnufélaga. Aðalkennari og fyrirlesari verður Keith Wright, þjálfari enska knattspyrnusambandsins. Mun hann taka til meðferðar þjálfað- ferðir og skipulag undirbúnings- tímabils knattspyrnumanna og nýjustu þróun í leikaðferðum, innan leikkerfanna: 4—3—3 og 4—4—2. Helgina 12. og 13. marz er svo fyrirhugað námskeið fyrir forystumenn knattspyrnudeilda, þar sem áætlað er að taka fyrir þætti eins og samskipti við þjálf- ara, skipulag knattspyrnudeilda, störf og verkaskiptingu, áætlana- gerð knattspyrnudeilda, lög og reglugerðir Knattspyrnusam- bands Islands ásamt áriðandi þáttum úr lögum og reglugerðum UEFA og FIFA. Laugardaginn 25. aprll er fyrirhugað þjálfara- námskeið 1. stigs í Reykjavík, sem standa mun í viku. Er þátttak- endafjöldi á námskeiði þessu tak- markaður við 20 manns. 1 lokaorðum nýútkominna „Tíð- inda frá tækninefnd" er fjallað nokkuð um stöðu íslenzkra knatt- spyrnuþjálfara í samanburði við erlenda þjálfara og segir þar m.a.: . Tækninefnd KSI er eindregið þeirrar skoðunar, að efla beri fræðslustarf og menntun þjálfara til hins ýtrasta og nýtur þessi skoðun fulls stuðnings stjórnar knattspyrnusambandsins, sem jafnan hefur stutt nefndina með ráðum og dáðum. Hér nægir ekk- ert minna en stöðugt markvisst starf. Tækninefndin heitir á alla for- ystumenn knattspyrnufélaga í landinu að styðja hana f þessari viðleitni. I fyrsta lagi með þvi að benda efnilegum þjálfurum á þá möguleika sem hér eru fyrir hendi til þjálfaramenntunar, í öðru lagi að stefna að því, að í framtiðinni verði ekki ráðnir til þjálfarastarfa aðrir en þeir, sem sótt hafa námskeið, og í þriðja og síðasta lagi, að sýna íslenzkum knattspyrnuþjálfurum traust og gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Sagt er að enginn sé spámaður í sinu föðurlandi, en það mætti vera okkur nokkur vísbending um að við eigum og getum eignazt góða knattspyrnuþjálfara, að ís- lenzkir þjálfarar hafa t.d. náð verulega góðum árangri hin siðari ár i Færeyjum, en þar hafa a.m.k. fimm tslendingar þjálfað góð lið með afbragðs árangri í keppni við danska og enska þjálfara. Nefna má einnig þótt lengra sé um liðið að islenzkur þjálfari náði topp- árangri með norskt 1. deildar lið. Þá má geta þess, sem reyndar allir vita, að nokkrir íslenzkir þjálfarar, sem þjálfað hafa í fyrstu deildinni, hafa staðið hin- um erlendu fyllilega á sporði, FREDRICIA KFUM hefur nú for- ystuna I dönsku 1. deildar keppn- inni I handknattleik. Hefur liðið hlotið 24 stig eftir 13 leiki og virðist óneitanlega mjög sigur- stranglegt I keppninni. Eru það aðeins nýliðarnir í deildinni, Holte, sem hugsanlega gætu veitt Fredricia keppni, en Holte hefur hlotið 21 stig eftir 12 leiki og hefur frammistaða liðsins vakið mikla athygli I Danmörku I vetur. I þriðja sæti f deildinni er svo Saga með 17 stig, en slðan kemur Arhus KFUM, gamla liðið hans Bjarna Jónssonar, með 16 stig. enda er þvi heldur ekki að leyna, að margir þeirra erlendu þjálfara, sem hér hafa starfað undanfarin ár, hafa vægast sagt búið yfir lit- illi kunnáttu til starfsins. Þeir hafa haft góð laun og mikil fríð- indi og þeim hafa verið sköpuð öll hin beztu skilyrði hér. Er full- reynt hvað okkar eigin þjálfarar gætu við svipuð skilyrði? Nei: Ríkjandi hugsunarhætti þarf að breyta, við eigum að treysta meira á okkur sjálfa i þessum efnum — treysta islenzkum þjálf- urum með reynslu og menntun — láta einskis ófreistað til að efla menntun þeirra með námskeiðum og námsferðum til útlanda. Þá er sjálfsagt að fá hingað erlenda fyr- irlesara — menn sem reyndir eru að menntun, kunnáttu og hæfni — til að flytja okkur það nýjasta, hver frá sínu landi. Við eigum að skapa islenzkar knattspyrnuhefðir — islenzkan knattspyrnustíl, sem hentar okk- ar skilyrðum, lundarfari og smekk.“ Sem kunnugt er leika margir danskir landsliðsmenn með Fredricia KFUM og er hinn kunni leikmaður Flemming Hansen meðal þeirra. Hansen er nú að verða að hálfgerðu vandræða- barni i danska handknattleiknum og leikur ekki landsleiki nema þegar honum sjálfum sýnist. Þannig mun hann ekki fara með danska landsliðinu til Baltic- keppninnar sem hefst nú í vik- unni, og hefur landsliðsþjálfar- inn, Leif Mikkaelsen, látið hafa það eftir sér að vel geti svo farið VALUR var það knattspyrnufélag sem bar langmest úr býtum fyrir Islandsmótið I knattspyrnu I sumar, en heildartekjur félagsins af leikjum þess voru rösklega 2,9 milljónir króna. Að auki voru tekjur Vals af bikarkeppni KSl tæplega 1,3 milljónir króna, en sem kunnugt er varð félagið bæði Islands- og bikarmeistari á árinu og voru leikir þess áberandi betur sóttir en leikir annarra félaga. Það félag sem hlaut næst mest- ar tekjur af leikjum sinum í 1. deild var Fram, eða 1,763 milljón- ir króna, en síðan kom Akranes með 1,396 millj. kr„ Víkingur með 1,202 millj. kr„ KR með 1,143 millj. kr„ IBK með 1,125 millj. kr„ Breiðablik með 834 þús. kr„ Þróttur með 644 þúsund kr. og~ það lið sem minnstar tekjur hafði af keppninni var FH, eða 629 þús- und krónur. Samtals námu tekjur til skipta milli félaganna af 1. deildar keppninni 11.649,460.00 kr. Heildartala áhorfenda á 1. deildar leiki á árinu var 57.614 áhorfend- ur, eða 800 manns að meðaltali á leik. Er áhorfendatalan hærri en var á keppnistímabilinu 1975, en hins vegar var töiuvert minni meðaltalsaðsókn en árið 1975 voru áhorfendur að meðaltali 953 á leik, árið 1974 var meðaltalið 1.059 og árið 1973 voru 1.050 áhorfendur að meðaltali á 1. deildar leikjum. að setja verði Hansen út úr lands- liðinu i eitt skipti fyrir öll. Um siðustu helgi keppti Fredricia KFUM við Efterslægten i 1. deildar keppn- inni, og þar lenti í'Iemming Hansen upp á kant við dómarann — kallaði hann m.a. feitt svín. Dómarinn rak Hansen þegar i stað útaf, en Hansen hélt áfram að senda honum tóninn. Kærði dómarinn athæfi hans, og er nú rætt um að Hansen fái nokkurra leikja bann með liði sinu i dönsku deildarkeppninni. Þegar skrá um 1. deildar leiki keppnistimabilsins er skoðuð kemur I ljós að gífurlegur mis- munur er á aðsókn að einstökum leikjum. Aðeins eitt lið, Valur, virðist hafa jafna og góða aðsókn að leikjum sínum. Þeir leikir í Reykjavik sem gáfu mest af sér voru leikir Vals og Vikings og Vals og Fram, en tekjur af fyrr- nefnda leiknum voru 1,070 millj. kr„ og af siðarnefnda leiknum 1,103 millj. króna. Þegar gætt er að því hvaða leikir gáfu minnst af sér i Reykjavík á keppnistimabil- inu kemur í ljós að þar átti Þrótt- ur, neðsta liðið i deildinni, oftast hlut að máli. Minnstar tekjur voru af leik Víkings og Þróttar, eða aðeins 38 þúsund krónur, en næstlélegustu leikirnir í Reykja- vík voru leikir KR og FH sem gaf af sér 69 þús. krónur og leikur Þróttar og Víkings i fyrri umferð- inni er gaf af sér um 72 þús. kr. Sá leikur sem gaf mest af sér á Akranesi var leikur ÍA og Vals, eða 363,700,- kr„ en lélegasti leikurinn þar var ÍA—FH, sem gaf af sér 228.400,- kr. I Hafnarfirði var aðsókn mjög léleg að öllum leikjunum, nema þeim fyrsta sem var milli FH og IA. Tekjur af honum voru 216.200,- kr. Hins vegar voru tekj- ur af leik FH og Víkings i Hafnar- firði ekki nema 17.000,- kr. og er það jafnframt lægsta talan sem sjá má i þessu sambandi I reikn- ingum KSI. I Keflavik var mest aðsókn að leik IBK og Fram, en tekjur af honum voru 359.400,- kr. Minnst aðsókn var svo að siðasta leiknum i deildinni, milli IBK og IA en tekjur af honum voru rösklega 110 þúsund krónur. I Kópavogi var bezt aðsókn að fyrsta leiknum, en þar mætti heimaliðið Val. Tekjur af þeim leik voru um 290 þús. kr. Minnst gaf svo leikur UBK og FH, eða um 60 þús. kr. Sem fyrr greinir höfðu Vals- menn mestar tekjur af bikar- keppni KSI, en nokkur önnur lið höfðu einnig allgóðan hagnað af þessari keppni. Þannig var hlutur Akurnesinga 930 þús. kr. og hlut- ur Breiðabliks um 340 þúsund krónur. En ekki sluppu öll lið jafn vel fjárhagslega fra bikar- keppninni, þar sem tap yarð hjá niu félögum — mest hjá Þrótti. Neskaupstað eða 155 þúsund krónur HVAD GETAISLENZKU ÞJÁLFARARNIR FÁI ÞEIR SÖMU SKILYRÐIOG HINIR ERLENDU - spyr tækninefnd KSÍ í „Tíðindum frá tækninefnd" Karl Guðmundsson, skólastjóri Þjálfaraskólans, ávarpar nemendur. Ellert B. Schram, formaður KSl afhendir Halldóri Halldórssyni þjálf- araskfrteini sitt. Valur hafði lanamestar tekiur af leikjum sínum 1976 Nemendur f kennslustund. Kennarinn er hinn kunni knattspyrnugarp- ur ÍBK, Guðni Kjartansson. Hansen orðinn vandræðabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.