Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 Bygging oltuturna við Stavang- er. lestunar verið mjög erfið og kostnaðarsöm. Þau voru því þegar í upphafi ge’ðar athug- anir og áætlanir um að leggja neðansjávarleiðslur frá vinnsluplöllunum á hafi úti ti! lands. Norðmenn munu helst hafa kosið að leiðslur þessar yrðu lagðar til Noregs, og þaðan yrði dreifing á hinum miklu auðæv- um landgrunns þeirra. Á því voru þó ýmisleg vandkvæði og þau hclst að sjávardýpi við strandlengjuna er mjög mikið og botn ei f'iður yfirferðar. Tal- ið var að nútíma tækni réði ekki við slíka framkvæmd, að sinni, og all langan tíma þyrfti til nauðsynlegrar þróunar í þeim efnum. Eftir miklar bollalengingar var ákveðið að leggja neðan- sjávarleiðslur frá Ekofisk til Teeside í Bretlandi og til Em- den í Þýskalandi. Til Teeside skyldi þá flytja hráolíu ásamt gasblöndu, en gas eitt til Þýska- lands. Leiðslur þessar eru mikil mannvirki. Til Bretlands er lengd neðansjávarpipanna um 350 km og vídd þeirra 85 cm, en til Þýskalands 440 km og víddin 90 cm. Hverri af þessum leiðsl- um er skipt í 3 kafla með dæli- stöðvum á samskeytum. Teng- ingunni til Bretlands var lokið á árinu 1976, og gat dæling þá hafist. Hins vegar er tengingin til Þýskalands nokkuð síðbún- ari, en henni verður lokið inn- an mjög skamms tíma. Eftir stendur þó fullnaðarbygging landstöðva á báðum stöðum, ásamt með hreinsibúnaði, verk- smiðjum o.fl. Stofnkostnaður þessara mannvirkja var árið 1975 áætl- Aukning atvinnu- rekstrar í Noregi Olíufundurinn hefur skapað ýmislegan atvinnurekstur í landi, og margvíslega þjónustu- starfsemi í kjölfar hans. í byrjun oliuleitarinnar og jafnvel vinnslunnar var notað- ur búnaður og tækni, svipað því sem tíðkaðist við strendur suð- rænna landa. Norðmenn reyndu fljótlega að verða með í slíkri framleiðslu, og þróuðu sérstaka gerð bor- og vinnu- palla, sem aðallega var í því fólgin að nota járnbenta stein- steypu i stað stáls, að mestu leyti. Smíði slíkra palla er mjög stórt og margbrotið verkefni, og var því stofnað til samstarfs milli nokkurra stærstu bygg- ingarfyrirtækja landsins og stærstu skipasmíðastöðvarinn- ar. Stofnað var hlutafélag sem hlaut nafnið Condeep Group. Fyrsta verkefnið í bor- og vinnslupalla fékk það árið 1973, en 2 árum seinna átti það i smíðum, skv. pöntunum, palla að verðmæti 2.5 milljarðar n. kr., sem mun jafngilda um 90 milljörðum ísl. kr. Pallar þessir eru engin smásmiði, og má til samanburðar nefna að pallur, sem nú er í smíðum fyrir Stat- oil, verður tvöfalt hærri en b "gging Sameinuðu þjóðanna í New York, og 3.5 sinnum hærri en turnar ráðhússins í Ósló. Ný- smíði og viðhald þessara risa- mannvirkja skapa mikil verk- efni í norskum iðnaði, en enn aukast þau vegna aukinna krafna ríkisins varðandi örygg- ismálin fyrir starfsfólkið. Áður bjó starfsfólkið úti á vinnslu- pöllunum, en nú er í ráði að byggja sérstaka palla -fyrir íbúðir þess. Nú er í undirbúningi vinnsla á svonefndu Statfjord-svæði, en þar er Statoil aðaleigandinn. Þar er ráðgert að byggja slíkt úthafshótel, og er áætlað að eitt slíkt muni kosta um 1.5 milljarða n. kr., en það jafngild- ir rífléga 50 milljörðum ísl. kr. I seinni áfanga þeirrar virkjun- ar er jafnvel reiknað með að slík úthafshótel þurfi að vera þarna 2 til 3 að tölu. Hvert N or ska þeirra er ætlað fyrir nálægt 150 manns, sem vinni á vöktum, en hér er miðað við þann starfs- mannafjölda, sem að venju er við hvern borpall. Stofnkostn- aður Statfjord-svæðisins, þar með falinn allur vinnslubúnað- ur, neðansjávarleiðslur í land og móttökumannvirki þar er áætlaður 33 milljarðar n. kr., eða jafngildi um 1100 milljarða ísi. kr. — án áðurnefndra út- hafshótela. 1 fyrsta áfanga þess- arar virkjunar verður olían flutt með skipum í land. Það eru nú í smíðum efna- verksmiðjur á stað, sem nefnd- Skip við lagningu olfuleiðslna frá Ekofisk. olíuævintýrid Flutningar olíunnar Fyrsta olíuvinnslan á land- grunni Noregs hófst árið 1971. Það var á svonefndu Ekofisk- svæði, en þar hafði fyrirtækið Philips Petroleum Company fengið sérleyfi til leitar og vinnslu. Þetta var á hafsvæði nær 300 km undan ströndum Noregs. Sjávardýpi er þarna um 80 m, en olían fannst á um 3000 m dýpi. Vinnuaðstaða er þarna mjög erfið, í hvers konar veðraham, og eitt vandamálið var flutning- ur olíunnar til iands. Þeir hafa átt sér stað með stórum olíu- flutningaskipum, en aðstaða til aður um 6 milljarðar n. kr., sem jafngildir um 220 milljörðum ísl. kr. Þessi kostnaður mun þó hafa farið fram úr áætlun. Þegar ákveðið var að leggja leiðslurnar til Bretlands og Þýskalands, í stað Noregs, var einnig samið um að norska rik- ið skyldi hafa úrslita ítök um starfrækslu þessara mann- virkja. Þannig er flutnings- gjald eftir leiðslunum háð sam- þykki rikisins. Við flesta starfrækslu á sviði olíumálanna eru mynduð hluta- félög, þar sem ríkið, Statoil, er hluthafi að meiru eða minna leyti, ásamt með einkafélögum, innlendum og eriendum. Þann- ig er það einnig varðandi leiðsl- urnar til Bretlands og Þýska- lands. Hlutafélag að nafni Nor- pipe var stofnað varðandi flutn- ingsmannvirkin til beggja landa, og er Statoil hluthafi með 50% og Phillips með 50%. Annað fyrirtæki, með sömu eignahlutföllum, var stofnað til að taka þátt í fyrirtækinu Nor- pipe Petrolium U.K., en það hefur með höndum löndunar- og hreinsunarstöðvar í Teeside á Bretlandi. Við stofnun þess var svo um samið að stjórnar- formaður þess skyldi vera frá Statoil, þótt Statoil væri þar í hreinum minni hluta sem eign- araðili. Mi Mörk oifusvæða landanna: leiðslur til Bretlands og Þýzkalands. UNITEO KINGOOM 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0.___________,........ ..... ... , . .. . , < I i “““ 1 1 “ f.............. 1970 1975 1980 1985 1990 1995 POOi Áætluð olíuvinnsla fram til ársins 2000. Fields included COD EKOFISK TOR ELDFISK WEST EKOFISK FRIGG HEIMDAL EDDA ALBUSKJELL STATFJORD DOGGER RtSERVOAR III grein ORKA & TÆKNI eftir VALGARÐ THORODDSEN ur er Bamble og er í Þelamörk. Þar verður unnið úr gastegund- um frá Teeside í Bretlandi, en þaðan eru þær fluttar á skipum til Bamble, að öllu leyti á kostn- að fyrirtækisins Norpipe, sem áður hafði flutt hráolíuna og gasið frá Ekofisk til Teeside. Olíuhreinsunarstöðvar eru nú á nokkrum stöðum í Noregi, en í undirbúningi er að byggja fleiri og stærri. Þá hefur norska ríkið yfirtek- ið nokkurn hluta af dreifingar- kerfum olíu og bensíns í land- inu, með því að kaupa upp eitt erlent fyrirtæki, sem hafði um 20% af allri slíkri sölu í land- inu. Eignirnar voru yfirfærðar til norsks hlutafélags þar sem rikisfyrirtækið Statoil er hlut- hafi að nokkru leyti. Nokkuð má marka af þessari upptalningu hver áhrif oliu- vinnslan hefur á atvinnulíf í Noregi, en auk hinnar beinu atvinnu koma síðan störf við margháttuð þjónustustörf, sem lengi má rekja. Hvenær lýkur ævintýrinu? Reynt hefur verið að áætla það magn af olíu og gasi, sem vinna mætti úr landgrunni Noregs, sunnan 62. breiddar- baugs. Norðan 62. breiddarbaugs hafa verið gerðar nokkrar at- huganir og er ætlunin að halda þeim áfram undir forystu Stat- oil. Það svæði er þó talið erfið- ara viðfangs en syðri hlutinn, vegna meira dýpis sjávar, auk þess sem milliríkjastjórnmál geta haft þar nokkur áhrif. Annars er einnig aðgætandi að flestir olíufundir Noregs eru mjög nærri markalínu milli Noregs og Bretlands, og í ein- staka tilvikum hefur orðið að semja um hlut hvers lands fyrir sig, en slíkt hefur átt sér stað með mestu vinsemd og sam- lyndi, að því er skýrslur herma. Samkvæmt opinberum skýrslum frá 1974 hefur verið áætlað að full og mest vinnsla á suðursvæðinu hafði náðst á ár- inu 1980, en þá muni hún — olía og gas umreiknað á orku- einingar olíu — verða um 80 milljónir tonna af olíu. vinnsl- an aukist all hratt frá 1975 til 1980, en síðan fari hún minnk- andi, og lindirnar verði svo til þurrausnar árið 2000. önnur opinber áætlun hefur ekki komið frá að sinni, þótt bent sé á að margt sé í óvissu og erfitt um vik að áætla. Varðandi óvissu um olíu- fundi má benda á að á 10 ára timabili, frá 1965 til 1974 voru veitt sérleyfi til leitar og vinnslu á svæðum, sem voru samtals 51.000 ferkm að flatar- máli, en í lok tímabilsins höfðu sérleyfishafar afsalað sér leyf- um sfnum á 23.000 ferkm svæði, þar sem leit bar engan árangur. Áætlað er að vinnslan árið 1980, þegar hún verður mest, nemi um 1—2% af allri olíu- vinnslu í heiminum. Á þeim tíma sem oliuvinslan hefur og mun standa yfir, hlýt- ur að verða geisileg röskun á atvinnu- og efnahagslífi Noregs. Ymsar spár hafa verið á lofti þar í landi um afleiðing- ar þess, og hvað við 'muni taka þegar olfutekjurnar hverfi. Þær spár eru þó utan verka- hrings þessa greinaflokks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.