Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 MOR^dN- KAFr/NU /£>)V, 'tfþxC (frg Qvt' iSpe'’' GRANI göslari Kalt vatn og . . . og hringja. Maður nokkur gleymdi eitt sinn romm-flösku á bekk I Hljómskálagarðinum. Þegar hann varð þess var fór hann þegar aftur að bekknum, en þá var flaskan horfin. Þá hélt hann beinustu leið niður á lög- reglustöð. — Það hefur sennilea ekki ver- ið komið hingað með romm- flösku, sem ég gleymdi I Hljómskálagarðinum? — Nei, svaraði varðstjórinn, en fyrir augnabliki var komið með manninn, sem fann hana. Það er nú einu sinni til siðs að kynna sig, ekki rétt? Á að hafa þær opnar? „Virðulegi Velvakandi. Mig langar eindregið til þess að koma mjög mikilvægu máli á framfæri og er jafnvel til skamm- ar að það skuli ekki hafa verið athugað fyrr af svo kristnu þjóð- félagi sem við teljum okkur vera. En svo ég komi mér beint að efninu þá finnst mér og sjálfsagt fleirum starfsemi kirkjunnar manna mjög ábótavant. Mér finnst mjög slæmt að komast ei inn í Guðshús hvenær sem er sól- arhringsins og hafa bænastund. Vfirleitt hef ég komið að dyrum kirknanna læstum hvort sem það er að morgni, degi, kveldi eða að nóttu til. Hvi skyldu ekki dyr Guðs húss standa opnar hvenær sem er? Þetta langar mig til þéss að fá að vita, kæru samstarfs- menn kirkjunnar. Það er svo sannarlega slæmt að komast ekki í kirkju nema þegar kerfið boðar svo. Ég er svo sannarlega viss um að sannkristið fólk vildi borga, þó eigi ætti að taka borgun fyrir að komast inn í Guðshús, nokkrum krónum meira i kirkjusjóð til að þvi yrði framfylgt sem að ofan stendur. Það virðist titt að „fínt fólk.“ fari aðeins i kirkju til þess að sýna sig og tali svo um „heiðingj- ana“ sem sækja ekki eins oft kirkju, en eru þó oft og tíðum sterkari í trúnni en þetta „fina“ kristna fólk. Þó heyrir þetta að vísu til undantekninga. Það er oft slæmt að geta ekki lagzt á bæn i einrúmi undir þaki hins eina sanna Guðs og beðið til hans. „Leyfið börnunum að koma til mín . ..“ sagði Jesús. Þetta er mikilvægasta mál lifs- ins. Vonast af allri einlægni til að fá bætt úr þessum vanda. Virðingarfyllst, Einar Ingi Magnússon.“ Sennilega liggja gildar ástæður til þess að kirkjur eru ekki hafðar opnar hvenær sólarhringsins sem er, a.m.k. hér i Reykjavik. Það myndu ekki allir láta þær Í friði og það mun hafa gerzt að brotizt hefur verið inn i kirkjur og unnin á þeim spjöll. En sums staðar úti á landi standa kirkjur alltaf opnar. En hitt er ekki fráleit hugmynd að láta kirkjunar vera opnar og þá að hafa kirkjuvörð á vakt. Það BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í bók sinni „Reese on play“ segir Terence Reese að rétt með- ferð litar sem þessa — Vestur S. D1073 Austur S. Á983 — sé að svína tvisvar. Sé sleppt mannlegum viðbrögðum er þetta auðvitað rétt. Spilið f dag er frá sveitakeppni og meðferð litar, sem þessa skiptir höfuðmáli. Norður S. G3 H. D T. Á976 L. G76542 Austur S. D965 H. K1097 T. KG5 L. KIO Suður S. K72 H.G643 T. 82 L. D983 A báðum borðum varð vestur sagnhafi í 4 spöðum en norður og suður sögðu alltaf pass. í báðum tilfellum var útspilið hjarta- drottning. Á öru borðanna var vestur mjög ánægður með útspilið, sem hann tók heima. Hann spilaði tígli á kóng blinds, en suður lét áttuna og svinaði spaða. Norður fékk á gosa, tók á tigulás og spilaði tigul- níu. Suður trompaði, lét félaga sinn trompa hjarta og þegar hann spilaði enn tigli fékk suður einnig á spaðakóng. Sagnhafi fékk af- ganginn — tveir niður. Spilarinn í vestur, á hinu borð- inu, leit útspilið aftur á móti grunsemdaraugum. Venjulega er jú ekki spilað háspili frá drottn- ingu og gosa nema að eitthvað hærra spil en sexið sé með. Hann tók á kóng blinds, spilaði spaða á ásinn og aftur spaða. Þannig var spilið unnið og síðan fékk hann yfirslag með því að svina fyrir hjartagosa. Spilið og árangur spilaranna sýnir vel, að öryggisspilamennska og að fara nákvæmlega eftir lík- um á legu litar, er alls ekki alltaf rétt. Taka verður annað með i reikninginn, eins og legu tfgul- litarins þessu spili og einnig þarf að eiga aðra örugga innkomu til að geta svínað litnum aftur. Vestur S. Á1084 H. Á852 T. D1043 L. Á ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 8 hússins, sem faðir þeirra hafði setzt að i þegar hann flutti heim aftur. Fanny frænka var eina systir gamla Malmers. Mina frænka Ilögström hafði komið til Rauð- hóla sem ráðskona þegar hún var þrítug og augljóst var að hún taldist til fjölskyldunnar orðið. Ég þakkaði fyrir allar þessar ágætu upplýsingar en við borð lá að ég evðilegði þá góðu stemmningu sem ég hafði sjálf átt þátt I að skapa.. . Þegar búið var að gera þessum fjöl- skyldumálum skil spurði ég nefnilega grunlaus og full af forvitni: — Og hann... hvað hét hann nú... Björn Udgren... hver er hann þá? Og i þetta skipti var ekki mögulegt að leiða hjá sér þá spennu sem varð i stofunni. Og svo sagði Otto Malmer loks ein- kennilega hörkulegri röddu: — Já, hver er eiginlega Björn Udgren? Fanny lét hvíta sjalið falla i kjöltu sér. Greindarleg brún augun horfðu beint á mig og siðan sagði hún lágt: — Ég held ekki að ókunnugir muni nokkurn tima geta skilið afstöðu okkar til fólksins frá Oddanum. Ég hef sjálf hugsað um hvort það geti stafað af þvi... að við séum snobbuð og (haldssöm, siðferðilega séð. Sonurinn getur alténd ekki gert að þvi að móðirin var eins og hún var og heldur ekki. .. — Það eru nú til erfðir. .. Otto Malmer greip hranalega fram ( fyrir henni og sú ókurt- eisi sem hann sýndi gerði mér bill við. — Björn Udgren er og verður sonur Gertrud... Gertrud frá Odda. Og hann er að minnsta kosti ekki sérstaklega heppileg- ur félagsskapur fyrir sextán ára unglingsstúlku. Það var kominn undarlegur og ógnandi glampi i dökk augu Gabriellu, þegar hún sagði og vottaði fyrir ofsa í rödd hennar: — En hvernig væri þá að hjálpa mér að vernda hana! Sitjið ekki bara með hrokasvip og fordæmið heldur, GÉRIÐ EITTHVAÐ! Uhrister sem fann æsingu hennar enn betur en við hrukk- aði hugsandi augabrýnnar. Én rödd hans var undursamleg róleg óg sefandi þegar hann sagði: — Ég hef he.vrt ýmsar þoku- kenndar athugasemdir um Björn og Kalla frá Odda. .. frá því ég kom hingað. Mér finnst sannast sagna orðið timahært að bæði ég og gestir okkar fái almennilega skýringu i eitt skipti fyrir «11, en ekki alltaf einhverjar hálfkveðnar vísur. — Já, sagði Helene og mér var ógerningur að vita hvort hún var illgirnisleg eða hvort hún var að tala í einlægni. — Satt að segja er þetfa mál sem ég er viss um að Christer hefði áhuga á að hevra. Ilver á að segja frá. Fanny frænka sem hefur þckkf Oddapakkið lengst. Ég býst við að hún sé færust um að gefa tæmandi lýs- ingu á þvi. Ilönd G.'briellu skalf þegar hún teygði sig eftir slgarettu. Mina frænka hafði loks setzt niður og var hætt að vinglast um. Finar og Christer reyktu pípur sinar og voru háðir dálftið hugsi á svip og Fannv frænka tók til máls og talaði blátt áfram og óþvingað: — Oddinn er nafið á verka- mannabústað sem er á óaðgengilegasta og eyðilegasta staðnum við vatnið. Til að kom- ast þaðan úr þorpinu verður að ganga marga kilómetra gegn- um skóginn og það eitt út af fyrir sig hefur átt sinn þátt i að móta þann hugsunarhátt annarra að fólk sent byggi á þessum eyðistað hlyti að vera töluvert sérkennilegt. En ég verð lika að viðurkenna að Oddafólkið hefur valdið tölu- verðum umbrotum svo langt aftur sem ég man. Karlmenn- irnir hafa verið hálfgerð ofstopamenni... drukku og voru ( stöðugum slagsmálum og konurnar hafa verið óáreiðan- legar og jafnvel þjófóttar og meira en litið léttar á bárunni, svo að ekki sé nú dýpra tekið í árinni... Sá sem býr núna I Odda er Kallí. llann er á svip-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.