Morgunblaðið - 18.01.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
væri e.t.v. hægt á þann veg eins
og einhvers staðar kom fram hug-
mynd um, að kirkjur væru opnar
til skiptis, nokkur kvöld í einu,
rétt eins og er með lyfjabúðirnar.
Prestar og sóknarnefndir ættu að
íhuga þennan möguleika og bæta
úr þessum vanda eins og bréfrit-
ari segir.
% Sammála
strákunum
fjórum
Ein baráttuglöð stúlka sendir
bréf og hennar hjartans mál er að
fá að spila þau lög unga fólksins
sem eru vinsæl og ekki láta banna
þau:
„Háttvirti Velvakandi.
Ég get nú ekki annað en dáðst
að grein sem kom frá fjórum
strákum, en hún var um Biólagið
sem Stuðmenn spila og syngja. Ég
held að flestum þyki það svolítið
frekt að leggja fram þá ósk sína
að stöðva flutning á laginu vegna
smábarnanna. Ég get nú ekki að
því gert, en það er bara allt i lagi
með lagið og eins og strákarnir
segja, þá fellur það inn i takt
timans. Ég held satt að segja að
þessi blessuð kona í Keflavík ætti
að draga saman seglin og benda á
betra lag en þetta, það eru
kannski til betri lög og ég efast
ekki um það, en það er sama og
þetta er gott miðað við öll önnur
iög. Þvi Stuðmenn eru góðir að
öllu leyti og ekki sízt lögin þeirra.
Svo þakka ég fyrir og vona að
húsmæður reyni ekki að setja út á
lög unga fólksins, því þá er okkur
að mæta, ekki satt krakkar?
Aðdáandi Stuðmanna
og baráttumanneskja."
Já, það er bara svona. Þá er
ykkur að mæta. Ætli beri svo að
skilja að húsmæður megi fara að
vara sig? Þær hljóta nú að mega
segja sitt álit á lögum Stuðmanna
og annarra lagasmiða fyrir ungu
kynslóðina, ekki satt?
Þessir hringdu . . .
% Er nokkur
furða að
henni svíði?
Heimakær húsmóðir, sem ekki
leiðist:
— Ég er húsmóðir og hef aldrei
unnið úti, jafnvel ekki núna eftir
að fámennt er orðið á mínu heim-
ili, börnin vaxin úr grasi og farin
að sjá um sitt heimili sjálf. Við
stöndum öll frammi fyrir þessum
ógnvckjandi verðhækkunum og
eftir að ég sá brefið frá ekkju i
Velvakanda þann 13. janúar get
ég sagt að ég er þakklát fyrir að
hafa aldrei þurft að taka vinnu
frá öðrum sem hafa frekar þurft
hennar með. Er það nokkur furða
þó henni svíði? Og það er ekkert
undarlegt að blessuð ekkjan skuli
spyrja hvert stefni. Hún á þakkir
skildar fyrir að hafa vakið máls á
þessu og ég er hissa á að hún skuli
þora að skrifa um þetta.
Ef þessum konum, sem þurfa að
vinna úti bara af því að þeim
leiðist, því leita þær þá ekki eftir
einhverju tómstundastarfi, t.d.
eða Iíknastarfi t.d. fara á sjúkra-
hús og elliheimili og lesa fyrir
gamalt fólk þó ekki væri nema
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Oleg Romanishin er sá skák-
meistari af yngri kynslóðinni sem
Sovétmenn binda mestar vonir
við. Hann er mjög hvass skák-
maður og á síðasta Sovétmeistara-
móti vann hann 7 skákir, tapaði 7,
en gerði aðeins þrjú jafntefli!
Hér hefur hann svart og á leik
gegn Kupreitsehik á Sovétmeist-
aramótinu.
21. ... Df7! 22. Hxe8 (22. f4
svarar svartur einfaldlega með
Dxa7) Rf3+!! og hvítur gafst upp.
2—3 tíma á dag. Það er svo ótal
margt sem þessar húsmæður geta
grrt ef þeim leiðist heima, gert
annað en að taka vinnu frá þeim
sem þurfa hennar frekar við.
Það er annað sem mig langa að
vrkja máls á en það er varðandi
strætisvagnsfargjöld fyrir ellilíf-
eyrisþega. Er það nú víst að allir
ellilífeyrisþegar þurfi á afslætti
að halda? Þeir eru mjög margir
stórefnaðir. Það er frekar að at-
huga þurfi mál öryrkjanna.
Með kærri kveðju til ekkjunnar
og með von um að hún fái ein-
hverja vinnu. Og ég vil enda með
orðunum: „Élskan sé flærðarlaus,
hafi andstyggð á hinu vonda, en
haldið fast við hið góða.“
Þetta var ein af þeim húsmæðr-
um sem er heimavinnandi og leið-
ist ekki. Það væri ekki úr vegi að
fá að heyra fleiri raddir um þetta
og spyrja hvort það sé mikið um
það að húsmæðrum leiðist heima
við, hvað er það sem þær vantar?
# Hvenær verða
menn
óperusöngvarar?
Söngkona hafði samband við
Velvakanda og sagði að það væru
margir sem vissu ekki hvað það
væri sem gerði fólk að óperu-
söngvurum. Sagði hún að það virt-
ist gæta nokkurs misskilning á
þessu hjá fólki og venjan væri sú
að nefna fólk óperusöngvara þeg-
ar það hefur sungið a.m.k. sjö
hlutverk á sviði auk þess sem það
hefði lært söng. Fannst söngkon-
unni þetta hvimleiður misskiln-
ingur og óþarfur, því það væri
þessi munur á söngvara og óperu-
söngvara.
HÖGNI HREKKVÍSI
Mér skilst hann hafi
lent í kattaslag?
UTSALA
ÚTSALA
IHLJOMPLOTUUTSALA
ÍSLENZKAR OG ERLENDAR
HLJÓMPLÖTUR,
OG KASSETTUR
GEYSILEGT ÚRVAL.
ÚTSALAN STENDUR ÞESSA
VIKU.
heimilistœki sf
Hljómplötudeild Hafnarstrœti3-20455
SLÆR ALLT ÚT
á venjulegan pappír með stóru skýru letri.
STÓRIR VALBORÐSLYKLAR
og fisléttur ásláttur fyrir hraðupptökur er aðalsmerki ADDO
nú sem fyrr.
□ Margfaldar □ Deilir □ Sjálfvirk prósentuálagning og frá-
drátturD Fljótandi komma □ SamlagningarstaðaD Margar
aukastafastillingar □ Atriðisteljari □ Fyrirferðalítil 0 12
stafa talnarými.
Leitið nánari upplýsinga og óskið eftir sýnisvél.
KJARAINI hf
skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, simi 24140