Morgunblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 Borgarstjórinn í Dublin heim- sækir Reykjavík Yngsti borgarstjóri í Dublin í 1000 ár Borgarstjórinn í Dublin, James Mitchell, Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri I Beykjavfk, og Patricia Mitchell. (Ljósm. Mbl. Frióþjófur). BORGARSTJÓRINN I Dublin, James Mitchell, hefur verið í heimsókn f Reykjavík I boði borgarstjórans í Reykjavfk, ásamt konu sinni Patriciu Mitchell. Er hann að endur- gjalda heimsókn Birgis tsleifs Gunnarssonar frá því f septem- ber s.l. er honum var boðið á leiklistarhátfðina í Dublin, þegar Skjaldhamrar Jónasar Árnasonar voru sýndir þar. James Mitchell, sem verið hefur í Reykjavík síðan á föstu- dag, heimsótt borgarstofnanir og ferðast um i nágrenni Reykjavíkur, ræddi í gær við fréttamenn og sagðist hann vera ánægður með að hafa fengið tækifæri til að koma hingað. Auk þess sem írar og Islendingar væru skyldir, sagði hann að þeir ættu mörg sam- eiginleg hagsmunamál og margt gætu þjóðirnar lært hvor af annarri. James Mitchell sagði, að landbúnaður og iðnað- ur væru nú aðalatvinnuvegir Íra, áður fyrr hefðu land- búnaðarafurðir verið aðalút- flutningur íra, um 70% en nú væru það iðnaðarvörur. Fyrir 15 árum fóru 70% útflutnings Ira til Bretlands, en nú um 50%. Borgarstjórinn sagði að fisk- iðnaður væri ekki mikill at- vinnuvegur í Irlandi en vax- andi og sérstaklega nú þegar búið væri að stækka fiskveiði- lögsöguna. Hann sagði að í dag, 1. marz, ætti að banna allar veiðar togara, sem væru yfir 110 metrar að lengd, innan 50 mílna. Þar með væri erlendum verksmiðjutogurum haldið frá miðunum og Irar gætu aukið umsvif sin þar. Hann sagði að strandgæzlan hefði verið efld, nú væri ekki aðeins stærra svæði sem hún þyrfti að vernda, heldur og að sinna öðr- um verkefnum, svo sem gas- og olíuleit. I Dublin búa nú um 900 þús- und manns, og sagði Mitchell að borgin færi ört stækkandi, og kæmi til bæði eðlileg fólksfjölg- un og innflytjendur. Flestir þeirra koma frá Bretlandi, en einnig er nokkuð um inn- flytjendur frá meginlandi Evrópu og jafnvel Norðurlönd- unum. Hann sagði að Irar yrðu ekki mikið varir við óróann i Norður-lrlandi, nema að þeir heyrðu þaðan fréttir eins og aðrir og þeir hefðu þurft að verja mun meira fjármagni til hermála og landvarna en ella vegna ástandsins þar, en hann kvað lítið um sprengjutilræði í Dublin. Að lokum má geta þess að James Mitchell, sem er þritug- ur að aldri, er yngsti borgar- stjóri í Dublin i 1000 ár, og hann sagðist vera hissa á þeirri mildu veðráttu, sem hér hefði verið, hann hefði átt von á snjó, og hann lýsti áhuga sínum fyrir að koma hingað til lands að sumarlagi. V idbótar lánin: Afdrifaríkar af leiðingar fyr- ir fiskiðnaðinn „ÞESSI mál eru I athugun, bæði þessi vaxtamál og ýmislegt annað I sambandi við erfiðleika (Jtvegs- bankans," sagði Davið Ólafsson Seðlabankastjóri I samtali við Morgunblaðið I gær en eins og fram heur komið hefur (Jtvegs- bankinn tilkynnt aðilum innan fiskiðnaðar og sjávarútvegs, að þeir geti ekki búizt við svokölluð- um viðhótarlánum á þeim kjörum sem verið hafa. Þessi lán hafa verið á 11% vöxtum eða allmiklu iægri en venjulegir útláns- og innlánsvextir. Fulltrúar fyrir- tækja 1 fiskiðnaði sem skipta við Ctvegsbankann hafa lýst yfir áhvggjum sinum vegna þessarar tilkynningar og segja að það muni hafa hinar afdrifarfkustu afleiðingar ef tekið verður fyrir þessi lán, en gera jafnframt ráð fyrir að fundin verði leið til að leysa þessi mál. Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar að Kletti, sagði Morgunblaðinu, að bæði afurða- lán Seðlabankans og þessi við- bótarlán væru notuð til þess að brúa bil i rekstrinum, þar sem Hraðfrystihús Grindavíkur h.f.: Leiðrétting ÞORVALDUR Gíslason fram- kvæmdastjóri hafði samband við Mbl. og vildi leiðrétta missögn i grein i blaðinu 27. febr. um Hrað- frystihús Grindavíkur. Var farið rangt með nafn fyrirtækisins, en það heitir Hraðfrystihús Grinda- vikur, en ekki Hraðfrystistöð. Þá vildi Þorvaldur einnig leiðrétta þann misskilning að hann væri einn af aðaleigendum fyrirtækis- ins, hann væri einungis einn af 113 hluthöfum, en það væri Grindavfkurbær, sem ætti stærst- an hlut. r t INNLENT fiskmjölsverksmiðjurnar yrðu að staðgreiða bæði olíu, vinnulaun, poka og hráefni og afurðalánin dygðu hvergi nærri til að standa undir þessum greiðslum, en greiðslur fyrir fullunna fram- leiðslu komu iðulega eftir á. „Ef við getum ekki selt framleiðslu okkar svo til um leið og við fram- leiðum, þá erum við hér með komnir f vandræði," sagði Jónas, „og við verðum þá að skulda ein- hverjum þessara aðila sem við þurfum til að sækja verulegar fjárhæðir.“ Þá bar Morgunblaðið þetta einnig undir Guðmund R. Ing- varsson, framkvæmdastjóra bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sem svaraði því til að ef ekki fengist einhvers konar fyrir- greiðsla þá þýddi þetta i raun að fjölmörg fiskiðjufyrirtæki stöðv- uðust. Hann sagði, að eins og mál- um væri háttað í dag færu endur- kaupalánin frá Seðlabankanum, sem eru jafnan 58% af áætluðu skilaverði, langt i það að standa undir hráefniskostnaði en síðan stæðu viðbótarlánin nokkurn veg- inn undir vinnulaunakostnaði. Ef breyting yrði á þessu fyrirkomu- lagi hefði þaó i för með sér að fiskiðjufyrirtækið yrðu að skulda verulegan hluta hráefniskaup- anna, því að ekki væri um það að ræða að skulda vinnulaunin. Guðmundur sagði að naumast væri um það að ræða að frysting- in, sérstaklega á SV-horni lands- ins, gæti tekið þessi viðbótarlán á venjulegum útiánsvöxtum, þar sem samsetning afla til þessara frystihúsa væri það óhagstæð að þessi frystihús gætu ekki tekið á sig frekari kostnaðarauka. Menn einblíndu gjarnan á þær verð- hækkanir sem orðið hefðu á fryst- um fiski á Bandaríkjamarkaði, en þar væri fyrst og fremst um að ræða verðhækkanir af þorski og ýsu en ekki karfa og ufsa sem væri uppistaðan i þvi hráefni sem frystihúsin suðvestanlands hefðu úr að moða. í reynd hefði t.d. verð á karfa lækkað um síðustu ára- mót, þegar felldar hefðu verið niðurgreiðslur úr verðjöfnunar- sjóði til frystihúsanna til vinnslu á þeirri fisktegund, þannig að frystihúsin sem . ynnu aðallega karfa stæðu þvf mjög höllum fæti. Það er margt starfið auðveldara en að standa i útskipun I snjóf júki frammi á bryggju, en skipið bfður ekki og karlmennirnir eiga annrfkt á öðrum vfgstöðvum, og þá kemur til kasta kvenfólksins að koma afurðunum fyrsta spölinn á markaðinn. Myndin er frá Djúpavogi þar sem þeir — eða réttara sagt þær — voru að koma frá sér nokkru af saltsfldinni. Söltunin þarna f haust mun hafa numið einum 5,000 tunnum. — Ljósm. Ilermann Stefánsson. Mývatnssveit: Öræfafarar i erfidleik- um vegna snjóleysis Björk, Mývatnssveit, 28. febrúar. NÍU manna hópur lagði sl. laug- ardagsmorgun af stað í ferð á vélsleðum suður á Öræfi. Þar af voru fimm Mývetningar, þrfr frá Húsavfk og einn starfsmaður í Kröflu. Fyrst var haldið suður og upp af Þrengslaborgum, óg þaðan vestan og sunnan Bláfjalls að Kollóttudyngju. Ekið var upp á hana en hún mun vera 1180 metra yfir sjó. Síðan var tekin stefna austan Öskju að Drekagili. Þá var haldið inn að Öskju og allt inn að vatni, og áfram í gegnum svokall- að TröIIadyngjuskarð, þá austur sunnan við fjöllin og aftur að Drekagili, þar sem gist var um nóttina. í gærmorgun var haldið heim- leiðis, fyrst að Vaðöldu og síðan um Herðubreiðarlindir og norður með Jökulsá. Nokkuð tafði hvað snjólaust var í hrauninu norðan við lindirnar og allar ár islausar. i Herðubreiðarlindum fundust tvö lömb og var annað lambið nýlega dautt en hitt lambið fluttu þeir með sér til byggða. Þangað var komið klukkan að ganga 11 í gær- kvöldi. Þeir ferðafélagar róma mjög þessa ferð, enda einstaklega gott veður allan timann, logn og bjart en nokkuð frost. (Jtsýni var með afbrigðum gott og ólýsanleg feg- urð á fjöllum. Og að lokum öllum farartækjum heilum i hlað ekið. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.