Morgunblaðið - 18.03.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 18.03.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Erlendur Jónsson skrifar um bókmenntir . . . Jóhann Hjálmarsson skrifar um leiklist. . . Valtýr Pétursson skrifar sína hér óg i Sviþjóð. Hann er þvi enginn fristundaljósmynd- ari. Hann hefur auðsjánlega mikla reynslu að baki, og ber þessi sýning gott vitni um það. Aðra sýningu á verkum sínum hélt Rúnar i Unuhúsi fyrir átta árum. Það var margt sem vakti athylgi mina á þessari sýningu Rúnars. Einkum og sér 1 lagi voru það nr. 8, Bíllinn, nr. 15, frá New York, nr. 12, einnig frá New York, nr. 3, Kolla, sérlega vel byggt verk, og nr. 5, Vegg- urinn, sem ég held, að sé eitt besta verkið á þessari sýningu. Mjög vönduð sýningarskrá fylgir þessari sýningu, og gefur hún bæði upplýsingar um feril ljósmyndarans og einnig eru í henni myndir, sem ekki eru á þessari sýningu, en sem mér finnast sumar hverjar jafnvel betri en margt af því, er Rúnar hefur valið á þessa sýningu. Hér getur einfaldlega verið að ræða um, að Rúnar hafi viljað hafa allt á þessari sýningu nýtt Framhald á bls. 29 Ljósmyndir eftir Rúnar Gunnarsson I GALLERI Sólon íslandus stendur yfir sýning á ljósmynd- um eftir Rúnar Gunnarsson. Það eru 22 ljósmyndir á þessari sýningu, og flestar þeirra eru úr Grjótaþorpinu og svo, öðru þorpi, New York. Þetta eru skemmtilegar andstæður í sjálf- um sér, og fara að mínum dómi ágætlega saman. Húsin í stór- borginni virðast ekki minna lúin og lífsreynd en hið vina- lega umhverfi Grjótaþorpsins. Báðir þessir staðir eru iðandi af mannlífi, en á dálítið mismun- andi hátt. Það er herkja tilver- unnar, sem einkennir andrúms- Ioftið og umhverfið í stórborg- inni, en hægt virðist tími og mannlíf liðast um þröngar göt- ur Grjótaþorpsins. Þetta eru ákjósanleg viðfangsefni fyrir þann, sem setja vill augnablikið á pappir með ljósmyndavél. Þess misskilnings hefur stundum orðið vart, að ljós- myndun sé ekki listgrein og að- eins handverk. En einhver góður maður sagði, að ekki mætti gleyma, að það væri maður að baki myndavélar- innar, og er það sannarlega rétt. Á undanförnum áratugum hefur merkur hópur ljósmynd- ara sannað, að margt er mögu- legt með myndatöku ekki síður en sumum öðrum tækniaðferð- um við gerð listaverka. Nú sið- ustu ár hefur sýningum á ljós- myndum farið verulega fjölg- andi um heim allan og jafnvel hér hjá okkur i Reykjavík. Þetta er gleðilegt og eykur á eftir VALTÝ PETUESSON fjölbreytni sýninga auk þess að gefa þeim mörgu, er við mynda- tökur fást, tækifæri til að kynna sér möguleika og mátt ljósmyndarinnar. Rúnar Gunnarsson er lærður ljósmyndari, sem stundað hef- ur ljósmyndun fyrir blöð og kvikmyndagerð fyrir sjónvarp, og hefur hann numið listgrein Myndllst Islenzkt barnaleikrit Leikfélag Ilafnarf jarðar Barnaleikhúsið: Pappfrs-pési eftir Herdfsi Egilsdóttur. Leikstjórn og búningar: Kjuregej Alexandra. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Herdls Egilsdóttir. Leikmynd: Nemendur úr Mynd- lista- og handfðaskóla fslands. Pappírs-Pési Herdísar Egils- dóttur er að mörgu leyti góð hug- mynd. Skóladrengurinn Maggi teiknar strák og fyrr en varri stíg- ur þessi strákur fram ljóslifandi. Hann verður Pappírs-Pési. Maggi eignast skemmtilegan félaga, en vegna þess að Pappis-Pési veit ekki hvernig hann á að hegða sér í samskiptum við aðra kemur hann Magga í vanda. Pappírs-Pési áttar sig til dæmis ekki á eignar- réttinum. Bruni sem verður á heimili Magga veldur því að Pappírs-Pési lendir á flækingi. í leikritinu er því lýst til hvaða ráða drengirnir grípa til að finna hann aftur og hressa hann við Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON eftir slæma meðferð. Efnið verð- ur ekki rakið nánar, en um leik- ritið má segja að það sé dálítil dæmisaga um nauðsyn vináttunn- ar og góðleikans. Herdís Egilsdóttir hefur sjálf samið tónlistina í Pappírs-Pésa og leikur auk þess undir á sýning- unni. Söngvar eru í leikritinu. Leikmynd nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum er í skraut- legum barnslegum stíl. I heild sinni er Pappírs-Pési dæmigerð skólasýning. Leikritið nær hvergi verulegri reisn þrátt fyrir góða hugmynd. Samtöl eru fremur daufleg, tilsvör koma ein- Framhald á bls. 29 í sniðum ÞRÁTT fyrir fjölbreytni ís- lenskra bókmennta eru útlend- ingar, sem í teljandi mæli þýða íslensk skáldverk á erlend mál, svo fáir að telja má á fingrum sér. Til ensku t.d., þess mikia heims- máls, hefur ótrúlega fáum is- lenskum skáldverkum verið snúið. Sama máli gegnir um þýsku. Og að komast á markað í Suður-Evrópu er líkast til jarfn- erfitt fyrir íslenskan rithöfund og það væri fyrir hrafn að taka sig upp af frónskri bæjarburst og setja sig niður á Péturskirkjuturn í Róm — suðurlandabúar horfa ekki norður. í Skandfnavíu hefur áhugi á íslenskum bókmenntum hins vegar glæðst seinni árin og er það bæði gleðilegt og þakkarvert. Því í rauninni er það að þakka ör- fáum mönnum sem hafa tekið sér fyrir hendur — af hugsjón vafa- laust — að snúa íslenskum bókmenntum hver til sfns máls. Einn þeirra norrænu þýðenda sem hvað mest og best hefur unn- ið en þó í hvað mestum kyrrþey er Ivar Orgland í Noregi. Hann er sjálfur ljóðskáld, maður á góðum aldri, hefur þó lifað um fimmtung ævi sinnar hérlendis, talar og skrifar íslensku prýðilega og þekkir bæði sjálfgleði okkar og sérvisku eða með öðrum orðum hinar margnefndu »íslensku að- stæður«. Hann er doktor í bókmenntum, meira að segja frá Háskóla íslands, eini útlend- ingurinn sem slíkt próf hefur þreytt hér. Kjörefni hans til doktorsprófs voru kvæði Stefáns frá Hvítadal, dvöl Stefáns í Nor- egi og kynni þau sem hann hafði þá af norskri samtímaljóðlist. Nú er Orgland háskólakennari f Oslo, kennir íslensku. Bækur þær, sem Orgland hefur sent frá sér með þýðingum sínum á íslenskum ljóðum, eru orðnar um tugur talsins, flestar með ljóðum eftir einstaka höfunda en einnig firnamikil safnrit með tugum skálda og hudruðum kvæða. Og allt er þetta á ný- norsku. En hvað er nýnorska? Hún er það norskt ritmál sem upprunalegast er og líkast íslensku. Þess vegna skrifar Org- land Noreg svo dæmi sé tekið en ekki Norge. Og hv-hljóðið, sem allir Norðurlandabúar nema fá- einir rangæingar og skaft- fellingar, hafa nú gefist upp á að bera fram, hefur þróast þarna til kv að hætti íslensku en ekki orðið að v eins og annars staðar á Norðurlöndum. Annars ætla ég mér ekki að kenna öðrum ný- norsku; best að viðurkenna eins og er að þekking mín á henni er fyrst og sfðast og eingöngu fengin úr bókum Orglands. Innbyrðis hafa norðmenn löngum deilt um nýnorsku og ríkismál. Það er þeirra einkamál. Úr fjarlægð að horfa sýnist mér þó þeir, sem halda fram rétti nýnorskunnar, hafa mikið til síns máls. Tilefni þessa spjalls er safnrit mikið sem Orgland sendi frá sér í fyrra með þyðingum á fslenskri nútímaljóðlist, Islandske dikt frá várt hundreár (Fonna forlag 1975). Þarna eru kvæði sjötíu og sex skálda — fi"á Guðmundi Guð- mundssyni sem fæddur var þjóð- hátíðarárið (1874) -og sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína aldamóta- árið (1900) til Stefáns Snævarrs sem fæddur er 1953 og steig fyrstu skref sín á skáldbrautinni með Limbórokki sínu í hitteð- fyrra (’75). Á undan ljóðunum fer fræðilegur inngangur þýð- anda. Er hann skýr og gagnorður og hygg ég tæpast sé unnt að gera svo margbreytilegu efni betri skil í ekki lengra máli. Álitamál er hvar hefja skal ferðina ef komast skal fyrir upp- tök íslenskrar »nútímaljóðlistar«. Hugsanlegt var að byrja á Stefáni frá Hvítadal sem Orgland þekkir manna best og láta lok fyrri heimsstyrjaldar og fullveldi marka tfmamót og upphaf í senn. Orgland hefur hins vegar kosið að láta safn sitt hefjast við aldamót. Slfkt má kalla tímatalslega hag- ræðing. En auk þess má það einn- ig koma heim við bókmennta- sögulega kaflaskipting. Nýróman- tfsku skáldin með Guðmund Guð- mundsson í broddi fylkingar en Jóhann Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðlaugsson og Sigurð Sigurðs- son frá Árnarholti fylgjandi fast á hæla voru nefnilega undanfarar þeirra Stefáns frá Hvítadal og Davfðs Stefanssonar sem svo gersamlega byltu Ijóðlistarsmekk fslendinga á þriðja tug aldar- innar, undirbjuggu jarðveginn, ortu ekki eins glæsilega en standa þeim óneitanlega nær en sfð- rómantfsku skáldunum (Stein- grími, Gröndal o.fl.) og real- istunum (Jóni Ólafssyni o.fl.) er mest áhrif höfðu síðustu áratugi nftjándu aldar. Meðal kvæða, sem Orgland þýðir eftir Guðmund, er Dropatal sem hann rekur til skyldleika við wregnkvæði Obst- felders«. Dropatal lætur ekki mikið yfir sér en er þó hugsan- lega það kvæðið sem Guðmundur orti af mestri fþrótt, auk þess sem það ber með sér meira jafnvægi en rómantískustu kvæði hans. Orgland raðar ekki eftir stefn- um eða útgáfuárum fyrstu bóka heldur eftir aldursárum skáld- anna og því lendir Jóhann Sigur- jónsson inn í miðjan hópinn með nýrómantísku skáldunum, á þar enda að nokkru leyti heima. Jóhann hefur í seinni tíð unnið á sem ljóðskáld, þykir hafa verið á undan samtíð sinni. Þarna er meðal annars Sorg hans sem Jóhann Hjálmarsson telur vera upphafskvæði íslenskrar »nú- tímaljóðlistar«. Þá verða þeir fyrir f aldurs- röðinni Örn Arnarson og Jakob Thorarensen, standa eins og milli- þáttur f safninu — mitt á milli nýrómantisku skáldanna annars vegar og Stefáns frá Hvítadal og Daviðs Stefánssonar hins vegar. Þeir eru líka í fleiri skilningi nokkurs konar millispil, standa eins og stakir drangar, óháðir stefnum og »ismum«, en brúa bilið milli alþýðukveðskapar og skáldkveðskapar og eru því til- valdir fulltrúar hins »þjóðlega« f íslenskri ljóðlist. Þá koma þeir Stefán, Davíð og einnig Jóhann Jónsson. Árin 1918 og T9 verða lengi minnisstæð í íslenskri bók- menntasögu. Fyrra árið kom Stefán með sfna fyrstu bók en árið eftir komu svo út frumsmíðar þeirra Davfðs og Halldórs Lax- ness. Skáldskapurinn lá f loftinu. Ungir menn gengust upp í bók- menntunum sem slíkum — ekki vegna þess að þær gætu þjónað einhverjum stjórnmálastefnum eins og síðar varð. Svo blóðheitir voru þessir tímar að skáldin, sem komu fram um þær mundir, ortu langbest á unga aldri. Ljóðlist þeirra var f eðli sfnu æskuljóð sem dæmdi skáldin til að lifa sjálf sig um leið og æskuár þeirra voru að baki. Þetta á meðal annars við um Stefán og Davið. Um Jóhann Jónsson gegndi öðru máli enda fékk hann aldrei tækifæri til að sýna hvað í honum bjó. Með hlið- sjón af formi varð ljóðlist hans nánast framhald af tilraunum Jóhanns Sigurjónssonar. Mörg skáld voru í heiminn borin kringum aldamótin og kvöddu sér hljóðs á þriðja tug aldarinnar, þeirra á meðal Sigurður Einarsson, mælsku- maðurinn sem lék sér að þvf að snarast upp í Utvarp, beint af götunni, og tala »um daginn og veginn« undirbúnings- og blaða- laust. Slfkir eru duttlungar skáld- gyðjunnar að stystu og fáorðustu kvæði þessa mælskumanns eru hans langbestu, þeirra á meðal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.