Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 2
1 \ 2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Gísli og Halldór leika verk fyrir tvö píanó SJÖUNDU háskólatónleikarnir á þessum vetri verða í Félags- stofnun stúdenta i dag og hefjast kl. 17. Þar leika þeir Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson verk fyrir tvö píanó, en Reynir Sigurðsson og Oddur Björnsson leika á slag- verk. Á efnisskránni eru barna- lagasvitan Gæsamamma eftir Raveí, sónata eftir Bartók og tilbrigði nokkurra rússneskra tónskálda um barnalagi9 „Chopsticks-1. Gfsli og Halldór hafa gert mikið af þvi að leika saman á tvö pianó, — fyrr í vetur léku þeir t.d. saman píanókonsert eftir Bartók með sinfóniu- hljómsveitinni, en sá konsert er einmitt byggður á sónötunni, sem leikin verður á hljóm- leikunum í dag. GArqbO**' Skátar selja í Bústadakirkju SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar er starfar í Bústaða- Smáíbúða- og Háaleitis- hverfi efnir í dag til páskaeggjamark- aðar og hlutaveltu I Bústaðakirkju Þetta er ein af mörgum fjáröfl- unum er félagið hyggst standa fyrir næstu 2—3 mánuði í þeim tilgangi að sem flestir eigi kost á að komast á Landsmótið, er haldið verður f sumar dagana 17. — 24 júlí 1977. Hljómleikar Skólahljóm- sveitar Kópavogs á morgun SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópa- vogs efnir til hátíðartónleika i Háskólabiói á morgun í tilefni þess að nú eru tiu ár liðin frá þvi er hljómsveitin var stofnuð. Á dagskránni verða mörg og fjölbreytt verkefni, eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Björn Guðjónsson, en hann hefur verið stjórnandi og aðal- kennari hljómsveitarinnar frá upphafi. Alls koma um 50 hljóð- færaleikarar fram á hljómleik- unum. 66 börn í hjólreiðakeppni við Austurbæjarskóla ALLS eru 66 börn skráð til keppni í hjólreiðaþrautum við Austurbæjarskólann í dag. Fer keppni þessi fram árlega og gengst Umferðarráð fyrir henni. Eru keppendur allir í síðasta bekk barnaskóla eða 12 ára bömul og eru 35 þeirra frá Reykjavik, en sum langt að komin t.d. frá Tálknafirði og Stöðvarfirði. 1 næstu viku fer fram á Akureyri sams konar keppni fyrir norðlenzk börn og þau fjögur sem standa sig bezt yfir heildina fá i verðlaun ferð til Belgiu í vor til þátttöku í alþjóðlegri hjólreiðakeppni barna. Keppnin í dag hefst klukkan 13.30 og verður þá góðaksturs- keppni í hverfinu í kringum Austurbæjarskóla. Að því loknu verður keppni í ýmiss konar þrautum á reiðhjólum í porti skólans. LEIKFÉLAGIÐ Iðunn i Hrafnagilshreppi frumsýnir sjónleikinn „Júpiter hlær“ i Laugarborg í kvöld kl. 21.00. Höfundur leikritsins er A.J. Cronin. en þýðandi Ævar R. Kvaran. Leikstjóri er Júlíus Oddsson. Leikendur eru 10. Þarnæstu sýningar verða á sunnudagskvöld og fimmtu- dagskvöld í næstu viku. Gísli Magnússon Halldór Haraldsson Háskólatónleikar í dag: Júpiter hlær í Laugarborg Ríkið kaupir Auðbrekku 61 fyrir rannsóknarlögregluna RÍKISSJÓÐUR hefur fest kaup á húsinu Auðbrekku 61 f Kópavogi fyrir hina nýstofnuðu Rann- sóknarlögreglu rfkisins. Gengið var frá kaupunum síðdegis í gær, en kaupverðið var rúmar 100 milljónir króna. Eins og fram hefur komið í Mbl. ríkir mikil óánægja með staðar- valið meðal þeirra rannsóknarlög- reglumanna, sem áformað er að starfi við Rannsóknarlögreglu rikisins. Er ætlun þeirra að halda fund um málið í dag, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hef- ur aflað sér. Meðfylgjandi mynd er af hús- inu Auðbrekku 61, en með frétt í blaðinu í gær birtist röng mynd vegna mistaka. Auðbrekka 61 f Kópavogi. 70—80 manns sitja sjávarút- vegsráðstefnuna í Hnífsdal RÁÐSTEFNA um sjávarútvegs- mál verður haldin á vegum sjávarútvegsráðuneytisins f fétagsheimilinu f Hnffsdal á morgun, sunnudag 27. marz og hefst hún kl. 10 fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að fjölmennt verði á ráðstefnunni, því um miðjan dag í gær höfðu á milli 70 og 80 manns boðað þátttöku sfna. Ráðstefnan hefst með ávarpi sjávarútvegsráðherra, Matthiasar Bjarnasonar. Erindi flytja Björn Dagbjartsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Ingólfur Ingólfsson vélstjóri, dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur og Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna. Að loknu matarhléi verða hringborðsumræður og verður þá fyrirspurnum svarað. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fyrirhugað að halda fleiri slíkar ráðstefnur viðsvegar um landið. Borgarmálakynning Varðar:__________ Fræðslumálin kynnt í dag FRÆÐSLUMÁL verða kynnt i borgarmálakynningu Landsmála- félagsins Varðar í dag kl. 14:00 i Valhöll, Bolholti 7. Ragnar Júlíus- son skólastjóri flytur stutta yfir- litsræðu, en auk hans verða Ás- laug Friðriksdóttir kennari og Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri viðstödd, og mun þau svara fyrirspurnum. Siðan verður farið i skoðunar- og kynnisferð í nokkr- ar stofnanir á vegum borgarinnar á sviði fræðslumála. Sjá nánar bls. 19. Málverkasýn- ingu Sigríðar lýkur á morgun Málverkasýningu Sigríðar Björns- dóttur í Norræna húsinu lýkur annað kvöld. Hefur sýningin verið vel sótt og hafa nokkur hinna 59 málverka á sýningunni selzt. Verður sýningin opin í dag og á morgun frá 14—22. 1NNLENT Eþfópskar konur leita læknis- hjálpar, en mjög miklar annir voru á sjúkraskýlinu í Konsó á liðnu ári og veitti hjúkrunarfólk aðstQð um 40 þúsund sinnum. Kristni- boðsvika í Reykjavík HIN árlega kristniboðsvika Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga hefst í Reykjavík sunnudaginn 27. marz með samkomu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Hefst samkoman kl. 20:30 og verða sam- komur þar hvert kvöld vikunnar fram til 3. aprfl. Allmargir ís- lendingar hafa nú starfað meðal heiðinna þjóða og eru það að mestu kristniboðar sem sjá um efni vikunnar. Á fyrstu sam- komunni tala Ingunn Gfsladóttir Framhald á bls 22. Málið gegn Hauki og Kristjáni er ennþá í rannsókn MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við Sigurberg Guðjóns- son dómara f Kópavogi og spurðist fyrir um rannsókn, sem hann hefur haft með höndum vegna kæru á Hauk Guðmunds- son og Kristján Pétursson fyrir að nota ólöglegar aðferðir við mál tveggja varnarliðsmanna. Kæran barst f aprfl í fyrra og var Sigur- berg nokkru síðar skipaður um- boðsdómari í málinu. Sigurberg sagði ígær, að hann hefði litið getað sinnt rannsókn þessa máls að undanförnu vegna anna í starfi. Hann sagði að rannsókninni væri svo gott sem lokið. Aðeins ætti eftir að taka skýrslur af tveimur vitnum og vinna að frágangi og yrði málið siðan sent saksóknara. Kvaðst Sigurberg ætla að ganga frá málinu um páskana, en þá gæfist honum fyrst timi til þess að vinna að þvi. Kvikmyndir um franska listmálara í Listasafni ísiands verða í dag sýndar tvær kvikmyndir um tvo franska málara, sem voru meðal brautryðjenda í nútímamálara- list. Hefst sýningin klukkan 15 og eru myndirnar um Andrhen Matisse og George Braque. Svipuð laun og i sam- keppnislöndunum — njóti iðnaðurinn sömu starfsskilyrða 1 RÆÐU sem Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda flutti við upphaf ársfundar þess á fimmtudag kom það m.a. fram að iðnrekendur væri reiðubúnir til að greiða starfs- fólki sinu verulega hærri laun, ef iðnaðinum væri búin sömu starfsskilyrði og keppinautar hans byggju við. Davið var nánar inntur eftir þessum um- mælum: — Já, ég vil halda því fram að verði þau atriði í efnahagslif- inu öll leiðrétt, sem núna raska réttum grunni gengisins og ef við fáum jafnan að njóta sömu starfsskilyrða og aðrir höfuðat- vinnuvegir þjóðarinnar, sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar njóta, hver i sínu landi og sömu starfsskilyrða og útlendingar njóta á íslandi, þá hef ég þá bjargföstu trú að hér sé hægt að greiða svipuð laun og í samkeppnislöndum okkar. íslendingar eru ekki óduglegri eða verr af guði gerðir en aðrir, en það sem vantar er að fram- leiðslan fái að njóta sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.