Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Meinatæknar Meinatækna vantar til sumarafleysinga á Rannsóknadeild Borgarspítalans. Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir í síma 81200. ' Reykjavík, 25. marz 1977. BorgarspítaHnn Óskum eftir að ráða reglusaman afgreiðslumann, sem allra fyrst. Tilboð merkt: „Afgreiðslu- maður: 2028" sendist Mbl. fyrir miðviku- dag 30. marz. Lausarstöður 2 stöður löglærðra fulltrúa við embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðakaup- stað og á Seltjarnarnesi og sýslumannsins í Kjósarsýslu eru lausar til umsóknar. Laun eru samkvæmt hinu almenna launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir um stöðurnar skulu sendar undirrituðum fyrir 20. apríl, 1977. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 23. marz 1977. Garðabær Útburðarfólk vantar í Hraunsholt Uppl. í síma 52252. Viljum ráða Vélamann við flökunarvélar. Hraðfrystistöðin í Reykjavík Sími 21400. Skrifstofustarf Mosfellssveit Skrifstofustúlka óskast í heils dags starf að Reykjalundi sem fyrst. Uppl. hjá skrif- stofustjóra. Skrifstofumaður með bókhaldsþekkingu Innflutningstyrirtæki hér i borg óskar að ráða mann eða konu »il að annast bókhald og önnur skrifstofustörf. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir, ásamt uppl. og launakröfum sendist Mbl. fyrir 1. april merkt: I-2582. Atvinnurekendur Vélstjóri, sem hefur nýlega lokið vélstjóra- námi í vélvirkjun, óskar eftir starfi. Hef 6 mánaða starfstíma sem vélstjóri. Æskileg sérhæfing I starfi sem varðar vélaviðhald eða vélbúnað. Tilboð merkt: V-2275 sendist Mbl. fyrir 1. apríl. PÓSTUR 0G SlMI óskar að ráða — fulltrúa I, launafl. B11. Kröfur eru gerðar til góðrar kunnáttu I einu norður- landamálanna, ensku og frönsku, auk þjálfunnar I vélritun og nokkurrar starfs- reynslu. Nánari upplýsingar verða veittar I starfs- mannadeild Pósts og síma. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Sérfræðingur í barnalækningum óskast til starfa á barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, frá 1. maí 1977. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda yfirlækni barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir 25. apríl 1977. | raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Styrkir til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir því sem fé er veitt i þessu skyni í fjárlögum ár hvert. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði íslenskra námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkjum og/ eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklega stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirraer stunda viðurkennt tækninám, ef fé er fyrir hendi. Styrkirnir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við viður- kennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um sé að ræða námsferð, sem ráðuneytið telur hafa sérstaka þýðingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá viðkomandi fræðslustofnun um að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. apríl næstkom- andi. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 22. mars 1977. Firmakeppni í handknattleik Handknattleiksdeild Hauka efnir til firmakeppni i handknattleik í Haukahúsinu um páskana. Leiktími 2x1 5 mínútur. Ekki færri en 4. lið i riðli. Reglugerð H.S. í. um firmakeppni gildir. Þau félög sem áhuga hafa á því að vera með, leggi inn umsókn til Mbl. merkt „Fyrir 1. april : 2031". Handknattleiksdeild Hauka Norrænir iðnfræðslustyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa islending- um til náms við iðnfræðslustofnanir í þessum löndum. Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli ályktunar Norður- j landaráðs frá 1968 um ráðstafanir til að gera íslenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir 1. Þeim, sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfs- menntun á íslandi, en óska að stunda framhaldsnám í grein sinni, 2. þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu í iðnskólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér framhaldsmenntun- ar, og 3. þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem ekkl eru kenndar á íslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokið hafa sveinsprófi eða stundað sérhæfð störf i verksmiðjuiðnaði, svo og nám við listiðnaðar- skóla og hliðstæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tækni- fræðinám. Hugsanlegt er, að í Finnlandi yrði styrkur veittur til náms í húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviðum, er að framan greinir. Styrkir þeir, sem í boði eru, nema í Danmörku 10.000 d.kr., i Noregi um 8.000 n.kr., í Sviþjóð um 6.000 s.kr. og i Finnlandi 6.000 mörkum, og er þá miðað við styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tíma, breytist styrkfjár- hæðm i hlutfalli við tímalengdina. Til náms í Danmörku verða væntanlega til ráðstöfunar fjórir fullir styrkir, þrír í Finnlandi, fimm í Noregi og jafnmargir í Svíþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. apríl n.k. í umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða námsstofnanir. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 18. mars 1977. Auglýsing um ferðastyrk til rithöfunda í fjárlögum fyrir árið 197 7 er 100 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöfundasjóðs íslarids, Skóla- vörðustíg 12, fyrir 25. apríl 1977. Um- sóknum skulu fylgja greinargerðir um, hvernig umsækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavík, 24. mars 1977. Rithöfundasjóður íslands. íbúðir til sölu tilbúnar undir tréverk og máln- ingu. Gunnlaugur Ingason h.f. er að hefja byggingu á 3ja 4ra og 5 herb. íbúðum á góðum stað í Norðurbænum í Hafnarfirði. Öll sameign fullfrágengin. Malbikuð bíla- stæði. Afhending íbúðanna í janúar /febrúar'78. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Ingason. Klettahrauni 3, Hafnarfirði, sími 51296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.