Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBUVÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Keppendurnir um Oscarsverdlaunin í ár EFTIR helgina, eða nánar til tekið þ. 29. þ.m. fer fram sú athöfn sem árlega er beðið eftir með hvað mestri eftirvæntingu í kvikmyndaheiminum. Það er OSCAR-verðlaunaafhending bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar (The American Academy of Motion Pietures Arts and Sciences). Þau verðlaun sem jafnan vekja langmesta athygli eru fyrir bestu mynd ársins, bestu leikstjórn og besta leik i að- alkarl- og kvenhlutverki á ár- inu. OSCARinn hefur óumdeil- anlega þýðingu fyrir verðlauna- hafana, svo og velgengni við- komandi mynda, þó oft megi deila um listrænt gildi hans, líkt og flestra annarra verðlauna sem veitt eru vfða um heim. Að þessu sinni er ætlunin að kynna örlftið, eða kannski öllu frekar að rifja upp þær myndir sem tilnefndar eru til verðlaun- anna í ár, því áður hafa þær allar verið rækilega kynntar hér á síðunni. En það er ein- hver kvikmyndanna ALL THE PRESIDENTS MEN, BOUND FOR GLORY, NETWORK, TAXI DRIVER eða ROCKY, sem mun hljóta hnossið á þriðjudagskvöldið kemur vestur í Santa Monica. Svo mikið hefur verið rætt og ritað um bókina ALL THE PRESIDENTS MEN, og mynd- ina sem gerð var eftir henni, að Sylvester Stallone I ROCKY hún þarfnast tæplega nokkurr- ar upprifjunnar. En hér er „rannsóknarblaðamennska“ þeirra Bob Woodward og Carl Bernstein hjá The Washington Post fest á filmu. En hún lyfti hulunni af Watergatemálinu og knésetti Nixon, karlangann. Hundelta nú flestir þá tísku og gleyma þvi hver stöðvaði i rauninni blóðbaðið f Indókína og vermdi andrúmsloftið á milli stórveldanna í austri og vestri og gerði þessa plánetu að ögn vistlegri bólstað fyrir lang- hrjáða íbúa hennar. Starf þeirra félaganna á POST var sigur fyrir hinn frjálsa, vest- ræna heim, en það má heldur ekki gleyma því sem vel er gert. Það er engu minni glæpur. En það er önnur saga, og ég á að fjalla um kvikmyndir. Alan J. Pakula leikstýrir myndinni, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda á síðasta ári, en með hlutverk þeirra félag- anna fara súperstjörnurnar Robert Redford og Dustin Hoffman. BOUND FOR GLORY fjallar um fjögur ár í lífi hins vel- þekkta bandarfska þjóðlaga- söngvara Woody Guthrie, eða frá 1936—40. Raunsæ og bitur ádeila hans á þjóðfélagið kom umbúðalaus fram í hrein- skilnislegum textum hans og lögum, sem urðu, mörg hver, fleyg víða um heim. Arið 1935 yfirgaf Cuthrie fjölskyldu sina í Pampa í Texas, og hélt vestur á bóginn til Kaliforníu. Ferðaðist hann lengst af á puttanum, eða sem laumufarþegi i járnbrautar- vögnum. Loks var komið til fyr- irheitna landsins (sem Stein- beck lýsir einnig svo eftir- minnilega í Þrúgur reiðinnar), en þar blasti við ömurlegt ástand — afleiðing kreppunnar miklu: Tugþúsundir banda- rískra fjölskyldna voru þar samankomnar í bjargarvon. Flestar sultu þær heilu hungri, enda atvinnuleysið næstum al- gjört. Mannslffið var lítils virði en matarhnefinn dýrkeyptur. I þessum jarðvegi gerðist Guthrie róttækt skáld og tók ákveðrta þjóðfélagslega og stjórnmálalega afstöðu. t raun- inni átti líf hans eftir að snúast að miklu leyti um þá lífs- reynslu sem hann upplifði á þessum fjórum, hörmúngarár- um í því guðseiginlandi Kalifornfu. Leikstjóri er Hal Ashby (HAROLD AND MAUDE, THE LAST DETAIL, SHAMPOO) en með aðalhlutverkið fer David Carradine, leikari á hraðri uppleið, fer þessa dag- ana með aðalhlutverkið í nýj- ustu mynd Bergmans, THE SERPENT’S EGG. NETWORK er einnig þjóð- félagsádeila, en gerist á árinu 1976. Hér er stungið á kýlum sjónvarpsstöðva — atvinnu- rekstrarins, og flett ofan af því baktjaldamakki sem þar á sér stað. Vestan hafs (og sjálfsagt víðar) gera sjónvarpshringirnir stóru allt til þess að dagskrár þeirra verði vinsælli en hinna hringjanna. Paddy Chayefsky, sem oft áður hefur gert napurt grin að ýmsu því sem miður fer í nútímaþjóðfélagi (síðast í myndinni HOSPITAL), samdi handritið. Það gefur hnitmið- aða mynd af þeim djöfulskap sem ríkir innra dyra og stjórnar þvi blóðuga stríði sem ríkir á milli sjónvarpsstöðvanna um hvern áhorfanda. Með aðalhlut- verkin fara Faye Dunaway, William Holden, Peter Finch og Robert Duvall. TAXI DRIVER fjallar um leigubílstjóra i New York (leik- inn af Robert De Niro), sem er nýkominn heim frá Viet Nam. Framhald á bls 22. Robert De Niro og Martin Scorsese ( atriði úr TAXI DRIVER David Carradine sem Woody Guthrie, „ð puttanum" á hinni frægu hraðbraut Route 66. Pakula og Hoffman rökræða um atriði f myndinni ALL THE PRESIDENTS MEN SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON Fjölskyldu- skemmtun af fyrstu gráðu HAFNARBlÓ: BENSI (,,Benji“) Handrit, framleiðandi og leik- stjóri: Joe Camp. Myndataka: Don Reddy. Tónlist: Euel Box. Klipping: Leon Smith. Sýningartimi: 85 mín. Sú mynd sem hvað mest kom á óvart hvað vinsældir sertir á því herrans ári 1975 nefndist BENJI, og er nú að hefja göngu sína hérlendis i Hafnarbiói. Varð hún fjórða mest sótta myndin í USA, á eftir ekki ómerkari stórmyndum en JAWS, THE TOWERING INFERNO og YOUNG FRANKENSTEIN. Tók inn sem svaraði til einna tuttugu og fjögurra milljaðra islenskra króna. Ðágóð vertið það! Slikar vinsældir koma ekki til af engu, enda er BENSI, eins og hún efnist i þýðingunni, ein- hver ánægjulegasta fjölskyldu- mynd sem hér hefur sést lengi. Þá er frammistaða stjörnu myndarinnar, hundsins Bensa, hreint frábær. Gamalgrónar kvikmyndastjörnur af hunda- ættum, eins og Lassie og Rin Tin Tin, blikna við samanburð- inn. BENSI er sannkölluð dýra- mynd frá upphafi til enda. Hún segir frá daglegu lffi bráð- sjnalls kynblendingshunds, sem einhverra hluta vegna hef- ur lent á hálfgerðum flækingi. Veröld hans er smábær í Texas- fylki, þar sem hann nýtur mik- illar og verðskuldaðrar hylli. Einkanlega hjá börnum læknis- ins, sem gjarnan vilja taka hann uppá sina arma, en pabbi þeirra er ekki á sama máli. Og ekki vænkast hagur hvutta þeg- ar hann fer að leggja lag sitt við bráðfallega, siðhærða tíkar- tjáslu. Þá eru munnarnir orðnir tveir til að fæða. En þau una annars vel sínum hag, þarna suður í blómahafinu i Texas, enda er það kjörið umhverfi til þess að vera ungur og ástfang- inn og allt í stakasta lagi þó að næturstaðurinn sé oftast yfir- gefið hús í útjaðri þorspins. Nú, en örlögin koma til skjal- anna og haga þvi svo til að Bensi verður sannkölluð hetja í bænum, þegar hann, af mikilli snilli, upplýsir barnsrán. Og þar sem börnin sem rænt var, eru engin önnur en aðdáendur hans úr læknisbústaðnum, þá geta flestir ímyndað sér farsæl endalok myndarinnar. Einsog fyrr segir, þá er hinn stórkostlegi kynblandaði hund- ur Bensi stjarna myndarinnar. Oft á tiðum sýnir hann miklu meira en venjulega hegðun hunds, öllu heldur sannkallað- an leik, líkt og hjá mannlegri veru. Reyndar er hvutti því alvanur að leika listir sinar frammi fyrir myndavélinni, þvi hann er fræg sjónvarpsstjarna vestra þar sem hann hefur komið fram I sjónvarpsþættin- um PETTICOAT JUNCTION um árabil. Fleiri andlit eru kunn af skjánum; Christopher Connelly úr PAPER MOON, Peter Breck (sem leikur lækn- inn) úr THE BIG VALLEY, sem vinsæll var í ,,kananum“ hér á árum fyrr og eins bregður hér fyrir hinum þeldökka sam- starfsmanni McCloud og fer hann með hlutverk lögreglu- þjóns — að sjálfsögðu. Það er eftirtektarvert að mik- ið af myndinni er tekið frá sjónarhorni hundsins eða upp — frá u.þ.b. hálfs metra hæð frá jörðu. Þessi nýbreytni tekst einkar vel og eykur gildi myndarinnar. Þessi litla, fallega mynd um ástina á milli manna og dýra á sannarlega erindi til flestra borgarbúa. Einkanlega þó til þess f jölda barna hér á mölinni sem tæpast hafa kynnst jafn nauðsynlegu undirstöðu- uppeldisatriði og samskiptum manna og dýra. Nema þá af bók, eða i besta falli af vörum afa eða ömmu. Afburðaleikarinn „Bensi“ ásamt sinni heíttelskuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.