Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 21 Bamabóka- rannsókn Silja Aðalsteinsdóttir: ÞJÓÐ- FÉLAGSMYND ISLENSKRA BARNABÓKA. 139 bls. Bðkaútg. Mennsj. Rvrk 1976. ÞESSI bók er skipulega samin. Hún er líka alllæsileg. En hversu áreiðanleg er hún? Undirtitillinn er: Athugun á barnabókum Islenskra höfunda á árunum 1960—70. Höfundur upplýsir i formála að »efni þessa rits er að uppruna ritgerð til kandídats- prófs í islenskum bókmenntum við Háskóla lslands.« Til rit- smiðar, sem þannig er til komin, má gera kröfur. Hlutlægni á að vera einkenni akademískrar rit- skýringar og bókmenntarann- sókna, þeim á að mega treysta. Hips vegar eru gerðar vægari kröfur til kandídats i þá veru að hann sé hressilegur, skemmti- legur. Sé hann það má sá eigin- leikinn ekki vera á annarra eigin- leika kostnað. Silja hefur hagað vinnu sinni svo að verkið ber fræðilegan yfirsvip. Hún hefur dregið saman ótal dæmi úr fjölda bóka og efa ég ekki að hún hefur lesið þær allar. Hún skrifar skýrt og skorinort. Hitt fer ekki á milli mála að hún leggur í verkið persónulegar skoðanir og rann- sakar samkvæmt þeim. Þetta er tendens-bók. Þó hún heiti »Þjóðfélagsmynd« er höfundur- inn alls ekki að skoða þjóðfélagið sem heild eins og það birtist í hinum rannsökuðu bókmenntum heldur sérstaka þætti þess sem höfundur hefur öðru fremur áhuga á, til að mynda stöðu karla og kvenna, stéttamun og þar frám eftir götunum. Þess vegna er hinum athuguðu bókum skipt í drengjabækur, telpnabækur og blandaðar bækur svo dæmi sé tekið. Slik skipting er i sjálfu sér yfirborðskennd. Hún er þó ekki út í hött þvi vist eru margar barnabækur samdar gagngert handa annaðtveggja drengjum eða telpum og auglýstar sem slikar. Að Silja heldur sér við þá greining réttlætist einnig af þvi að hún er að skoða þjóðfélags- myndina i bókmenntunum en leggur á þær aðeins takmarkaðan listrænan kvarða. En hverjar eru svo niðurstöður athugananna? Um persónusköp- un i barnabókum segir Silja: »Persónusköpun í barnabókum er yfirleitt næsta frábreytileg og einkenni söguhetjanna hefð- bundin. Börnin eru lagleg og góð, oft hressileg að auki, en í lang- flestum sögunum fá þau engin persónueinkenni utan þessi al- mennu og verða því staðlaðar manngerðir, stereotýpur.« 1 loka- yfirliti hnykkir höfundur aftur á sömu skoðun. Höfundur telur barnasögur gerast í sveit meir en efni standi til. »Það er bjart yfir þessum sögum, allir eru góðir við börnin. Flestar gerast þær að miklu leyti að vor- og sumarlagi og veður er yfirleitt gott.« Og siðar í sama kafla: »Sveitin er börnum nær alltaf gott og hollt umhverfi, þar sem ekkert illt þrífst. Þar býr gott fólk, sem leyfir börnunum að vera með sér hefur tima til að sinna þeim.« 1 lokakafla segir svo Silja að þorri islenskra barnabóka ára- tugarins 1960—70 sé »dæmi- gerðar afþreyingarsögur.« Og síðar í sama kafla: »Veröld barna- bókanna er stöðnuð óskaveröld og börn hennar, óskabörnin, eru draumar fremur en verur af holdi og blóði.« Þetta kveður höfundur þó ekki vera séreinkenni á íslenskum barnabókum heldur sameiginlegt einkenni á barna- bókum á vesturlöndum. Samkvæmt þessum tilvitnunum held ég megi segja að niðurstöður höfundar séu mestanpart neikvæðar Barnabækur séu ihaldssamar, lýsi þjóðfélagi sem var og fegri það en fáist lítt við liðandi stund og enn siður það sem koma skal. Sveitin sé algengasta umhverfið, staða fólks á heimilinu sé hefðbundin, í sam- ræmi við það séu piltum annars vegar og stúlkum hins vegar ætlaðir eiginleikar sem taldir hafi verið hæfa i því þjóðfelagi sem var. Litum nú á þessar niðurstöður Silju. Þetta á náttúrlega við um sumar barnabækur, kannski meirihlutann, en alls ekki allar. Af sjálfu leiðir aó þær barna- bækur, sem telja má til afþrey- ingarbókmennta, lýsi óskaveröld. það gera nánast allar afþreyingar- bókmenntir. Fábreytni í persónu- sköpun er lika almennt einkenni þvilíkra bókmennta ekki aðeins þeirra sem börnum eru ætlaðar, heldur öllu afþreyingarefni, hverju nafni sem það nefnist. Þvi er ætlað að vekja einhverjar þær kenndir með lesandanum að honum sé skemmt, honum líði vel, hann sé ánægður. Sumir kjósa smávegis taugahroll i því skyni. Persónur I þvílíkum bókmennt- um eru því sjaldan sniðnar eftir venjulegu fólki heldur látnar vera gæddar þeim hæfileikum sem flestir munu óska sér að vera gæddir í ríkara mæli en almennt gerist. Svona er meirihluti »fullorðins bókmennta«. Hví skyldi þá gegna öðru máli um barnabækur? Sherlock Holmes var ekki dæmigerður fyrir breskt þjóðfélag um aldamót. Bókmenntir þær, sem frakkar kalla »belles-lettres« og þýtt hefur verið með »fagrar bókmenntir«. eru vist alls staðar i minnihluta og eru bókmenntir barnanna síst undantekning frá þeirri reglu. Sé allt lagt saman og Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON siðan reiknað út meðallag leiðir af sjálfu að afþreyingarbók- menntirnar verða mun töluhærri I niðurstöðunni. Svona gæða- meðallag dytti engum i hug að reikna út fyrir wfullorðins bækur«. Hví þá barnabækur? Hvi ekki hreinlega að telja barna- reyfara með öðrum reyfurum en annars konar barnabækur með öðrum fögrum bókmenntum? Það hygg ég mundi leiða til réttari niðurstöðu. Þvi börn eru ekki sér- stök þjóðfélagsstétt heldur koma þau fyrir í öllum þjóðfélagsins þverskurði. Talning á fjölda útgefinna skemmtibóka handa börnum svarar því einu að af- þreyingarbókmenntir eru veru- legur hluti þess sem hér er samið og útgefið — yfirhöfuð. Athugun og niðurstaða Silju þar að lútandi er þvi engin uppgötvun heldur nokkuð sem maður gat sagt sér sjálfur. Og vitanlega verður hvorki þjóðfélags- né gæðamat fundið með neinni talningu. Meira að segja á reyfurum inn- byrðis er himinviður munur. Sé lagt á þá einhvers konar mat á auðvitað fyrst og síðast að miða við gildi það sem þeim er ætlað: skemmtigildið. Fjærst er þó lagi að kveðja þá til vitnis um þjóð- félagsmyndina i bókmenntunum þvi slíkur er aldrei tilgangurinn með samningu né útgáfu afþreyingarbókmennta, þeim er aðeins ætlað að skemmta, punktum og basta. Silja gerir sér stiga upp eftir þjóðfélaginu og raðar persónum barnabóka i þrep hans. Stiginn er þessi: »1. stétt, yfirstétt: konungar, aðalsmenn. 2. stétt, efri miðstétt: háskóla- menntaðir menn, atvinnu- rekendur, forstjórar, skipstjórar á stórum hafskipum o.s.frv. 3. stétt, miðstétt: bændur ktnnarar, faglærðir iðnaðar- menn, skipstjórar á litlum skipum, stýrimenn, minni háttar embættismenn rikisins. 4. stétt, lágstétt: kotbændur og leiguliðar, verkafólk til sveita og sjávar, ófaglærðir iðnaðarmenn. 5. ' stétt. undirmálsfólk: munaðarleysingjar eða aðrir i umsjá eða á framfæri bæjar og sVeitarfélaga, flakkarar, óreiðumenn.« Við þessa »stéttaskiptingu« er margt að athuga. Kóngar t.d. teljast naumast til stétta hérlendis. Þar sem þeir koma fyrir í sögum er allt eins um ævin- týrapersónur að ræða. Eða hverju sætti það fyrrum að i sögum, sem fullorðið fólk sagði börnum, voru kóngar, drottningr, prinsar og prinsessur, jafnan fjölmenn »stétt«. Þegar kóngum sleppir virðist Silja miða við einhvers konar sambland af tekjum, menntun og almennningsáliti, og þó mest hinu siðast talda: áliti því er starfsheitinu fylgir. Hljóta þær línur þó að verða fremur óklárar. Eða hví skyldi skipstjóri á þrjú þúsund tonna farskipti teljast einu þrepi ofar en skipstjóri á þrjú hundruð tonna loðnuskipi sem hefur kannski þrefaldar tekjur hans? Mismunur á undir- búningsmenntun þeirra til starfa mun óverulegur. Er það kannski einkennishúfan og borðarnir á ermum annars sem skipa honum ofar hinum? Eða brúttótonna- fjöldi skipanna? Starfsheitið »bóndi«, svo annað dæmi sé tekið, gefur því siður til kynna hvar maður muni staddur I þjóðfélagsstiganum. Allmargir islenskir bændur hafa stúdents- menntun eða aðra sambæri- lega menntun. Aðrir hafa ekki notið skólagöngu fram yfir lágmark. Sumir eru tekjuháir. Aðrir eru engu betur settir en wverkafólk til sveita og sjávar«. En þctta tvennt: menntunin og tekjurnar — þarf ekki einu sinni að fara saman! Skipting Silju í »bændur« og »kotbændur« er þá að sama skapi hæpin. Ef Silja miðar við að þorri barnabóka lýsi þjóðfélagi sem var — t.d. fyrir fjörutíu, fimmtíu árum, mun þessi stéttastigi að visu nær sanni. Eigi að siður hygg ég að hann sé I bráð og lengd ónákvæmur og villandi, hvort sem miðað er við þjóðfélagið sjálft eins og það var og er eða við þá þjóðfélagsmynd sem birtist I umræddum bókmenntum. Ut úr bókmenntarannsókn af þessu tagi er unnt að fá hvað sem maður vill. Samsafn dæma, sem eiga að sýna fram á hitt og þetta, ber í rauninni með sér sáralít- ið sönnungargildi. Mig langar að víkja að einu tilteknu atriði sem er þó ekki af handahófi valið. Silja ræðir um ýmiss konar af- stöðu barna (eins og hún kemur fram í barnabókmenntunum) til stétta þjóða og einstaklinga. Meðal annars tekur hún þetta dæmi upp úr bókinni Stúlka með ljósa lokka eftir Jennu og Hreiðar: » Þetta var þá maðurinn, sem gat skrifað öll þessi ógeðslegheit um mann og konu, svo að öll vin- átta, öll ást varð ljót, — brjáluð og tryllt. Þarna stóð hann fyrir framan hana, meinleysislegur, brosandi, venjulegur maður. Hana hryllti við, er hún hugsaði til þess, að I hugskoti hans leyndist það ljótasta og ógeðs- legasta sem hún vissi til.« Silja hefur áður getið þess að hér sé verið að tala um »verð- launarithöfund«, upplýsir tilefni ummælanna ekki að öðru leyti en leggur svo út af þeim á þessa leið: »Svona skýr og neikvæð afstaða er ekki tekin til neinnar annarrar persónu í bókum timabilsins, ekki einu sinni til glæpamanna.« Hér kalla ég að dregnar séu réttar álytkanir af röngum for- sendum. Því tilvitnunin, sem tekin er upp úr bókinni, gefur vissulega ein sér ranga hugmynd um það tiltekna atriði í sögunni sem þar er um að ræða. 1 sögunni segir frá telpu sem er löngum i uppreisn gegn foreldrum sínum. Þau eru bókmenntaáhugafólk — eða telja sig að minnsta kosti vera það — og hafa með öðrum staðið fyrir því að umræddur »verðlaunarithöfundur« hlaut sin verðlaun. Eigi að síður höfðu þau reynt að fela verðlaunabókina fyrir börnum sinum — hún var sem sé talin háskaleg börnum. Stúlkan komst nú samt í bókina og leitaði auðvitað uppi þá staðina sem hún mátti sist af öllu lesa og þótti litið til koma. Samt er það hvorki bókin né höfundurinn sem á sök á uppnámi hennar — ég segi ekki geðflækjum — heldur sá þröskuldur sem reynist ófær skilningi hennar — að bók skuli geta verið hvort tveggja í senn: verðlaunaverð en þó hættuleg börnum og unglingum. Telpan kann ekki rökleiðslu akademiskr- ar ritskýringar og fer með for- dóma; og er raunar að agnúast út i bókmenntasmekk foreldra sinna og framkomu þeirra vió sig. En Silja átti að vita betur. Eins og fyrr segir er þessi bók Silju að stofni til prófritgerð. Ég hefði kunnað því betur að hún hefði verið gefin út sem málefna- leg kappræða án neins konar ábekingar. Þrátt fyrir þann hávisindalega stimpil á latinu, wstudia islandica«, sem prýðir titilsiðuna virðist mér verða litið úr henni við hlið t.d. hins geysi- mikla rits Simonar Jóh. Ágústs- sonar, Börn og bækur I—II, sem einnig er nýkomið út og reist er á mun fjölþættari og að minum dómi hlutlægari og vísindalegri rannsóknum. Fjarstæðust þykir mér sú niður-. staða Silju að íslenskum barna- bókum sé »ætlaö að treysta núverandi þjóðskipulag i sessi og sætta lesendur sina við það«. Vera má að þær stuðli ósjálfrátt að þvi. En að ætla islenskum barnábókahöfundum slikan vís- vitandi, gagngerðan tilgang tel ég alveg fráleitt. Erlendur Jónsson Leikur hugans Sigvaldi Hjálmarsson: VATNASKIL. Nokkur Ijóð. Vfkurútgáfan 1976. VATNASKIL er fyrsta ljóðabók Sigvalda Hjálmarssonar. Áður hafa komið út eftir hann eftirtald- ar bækur: Einsog opinn gluggi, erindi um mystískt líf (1968), Einskonar þögn, leiðbeiningar um hugrækt (1973), Að horfa og hugsa, blaðagreinar (1973), Tunglskin í trjánum, ferðaþættir frá Indlandi (1974) og Haf í dropa, þættir um yoga og aust- ræna hugsun (1976). Nöfn bókanna gefa til kynna viðfangsefni rithöfundarins Sig- valda Hjálmarssonar. Yrkisefni hans eru með líkum hætti. Hann er skáld ihugunar; á hann leita ýmsir þankar um rök tilverunnar og hann freistar að gera þeim skil í ljóði. Fyrsti kafli bókarinnar sem nefnist Níu nætur um haust hefst á ljóðinu Spor: Sigvaldi Iljálmarsson Einsog spor (aldanna ryk er nóttin. Einsog spor f aldanna ryk er ég. BóKmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Einsog spor ósýnilegs göngumanns er nóttin. Einsog spor ósýnilegs göngumanns er ég. Hann fer sinn veg. og eftir er ég og nóttin. Þetta ljóð sem kalla mætti leik hugans heppnast að mínu viti. Skemmtilega er byggt á endur- tekningu, skáldið temur sér æski- lega takmörkun. Auðvelt er að benda á fleiri ljóð sem njóta þess- ara kosta. Andvakan og ég er eitt þeirra. Stutt ljóð eins og Dul sýnir lika að Sigvaldi Hjálmarsson er skáld listrænna vinnubragða: Óttastu ekki andardrátt í myrkri. Mundu: myrkrið andar. Aftur á móti gætir vissrar létt- úðar i ljóðagerð Sigvalda og veik- ir hún bókina nokkuð. Honum hættir til, einkum í ljóðum þar sem gripið er til ljóðstafa og rims, að gera sér leikinn auðveldan. Þankarnir verða losaralegri vegna þess að formið leiðir hann stundum út í sjálfvirkni og gáska án frumleiks. Það er likt og það aðhald skorti sem bestu ljóð bókarinnar vitna um. Skýringin gæti verið sú að lakari ljóðin séu eldri. Vatnaskil Sigvalda Hjálmars- sonar er bók skálds sem talar lágt svo til þess heyrist eins og hann kemst að orði í ljóðinu Máttur. Þetta er geðfelld bók sem á óvæntan hátt sýnir okkur nýja hlið höfundar sins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.