Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Vl Í9 (£>»' KAFr/NU \\ (() GRANI göslari íis'T) Manninn minn hefur alltaf dreymt um að sigla yfir At- lantshafið f opnum háti. Það er ekki öllum gefið svona streituleysi, skal ég segja þér. Ég berst gegn því að dýraskinn skuli notað í fatagerð. Láglaunastéttir og auðhringar BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson 1 bikarkeppni Bandaríkjanna, sem er útsláttarmót, réð eitt af smáspilunum, tiguláttan, úr- slitum í leik tveggja af sterkustu sveitum New York-borgar. Gjafari norður, allir á hættu. Norður S. A7 II. Á103 T. ÁG65 L. 9532 Vestur S. DG52 H. — T. K10432 L. Ág74 Austur S. K109863 H. 97 T. 8 L. Kdl06 Suður S. 4 II. KDG86542 T. D97 L. 8 í opna herberginu sögðu spilararnir þannig: Því í ósköpunum settiróu súpuskálina úr mávastell- inu okkar fína undir rúmið? „Ég vona að mér fyrirgefist þó ég rjúfi heit mitt. Ég varð svo glöð þegar útvarpið sá sér loksins fært að koma með leikritið Myrkur um miðjan dag, að ég lofaði að ég skyldi þegjandi hlusta á allan fróðleikinn mótmælalaust til ver- tiðarloka. Það fór þó svo að ég má til með að segja mfna meiningu. Ekka alls fyrir löngu var verið að segja frá þvf að sagan vissi mikið um ráðsmennsku Hitlers. Rétt er það, en ef á að minnast á hann þá má ekki gleyma Stalín. Maður lærði um rannsóknarréttinn spánska og hann þótti ekki góður, en hann slátraði bara 200 þúsund manns, en þeir félagar Stalfn og Hitler tóku af lífi 30 milljónir manna. Annar i nafni þjóðernis- sósialisma, en hinn sem fram- kvæmdastjóri heimskommúnis- mans og hans hlutur varð það stór að hann á ekki að gleymast á nokkrum áratugum. Ég má til með að athuga svolítið Kastljós-þáttinn með þeim dok- torunum dr. Gylfa og dr. Ölafi Ragnari Grfmssyni. Ég kallast vfst ekki lærð kona, en svo mikið þyk- ist ég vita, að sem ensk-lærður, hlýtur Ólafur Ragnar Grimsson að hafa lært um Adam Smith og lika hefur hann fengið einhverja þekkingu á hugsjón vefaranna frá Rochdale. Þeir urðu ekki spá- menn í sinu föðurlandi, heldur varð England höfuðvígi frjálsrar verzlunar. Hér aftur á móti var þessi hugsjón að isköldum veru- leika og átti fyrst og fremst að þjóna hagsmunum bænda. Árangurinn varð aftur á móti sá að núna er sagt að bændurnir sem fyrir ekki löngu siðan voru nærri einu atvinnu rekendurnir á landinu, séu verst launaða stéttin. S.I.S. er aftur á móti stærsti auð- hringur f heimi tiltölulega, miðað við fólksfjölda. Kaupfélögin áttu auðvitað að vera fyrir bændurna, en ekki stórgróðafyrirtæki ein- hverra vondra kapitalista og þess vegna nærri skattfrjáls. Þetta hafði þau áhrif, að 1958 borguðu skipverjarnir á Svalbak hærri út- svör til bæjarsjóðs Akureyrar, en KEA með öll sín fyrirtæki. Hvern- ig liti Reykjavik út ef kaup- mannastéttin hefði sloppið svona „billega", en til allrar guðs lukku þá skrimta þeir enn. Þjóðin varð nærri hordauð eftir dönsku einokunina, því frjáls verzlun er það lifsnauðsynlegasta i heimi hér. Framsóknarflokkurinn tók kaupfélögin og spennti þau fyrir hinn pólitíska vagn sinn og þaðan koma þeim atkvæðin og árgjöld Timans. Ólafur Ragnar Grimsson hefur auðvitað uppgötvað þetta þegar hann kom heim lærður í Englandi, samt sem áður fer hann úr einni vitleysunni í aðra þegar hann f Kastljósinu segir dr. Gylfa að burðarás verkalýðsbarátt- unnar á Islandi sé Alþýðubanda- lagið, sem er fyrrverandi kommúnistaflokkur Islands. Það þarf meira en meðal brjóst- heilindi til þess að segja dr. Gylfa Þ. Gíslasyni að útibú kommúnist- anna í Kreml sé brjóstvörn verka- manna á tslandi. Demókratarnir og kapítalistarnir sömdu sín á milli að verkamenn fengju verk- fallsrétt og margar félagslegar umbætur. Slikt réttlæti finnst alls ekki í kommúnistarikjunum. Alþýðubandalagið hefur í engu Nordur Austur Suóur Vestur 1 tfgull 1 spaði 2 hjörtu pass :{ hjörtu pass 4 hjörtu 4 spaóar dobl pass 5 hjörtu 5 spaóar pass pass (» hjörtu dohl pass pass pass Sagnirnar voru skemmtilegar en vestur, frægur spilari, Roth að nafni, lúrði í fyrstu og studdi síðan lit félaga síns í von um að hann fengi að spila gameið. En það tókst nú ekki. Utspilið, spaðadrottningin, var tekið í blindum og laufi spilað. Vörnin spilaði aftur spaða en síðan notaði sagnhafi trompinn- komur blinds til að trompa lauf tvisvar heíma. Þannig komst hann að því, að vestur gat átt fimm tigla. Með sex spil á hendi, þrjá tigla og þrjú hjörtu spilaði hann tíguldrottningunni, kóngur og ás. Þegar áttan kom í lyftist sagnhafi í sæti sínu, fór heim á tromp og svínaði níunni. Og þar með var spilið unnið, sem gaf 1660 fyrir. Á hinu borðinu voru spilaðir 6 spaðar, doblaðir í austur — einn níður og 200 upp í tapið. Alls fékk þvi sigursveitin 1460 eða 16 impa fyrir spilið og vann leikinn með einum impa. Staðsetning tíguláttunnar réð þannig úrslitum i leiknum. Edda R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI 65 sem sagt morðingi... En þó ég hefði át að vinna mér það til lífs hefði ég ekki getað bent á hver það var... Samræðurnar höfðu smám saman hljóðnað og allir virtust gjóa augunum laumulega í áttina til Christers. Það var eins og leyndarmálið sem hann bar með sér eitraði andrúms- loftið f stofunni. Að lokum lyfti Fanny frænka höfði, horfði föstu augnaráði á hann og sagði: — Hér höfum við setið og talað og kveinað ... vegna þeirra afdrifa sem Gertrud beið. Rétt eins og þar á undan hófðum við kveinað vegna fráfails Frederiks. En Christer sem gæti kannski lagt eitthvað af viti tii málanna þegir þunnu hljóði... Christer brosti út f annað munnvikið þegar hann sagði: — Ég held Ifka að Fanny frænka hafi eitthvað að segja... Og bæði Gabrieila og ég studdum hann: — Kjallarinn! '— Hvernig vissirðu þetta með kjallarann? Fanny frænka. En hún hristi aðeins hvitt höfuðið. — Maður getur lesið margt úr spilunum ef maður hefur rétta hæfileika til þess... Daniel, Helene og Otto sem höfðu ekkert heyrt um stjörnu Fannyar frænku störðu skilningsvana á okkur hin. En gamla konan fékkst ekki til að koma með neina skýringu. — Nú finnst mér sagði hún þrjóskulega — að þú Christer ættir að segja okkur hug þinn. — Það verður kannski ekki ... sérlega þægilegt. Fyrir aila. — Við getum sjálfsagt afbor- ið það, tautaði Daniel Severin. — Hvað sem það er hlýtur það að vera bærilegra en þessi nagandí grunur og óvissa. Og Otto Malmer var á sömu skoðun. — Ef þú vilt hreinsa loftið með þvf að segja okkur hvað þú veizt mundi ég að minnsta kosti vera þér mjög þakklátur. Christer Wijk hafði risið upp í fullri stærð og þegar við Einar horfðum á hann standa þarna við opinn arininn, klæddan f bláan jakka og með snyrtilegt hálsbindi... og með pfpuna f munnvikjunum eða hendinni til skiptis ... vorum við sann- færð um að teppið hafði verið dregið frá og sfðasti þáttur þessa harmlciks var að hefjast fyrir augum okkar. Nú horfði hann hugsi á þennan litla hóp viðstaddra og sagði: — Ég skal fúslega leyfa ykkur að fá innsýn f hugsanir mfnar og þær hugmyndír sem ég hef gert mér. Ég vona að engum finnist sér misboðið þótt þær virðist á stundum bæði ruddalegar og óvið- felldnar. Það er svo margt sem hangir saman við þetta morð og það vcrður að upplýsa áður en maður getur skilið frá það sem er þýðingarmikið ... og satt. Reyndar bið ég ykkur lika að Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi hafa f huga að aðstaða mfn er ekki sérlega léttbær. Andartak leit hann á Gabriellu en andlit hans var eins svipbrigðalaust og hægt var að hugsa sér þegar hann sneri sér að föðurbróður hennar og sagði: — Ég verð hreinskilnislega að viðurkenna Otto, að það varst þú sem fyrst vaktir grun- semdir mfnar... Otto sem varð þess nú óþyrmilega var að átta manneskjur horfðu á hann, roðnaði út að eyrum og deplaði augum f sffellu. — Ég...? En... en hvers vegna. — Tja, það stafar af ýmsum ótilteknum orsökum. Við getum f fyrsta lagi sagt að þú hefur útiit þitt og fas dálftið á móti þér. Maður sem sffellt verður að hugsa sig um og stamar í hvert skipti sem hann verður að segja... orðið morð eða morðingi og sem auk þess virðist vera bæði utan við sig og hálfruglaður. Svo að þú verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.