Morgunblaðið - 02.06.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 02.06.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JtlNl 1977 Fímmtán dauðafæri en aðeins þrjú voru notuð 5V Jt m'ogftlMXr : ÞAÐ er oft talað um leiki hinna glötuðu tækifæra og leikur Fram og Akraness á Laugardalsvellin- um í fyrrakvöld var vissulega einn þeirra. Akurnesingar báru sigur úr býtum 2:1 og sá sigur var verðskuldaður og hann hefði getað orðið stærri. 1 fyrri hálfleik yfirspiluðu Skagamenn Framara hreinlega, en leikurinn var jafnari í seinni hálfleik. Þá fengu Framarar nokkur góð marktæki- færi en ta:kifæri Skagamanna voru bara miklu fleiri. Undir- ritaður skráði niður ein fimmtán góð marktækifæri auk þeirra, sem gáfu af sér mörkin þrjú. Rigning var á meðan leikurinn fór fram og strekkingsvindur af austri. Völlurinn var því háll og sleipur og slíkar aðstæður bjóða einmitt oft upp á líflega leiki og mörg marktækifæri. Akur- nesingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og réðu þá lögum og lofum á vellinum. Sýndu þeir oft skínandi góð a knattspyrnu og sköpuðu sér fjölda marktæki- færa. En ekki vildi boltinn i netið til að byrja með, t.d. átti Pétur Pétursson þrjú dauðafæri á fyrstu 20 mínútunum og skaut alltaf yfir. Og þegar fyrsta markið kom loksins á 23. mínútu var það hálfgert klúður. Árni Sveinsson gaf góðan bolta inn í vítateig Fram frá vinstri, Þorbergur markvörður og Sigurbergur hlupu saman og afleiðingarnar urðu þær, að boltinn datt fyrir fætur Kristins Björnssonar, sem þakkaði gott boð og skoraði örugg- lega. Það sem eftir var hálfleiksins fengu Skagamenn nokkur góð færi, þar af Pétur Pétursson tvö dauðafæri, en hann skaut yfir i bæði skiptin. Fram átti aðeins eitt gott tækifæri í hálfleiknum þegar Eggert Steingrímsson átti lúmskt skot að markinu en Jón varði vel. í seinni hálfleiknum sóttu Framarar í sig veðrið enda með vindinn í bakið. Akurnesingar voru þó fyrri til að skora og kom markið á 58. mínútu. Pétur Pétursson var að kljást við varnarmenn Fram á miðjum vellinum, boltinn hrökk frá þeim til Kristins Björnssonar, sem þegar tók á rás fram völlinn. Náðu varnarmennirnir ekki að stöðva Kristin og skoraði hann af öryggi. Rétt á eftir fengu Skaga- menn annað gott færi en úr því fóru Framarar að láta verulega að sér kveða i fyrsta skipti í leiknum. Attu þeir nokkur hættu- leg tækifæri t.d. bjargaði Árni Sveinsson á línu skalla Sigur- bergs og Kristinn Jörundsson átti skalla í stöng. Markið lá í loftinu og það kom á 76. mínútu. Löng sending kom frá vinstri inn í teig- inn til Sumarliða Guðbjartssonar, skæðasta sóknarmanns Fram, og skoraði hann laglega með skalla. Á 84. mínútu tók Karl Þórðar- son hornspyrnu, Pétur Pétursson skallaði að marki og Rafn Rafns- son handlék knöttinn á línunni. Vítaspyrna var dæmd, en Þor- bergur gerði sér lítið fyrir og varði skot Árna Sveinssonar. Skömmu siðar átti Árni skot í stöng og var það síðasta dauða- færið í þessum fjöruga leik. Skagamenn léku mjög góða knattspyrnu lengst af í leiknum. Boltinn gekk samherja á milli og hættuleg tækifæri sköpuðust. Handbragð George Kirbys leynir sér ekki þegar Skagamönnum tekst bezt upp. Karl Þórðarson og Árni Sveinsson sýndu mikinn baráttuvilja og voru duglegir að byggja upp sóknarlotur og það sama má segja um Jón Alfreðs- son. Reyndar má segja, að allir leikmenn ÍA hafi tekið þátt i spilinu þegar bezt gekk. í vörninni var Jóhannes sterkastur og frammi á vellinum börðust þeir grimmilega Pétur og Kristinn. Pétur er mjög slunginn Fram — IA 1:2 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Ragnar Axelsson. í því að skapa sér tækifæri en honum hefur gengið illa að nýta þau í siðustu leikjum liðsins. Framliðið var dauft í þessum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir Jón Pétursson og Ásgeir Elíasson léku nú með Framliðinu að nýju eftir erfið meiðsli og voru varla svipur hjá sjón. Sérstaklega var áberandi hvað Ásgeir var langt frá sínu bezta. Þetta.virðist ætla að verða enn eitt vandræða- sumarið hjá Fram, en ekkert lið hefur átt jafn misjöfnu gengi að fagna og Fram. Það er barátta um titilinn annað árið og jafnvel fall- barátta hitt árið, þótt svo tíl sami mannskapurinn skipi liðið, og það mikill hæfileikamannskapur. Í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 31. maí, 1. deild Fram — ÍA 1:2 (0:1) Elnkunnagjðfln Lið FH: Þorvaldur Þórðarson 2, Andrés Krístjánsson 2. Pálmi Jónsson 3, Logi Ólafsson 3, Jón V. Hinriksson 2, Viðar Halldórsson 3, Jóhann Ríkarðsson 2, Ólafur Danivalsson 2, Janus Guðlaugsson 3, Gunnar Bjarnason 2. Magnús Teitsson 2, Helgi Ragnarsson (VM) 2 Þórir Jónsson (VM) 2 Dómari: Þorvarður Björnsson 4. Lið UBK: Ólafur Hákonarson 4, Magnús Steínþórsson 2, Gunnlaugur Helgason 2. Bjarni Bjarnason 2. Einar Þórhallsson 3. Þór Hreiðarsson 3, Jón Orri Guðmundsson 2, Valdimar Valdimarsson 3. Hinrik Þórhallsson 2, Ólafur Friðriksson 2, Heiðar Breiðfjörð 3. Sigurjón Rannversson (VM) 2, Ævar Erlendsson (VM)2 Fram: Þorbergur Atlason 2, Rafn Rafnsson 2, Agúst Guðmundsson 2, Gunnar Guðmundsson 3. Jón Pétursson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2. Eggert Steingrímsson 2, Rúnar Glslason 1, Sumarliði Guðbjartsson 3, Ásgeir Ellasson 1, Pétur Ormslev 2. Kristinn Jörundsson (VM) 2. Akranes: Jón Þorbjörnsson 2, Björn Lárusson 2, Guðjón Þórðarson 2, Jóhannes Guðjónsson 3, Jón Gunnlaugsson 2, Hörður Jóhannesson 2, Karl Þórðarson 3, Jón Alfreðsson 3. Pétur Pétursson 2, Kristinn Björnsson 3, Árni Sveinsson 3. Guðbjörn Tryggvason (VM) 1. Dómari: Hreiðar Jónsson 3. Þór: Ragnar Þorvaldsson 2, Oddur Óskarsson 1, Helgi örlygsson 2, Gunnar Austfjörð 2, Pétur Sigurðsson 2. Sævar Jónatansson 2. Einar Sveinbjörnsson 1, Sigurður Lárusson 3, Sigþór Ómarsson 2, Jón Lárusson 1, Árn' Gunnarsson 1. Valur: Sigurður Dagsson 2, Guðmundur Kjartansson 2. Grimur Sæmundssen 2. Dýri Guðmundsson 2. Magnús Bergs 2. Bergsveinn Alfonsson 2. Albert Guðmundsson 3, Atli Eðvaldsson 2. Ingi Björn Albertsson 2, Hörður Hilmarsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 2. Kristján Ásgeirsson (v) 1. Dómari: Kjartan Ólafsson 2. Mark Fram: Sumarliði Guðbjarts- son á 76. mínútu. Mörk ÍA: Kristinn Björnsson á23. og 58. mínútu. Áminningar: George Kirby sýnt gula spjaldið fyrir að fara inn á völlinn án leyfis. Áhorfendur: 763. Þannig varð fyrsta mark Skagamanna staðreynd. Efst skella þeir saman Þorbergur og Sigurbergur og eftirleikurinn var auðveldur og ánægjulegur fyrir Kristin Björnsson, eins og neðri myndirnar bera með sér. FH-ingar klaufsk- ir og óheppnir EFTIR tap fyrir Blikunum í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið er staða Fll í 1. deild orðin alvar- leg, þar sem uppskeran er aðeins 3 stig eftir 6 leiki, þar af þrjú töp á heimavelli. Þrátt fyrir þetta eru margir þeirrar skoðunar, að liðið leiki betri knattspyrnu en það gerði í fyrra. Hins vegar hefur óheppni, eða í mörgum tilfellum klaufaskapur, elt liðið það sem af er. Segja má að 2—0 sigur Blik- anna í þessum leik hafi verið sanngjarn, en hins vegar verður þvi ekki neitað, að ef FH hefði tekist að nýta sín tækifæri í byrj- un leiksins, er óvist hvernig hefði farið. Nú er það svo, að í knatt- spyrnu eru það mörkin en ekki marktækifærin sem gilda og þvi fór sem fór fyrir FH. FH byrjaði leikinn vel og sóttu af miklum krafti í byrjun leiks- ins, en þeir fóru illa með upplögð tækifæri, eða þá að Ólafur Hákonarson markvörður Blik- anna, sem átti góðan leik að þessu sinni, greip inní á réttum augna- blikum. Flestir bjuggust við marki frá FH, enda áttu þeir mörg góð tækifæri, eins og áður sagði, en það vantaði endahnút- inn. Hins vegar voru það Blikarn- ir, sem skoruðu á 36. min. og verður það mark að skrifast á reikning Þorvalds Þórðarsonar markvarðar FH. Valdimar Valdi- marsson skaut, að því er virtist hættulausu skoti beint á mark- vörðinn af 15—20 m. færi, sem missti knöttinn undir sig og i net- ið. Eftir markið hresstust Blikarn- ir verulega og sóttu það sem eftir var hálfleiksins. Annað mark Blikanna Blikarnir héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks því strax á 3. min. bættu þeir öðru marki við og var skemmtilega að þvi unnið. Góður samleikur Þórs, Heiðars Breiðfjörð og að lokum sending Jóns Orra Guðmundsson- FH — UBK 0:2 Texti Helgi Daníelsson Mynd: Kristinn Ólafsson. ar fyrir markið til Ólafs Friðriks- sonar setti vörn FH út af laginu og skoraði Ólafur örugglega. Þrátt fyrir mótlætið létu FH- ingar ekki deigan síga og sóttu í sig veðrið og áttu margar skemmtilegar sóknarlotur eins og t.d. á 55. min. er Ólafur Danivals- son lék skemmtilega inní vitateig- inn og gaf fyrir til Jóhanns Ríkarðssonar, sem var í dauða- Olafur Danivalsson FH, I baráttu við varnarmann Breiðabliks. færi, en var of seinn að átta sig og náði ekki til knattarins. Enn sótti FH og á 66. mín. bjargaði Gunnlaugur Helgason bakvörður Blikanna á línu og skömmu fyrir leikslok áttu bæði Ólafur Danivalsson og Helgi Ragnarsson góð færi. Ólafur hitti ekki markið, en Helgi skaut beint í fang Ölafs markvarðar. Blikarnir áttu skyndisóknir, sem oft sköpuðu hættu, en mörk- in urðu ekki fleiri. Liðin: Lánleysi FH var mikið í þessum leik. Þeir léku ágætlega úti á vell- inum, en sóknin brast eins og svo oft áður í vor, þegar mest á reyndi. Þá kom það fyrir, að vörn- in var illa á verði. Ólafur Dani- valsson átti góða spretti, en hvarf á milli, Janus Guðlaugsson átti góðan leik, sömuleiðis Pálmi Jónsson, ungur og efnilegur bak- vörður og Logi Ólafsson. Þórir Jónsson kom inná í siðari hálfleik og sömuleiðis Helgi Ragnarsson, en hvorugur þeirra náði að breyta gangi mála. Viðar Halldórsson var nú tengiliður og stendur hann alltaf fyrir sínu. í heldina tekið er liðið skipað jöfnum einstakling- um og það sem af er hefur liðið ekki náð að sýna það sem í þvi býr. Blikarnir voru nú mun ákveðn- ari en í leiknum gtgn Þór s.l. laugardag. Þeir léku yfirvegað og sóknin var mun beittari en I undanförnum leikjum. Þá var vörnin mjög Örugg. Ólafur Hákonarson var besti maður liðs- ins í þessum leik og varði oft á tíðum mjög vel. Þá var Einar Þór- hallsson traustur að vanda og sömuleiðis þeir Valdimar Valdi- marsson, Heiðar Breiðfjörð og Þór Hreiðarsson. Dómari var Þorvarður Björns- son og var ekki annað séð, en að hann dæmdi mjög vel og hefði góð tök á leiknum. I STUTTU MÁLI 1. deild 31. mai — Kaplakrikavöll- ur FH — UBK 0—2 (0—1) Mörk UBK: Valdimar Valdimarsson á 36. mín. Ólafur Friðriksson á 48. mín. Áminningar: Engin Áhorfendur: 205

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.