Morgunblaðið - 15.06.1977, Side 12

Morgunblaðið - 15.06.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNl 1977 Vernharður Bjarna- son, „Venni frá Húsavík” — Sextugur Hver gæti trúað þvi að þessi dálít- ið þybbni en sporlétti „drengur" sé orðinn sextugur? Ekki grátt hár i höfði, broshýs, glaður og reifur, ræðinn og léttur í lund eins og frá fyrstu stund. Jú — það er staðreynd, að hinn 16. júnf fyrir sextíu árum, leit vinur minn Venni fyrst „heims- ljósið“ á Húsavík við Skjálfanda, 6. barn hinna þjóðkunnu hjóna Þórdísar Ásgeirsdóttur frá Knarrarnesi á Mýrum og Bjarna Benediktssonar prests að Gren- jaðarstað, kaupmanns og póst- meistara á Húsavík. Og Venni „grát dá han ble födt“ eins og sæmir hraustum og táp- miklum drengjum við fæðingu, en nær er mér að halda að það hafi verið „gleðitár“, þvi að síðan hefur „brosið“ ráðið ríkjum hjá Venna. Og þetta fallega og inni- lega bros hefur hann gefið sam- ferðamönnum á lifsleiðinni af miklu örlæti. Á þessum merkisdegi sínum opnar svo Venni Félagsheimilið á Seltjarnarnesi fyrir ættingjum sínum og vinum, svo á hann geti þar enn einu sinni brosað framan ið þá sem allra flesta á einum og sama staðnum. Slik er höfðings- lund Venna og honum kæmi aldr- ei til hugar að auglýsa i fjölmiðl- um „Er f jarverandi í dag.“ Nei — aldeilis ekki. Venni á nú að baki óvenjulega litríkan og fjölskrúðugan lífsferil, sem gæti orðið eftirsóknarvert og fjöllesið bókarefni í höndum við- talssnillingsins Matthíasar Johannessen, ritstj. Venni stund- aði jöfnum höndum búskap og útgerð hjá föður sínum á bernskuárunum á Húsavík. Ung- ur fór hann siðan til sjós, varð varðskipsmaður — varði land- helgina — sigldi mörg ár á skip- Um Eimskipafélags íslands, var togarasjómaður, sigldi um öll heimsins höf á skipum öst- Asianska félagsins í Kaupmanna- höfn, naut slikrar viðurkenningar og trausts hjá því félagi, að hann var settur til skrifstofustarfa á skrifstofu þess i Bangkok og Singapore. Kominn heim úr þess- um ævintýraferðum settist hann í Samvinnuskólann og lauk þar námi á einum vetri með láði. Á stríðsárunum starfaði hann í Vestmannaeyjum og fór þá marga hættuferðina með íslenzkum fiskiskipum á milli íslands og Englands. Síðan hvarf hann heim á æskuslóðirnar. Varð deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga þar og síðan forstjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur og gerði það að fyrirmyndar-fyrirtæki. Hann átti sæti f bæjarstjórn og bæjar- ráði Húsavíkur og fjölmörgum mestu trúnaðarnefndum bæjar- félagsins og svona mætti lengi telja. Venni er líka allra manna fróðastur um hvers konar hluti, bæði innlenda sem erlenda, enda sjálfmenntaður með afbrigðum. Ég gleymi aldrei því, sem faðir minn sagði um Venna, þegar faðir minn starfaði hjá Fiskimálasjóði eftir að hann lét af embætti sem sýslumaður Þingeyinga: „Venni er beztur af þeim öllum — frábær „ordensmaður“ og skilamaður. Þetta er falleg einkunn sem allir taka undir, er kynnst hafa Venna. Ég minntist i upphafi þessara fáu orða á „drenginn" — litla snáðan sem fæddist á Húsavík fyrir sextíu árum. En Venni — þessi tryggi og góði vinur minn — er drengur í þess orðs víðtækustu og beztu merkingu. Drenglund hans og drengskapur eru annáluð hjá öllum, sem kynnst hafa Venna — og ekki sízt meðal nán- ustu ættingja hans og vina. Það er gott að eiga slíkan dreng að vini. Venni er kvæntur glæsilegri ágætiskonu, Birnu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og er sam- búð þeirra og hjónaband annálað og til fyrirmyndar. Þau eiga 5 mannvænleg börn, þrjú tengda- börn og 6 barnabörn. Og mér er það mætavel kunnugt, að Venni er mikill og „stór pabbi“ og yndis- legur afi. Ég færi þessum góða vini mín- um hinar beztu árnaðaróskir á þessum merkisdegi hans, þakka honum fyrir samleiðina, öll bros- in og skemmtilegheitin fyrr og sfðar og raunar daglega. Þú berð alltaf sól í bæinn, gamli, góði vin- ur. Jakob V. Hafstein. Vernharður hefur beðið Mbl. að geta þess, að hann vonist til að sjá sem flesta vini og kunningja í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á morgun, afmælisdaginn, milli klukkan 16 og 20 og einnig að hann frábiðji allar gjafir. Landsþing Junior Chamb- er haldið á Laugarvatni DAGANA 18—20. júní n.k. veröur Landsþing JC að Laugarvatni. Þar er búizt við um 200 manns. Meðal gesta þingsins verða: Ronald Au, heimsforseti JC, Kirre Polama, forseti JC Finnlandi, Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, Sigurður Kristinsson, for- seti Landssambands iðnaðarmanna, Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðn- rekenda, Þórleifur Jóns- son, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðar- manna. Einkunnarorð þingsins er: — IÐNÞRÓUN TIL FRAMFARA— Umræður um málefni iðnaðar verða undir sér- stökum dagskrárliðum á þinginu, en Iðnkynningar- ráð hefur undirbúið þær umræður. Á þinginu verður úrslita- leikur Mælsku- og rök- ræðukeppni JCÍ, sem stað- ið hefur í vetur. Þessi félög eru í úrslitum: Junior Chamber Reykja- vík og Junior Chamber Sel- foss. Umræðuefni: ,,Á að byggja nýjan Gullfoss?“ JC Mjög góð þátt- taka í sumar- spilamennskunni ALLS mættu 56 pör til leiks sl. fimmtudag 1 sumarspila- mennskuna 1 Domus Medica. Úrslit urðu þessi: A-riðill Stig. Jakob R. Möller — Sigurður Sverriss. 248 Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðss. 244 Halla Bergþórsdóttir — Kristjána Steingrfmsd. 234 B-riðill: Ingólfur Böðvarsson — Sigurbjörn Ármannss. 265 Pétur Einarsson — Þorsteinn Bergmann 247 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilss. 238 C-riðiil: Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 196 Óskar Karlsson — Sverrir Jónsson 175 Guðmundur Sveinsson — Sverrir Ármannss. 173 D-riðiil: Jón Sigurðsson — Sigurjón Helgason 195 Gísli Steingrimss. — Sigfús Árnason 193 Bernharður Guðm.ss. — Bragi Jónsson 192 Meðalskor f A- og B-riðli 210 en 165 í C- og D-riðli. Næsta spilakvöld verður á fimmtudag- inn. Hefst keppnin klukkan 20. Ásmundur með flest meistarastig hjá Bridgefélagi Rvíkur Yfirlit um útgefin meistara- stig hjáB.R. Stig. Ásmundur Pálss. 522 Einar Þorfinnss. 255 Guðbrandur Sigurbergss. 239 Guðlaugur R. Jóhannss. 364 Guðmundur Arnars. 253 Guðmundur Pétursson 282 Hjalti Elíasson 362 Hörður Arnþórss. 215 Jón Baldurss. 241 Jón G. Jónsson 227 Jón P. Sigurjónss. 239 Símon Símonarss. 224 Stefán Guðjohnssen 248 Þórarinn Sigþórsson 215 örn Arnþórsson 396 Aðrir hafa ekki náð 200 stig- um hjá B.R. Alls hafa 123 aðilar fengið útgefin meistarastig hjá B.R., og þar af 27 aðilar auk ofangreindra, sem hafa náð 100 bronsstigum. Bridge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Athugasemd frá yfirskoð- unarmönnum ríkisreiknings BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi bréf frá yfirskoðunarmönn- um Ríkisreiknings varðandi deilu um sjónvarpstæki: Alþýðublaðið birti, 24. maí athugasemdir póst- og símamála- stjóra með feitri fyrirsögn á bak- Ronald Au, heimsforseti Junior Chamber. Selfoss er gestgjafi þings- ins. síðu. Þar er m.a. haft eftir póst- og símamálastjóra: „... en ég vil taka það fram að það sem birtist í rikisreikningum 1975 og varðar mig er hrein stað- leysa og raunar furðulegt að slíkt skuli birtast í sjálfum rikisreikn- ingi íslands“. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að gera grein fyrir því hvernig á því stendur að þessi „staðleysa“ er birt með ríkisreikningi. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings spurðu: „Hversu mikið er um það að Ríkisútvarpið láni starfs- mönnum sinurn eða leggi þeim til tæki, og með hvaða kjörum er það gert?" Svar það sem okkur barst við þessari fyrirspurn byrjaði svo: „Menntamálaráðuneytið hefur án athugasemda af sinni hálfu sent svofellt bréf Rikisútvarpsins dags. 17. janúar 1977 sem svar við athugasemdunum". I þessu bréfi Ríkisútvarpsins er það sem póst- og símamálastjóri segir að sé staðleysa. Það er alvarlegt mál þegar framburður opinberra trúnaðar- manna stangast á og er það vissu- lega athugunarefni. Heimildum ber saman um það að póst- og símamálastjóri hafi fengið sjón- varpstæki árið 1966. Hann segist hafa keypt það sjálfur. Rikis- útvarpið segist eiga það hjá hon- um. Hvernig stendur á þessu? Haraldur Pétursson Halldór Kristjánsson. VITRETD astmálni!! VTTRE plastmálning myndar óvenju sterka huð. HÓRO Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol 1 Slippfélagið íReykjavíkhf } Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar33433og33414

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.