Morgunblaðið - 15.06.1977, Side 15

Morgunblaðið - 15.06.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 15 Ljósm. Emilía. Nokkrir fulltrúar norrænna rithöfunda, sem sátu þing norræna rit- höfundaráðsins í Reykjavfk 13. og 14. júnf. Norrænir rithöfund- ar mótmæla sjón- varpsgervihnöttum Erlendur Einarsson á hátíðarfundi SIS: Undiralda samvinnuhreyf- ingarinnar eru framf arir ÁRSFUNDI norræna rithöfunda- ráðsins lauk nýlega í Reykjavík, en fundinn sátu fulltrúar frá öll- um Norðurlöndunum, alls 32, þar af 8 frá tsiandi. Fundur þessi er haldinn til skiptis árlega á Norðurlöndunum og var hann síð- ast haldinn hérlendis 1970, en var f fyrsta sinn hér 1960 og þetta er þvf í þriðja sinn sem hann er haldinn hérlendis. Á fundi með fréttamönnum röktu nokkrir þingfulltrúar það sem helzt var rætt á fundinum, en það voru einkum kjaramál. Ásamt rithöfundunum sátu fundinn lög- fræðingar rithöfundasamband- anna, en mörg atriði varðandi samninga rithöfunda um greiðsl- ur fyrir rit og annað efni fara gegnum lögfræðilega ráðunauta samtakanna. Yfir 20 mál voru rædd og m.a. var samþykkt álykt- un þess efnis að lýsa yfir mótmæl- um gegn hinum samnorræna gervihnetti, sem ráðgert er að koma upp, og var þessi ályktun send til HUsavíkur á fund menntamálaráðherra Norður- landa. í ályktuninni kemur fram að rithöfundar óttast að fjársterkir aðilar muni hafa um of áhrif á efni það sem fer um gervihnetti í framtíðinni og bent er á að með auknu sjónvarpsefni fari tími fólks fremur i að horfa á það en að leggja stund á aðrar tómstund- ir, svo sem léikhúsferðir, lestur bóka og annað og hafi þessir gervihnettir því ótviræð menn- ingarleg áhrif, sem verði að var- ast. Bent er á að valmöguleikar sjónvarpsáhorfenda aukist ekki, en áhugi beinist frá ýmsum menningarlegum hlutum að dag- skrám sem framleiddar eru pen- inganna vegna. Þá töldu hinir norrænu rithöfundar að efni sem sent væri um gervihnött fengist ekki greitt eins og skyldi, t.d. að dagskrá, sem send væri út í Sví- þjóð væri e.t.v. sýnd samtimis i öðrum löndum, en ekki á misjöfn- um tíma eins og nú væri, og því væri aðeins greitt einu sinni fyrir umrædda dagskrá þar sem væri greitt eins oft og hún væri sýnd, eins og nú væri. Með þessum rökum vilja nor- rænir rithöfundar beina þeim til- mælum til menntamálaráðherra Norðurlanda að mál þetta verði rætt frekar áður en ákvarðanir um gervihnetti verði teknar. Af öðrum málum sem rædd voru á þingi norrænna rithöfunda má nefna greiðslur fyrir efni sem lesið er inn á hljómsnældur, efni sem ljósritað er, svo sem kaflar úr bókum til notkunar við kennslu, en þeir töldu að i þessum atriðum væri gengið á svig við lög um höfundarétt í mörgum tilfellum, og sögðu að þeir vildu ekki síður en aðrir fá greitt fyrir sina vinnu, sem þeir hefðu lagt af mörkum og því yrði að leggja áherzlu á að fylgjast sem bezt með því að þess- ar leiðir yrðu ekki notaðar að rithöfundum forspurðum og án þess að greiðslur kæmu fyrir. Í tilefni af 75 ára afmæli Sam- bands fslenskra samvinnufélaga fyrr 1 vetur, var haldinn á mánu- dagskvöld hátíðarfundur í Há- skólabfói. Fundinn setti Eysteinn Jónsson, formaður stjórnar Sam- bandsins, og að þvf loknu fluttu ávörp Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra. Ebbe Groes, stjórnarformaður Norræna sam- vinnusambandsins, Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri sem fulltrúi Sambandskaupfélaganna og Magnús Friðgeirsson, formað- ur Starfsmannafélags Sambands- ins f Reykjavfk. Fram kom einnig kór Söngskólans f Reykjavfk og óperusöngvararnir Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson. Þá flutti Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins, ræðu og við lok fundarins tóku viðstaddir lag- ið. í upphafi ræðu sinnar rakti Er- lendur Einarsson skrif ýmissa forystumanna samvinnuhreyf- ingarinnar á fyrstu árum hennar hér á landi og hugmyndir þeirra um samvinnustarfið. Hann minnti á að þegar Sambandið var stofnað 1902 þá hefðu þingeyskir báfendur verið í varnarstöðu og það kynni að hafa átt sinn þátt í stofnun Sambandsins. Erfiðleikar hefðu verið með útflutning á lif- andi sauðfé og vaxtarbroddur smjörbúa fyrir landbúnaðinn hefði ekki náð til Norðurlands á þessum árum, enda raunar verið bundinn við Suðurland. Þing- eyskir bændur hefðu þurft að finna nýjar leiðir og komast úr þessari varnarstöðu og þá undir kjörorðinu að sókn er besta vörn- in. Erlendur sagði að næsta erfitt væri að bera saman gildi sam- vinnustarfs í dag fyrir íslenzkt þjóðfélag og það sem var um alda- mótin síðustu, þegar Sambandið var stofnað. „Matið i dag hlýtur að vera annars eðlis en fyrir 75 árum, þegar lifið snerist um það fyrst og fremst að hafa í sig og á og að leysa það hvort tveggja var talin velmegun. Nú getum við ís- lendingar talað með nokkrum rélti um að við höfum komið á fót velferðarríki — þjóðfélagi neyslu og mikilla möguleika fyrir flesta einstaklinga að brjótast áfram til þroska og efna. Hættan virðist helst, að ljúfa lifið geti orðið mönnum að fótakefli," sagði Erlendur. Umframtið samvinnu- starfsins hér á landi sagði Erlend- ur að umgjörð samvinnustarfsins hlyti í framtiðinni sem hingað til að vera jákvætt afl í þjóðfélaginu á sem flestum sviðum, vegna þess að undiralda samvinnuhreyfing- arinnar væru framfarir og þá ósk- ir fólks um betra lff. Af einstök- um framtiðarverkefnum nefndi HEILDARVELTA Sambands fslenzkra samvinnufélaga árið 1976 varð 30,2 milljarðar króna og jókst um 36,3% frá árinu á undan. Rekstrarafgangur, áður fyrningar fastaf jármuna eru færðar til gjalda, nam á sl. ári 721 milljón króna en til viðbótar koma tekjur utan rekstrareikn- Erlendur, að starfsemin hluti að miðast við að efla þjónustu við félagsmenn, vera jákvætt afl i hverju byggðarlagi og taka á með fólkinu, eins og Erlendur orðaði það. Þá þyrfti að gera vörudreif- ingu hagkvæmari, gera samvinnu- félögin fjárhagslega sjálfstæð, að- stoða landbúnaðinn við aðsteðj- andi erfiðleika, auka þátttöku samvinnufélaganna i sjávarút- vegi, efla iðnað og auka framlög til menningarmála. ings vegna eignasölu og jöfnunar- hlutabréfa að upphæð krónur 264,0 milljónir króna. Aðildar- félög Sambandsins voru á árinu 1976 49 og voru félagsmenn þeirra i árslok 41.178 og fjölgaði um 1399 á árinu. Af þessum 49 félögum voru 44 þeirra með rekst- Framhald ábls. 18 Frá hátíðarfundi f tilefni af 75 ára afmæli Sambands fslenskra samvinnufélaga, sem var 20. febrúar sl. Hátíðarfundurinn var haldinn á mánudagskvöld f Háskólabfói. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. SÍS og kaupfélögin 1976: Heildarveltan 75,1 milljarður — Tekjuafgangur SIS nam 641 millj. króna Luxembourg er friðsœll töfrandi ferðamanna- staður, mótaður af frönskum og þýskum menningaráhri fum - þar sameinast franska glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruð Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rinar. Luxembourg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. IOFWIBIR ÍSLAJMDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.