Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28 JUNI 1977 Iðnkynning á Selfossi — Iðnkynning á Selfossi — Iðnkynning á Selfossi — Iðnkynni Iðnkynning á Selfossi 65 iðnfyrirtæki í 3000 manna bæ....111ÍSLENZK iðn- kynning, hin 6. í röðinni, var haldin á Selfossi fyrir nokkru og hinn 16. júní s.l. var þar „Dauu iðnaðarins" og við það tækifæri heim- sóttu ýmsir forystumenn iðnaðarins Selfoss ásamt iðnaðarráðherra, Gunnari Thoroddsen, og kona hans, Völu Ásgeirsdóttur Thor- oddsen. Af helztu dagskráatriðum dags iðnaðarins á Selfossi má nefna heimsóknir i fyrir- tæki að morgni dags og var fyrst litið við i Mjólkurbúi Flóamanna þar sem þeginn var morgunverður eftir að fyrirtækið hafði verið skoðað. Siðan var farið í smiðjur Kaupfélags Árnesinga, þ.e. bifreiðaverkstæði, renniverk- stæði og trésmiðju og þá í trémiðjuna Selós. Síðasta fyrirtækið, sem heimsótt var á Selfossi var Sláturfélag Suðurlands þar sem gestum gafst kosturá að fylgjast með stórgripaslátrun Frú Vala og Gunnar Thoroddsen skoBa hér hvar veriB er a8 sauma saman spón, sem ð a8 fara ð hansahillur hjð trósmiðjunni Selós s.f. 65 iðnfyrirtæki í 3000 manna bæ hljóðnuðu um aldamótin", eins og hann komst að orði. Sagði hann að á Selfossi störfuðu 42% vinnandi fólks, við iðnað en á landinu í heild væri þessi tala 32,4% og því væri iðnaður á Selfossi meiri en víðast annars staðar á landinu. Þá sagði hann sögu um útibústjóra Landsbanka íslands, sem hann sagðist hafa eitt sinn heyrt, að hann hefði veriðá gangi um þorpið til að athuga hvort einhver þyrfti ekki á láni að halda og sagði Óli Þ. Guðbjartsson, að ef það gilti enn þá hlökkuðu menn til haustsins er Iðnaðarbanki tæki til starfa á Selfossi. Að lokum sagðist Óli Þ. Guðbjartsson vona, að vel tækist til með að nota þau iðnaðartækifæri, sem byðust á Selfossi. Einar Elíasson, framkvæmdastjóri, sagði að margt gott væri hægt að segja um iðnkynningu og sýninguna, en ,,betur má ef duga skal" og iðnaður ætti við margs konar samkeppni að strlða og að mörgu leyti væri auðveldara að taka sér störf hjá þvl opinbera en ..basla við að koma á fót iðnaði", sagði Einar, „það fer enginn í skóla til að læra að Á iSnsýningunni é Selfossi gafst kostur é a8 bragSa á ýmsum smákjötrétt- um hjá Sláturfélagi SuSurlands. Þeginn var hádegisverður í boði sveitarstjórnar Selfoss og þar afhenti Sigurður Jóns- son frkv.stj iðnkynningar á Selfossi, viðurkenningu fyrir snyrtilegustu iðnaðarlóðma á Selfossi og kom hún i hlut trésmiðjunnar Selóss s.f. og sagði Sigurður, að það væri vegna snyrtilegrar lóðar og góðrar lýsingar Afhenti hann síðan Hilmari Þ, Björnssyni, einum eigendum trésmiðj- unnar, farandbikar, sem Junior Chamber hefur gefið. Þá fengu einnig viðurkenn- ingu Mjólkurbú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands. Þessi viðurkenning, sem nú er veitt i fyrsta sinn, verður siðan veitt 1 7. júní ár hvert. í Gagnfræðaskóla Selfoss var opnuð iðnsýning og þar sýndu alls 25 fyrirtæki fram- leiðslu sína, en alls eru á Selfossi starfandi um 65 iðn- fyrirtæki. Guðmundur Jóns- son, skósmiður, flutti ávarp við opnun sýningarinnar og rakti hann þar nokkuð sögu bæjarins og þá þróun, sem þar hefur orðið i atvinnu- og byggðamálum. Gestir skoð- uðu síðan sýninguna og þágu að bragða á matvöru, sem matvælafyrirtæki buðu. Siðdegis var fundur um iðnaðarmál og þar flutti Gunnar Thoroddsen ávarp og síðan framsögumenn er- indi, þeir Bragi Hannesson, bankastjóri, Óli Þ Guðbjarts- son, oddviti, og Einar Elías- son, framkvæmdastjóri í ávarpi Gunnars Thorodd- sens, kom það m.a. fram að síðar á árinu tekur til starfa á Selfossi nýtt útbú Iðnaðar- bankans, en leyfi fyrir því var veitt í febrúar s.l. Siðar minnti ráðherra á mikilvægi íslenzks iðnaðar, ekki sizt á Selfossi þar sem hann veitti flest ný atvinnutækifæri, og lét hann í Ijós þá ósk að iðnaðurinn mætti eflast og taka við því fólki á næstunni sem á þyrfti að halda og oékaði iðnaði Selfyssinga vel- farnaðar. Bragi Hannesson, banka- stjóri, sagði m.a. í ræðu sinni að það væri fróðlegt að bera saman tölur um fjölda fólks í frumvinnslu- og úrvinnsluat- vinnugreinum á ýmsum tím- um. T.d. hefðu 33% starf- andi fólks verið við þjónustu- störf 1940 en 1975 væru það 45% og að þróunin væri sú að fólk flyttist frá frum- vinnslugreinum til úrvinnslu- og þjónustugreina Óli Þ. Guðbjartsson þakk- aði starfsmönnum iðn- kynningar fyrir vel unnin störf og sagði að iðnaður hefði alla tíð verið snar þáttur í atvinnulífknu á Selfossi, „allt frá því er hamarshögg brúarsmiðanna á Ölfusá standa í atvinnurekstri". Sagði Einar að betur þyrfti að búa að iðnaðinum varðandi tollamál og t.d. farmgjöld. Degi iðnaðarins á Selfossi lauk með móttöku iðnaðar- ráðherra og þar heiðruðu samtök iðnaðarins nokkra af elztu starfsmönnum í iðnaði og elztu iðnaðarmenn á Sel- fossi og nokkrum iðnfyrir- tækjum voru veittar viður- kenningar, svo og starfs- mönnum iðnkynningar- nefndar Selfoss. ForráBamenn trésmiSjunnsr Selóss s.f., Stefán Jónsson, Hilmar Þ. Björns- son og SkarphéSinn Sveinsson, en fyrirtæki þeirra hlaut farandbikar fyrir snyrtilegustu iðnaðarlóSina á Selfossi. TrésmiSjur eru margar á Selfossi og vinna margar jöfnum höndum a8 smfSi innréttinga og húsbyggingum. Þetta er frá sýningardeild TrésmiSju Kaupfélags Arnesinga. Wm 1 Grétar Sfmonarson. framkvæmdastjóri Mjólkurbús Flóamanna, sýnir Gunnari Thoroddsen hvar veriS er a8 setja Ými f dósir. Lj6sm Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.