Morgunblaðið - 28.06.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977
13
Jón Torfason, Torfalæk, A-Húnavatnssýslu:
Um Blönduvirkjun
IINBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977
Pálmi Jónsson alþm.
Virk jun Blöndu
Fyrir Alþingi liggur nú
stjórnarfrumvarp um virkjun
Blöndu. Frumvarpið markar
þáttaskil ( orkumálum þjóðar-
innar ef samþykkt verður.
Enda þótt um heimildarlög
væri að ræða, svo sem venja er
um sllk mál, myndu þau lög
fela I sér, að ákveðið væri að
stefna að þvf af fullri alvöru að
undirbúa og siðar byggja fyrstu
stórvirkjun landsmanna utan
hinnar eldvirku svæða. Þeim
þáttaskilum hygg ég, að megin-
hluti þjóðarinnar myndi fagna.
Stórframkvæmdir í orku-
málum eru dýrar. Sú staðreynd
ætti að vera okkur hvatning, til
þess að vinna að undirbúningi
þeirra af fyrirhyggju og með
hæfilegum aðdraganda. Þá er
ekki sfður nauðsynlegt að velja
þá virkjunarkosti, sem heppi-
legastir finnast hvað snertir
hagkvæmni, öryggi og staðsetn-
ju. Þessar þrjár meginfors-
Jyftu Blöndu f fremstu
rkosta landsins.
flestar sveitastjórnir, sýslu-
nefnd og nokkur félagasamtök f
A-Hún. samþykkt stuðnings-
yfirlýsingar við virkjun
Blöndu, og bæjarstjóm Sauðár-
króks hefur hvatt til samstöðu
um hagkvæmasta virkjunar-
kost f kjördæminu. hinn bóg-
inn hafa sveitastjórnarmenn úr
Bólstaðahlfðarhreppi f A-Hún.
og þremur hreppum Skaga-
fjarðarsýslu, ásamt sýslunefnd
Skagafjarðarsýslu, K.S. á Sauð-
árkróki, Búnaðarfélagi Lýtings-
staðahrepps gert ályktanir, þar
sem hvatt er til að hraðað verði
virkjun Héraðsvatna við Vill-
inganes, auk þess sem yfirleitt
er lagt til að Blönduvirkjun
verði frestað eða henni mót-
mælt. Af svipuðum toga er
ályktun, sem samþykkt var með
nokkrum mun á almennum
sveitarfundi f Svfnavatns-
hreppi A-Hún. 15. júlf 1975, en
þann fund sóttu andstæðingar
Blönduvirkjunar af kappi.
Óvfst er hvort allir séu sama
sinnis nú.
rangt með viljandi eða
óviljandi.
Enn má nefna það f sam-
bandi við landspjöll við Blöndu-
virkjun, að miðlunarlónið hef-
ur f för með sér ómetanlegt
öryggi fyrir virkjunina sjálfa,
svo sem fyrr er að vikið.
Hitt gagnrýnisatriðið, sem
virðist notað sem grýla á fólk,
að Blanda verði ekki virkjuð án
stóriðju, er byggt á röngum
forsendum.
t nýrri orkuspá um áætlaða
raforkunotkun á landinu, kem-
ur fram, að aukning á aflþörf
raforkuvinnslunnar er fyrstu
fimm árin 1976—81 194 MW og
siðan aukning á fimm ára fresti
um 130—150 MW. til aldamóta.
1 þessari orkuspá er ekki gert
ráð fyrir neinum nýjum orku-
sölusamningum til stóriðju, að-
eins að samningurinn vegna
járnblendiverksmiðju verði
staðfestur og staðið við
samninga, sem gerðir hafa ver-
ið varðandi Álverið i Straums-
vfk. Það kemurenda
Þann 23. apríl slðastliðinn birt-
ist I Morgunblaðinu grein eftir
Pálma Jðnsson bónda á Akri og
alþingismann um virkjun
Blöndu. Pálmi ritar af stillingu
og yfirvegun eins og honum er
lagið. Samt gerir hann ekki öllum
atriðum málsins nægileg skil og
þvf ástæða til að fjalla nánar um
það.
Náttúruspjöll
Stærð miðlunarlónsins er einn
helsti annmarkinn á Blöndu-
virkjun eins og Pálmi tekur rétti-
lega fram. Talnaleikur hans um
stærð lónsins i samanburði við
heildarflatarmál gróins lands,
sem fer undir vatn við virkjanir á
landinu, er eitthvað skrítinn. í
tilvitnaðri greinargerð orkumála-
stjóra frá 1973 er gert ráð fyrir að
heildarþörf lands undir miðlunar-
lön sé um 991 ferkm. og skiptist
þannig: vatn 396 ferkm., ógróið
land 442 ferkm. og gróið land
152,5 ferkm. Þar af er gróðurland
i Þjórsárverum um 60 ferkm. í
þessari greinargerð er reiknað
með að Blöndulón verði um 50
ferkm. alls og gróið land aðeins
um 20 ferkm., sem gerir um 13%
alls gróins lands sem fer undir
miðlunarlón eins og Pálmi segir.
Nú er hins vegar reiknað með að
lónið verði um 60 ferkm., þar af
gróið land um 56 ferkm. Þá hækk-
ar þetta hlutfall verulega og verð-
ur riflega 40% af öllu þvi landi
sem fer undir miðlunarlón við
virkjanir — Þjórsárver ekki með-
talin.
Raunar skipta þessir talnaleikir
ekki miklu máli enda er byggt á
frumrannsóknum svo að ýmsar
stærðir gætu breytzt. En hitt er
ljóst að Blöndulón og annað rask,
sem af miðluninni leiðir, eyði-
leggur liklega nálægt þriðjungi af
öllu gróðurlendi á Auðkúluheiði
og vænan gróðurhaga á Eyvindar-
staðaheiði (Galtarárflóa).
Um landbætur í stað landsins
sem tapast segir Pálmi: „Skoðun
visindamanna, og tilraunir, sem
gerðar hafa verið benda allar til
þess með vaxandi öryggi, að nýtt
gróðurlendi sé auðvelt að vinna í
stað þess sem tapast. Þannig er
unnt að bæta tjónið, og það er líka
nauðsynlegt." í greinargerð með
frumvarpinu um virkjun Blöndu
segir um álit sérfræðinga Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins:
„Samkvæmt niðurstöðum þeirra
er unnt að bæta beitartjón af
völdum lónsins með þvi að rækta
upp örfoka land i nágrenni þess,
en á þeim stöðum hefur
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins haft með höndum upp-
græðslutilraunir um nokkur
undanfarin ár. Tilraunir þessar
sýna að slík uppgræðsla er mögu-
leg.“
Þarna ber nú nokkuð á milli.
Það sem sérfræðingar Rann-
sóknastofnunarinnar telja að sé
unnt eða mögulegt telur Pálmi að
sé auðvelt.
Væntanlega er samt nokkuð
hæft i því áliti sérfræðinganna að
slík ræktun sé möguleg. í
samningsdrögunum um bætur
vegna virkjunarinnar er gert ráð
fyrir að græða upp um 1000 ha
örfoka lands. Heiðarnar eru
þarna i um 450—500 metra hæð
(yfirborð lónsins um 480 m.y.s.)
og það er tvisýnt hvernig til tekst
um jafn stórfellda ræktun í svo
mikilli hæð á örfoka landi. Beitar-
tilraunin, sem staðið hefur yfir
siðustu sumur, er einmitt á grónu
svæði sem fer undir vatn í
miðlunarlóninu.
Vmislegt fleira þarf að athuga.
Lónið verður víða grunnt og land
kemur upp fyrri hluta sumars.
Vegna þess að jökulleir safnast í
lónið hlýtur fokhætta að aukast
mjög í nágrenni þess. Þá er óvíst
hversu vel tekst að hemja Blöndu
uppi á heiðinni eða hve þétt jarð-
lög eru með tilliti til leka úr
skurðunum. Loks er þess að geta
að rennsli árinnar jafnast við
virkjunina. Þannig dregur úr
stórflóðum á vorin og er það
vitanlega mjög til bóta. Aftur á
móti hefur litið eða ekkert verið
athugað hvaða áhrif aukið vétrar-
rennsli hefur á umhverfi árinnar
neðan virkjunar. Með hliðsjón af
flóðunum í Þjórsá á næstliðnum
vetri sýnist rík ástæða til að
kanna það atriði vandlega.
Blönduósingar þekkja að Blanda
er stundum úfin og bólgin á vetr-
um og varla verða minni brögð að
slíku ef vetrarrennslið eykst.
Allt i allt er virkjun Blöndu
bundin svo miklum vanköntum að
fyllsta ástæða er til að huga að
öðrum virkjunarkostum.
Stóriðjugrýlan
Pálmi fjallar dálitið um hagnýt-
ingu orkunnar frá Blönduvirkjun
og gerir lítið úr stóriðjugrýlunni i
þvi sambandi. Bendir hann á að
samkvæmt nýlegri spá Orkuspár-
nefndar þarf „sem svarar einni
Blönduvirkjun á 5 ára fresti allt
til aldamóta“ til að mæta þörfum
þjóðarinnar sjálfrar. Telur hann
að þetta dragi allan mátt úr stór-
iðjugrýlunni. Hann heldur áfram:
„Fari hins vegar svo, að nýir stór-
iðjusamningar verði gerðir, þarf
enn að virkja vegna þeirra. Ég vil
taka fram í þvi sambandi, að ég
tel að við eigum að fara með mik-
illi gát á þeirri braut, og að
fásinna sé miðað við fyrirsjáan-
lega orkuþörf þjóðarinnar á kom-
andi árum að nýta áfram okkar
hagstæðustu virkjunarkosti í
þágu stóriðjufyrirtækja. Við eig-
um nóga möguleika án nýrra ál-
bræðslna.“ Þetta er skynsamlega
sagt og réttilega.
Til að unnt sé að ráðast i stór-
virkjanir ámóta og Blönduvirkjun
og nýta þær I þágu landsmanna
þarf að vera búið að tengja lands-
hlutana saman, leggja nýjar
dreifilínur um landið og endur-
bæta gamlar. Pálmi drepur á
þetta og segir: „Varla þarf að
draga i efa að i þessum efnum
verður mikið verk unnið á kom-
andi árum.“ Ekki er nú sérlega
fast að orði kveðið. Hvað verður
unnið mikið og hvar? Hvað kosta
þessar framkvæmdir og hvað um
fjármögnun?
Jafnhliða því að stór orkuver
eru reist þarf að gera áætlun um
að nota mikinn hluta orkunnar
sem skjótast, t.d. til stóriðju úr
innlendum hráefnum og í eigu
landsmanna sjálfra, sbr. t.d. hug-
myndir i skýrslu Iðnþróunar-
nefndar (júní 1975). Maður
skyldi nú ætla að þegar lagt er
fram furmvarp um slíkt stórvirki
sem virkjun Blöndu, að glögg
grein sé gerð fyrir áætlunum um
hagnýtingu orkunnar. En þvi er
ekki að heilsa. í greinargerðinni
með frumvarpinu er ekkert sagt
um það atriði, aðeins vísað
almennt til nýju orkuspárinnar.
Pálmi segir um þetta: „Uppbygg-
ing og orkuþörf smærri og stærri
iðnfyrirtækja verður sennilega
meiri á komandi árum en flesta
grunar.“ Þetta hangir sum sé allt
i lausu lofti og visast eru engar
áætlanir til um það hvernig á að
hagnýta orkuna frá Blöndu-
virkjun til innanlandsnota.
Á hinn bóginn hefur heyrst
margt og mikið um hugmyndir til
að hagnýta orku íslenzkra fall-
vatna í þágu erlendra stóriðjufyr-
irtækja. Og vist er það skritin
tilviljun að þessi grein Pálma, þar
sem segir m.a. „að fásinna sé mið-
að við fyrirsjáanlega orkuþörf
þjóðarinnar á komandi árum að
nýta áfram okkar hagstæðustu
virkjunarkosti i þágu stóriðjufyr-
irtækja", birtist i Morgunblaðinu
sama dag og sagt er frá þvi að
neðri deild alþingis, en þar á
Pálmi sæti, hafi samþykkt frum-
varpið um járnblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga.
Héraðsvötn—Blanda
Pálmi ræðir um Villinganes-
virkjun og telur hana ekki vigta
„sérstaklega þungt í þessu
dæmi“. Um hana gilda reyndar
sömu forsendur og gera Blöndu-
virkjun svo álitlega, staðsetningin
er hagstæð og lítil hætta á tjóni
vegna jarðhræringa. Hins vegar
er Villinganesvirkjun nokkru
dýrari en Blönduvirkjun. Árið
1975 er reiknað með stofnkostn-
aði á orkueiningu i Villinganesi
16.60 kr„ en í Blöndu 11.90 kr.
Þessar tölur hafa að sjálfsögðu
hækkað nú.
Um framhaldsvirkjanir í
Héraðsvötnum eða Jökulsánum
er þess að gæta að þar má virkja í
áföngum og þvi líkur á hagkvæm-
ari rekstri i upphafi en við
Blöndu, sem verður að virkja í
einum stórum áfanga. Við virkjun
Jökulsár er gert ráð fyrir stóru
miðlunarlóni, um 84 ferkm, en
þar af er gróðurlendi aðeins um
14 ferkm. samkvæmt áður tilvís-
uðu erindi orkumálastjóra.
Virkjun við Villinganes mætir
orkuþörf á Norðurlandi og gefur,
ásamt fleiri virkjunum af
miðlungsstærð, tóm til að lengja
og bæta dreifilinur i landinu. En
það er einmitt ein aðalforsenda
þess að unnt sé að nýta stórvirkj-
anir ámóta og við Blöndu, Hraun-
eyjarfoss, Sigöldu o.s.frv. til inn-
anlandsnota.
í lokaorðum Pálma er nokkur
hótunartónn: „Sé reynt að efna til
óbilgjarnra flokkadrátta um hin
mestu hagsmunamál, eins og
flestum virðast Blönduvirkjun
vera, fylgir þvi mikil ábyrgð.
Aðrir landshlutar munu ekki láta
dekstra sig til að taka við fjár-
magni til virkjana, verði þessu
máli drepið á dreif. Forystumenn
á Norðurlandi vestra mega ekki
glopra úr höndum sér þessu stór-
máli með slíkum vinnubrögðum".
Andstæðingar Blönduvirkjunar
eru ekki á móti virkjunum, það er
langt í frá. En þó að menn séu
ekki ýkja hrifnir af virkjun
Blöndu, sérstaklega ef virkja á
hana í þágu erlendrar stórióju, er
ekki þar með sagt að verið sé að
slá hendinni á móti fjármagni til
uppbyggingar á svæðinu. Pálmi
hefur verið þingmaður það lengi
að hann veit að Norðurlandskjör-
dæmi vestra er stærra en Húna-
vatnssýslurnar og að m.a. Skaga-
fjörður telst til þess líka. Þannig
að miðað við kjördæmið allt ætti
hvor virkjunin sem er að vera
álika mikið hagsmunamál fyrir
íbúana. Raunar er Villinganes-
virkjun vænlegri til að efla at-
vinnulif á svæðinu, því að hún er
minni og veldur þvi ekki eins
stórfelldri röskun á atvinnulifinu
og virkjun Blöndu mundi gera.
Loks segir Pálmi að andstaðan
gegn Blönduvirkjun byggist á
„vafasömum eða röngum forsend-
um“. Ekki er fullvíst að andstæð-
ingar Blönduvirkjunar séu einir
um að sækja málin af kappi og
beita jafnvel vafasömum og röng-
um forsendum. Að minnsta kosti
skýtur nokkuð skökku við, að
maður sem telur „að fásinna sé
... að nýta áfram okkar hag-
stæðustu virkjunarkosti i þágu
stóriöjufyrirtækja" hafi á alþingi
greitl atkvæði með að minnsta
kosti þrem samningum um aukna
raforkusölu til erlendra stóriðju-
fyrirtækja.
Jón Torfason Torfalæk.
NUGETAALUR
eignast glæsilega Stereo-samstæðu frá
TOSHIBA
—...—--—.......—... ......——--------——r— --
Þessi glæsilega samstæða kostar aðeins .93.290.
SM 2100 stereosamstæðan er búin eftir-
farandi:
Stereo útvarpstæki með langbylgju, mið-
bylgju og FM bylgju.
Stereo magnara sem er 2x14 wött sinus
við 4 ohm. 35 wött mússik power.
Á tækinu eru stillingar fyrir bassa, diskant
og loudness. Tiðnisvið 8HZ—50Khz.
Plötuspilarinn er með vökvalyftum arm,
sem fer sérstaklega vel með plötur
Við tækið má tengja heyrnartæki og seg-
ulbandstæki.
Athugið að við fengum takmarkað magn
af þessu ágæta tæki á þessu lága verði.
Góðir greiðsluskilmálar. Árs ábyrgð.
Hátalarnir eru stórir 38 sm x 21,5
sm. Þeir eru búnir stórum
16 sm bassahátalara og
5 sm milli og hátíðni hátalara.
16
UTSOLUSTAÐIR:
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri,
Kaupfélag SkagfirSinga, SauSárkróki,
Verzl. Sig. Pálmasonar, Hvammstanga,
Kjarni s.f. Vestmannaeyjum,
Stapafell h.f. Keflavfk.
EINAR FARESTVEIT «. CO. HF.
Bergstaðastræti 10A
simi 16995.