Morgunblaðið - 28.06.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
17
Jóhannes Helgi:
SVAVAR Gestsson fjallar í
síðasta helgarblaði Þjóðvilj-
ans allsvakalega um okkur
fimmmenningana sem fyrir
skömmu fordæmdum hér I
blaðinu hugmynd nýafstað-
ins norræns rithöfundaþings
um fjárstreymi frá norður-
löndum I væntanlegan
„málfrelsissjóð," öðru nafni
fúkyrðasjóð, sem ætlað er
það að greiða meiðyrðasektir
skítkastara í íslenskum blöð-
um. Maður hélt að ekki þyrfti
neina mannvitsbrekku til að
sjá að hugmyndin er svo frá-
leit að engu tali tekur. Hvern-
ig halda menn að æra manna
t þessu landi yrði leikin, ef
mannorðsmorðingjar sem
nóg virðist til af hér í seinni
tíð, gætu fyrirfram gengið að
því sem vísu að innlendir og
erlendir sjóðir borguðu brús-
ann jafnskjótt og dómar
gengu í meiðyrðamálum?
Næsta skref yrði væntanlega
að stofna leynilegan samnor-
rænan tollsvikasjóð og loks
almennan lögbrotasjóð.
Það virðist ekki heldur
þurfa neinar mannvitsbrekk-
ur til að sjá óviðurkvæmilegt
orðfæri I blöðum, og seyðið
sem fúkyrðasmiðir súpa af
því, koma Rithöfundasam-
bandi íslands ekki nokkurn
skapaðan hlut við, ekki frek-
ar en það kemur Dagsbrún
við, Blaðamannafélaginu eða
Læknafélagi íslands. (Einn
hinna lögsóttu er læknir).
Mér er ekki kunnugt um að
formaður síðarnefnda félags-
ins hafi blandað félaginu I
það mál og klagað á erlend-
um læknaráðstefnum. Rit-
höfundasamband íslands
dróst á sínum tíma um hrlð
inn I þetta mál vegna þess að
formaður þess, Sig. A.
Magnússon og kollegi hans
Einar Bragi, skildu ekki hvar
mörk einkamála þeirra og
Rithöfundasambandsins lágu
— og Sigurður klagaði I Nor-
egi, en þeir biðu þá — og
bíða kannski enn — dóms
fyrir meiðyrði. Það breitir
engu hvort meiðyrðin eru
tengd VL-málunum svoköll-
uðu eða einhverjum öðrum
málum. Rithöfundasamband
íslands er stéttarfélag, rétt
eins og Dagsbrún og Lækna-
félagið, og meðlimir þessara
félaga eru ýmist með eða
móti vörnum landsins. Af-
staða félagsstjórna með öðr-
um hvorum málsaðila jafn-
gildir þvl að kljúfa stéttarfél-
agið, ganga af þvl dauðu.
Persónuleg afstaða okkar
fimmenninganna til undir-
skriftasöfnunar Varins lands
kemur þessu máli ekki við.
Það er einfaldlega og af aug-
Ijósum ástæðum ekki I verka-
hring stjórnar stéttarfélags
okkar rithöfunda að taka af-
stöðu með eða móti undir-
skriftunum og meiðyrðamál-
unum sem af þeim spruttu.
Menn þurfa að vera ófor-
betranlegir þverhausar til að
skilja ekki svo einfaldan hlut.
Ég hef ekkert við það að
athuga að menn finni þörf
hjá sér til að safna undir-
skriftum um áframhaldandi
veru hermanna I landinu,
það kemur ekki mál við mig,
ekki heldur undirskriftasöfn-
un með hið gagnstæða að
markmiði. Ég fæ ekki betur
séð en undirskriftasafnanir
um allt sem nöfnum tjáir að
nefna heyri undir almenn
mannréttindi, en hitt er jafn
augljóst að þeir sem bregðast
við sllku með ærumeiðingum
þurfa sárlega á að halda
þeirri ögun sem felst I því að
þurfa að reiða af hendi hóf-
legar miskabætur. Og það er
ekki aðeins mál þeirra sem
fyrir fúkyrðum verða. Ragn
og fúkyrði er ein grein meng-
unar — og við henni þarf að
stemma stigu einsog annarri
mengun.
Lög úreldast eins og önnur
mannanna verk, ganga sértil
húðar- og íslenska meiðyrða-
löggjöfin er orðin gömul og
þarf áreiðanlega endurskoð-
unar við, og svo er um fleiri
íslenskar lagasetningar. ís-
lenskir dómarar vita þetta
manna best — enda hafa
þeir beitt ákvæðum meið-
yrðalöggjafarinnar mjög
vægilega, og ný löggjöf yrði
tæpast vægari en sú gamla
er I reynd. Og þvl er sá sem
níðir íslenzkt dómsvald á er-
lendri grund vargur I véum
og maður að minni og als-
endis ófær um að gegna for-
mennsku I stéttarfélagi.
Ritstjóri Þjóðviljans kveður
okkur fimmmenningana
leigupenna og þræla
Morgunblaðsins, ætlð tiltæka
að ganga erinda blaðsins.
Það munar ekki um það. Það
er ekki seinna vænna en að
ég upplýsi ritstjórann um
það, að það var mishermi I
aðfararorðum skrifa okkar
um „málfrelsissjóðinn" I
Morgunblaðinu, að blaðið
hefði leitað álits okkar. Einn
úr okkar hópi hafði samband
við ritstjórn blaðsins og æskti
rúms undir athugasemdir
okkar — af því að við vildum
slá skjaldborg um einingu
hins unga stéttarfélags okk-
ar. Sllk púðurtunna er
ágreiningurinn um varnir
landsins jafnt I félagi okkar
sem öðrum félögum og með-
al þjóðarinnar allrar Ekkert
stéttarfélag — sem öfga-
menn ná að læsa klónum I
— verður langra lífdaga auð-
ið, og það var með herkjum
að tókst I hitteðfyrra að sam-
eina gömlu rithöfundafélögin
tvö undir einn hatt, Rithöf-
undasamband íslands — og
þar innti Sigurður A. Magn-
ússon óneitanlega af hönd-
um gott starf, og þeim mun
óskiljanlegra var brambolt
hans með VL-málin inn I fé-
lagið, og ekki honum að
þakka að félögin urðu ekki
aftur tvö talsins, framtíð bók-
menntanna og hagsmunum
höfunda til óbætanlegs tjóns.
Og hver er leigupenni og
hver ekki? Sá er munurinn á
okkur fimmmenningunum
og Svavari Gestssyni að
hann skrifar fyrir borgun um
þessi mál, en við ekki — og
liggjum undir aurkasti i ábæti
og látum okkur það raunar I
léttu rúmi liggja. Við reynum
að lafa I því að vera frjáls-
lyndir höfundar og erum ekki
á klafa hjá neinum stjórn-
málaflokki og göngum að-
eins erinda sannfæringar
okkar um hvað sé rétt og
hvað rangt. Ef einhver er
leigupenni — þá er það
miklu fremur Svavar Gests-
son — sem skrifar — að
minnsta kosti að hluta —
það sem honum er skipað að
skrifa. Og ef trúboðið á Þjóð-
viljanum heldur að við fáum
borgað I fríðu, þá gefst þeim
söfnuði kostur á seinna á
árinu að að glugga I úttekt I
fjárveitingum til rithöfunda
slðan lýðveldið var stofnað,
byggða á gögnum sem
menntamálaráðuneytið
heimilaði mér að fá I ríkisbók-
haldinu, og birt verður I fjöl-
miðlum umreiknuðá nútíma-
gengi krónunnar. Þá mun
koma I Ijós að hlöðukálfar
lýðveldisins I rithöfundastétt
eru rithöfundar úr hinni þjóð-
hollu sveit Þjóðviljans, engir
sjóðir undanskildir, lista-
mannalaunin, starfslauna-
sjóður menntamálaráðuneyt-
isins, launasjóður rithöfunda,
viðbótarritlaunin Sællar
minningar, ferðastyrkir
menningarsjóðs o.s.frv., allir
sjóðir sem rithöfundar eiga
innangengt I iðju sinni til
framdráttar. Ný skilgreining
á því hverjir séu leigupennar
er þess vegna kannski ekki
svo ýkja langt undan, ef
nauðsynlegt er að klína þvl
skammaryrði á einhverja úr
minni stétt. Vlsasti vegurinn
til ryktis og fjár hefur hingað
til verið þjónusta við Þjóðvilj-
ann, og goðsagnarverk-
smiðja I endurgjaldsskyni
verið keyrð nótt sem nýtan
dag I áratugi. Jafnvel draug-
fullir heima og heiman hafa
goðsagnasmiðirnir og goð-
sagnapersónurnar aldrei
slegið slöku við þessa arð-
sömu iðju. ( þessu landi virð-
ast orðið búa tvær þjóðir,
minnihlutahópurinn sem I
hjarta sinu finnur til sam-
stöðu með hermdarverka-
mönnum sem synda I blóði,
og svo allir hinir, yfirgnæf-
andi meirihluti Islendinga,
sem metur menn af verkum
sínum og þeim einum. En
það er orðið brýnt að rann-
saka ofan I kjölinn hvernig
þessum minnihluta hefur
tekist að koma ár sinni svo
vel fyrir borð sem raun ber
vitni — I menntabrunnum
þjóðarinnar. Hitt er ekkert
rannsóknarefni, það liggur I
augum uppi, hvernig vænir
menn á borð við Svavar
Gestsson taka bersýnilegan
skaða af langvinnri dvöl I
andrúmslofti Þjóðviljans.
Læt ég svo útrætt um
þetta mál, ég hef annað þarf-
ara við tímann að gera.
Hver jir eru
leigupennar?
Svona eiga bilar að vera!
Það er auðvelt að f ramleiða f rábæran bil
Hann þarf aðeins að vera miklu
betri en allir hinir
Suðurlandsbraut 16*Simi 35200