Morgunblaðið - 28.06.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 28.06.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977 31 Al'(il,VSIN(iASÍMiNN KR: 22480 JRarflunbTnbiÖ Óvidunandi samgöngur Júní 1977 Siðan i janúar á liðnum vetri hefur tíðarfar verið mjög gott og muna elztu menn ekki eftir svo góðum vetri. Hér kom aldrei snjór nema á gamlaárskvöld og nýjársnótt, en þá var mikil snjókoma og storm- ur. Vorið hefur verið fremur kalt, en sólríkt. Gróður er með minna móti í úthaga á þessum tíma árs. Sauðburður hefur gengið frekar vel þegar á heildina er litið og hey voru næg í sveitinni. Bændur gáfu búfé mikinn fóöur- bæti á liðnum vetri vegna slæmra heyja. Nú höfum við engan dýralækni í héraðinu eins og stendur. Valdi- mar Brynjólfsson, dýralæknirinn okkar, sem setið hefur í Stykkis- hólmi, fór til Noregs með fjöl- skyldu sina um mánaðamótin febrúar/ marz og kemur hann með fjölskyldu sína heim aftur væntanlega í júní. Valdimar vinnur mest á júgur- bólgnarannsóknastofu og einnig fer hann út í sveitir og kynnir sér baráttuaðfeðir Norðmanna gegn júgurbólgusjúkdómum, og einnig öörum dýrasjúkdómum. Þótt við bændur á Snæfeilsnesi höfum verið dýralæknislausir þennan tima sem Valdimar er fjarverandi og saknað hans, þá getum við glaðzt yfir því að fá hann bráðlega heim aftur með meiri þekkingu á dýrasjúk- dómum en áður og þá sérstaklega júgurbólgu, en júgurbólgan hefur veriö mikill skaðvaldur í kúm bænda og valdið miklu afurða- tjóni. Vegamál Við búum við slæman veg og slæmar samgöngur eins og fyrr, en þó hefur þokað nokkuð á betri Skoðun þeirra Gunnhildar og Rannveigar er sú, að ástandinu í þessum málum hjá okkur íslend- ingum í dag sé á ýmsan hátt ábótavant, því þótt allir vilji í raun gera sitt besta þá vinni um of hver í sínu horni. t Danmörku finnst þeim skipulag þjónustu við aldraöa til fyrirmyndar. Þar er innlögn á stofnun jafnan metin á grundvelli þess hver hefur mesta þörf fyrir innlagningu hverju sinni en ekki eftir röð á biðlista. Þetta veldur því að biðlistar hafa horfið að mestu og meðallegutim- inn á hjúkrunarheimili er 3—4 ár. Þetta skipulag kemur lfka i veg fyrir að plássin verói setin af fólki sem ekki þarf þeirra með í raun. Reglur þessar og starfsað- ferðir gilda jafnt hvort heldur um er að ræða opinberar — eða sjálfseignarstofnanir Dana. HÓTEL SAGA Þessa dagana er verið að taka I notkun aukið gistirými á Hótel Sögu, og bætast við 25 tveggja manna herbergi á fjórðu hæð hússins, þar sem áður voru skrifstofur Flugfélags tslands. t gær voru 2/3 hlutar herbergj- anna teknir I notkun og þau sem enn eru ekki tilbúin verða tekin I notkun á næstunni. Með þessari viðbót gistirýmis auk- ast gistinætur á Hótel Sögu um 1500 á mánuði. Á myndinni sést Wilhelm Wessmann aðstoðarhótelstjóri I einu herbergjanna, en þau eru búin vönduðum húsgögn- um og teppi á gólfi eru frá Álafossi. Ljósm. Mbl.. Ól.K.M. Elín Eggerz-Stefánsson: er inni á heimili fjölskyldu eða einn i ibúð. Nefndir eru ýmsir mismunandi valkostir og þjón- ustuþættir sem vissulega eru þeg- ar vel þekktir meðal margra hér- lendis, cn fleiri mættu vel að hyggja, hvort heldur eru einstak- lingar, hópar eða stofnanir sem um þessi mál fjalla og visast hér með til Tímarits Hjúkrunarfélags tslands, 2 tbl. 1977 til nánari kynna. Hafnarfirði 13. júní 1977 Elfn Eggerz-Stefánsson veg með Utnesveg, því að á sl. hausti var stórbættur vegakaflinn í Breiðuvík milli Hnausahrauns og Litla-Kambs, einnig var vegur- inn i gegnum Hellnapláss hækkaöur mikið. Það er nú mjög aðkallandi að keyra ofaníburð í Utnesveg á stór- urn köflum, viða eru hraunvegir orönir svo berir að ekkert er eftir af ofaniburði, og verður að-keyra eftir beru hraungrýti og klöpp- urn. Þetta fer rnjög illa með bílana og er ekki hægt að segja að vegur- inn sé ökufær. Nú er mesti umferðartími árs- ins að hefjast og vil ég því nota tækifæriö og skora á vegaþjónust- una að bæta úr þessu vegaástandi hið allra bráðasta. Um samgöngurnar er það að segja, að þær eru alveg óviðun- andi, þar sem sérleyfishafi fyrir Snæfellsnes veitir enga þjónustu hér i sveil. Sérleyfið hafði ferðir einu sinni í viku til og frá Heiðar- kasti hér um sveitina, en svo voru þessar ferðir lagðar niður af ein- hverjum ástæðum. Þaö eru mikil óþægindi og kostnaðarauki fyrir þaö fólk, sem þarf að fara í eða úr Breiðuvíkur- hreppi, að þurfa að kaupa sér bíl til að komast leiðar sinnar. Út þessu verður samgöngu- málaráðuneytið að bæta hið bráð- asta. Utgerð Hér á Hellnum og Arnarstapa hefur verið róið á trillum með handfæri i vor eins og áður. 4 bátar hafa róið frá Hellnum og 5 frá Arnarstapa. Afli hefur verið mjög sæmilegur og gæftir góðar. Þorgeir Arnason i Rifi við Hellis- sand hefur keypt fisk af 5 bálurn upp úr sjó og sótt hann sjálfur. Hann verkar fiskinn i skreið. Finnhogi <;. Fárusson Ætla má að hjá okkur íslend- ingum yrði mikil bót að stórefldri samvinnu heilbrigðis- og félags- málastofnana í þágu aldraðra, sér- staklega með það í huga hversu stórstígar og þakklætisverðar framfarir nú eiga sér viða stað (oft með Dani, Þjóðverja o.fl. ná- granna að fyrirmynd) og má nefna starfsemi á vegum braut- ryðjandans Gisla Sigurbjörnsson- ar, eða til hliðsjónar starfsemi rekstraraðiia Dvalarheimilis aldr- aðra að Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði svo og framkvæmdir og rekstur á vegum fjölda sveitar- félaga viðs vegar um landið. Framannefndir greinahöfund- ar telja að endurmeta þurfi starf- semi allra þeirra öldrunarstofn- ana sem við þegar höfum til Öldrunarhjúkrun Nýlega birtust tvær mjög at- hyglisverðar greinar I Tímariti Hjúkrunarfélags Islands, er nefn- ast „Stofnanir fyrir aldaða“ og „Málefni eldra fólksins". Höfund- ar greina þessara eru þær Gunn- hildur Sigurðardóttir og Rann- veig Þórólfsdóttir, hjúkrunarfor- stjórar starfandi á sviði öldrunar- hjúkrunar, og frásögn sína byggja þær á fenginni reynslu i starfi hérlendis svo og þvi sem fyrir bar í kynnisferð til Kaupmannahafn- ar á s.l. ári varðandi þjónustu í þágu aldraðra þar. Hringflug Flugfélag íslands hagar áætlunum sínum svo að þú getur farið flugleiðis fjórðunga á milli. Sparað þér þann tíma og fyrirhöfn, sem bílferð útheimtir og geymt kraftana til að skoða þig vel um á hverjum stað. Það má gista á hóteli, hjá vinum eða styðjast við tjaldið og svefnpokann. Lent er á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn og í Reykjavík. Hringfluginu má ljúka á einni viku, en frjálst er að dveljast lengur á hverjum stað og skemmta sér að vild. Jæja, nútímamaður, hvernig væri að fljúga hringinn í sumar? FLUCFÉLAC íSLANDS INNANLANDSFLUG bættrar nýtingar og auk þess sé brýnt að koma upp nýjum sér- deildum fyrir aldrað fólk með mikla heilahrörnun. Þær benda og á þörf meiri samræmingar og aukins átaks til léttist fjölskyld- um við að hafa eldra fólkið heima sem lengst, hvort sem viðkomandi Fréttabréf úr Breióuvíkurhreppi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.