Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 35

Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 35 Vladiinir Jakúb: Um samskipti Sovétríkjanna og Norðurlanda á sviði bókmennta Eftir á Sovétrlkin undirrituðu Bern- samkomulagið um gagnkvæman föf- undarrétt í byrjun árs 1973 hafa sam- skipti lands mlns við Norðurlönd þró- ast og eflst. Bókaútgáfur I Sovétrlkjun- um hafa komið á nýjum og föstum tengslum við margar stærstu bókaút- gáfur á Norðurlöndum Þegar ég var að fara að heiman skrapp ég á nýja skrifstofu sem annast alla starfsemi varðandi réttindi rithöfunda til þess að fá upplýsingar um þróun þessara sam- skipta Þessi skrifstofa heitir VAAP — Aðalskrifstofa til verndar höfundarrétti. Ég held að lesendur og bókaútgefend- ur I bókmenntalandinu íslandi hljóti að hafa gaman af að frétta af þvl sem er að gerast að þessu sviði Útgáfuréttarskrifstofa Sovétrlkjanna, VAAP, var stofnuð fyrir þrem árum er Sovétrlkin gerðust aðili að alþjóðlega höfundarréttarsáttmálanum. Að henni standa öll samtök skapandi listamann I landinu, sovéska vlsindaakademlan, APN. útfáfuráð rlkisins svo og ýmis ráðuneyti og stjórnardeildir, VAAP verndar rétt allra sovéskra höfunda: Rithöfunda, visindamanna. leikrltahöf- unda. tónskálda. listamanna og blaða- manna, bæði innan Sovétríkjanna og utan. Jafnframt gætir VAAP réttar allra erlendra höfunda I sambandi við hvers konar notkun verka þeirra innan Sovét- rlkjanna VAAP undirritar alþjóða- samninga um verndum höfundarréttar og annast milligöngu I samningum um útgáfu- og flutningsrétt, tekur I alþjóð- legum bókasýningum, kaupstefnum og tónlistarhátlðum. VAAP eru þannig allsherjarsamtök. VAAP lítur að það sem meginverk- efni sitt að örva menningarsamskipti og koma listrænum verðmætum af sovéskum uppruna á framfæri I heim- inum I þágu almennings. Á hinn bóg- inn leitast VAAP viðaðauka möguleika sovésku þjóðarinnar til að kynnast verðmætum erlendum verkum á sviði bókmennta. tónlistar, leiklistar og ann- arra listagreina. VAAP ýtir undir aukin persónuleg kynni bókmennta-. lista-, og vlsindamanna, forráðamanna út- gáfufyrirtækja og leikhúsa og félaga I samtökum listamanna. Fyrir tveim árum ræddi sendinefnd VAAP I Stokkhólmi við samtök sænskra útgefenda og var gerður samningur um útgáfu- og flutningsrétt á verkum sovéskra höfunda i Svlþjóð. f maí 1975 var gerður I Moskvu sams konar samningur um útgáfurétt á bók- um sænskra höfunda I Sovétrlkjunum við nefnd sænsku útgefendasamtak- anna undir forustu P Sjögren. Teknar voru saman minnisgreinar um árangur heimsóknarinnar þar sem Itrekaður var gagnkvæmur vilji til aukinna sam- skipta Var þar með stigið fyrsta skrefið að menningarsamvinnu milli landanna tveggja. Eru skipti á sendinefndum og jákvæðar viðræður nú orðin föst regla. Slðustu ár hafa fulltrúar Askild og Kernsekúl, Mediaform, Raben og Sjö- gren heimsótt Sovétrikin til viðræðna. og fyrir skömmu kom Gerard Bonnier, framkvæmdastjóri Bonnierútgáfufyrir- tækisins, til Moskvu. „Áður en Sovétrlkin gerðust aðili að alþjóðlega höfundaréttarsáttmálanum voru samskipti okkar strjál og ófull- nægjandi Nú hefur þetta breyst. Tengsl okkar hafa aukist. Fulltrúar VAAP hafa heimsótt Svlþjóð og fulltrú- ar sænskra útgáfufyrirtækja farið til Moskvu. Margir útgefendur hafa undirritað samninga um útgáfu á bók- um sovéskra höfunda og verða þau verk brátt til sölu I Svlðþjóð," sagði Bonnier. Raunsæ afstaða til gagnkvæmt hag- stæðra skipta á vlsinda-. lista- og bók- menntaverkum er farin að bera ávöxt. Hér eru nokkrar tölur er gefa hugmynd um samskipti VAAP við sænska útgef- endur. 1974 gerðum við aðeins 3 samninga við þá, 10 árið 1 975 og 22 1976. Forum-útgáfufyrirtækið hefur samið um rétt til að gefa út fimm bækur. þrjár eftir Ju. Trifonov, eina eftir V Kaverin og eina eftír N. Baranskaja. Útgáfu- fyrirtækið Tiden mun gefa út bækur eftir V. Sjuksjin, Ju. Nagibin, V ProSkurin og Ju. Trifonov. Raben og Sjögren undirbúa útgáfu á bókum eftir G. Troepolski, A G Mjslivtsjenko, V. Tendriakov, V. Beekman, K Stanis- lavski og F. Aliev Norstedt-útgáfufyrirtækið ætlar að gefa, út sjö bækur. Höfundar eru Ju Lotman, K Stanislavskl og A. Naum- ov. Útgáfufyrirtækið Wahlstrom og Widstrand hefur fengið útgáfurétt á fjórum bókum eftkr Tsj. Aitmatov, G. Baklanov, V. Rasputin og V. Bogomo- lov. Gidlunds-útgáfufyrirtækið undir- býr útgáfu á þrem bókum eftir K. Tsjukovski. V. Majakovskl og Tsj. Aitmatov. Almqvist og Wiksel gefur út bók eftir F. Iskander, Delta- útgáfufyrirtækið gefur út tvær bækur og Bra Bocker-útgáfufyrirtækin tvær eftir I. Glazunov og V. Smirnov. Fyrir milligöngu VAAP hefur Media- form-útgáfufyrirtækið gert samning um útgáfu á myndskreyttum skemmti- tlmaritum um persónur sem eru mjög vinsælar meðal sovéskra barna: Krókó- dilnum Guena og Tsjeburasjka. Tfma- ritin verða prentuð I 1 20 þúsund ein- tökum. Sovéskir lesendur þekkja vel og meta sænskar bókmenntir Bækur sænskra höfunda eru gefnar út I stór- um upplögum ekki aðeins á rússnesku heldur og á öðrum tungumálum I Sov- étrlkjunum. Bækur Astrid Lindgren hafa oft verið gefnar út I Sovétrlkjun- um Bækur hennar um Kiddy og Karls- son hafa verið prentaðar I 300.000 eintökum. Bækur eftir 0. og L. Sand- berg og Mattson I Brig hafa einnig komið út I stórum upplögum. Mjög vinsælar I Sovétrlkjunum eru skáldsög- ur eftir Hjalmar Söderberg, Nóbels- verðlaunahafann Selmu Lagerlöf. bæk- ur skáldsins og rithöfundarins Arthur Lundkvist. Leninverðlaunahafa og framkvæmdastjóra sænsku akadem- lunnar. skáldsögur eftir Ivar Lo Johansson, bækur eftir Söru Lindman svo og ritsafn I einu bindi eftir Per Lagerkvist Tímaritið Zvedza hefur birt sögu eftir Sven Delblank og tlmaritið Innostrann- aja Literatura kafla úr sögu eftir M Ekelöf I 600 þúsund eintökum Sama tlmarit hefur bírt brot úr verkum Arvin Rundbergs Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir sænska höfunda, sem bækur hafa ver- ið gefnar út eftir I Sovétríkjunum Þá eru I undirbúningi útgáfur á bókum eftir A. Rundberg. P Gustafsson. May Shavel, Per Vale, G. Rut, S. Arner og fleiri sænska höfunda VAAP hefur stofnað til samskipta við leikhús- og tónlistarfélög I mörgum löndum. m.a I Svlþjóð Samkvæmt samningi milli VAAP og Arlecshino Teater Forlag gætir hið siðarnefnda hagsmuna sovéskra höfunda gagnvart leikhúsum, útvarpi, sjónvarpi og kvik- myndum I Svlþjóð Hefur það samið um rétt til að sviðsetja verk eftir M. Bulgakov, I. Babel og A. Vampilov Sovéskir lesendur eru og kunnugir verkum höfunda I Noregi. Danmörku og Finnlandi Samskipti VAAP og sam- taka norskra útgefenda hófust með komu sendinefndar undir forustu Jan Vise til Moskvu I júni 1976. Gerður var samningur um útgáfu á bókum sovéskra höfunda I Noregi og rætt um útgáfu á mörgum verkum norskra höf- unda I Sovétrikjunum Að frumkvæði samtaka norskra útgefenda heimsótti sendinefnd frá VAAP Ósló til að undir- Framhald á bls. 37 Hversvegna ekki hvort tveggja? nýr AMIGO og sólarlandaferð Skoda Amigo er ódýr bifreiö, þess vegna getur þú leyft þer aó fara lika til sólarlanda. Skoda Amigo er mjög falleg og stiihrein bifreió. Hun er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió. JÖFUR HF AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.