Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 44

Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 KAFr/NU /C>)V. (ð GRANI göslari Ökuhraðinn reyndisl vera um 150 km. Það verður fróðlegt að sjá hve fljótur þú verður að taka út tveggja vikna fangelsis- dóm? ar, drengir? BRIDGE Umsjón: PáH Bergsson FYRSTA útspil er einn erfiðasti hluti spilsins og er því ekki úr vegi, að lesendur fái eitt slfkt verkefni til úrlausnar. Þú situr f-suður og átt þessi spil: S. Á84 H. K752 T. 1097 L. 952 Vestur gaf, austur og vestur eru á hættu en sagnirnar gengu þann- ig: Veslur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 hjörtu pass 4 hjörtu. pass. pass. pass. Hvaða spili spilar þú út? Auðvitaó velur þú spaðann, lit félaga þíns. En hvaða spaða? Velj- ir þú fjarkann færðu bestu eink- unn. Lítum á allt spilið. Eru líka örðugleikar hjá ykkur? Judd og fiskveiði- samningar Hér fer á eftir bréf frá Marinó L. Stefánssyni þar sem hann ræð- ir fiskveiðimálin og varpar fram ýmsum spurningum: „I Morgunblaðinu 21. júni er frétt frá London, og þar eru höfð eftir ummæli Frank Judd, aðstoð- arutanríkisráðherra Breta, þar sem hann segist vona „að samningaviðræðurnar (þ.e. við tslendinga) ryðji brautina fyrir viðunandi samningi, sem m.a. veiti brezkum togurum aftur að- gang að fslenzkum miðum". Hann segir, að meginmarkmið við- ræðnanna í Reykjavik 8.—10. júní hafi verið að koma af stað nýjum viðræðum um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Hann vill ná skjótu samkomulagi, er heimilí skipuni EBE veiðar á fslenzkum miðum. Er Judd að gera að gamni sfnu? Er hann kannski viljandi að blekkja til að friða þingmenn og þjóðina með þvi að gefa í skyn, að það muni bráðum takast að koma EBE-togurunum, og þá um leið brezkum togurum, inn í íslenzka landhelgi? Eða trúir hann þessu, sem hann er að segja? Sé svo, þá hlýtur maðurinn að hafa fengið vilyrði hjá áslenzkum ráðherrum fyrir slíkum samningum. Hér heima var okkur sagt, að á fundunum 8.—10. júní hafi aðeins verið talað um fisk- verndarsamning. Hver er sann- leikurinn? Ætla fslenzkir ráða- menn kannski að semja um það, sem þeir kalla „gagnkvæm- ar“fiskveiðar? Islendingar hafa ekkert að bjóða, nema að taka björgina frá sjálfum sér. Og það, sem EBE getur boðið á móti mun reynast harla lítið. Hvers vegna gáfu ekki íslenzkir ráðherrar sendimönnum EBE ótvfræð svör um, að engum skip- um frá þeim yrði hleypt inn f íslenzka landhelgi um ófyrir- sjáanlegan tíma? Allir vita nú, hvað það mundi kosta Islendinga, ef erlendum togurum yrði aftur hleypt á miðin. Þjóðverjum og Belgum á að segja upp, þegar þeirra samnings- tfma lýkur. Um verzlunarvið- skipti okkar við EBE-lönd verður þá að fara sem fara vill. tslendingar eru áreiðanlega nær þvf einhuga um þetta mál, og nú gildir það að standa fast gegn ásælni EBE og Breta. Marinó L. Stefánsson**. % Ruslið f skóginum Á myndinni hér má sjá plastpoka fremur snyrtilega frá- gengna, sem Velvakandi rakst á er hann var á ferð fyrir nokkru uppi við Heklu. Þetta er ekki ferðanesti einhvers sem hefur skilið það eftir meðan hann var í gönguferð, heldur er þetta rusl, sorp, úrgangur eftir einhvern sem þar hefur verið á ferð og flýtt sér um of af tjaldstað. Þetta var þannig skilið eftir í kjarri við rjóður eitt, skammt frá Hraun- Norður S. D109632 H. 6 T. G864 L. Á10 Vestur S. KG5 H. G94 T. ÁK32 L. G73 Austur S. 7 H. ÁD1083 T. D5 L. KD864. Suður S. Á84 H. K752 T. 1097 L. 952. Besti möguleikinn fyrir vörnina er greinilega að fá tvo slagi á tromp auk laufássins og spaða- slags. En til þess þarf að þvinga sagnhafa til að trompa spaða tvisvar. Og eina vonin til þess er, að hann láti gosann frá blindum þegar við spilum út spaðafjarkan- um, sem er eðlilegt að hann geri, Inni á drottninguna spilar noróur auðvitað aftur spaða. Austur veróur að trompa og spilið er tap- að. Næst þegar vörnin kemmst að, annaðhvort á laufás eða tromp, spilar hún spaða í þriðja sinn og tryggir þar með fjórða slaginn. Spilið er auðvelt að vinna komi út spaðaás og sama er að segja um útspil i öðrum litum. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. 46 — Þú fékkst em sagt engan botn 1 hvers vegna hann óttast lögregluna? — Nei. Hann neitar því að hann hafi nokkuð komið nálægt sprengjutílræðinu við sendiráðið. Og ég held þar hafi hann sagt satt. En hann svaraói I hálfkveðnum vísum þegar ég spurði hann hvað hann hefði brotið af sér. Hann sagði það væri ekki hollt fyrir mig að vita það. — Myndir þú segja að hann hefði verið sæmilega eðliiegur í framkomu. — Já. Að vísu talaði hann hjánalega um ofbeldi og slfkt, en það er ekkert nýtt. — Varstu aldrei hræddur? Jú. — En fyrst þér fannst hann eðlilegur í fasi... — Það er erfitt að skýra þetta. Hann stóð með byssu og hótaði að skjóta mig. Og það er erfitt að leiða slfkt algerlega hjá sér... — En þú hefur aldrei trúað þvf f alvöru að hann myndi gripa til þess. — Nei. Kannski stund og stund. En það bendir til að mér hafi fundizt hann eðlilegur að ég fór aftur til hans. — Sagði hann virkilega þetta: að þeir sk.vldu ekki ná sér lifandi. — Já. — Þú hefur væntaniega sagt honum föður þfnum að hann ma-tti ekkert aðhafast f málinu fyrr en hann heyrði nánar frá mér? — Já. Getum við treyst honum? — Ég hugsa það. — Það vantaði ekki annað en hann sigaði löggunni á Frede. Þá ættum við á hættu að hann myndi hleypa af. Við verðum að halda lögreglunni fyrir utan þetta þangað til við höfum náð tali af honum. — Hvað ætlarðu að gera? — Þú verður að sýna mér staðinn sem þú skildir við hann. Þá a-tla ég að reyna að finna hann og tala við hann. Við þurfum kort af svæðinu og verðum að athuga hvort ein- hver hús eða kofar eru á þessu svæði. Þú verður að fara inn í bæinn og útvega okkur kort. Við megum engan tíma missa. Peter fitlaði við mynt sem hann hafði í vasanum. — Eítthvað fleira? spurði Ilemmer. Peter svaraði ekki. Hemmer greip um axlir hon- um. — Hefurðu þagað yfir ein- hverju? — Nei. nei. — Ilvað er þá að? — Ertu viss um að við... -— Að við hvað? Heldurðu kannski— þegar allt kemur til alls að hann sé sjúkur.... Hemmer skók hann til. — Svona svaraðu mér. — Ég veit það ékki. En ég veit ekki hvort við ættum að taka þessa áhættu. Það gæti verið að hann væri veikur. — Ég veit að sá möguleiki er fyrir hendi. Þess vegna verðum við að halda lögreglunni utan við þetta. — Já. — Þú leynir mig einhverju. — Nei, sagði Peter hraðmælt- ur. En heldurðu aðokkur takist að ná tengslum við hann? — Við athugum það. Ertu hræddur, Peter? — Kannski. — Ég skil þig. Þú hefur orðið fyrir áfalli. En þú þarft heldur ekki að koma með mér. Bara ef þú ekur mér á staðinn. — Hann gæti skotið á þig. — A mig? Nei, það held ég ekki. Ilvers vegna segirðu það? — Mér fannst eins og hann hataði þig dálftið, sagði Peter lágt. — Ja-ja, Kannski hann geri það. En það getur varla verið aí hann hati mig svo mikið að hann mvndi skjóta mig. Sagði hann eitthvað sérstakt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.