Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 Tvítugur piltur kafn- aði í eldsvoða í gær TVlTUGUR Reykvfkingur beið bana f eldsvoða f einu af Viðlaga- sjððshúsunum við Keilufell f Breiðholti f gærmorgun. Hann mun hafa látist úr reykeitrun. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu en slökkviliði tðkst fljótlega að slökkva eldinn eftir að það hafði verið kvatt til. I húsinu voru heima við húsráð- andi ásamt tveimur sonum sinum, og um þrjú leytið í fyrrinótt urðu þeir þess varir að eldur hafði komið upp f rúmi eldri sonarins og er talið að þar hafi kviknað í út frá vindlingi. Feðgarnir gripu þá til þess ráðs að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, sem til voru i húsinu, og töldu þeir sig hafaslökkt eldinn. Eldri pilturinn sem sofið hafði í herbergi því, þar sem eldsins varð vart, flutti sig yfir í næsta her- bergi og gengu þeir feðgar siðan aftur til náða. Um sexleytið um nóttina vaknaði húsráðandi og yngri sonur hans aftur upp við að mikill reykur var f húsinu. Kom i ljós að verulegur eldur var aftur kominn upp í herbergi því, þar sem hans varð fyrst vart, og hafði læst sig þar milli þilja. Pilturinn sem fórst var hins vegar í herberginu þar fyrir innan, og lokaðist þar inni. Þegar að honum var komið var hann látinn. Hús- ráðandi hafði þá kvatt til slökkvi- liðið, sem tókst fljótlega að slökkva eldinn. Að ósk rannsóknarlögreglu er nafn piltsins, sem fórst, ekki birt að svo stöddu. Beið bana í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi MAÐUR á sextugsaldri beið bana f umferðarslysi á Suðurlandsvegi árla f gærmorgun. Varð þar mjög harður árekstur þriggja bifreiða vegna gáleysislegs framúr- aksturs, og beið maðurinn, sem var einn f bifreið sinni, þegar bana, en þrennt hlaut minni- háttar meiðsli f annarri bifreið. Nafn hins látna er að ósk lögregl- unnar ekki birt nú. Slysið varð um kl. 8.30 á móts við Rauðhólana. Þar voru á aust- urleið olíuflutningabifreið og Austin Mini, en á vesturleið Toyota-fólksbifreið og banda- riskur fólksbill. Hinn látni ók Mini-bifreiðinni og freistaði þess að aka fram úr f þann mund sem Toyota-bifreiðin og olíuflutninga- bifreiðin áttu skammt í það að mætast. Samkvæmt frásögn ökumanns Toyota-bifreiðarinnar ók hann bifreið sinni yzt út á vegarbrún sín megin en Mini-bifreiðin hafi ekið fram með olíuflutningabif- reiðinni og þegar hún hafi verið komin á móts við framhjól flutningabifreiðarinnar hafi virzt svo sem ökumaður Mini- bifreiðarinnar sveigði henni inn i flutningabílinn, þannig að hún skall á framhjólinu. Við árekstur- inn losnaði hjól flutningabflsins og hann nánast lagðist ofan á litlu bífreiðina. Við það kastaðist brak Framhald á bls. 28 „Sóknartakmark- ið í lágmarki mið- að við aðstæður" —segir Kristján Ragn „ÞORSKAFLI okkar var um s.l. mánaðamót 203 þús- und lestir en var á sama tíma í fyrra 180 þús. lestir og heildarþoskaflinn 1976 var 283 þús. lestir. Nú hafa fiskifræðingar lagt til að heildarþorskaflinn verði ekki meiri en 275 þús. lest- ir á þessu ári og L.Í.Ú. hef- ur tekið undir þær tillögur. Ljóst er að ef ekkert verð- ur að gert verður þorskafli okkar yfir 300 þús. lestir auk afla erlendra aðila, sem ætla má að verði 12—15 þús. lestir af þorski," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegs- manna þegar Morgun- blaðið leitaði álits hans á hinum nýju takmörkunum við þorskveiðum. Kristján sagði ennfremur að sóknartakmarkanir þær sem sjávarútvegsráðherra hefði nú ákveðið væru því nauðsynlegar og vafalftið algjört lágmark miðað við aðstæður, en tekið hefði verið fram að til frekari takmarkana gæti komið eftir 15. nóvember n.k. með tilliti til veiðanna til þessa tíma. Margir teldu hins veg- ar að hin góða þorskveiði að undanförnu gæfi til kynna að ástand þorskstofnsins væri ekki eins slæmt og talið hefði verið og fjarvera erlendra aðila af mið- unum ætti að gera aukna sókn okkar sjálfra mðgulega. arsson formaður LIU „Mér finnst ekki ástæða til að siaka á settum markmiðum með tilliti til þess að hrygningarstofn- inn er í lágmarki og nauðsynlegt er því að gefa þorskinum tæki- færi til að vaxa fram að hrygn- ingaraldri í ríkara mæli en verið hefur," sagði Kristján. Um kolmunnaveiðarnar sagði hann, að þar réði mestu hvort tilraun með tveggja báta vörpu heppnaðist eður ei, því ef þær heppnuðust gæti fjöldi báta hafið þær veiðar, en aðeins örfá skip væru svo aflmikil að þau gætu dregið vðrpuna ein. LJósm. Mbl: RAX Slökkviliðsmenn að störfum að Keilufelli I gærmorgun. 5^ Helgarvinnu- bann í fisk- vinnslunni í Reykjavík og Hafnarfirði „ÞETTA færist mjög í auk- ana", sagði Þórir Daníels- son, framkvæmdastjóri verkamannasambandsins, er Mbl. ræddi við hann í gær, en verkamanna- og verkakvennafélög í Reykjavfk og Hafnarfirði hafa nú auglýst helgar- vinnubann f fiskvinnslu f sumar. „Þetta er búið að vera í mörg ár í Vestmannaeyj- um og nokkur á Suðurnesj- um", sagði Þórir. „Það er eðlilegt að fólk vilji eiga frí um helgar að sumrinu". Ekki kvaðst Þórir vita til þess í gær, að fleiri félög hygðu á helgarvinnubann. Landsvirkjun greiðir rúmlega milljarð kr. vegna aukakostnað- ar Energoprojekts við Sigöldu Kröfur Energoprojekts námu 3,8 milljörðum króna báru svo fyrrgreindan árangur 12. júlí. Greiðir Landsvirkjun samkvæmt þvf 156 milljónir í fullnaðarbætur og um 39 milljón- ir f vexti. I frétt Landsvirkjunar segir að aukakostnaður sé I meginatriðum vegna meiri leka bergsins og jarðlaga en gera mátti ráð fyrir í upphafi verks. SAMKOMULAG hefur nú tekizt milli Landsvirkjunar og Energoprojekts um sfðustu bóta- kröfu verktakans vegna fram- kvæmda við Sigóldu og greiðir Landsvirkjun samkvæmt þvt 195 milljónir króna vegna aukakostn- aðar við vatnsaga I stöðvarhús- grunni og botnrás stfflu. Með þessu samkomulagi er sætzt á öil deilumál Landsvirkjunar og Energoprojekts vegna aukakostn- aðar við Sigölduframkvæmdir, en áður hafði náðst samkomulag um að Landsvirkjun greiddi 850 milljónir króna. Samkvæmt þessu greiðir Landsvirkjun sam- tals röskan milljarð, en upphaf- legar kröfur Energoprojekts námu 3.8 milljórðum króna. Samkomulagið um 850 milljón króna greiðslu náðist 23ja febrúar sl., en þá náðist ekki sam- komulag um bótakröfu að fjár- hæð um 468 milljónir króna án vaxta vegna aukakostnaðar af vatnsaga. Kröfu þessari var vísað í gerð en aðilar héldu samt áfram samkomulagstilraunum, sem Samið við BHM SAMNINGAR voru undirritaðir f gær milli Bandalags háskóla- manna og fjármáiaráðherra um launahækkun frá og með 1. júlí og svarar hækkun sú, sem BHM fékk til 19.3% heildarhækkunar f samanburði við launabreytingar á almenna vinnumarkaðnum. BHM krafðist 14% hækkunar á laun júlimánaðar, en samkvæmt gildandi samningi hafa félagar ' r Eru þeír að fá 'ann 1? % \ ^HMHBMBhh Lffsmark með Frekar dauft Reykjadalsá íFlóku Um síðustu helgi fréttum við, Samkvæmt veiðibókinni í að tveir laxar hefðu þegar verið veiðihúsi Flóku við Kljáfoss, dregnir úr Reykjadalsá, auk var þann tólfta þessa mánaðar nokkurra silunga. Ekki beinlín- aðeins 21 lax kominn á land og is mokveiði, en þess ber að geta, verður það að teljast frekar að Reykjadalsá er með þeim dræm veiði þó svo, að Flóka al-seinustu að taka við sér og fari yfirleitt frekar rólega af hefur hún sum árin verið dauð- stað. Stærsti laxinn er 13 pund ari en Dauðahafið allt fram til og hefur aflinn veiðzt á maðk, mánaðamóta júli-ágúst. 1 fyrra devon og flugu. I fyrra sumar var slök veiði í Reykjadalsá, veiddust 432 laxar f Flóku og 185 laxar, sem er næstum 100 var meðalþunginn 5,4 pund. löxum færra en árið áður. — gg. BHM fengið 11% hækkun grunn- kaups og verðlagsbóta samtals, miðað við kauplag á almenna vinnumarkaðnum fyrir nýgerða samninga. Krafa BHM fól þannig í sér heildarhækkun, sem nam 26,5% segir i frétt fjármálaráðu- neytisins. Samkomulag náðist svo um 7,5% hækkun júlílauna, sem með fyrrnedndri 11% hækkun grunn- kaups og verðlagsbóta svarar til 19,3% heildarhækkunar. Hreyfing hjá yfirmönnum „JU, þá má segja að það sé hreyf- ing á þessu. Menn eru svona að ræða saman, skoða hlutina og reikna, eins og gengur", sagði Jón Þorsteinsson sáttanefndarmaður, er Mbl. leitaði hjá honum f gær- kvöldi frétta af samningamálum yfirmanna f farskiptunum, en þeir og útgerðarmenn sátu á fundi til klukkan fimm f fyrrinótt og settust aftur að samningaborð- inu klukkan þrjú I gær. Fundur var I gær með blaða- mönnum og viðsemjendum þeirra og stóð hann frá klukkan 13:30 til 19. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudagskvöld. rVrPÉR SAt1U9A«- SJCEVT/ VRA ÍSLANW: VEIT AKKÚRAT HVERNI6 ft'LAR ( %$m 6EAME SÓlMS 9ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.