Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1977 Margir sagnfræðingar vilja halda þvf fram að undanfari þess að Evrópa lagði undir sig heiminn, haf i m.a. verið Hansa- sambandið þýzka, formlega stofnað f Köli árið 1397 af 70 þýzkum borgum. Þótt þýzkir nútímasagnfræðingar telji margir að hér hafi ekki verið um formlegt banda- lag að ræða, þar sem engin virkileg yfir- stjórn eða framkvæmdastjórn hafi verið að baki og þvf ekki bandalag f okkar skilningi. Þjóðverjar hófu siglingar hingað í kjöl- far Englendinga, sem sigldu til tslands snemma á 14. öld og voru þær siglingar bein afleiðingþeirrar miklu tæknibylting ar, sem átti sér stað um aldamótin 1400. En þá fóru menn að sigla tvísigldum skip- um i stað einsigldra áður og gerði sú uppfinning „skipið fært í flestan sjó", þar eð menn réðu nú nokkurn veginn ferðinní sjálfir og gátu siglt bæði á sumrum sem vetrum. Á þessum tímum var ísland ævintýra- eyjan á heimsenda, Ameríka var enn óf undin og f áir vissu um Grænland. Eyjan norður í úthafi varð margs vald- andi. Hér börðust þýzkir og enskir um yfirráðin yfir verzlun og veiðum og Danir réðu yfir mikilvægri siglingaleið hingað, sem var Eyrarsund, sem með timanum styrkti stöðu Dana hér og ein afleiðing þess var einokunin árið 1602, en það er önnur saga. Þjóðverjar þá sem nú voru ein f jöl- mennasta þjóð í Vestur-Evrópu, þótt þeir kæmu seint inn i djöfladansinn eða út- þenslustefnu Evrópu á þessum tímum. Fyrsta úthafssigling þeirra var árið 1416 og fyrsta þýzka skipið, sem óyggjandi heimildir eru til um að hafi siglt til Is- lands frá Þýzkalandi, kom frá Danzig árið 1433 og hafði hér vetursetu. Hvort sem Danzigmenn hafi fengið spurnir af Islandi frá Englendingum eða öðrum þá kemur ísland fyrst inn á spjöld sögunnar í sögu Hamborgarbiskupa, rit- aðri af þýzkum sagnfræðingi á 8. áratug 11. aldar og er þar f arið lofsamlegum orðum um eyjuna i Norður-Atlantshafi. ISLEIFUR I KVENNASKÓLA 1ÞYZKALANDI Upphaf menningarlegra samskipta ís- lands og Þýzkalands má segja að hafi verið för Isleifs sfðar biskups i Skálholti, kannski fyrsta Islendingsins, sem lærði að lesa og skrifa, en hann sótti kvenna- skóla(!) í Rinarlöndum og eflaust hefur honum líkað vistin vel því síðar sendi hann Gissur son sinn til náms á sömu slóðir. Þá er einnig talið að Sæmundur fróði hafi öðlazt einhverja fræðslu hjá Þjóðverjum. Eftir að Isleifur biskup Giss- urarson kom heim frá kvennaskölanám- inu, hlaut hann biskupsvígslu árið 1096. Þaðan i frá leituðu Islendingar til erki- biskupsins í Brimum, þar til erkibiskups- stóll var settur í Lundi, 1104. En þrátt fyrir þessi fornu menningar- samskipti hélt Island áf ram að vera ein- angrað bændaþjóðfélag norður i hafi og fáir þegnar þess áttu kost á að sækja menntun sfna út fyrir landsteinana. Ein- angrunin rofnaði ekki að ráði fyrr en hart nær þremur öldum eftir að Isleifur kom heim f rá námi, en þá átti sér stað úti f hinum stóra heimi gífurleg tæknibylting, sem varð til þess að færa þjóðirnar saman um leið og afleiðingar hennar urðu styrjaldir og sundrung. En á uppgangsár- um tæknibyttingar þessarar herjaði svarti dauði land okkar ogþjóð (1402—1404) og fáir urðu til að sigla hingað. Islendingar voru þess utan ekki athafnasöm siglinga- þjóð, en samt þjóð, sem hafði fulla þörf fyrir boðorð miðalda, sem var: Soltin þjóð flytur ekki út matvæli frá sveltandi lýð nema hún fái matvæli i staðinn. En skreiðina okkar gátum við ekki f lutt Þessi teikning er frá 16. öld og sýnir hún ensk og þýzk kaupför og fiskiskip f sjóorrustu út af þorski á Islandsmið Samskipti fslendinga oj út sjálf og því urðum við að bíða eftir því að þeir, sem meira máttu sin, kæmu til okkar i staðinn, eins og Björn Þorsteins- son prófessor komst að orði. Frá þvf á miðri 14. öld höfðu þýzkir Hansakaupmenn keypt sína skreið í Björgvin en þar var stabúla skreiðarmark- aðarins i norðri. Voru það aðallega kaup- menn frá Lýbiku, sem var voldugasta borgin innan þýzka Hansasambandsins. Lýbikumenn höfðu öll yfirráð yfir korni sem og borgir austan Jótlandsskaga. Vest- ur-þýzku Hansaborgirnar með Hamborg og Brimar í fararbroddi höfðu hins vegar áhuga á að sækja skreið sína til tslands, þar sem hún f engist ódýrari. Lýbikumenn vildu hins vegar byggja Björgvin upp og settu Hamborgurum og Brimurum stólinn fyrir dyrnar með því hreinlega að banna þeim að sækja skreið til norðlægari slóða, svo sem Orkneyja, Hjaltlands og Islands, snemma á 14. öld. Þvf voru Englendingar svo að segja einráðir á íslenzka skreiða- markaðinum framan af 14. öld. ISLAND OLLI KLOFNINGI ÞÝZKALANDSIAUSTUR OG VESTUR? Þar eð Lýbika hafði töglin og hagldirnar sem kjarni norður-þýzka Hansasambands- ins má segja að hún hafi stuðlað að yfir- ráðum Englendinga hér við land. Hins vegar mætti einnig í því sambandi segja að oft veltir lítil þúf a þungu hlassi, þ.e. að Island hafi orðið þess valdandi að Þýzka- land klofnaði í Austur- og Vestur- Þýzkaland, því Hamborgarar og Brimarar virtu boð og bönn Lýbikumanna að vett- ugi, þegar fór að lfða á 15. öldina og með aðstoð Danakonungs, sem þeir höfðu lengi komið sér i mjúkinn hjá, t.d. með þvf að hylla hann opinberlega árið 1461 sem sinn „Schtitsherr" eða verndarherra, hófu þeir siglingar hingað upp úr 1470. A tímabilinu 1460—70 voru Orkneyjar og Hjaltland innlimuð í Bretlandseyjar og þá hófst jafnframt samkvæmt kenningu dr. Björns Þorsteinssonar þriðja þorska- striðið. Danakonungur réð yfir mikilvægri siglingaleið, Eyrarsundi, eins og fyrr seg- ir. Árið 1450 lýsti Krisján 1. Danakonung- ur yfir hörðum refsiaðgerðum, ef þeir sigldu hingað án leyfisbréfs, „Langa- réttarbót". Englendingar voru samt alls- ráðandi við Island, höfðu umsvifamikinn atvinnurekstur í landi og konungur þeirra lét sjálfur gera út skip til Islands og selja þegnum sínum leyfisbréf til ferðarinnar norður. Um 1460 tók Englandskonungur jafnvel að eigna sér landið: „vort land tsland" (terra nostra Islandia.) Upphaf þriðja þorskastríðsins var morð- ið Bii un he og Hí hy in| fei Þý mj Nc og au Lý 1 ko Di he H<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.