Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna «— atvinna Kennara vantar að grunnskólanum í Grundarfirði. Æski- legar kennslugreinar: danska, stærð- fræði, tónfræði. Nánari upplýsingar veitir formaður skólanefndar sími 8695 og skólastjóri sími. 8637. Skólanefnd. Laus staða Handavinnukennara við húsmæðraskóla Borgfirðinga, Varmalandi. Umsóknir sendist skólanefndarformanni Önnu Brynjólfsdóttur. Gilsbakka. Pr. Borgarnes. Plötusmiður Óskum að ráða plötusmið með meistara réttindi til verkstjórnar nú þegar. Getum útvegað íbúð. Skipasmíðastöðin Skipavík, sími 93-8289, Stykkishólmi. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfskraft á skrif- stofu, um er að ræða fjölbreytt starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofunni á mánu- dag. Gjaldkerastarf við heildverslun, í miðbænum er laust til umsóknar. Listhafendur sendi blaðinu umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, merkt: „Gjaldkeri — 4387". Ráðningartími strax eða í síðasta lagi 1. sept. 1977. Kennarar Stærðfræðikennara vantar að Þinghóls- skóla í Kópavogi (Unglingadeildir og framhaldsdeildir) næsta skólaár. Um- sóknarfrestur til 31. júlí. Einnig vantar kennara við Kársnesskóla (kennsla yngstu deilda). Umsóknarfrestur til 31. júlí. Skólafulltrúi Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu auglýsir Tónlistarkennari óskast n.k. vetur. Æski- legar kennslugreinar orgel, píanó strengjahljóðfæri eða blásturshljóðfæri. Uppl. gefa í fjarveru skólastjóra, Guðmann Tóbíasson, útibússtjóri, Varma- hlíð sími 95-61 60 og Margrét Jónsdóttir, skólastjóri Löngumýri, sími 95-61 16. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. Skólastjórar — Kennarar Lausar eru til umsóknar, staða skólastjóra og þrjár til fjórar kennarastöður við Barna- skóla Ólafsfjarðar. Og ein kennarastaða við Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Um- sóknarfrestur til 15. ágúst n.k. Upplýsingar veittar í síma: 62211 á kvöldin. Skólanefnd.. Skrifstofu- og afgreiðslustarf Stórt útgáfufyrirtæki óskar að ráða starfs- mann til alhliða skrifstofu- og afgreiðslu- starfa. Mjög góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Gagnfræðingur með verzlunarkjörsvið æskileg. Tilboð er greini aldur menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. þriðjudag 19. júlí. Merkt: Dugleg. — 2437. Þorskveiðarn- ar takmarkaðar Framhald af bls. 40 „Með þessum aðgerðum hafa Islendingar gengið lengra i fisk- verndunarmálum en nokkur önn- ur þjóð i heiminum, að því ég bezt veit," sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra þegar hann kynnti reglugerðina á fundi með blaðamönnum i gær. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði í upphafi blaðamannafundarins að sam- kvæmt hinni nýju reglugerð yrðu skuttogarnir að hætta þorskveið- um i 30 daga á næstu 4 mánuðum. Fyrst gætu menn valið á milli hvort þeir hættu veiðum 26. júli til 1. ágúst eða 2. ágúst til 8. ágúst og síðan kæmu 23 dagar til viðbót- ar sem menn gætu ákveðið hve- nær þorskveiðar yrðu ekki stund- aðar, en þó yrði hver stöðvun að vera a.m.k. 7 dagar i senn. Kvað sjávvarútvegsráðherra að togar- arnir þyrftu hins vegar ekki að hætta veiðum, þeir gætu stundað aðrar veiðar en þorskveiðar, en þó mætti þorskaflinn ekki fara yfir 10% af heildarafla. Einnig væri hægt að nota eitthvað af þessum tima til að yfirfara skipin. Þessu næst gat Matthías Bjarnason þess, að reglugerðin næði tvimælalaust ekki til veiða V-Þjóðverja og Norðmanna hér við land þar sem hlutfall þorsks í heildarafla þeirra hefði ekki farið yfirl0%. Til mailoka veiddu Norðmenn t.d. aðeins 52 tonn af þorski við ísland og á s.l. ári veiddu þeir aðeins 182 tonn af þorski af 2641 tonna heildarafla. A sex mánaða tímabili eða frá 1. des s.l. til 1. mai s.l. veiddu V- Þjóðverjar 23.130 tonn af fiski við Island. 14.800 voru karfi, 3.000 tonn ufsi, 2.969 tonn grálúða en aðeins 700 tonn voru þorskur. 1 maílok höfðu Færeyingar veitt 5638 lestir við Island af þvi magni voru 1900 tonn þroskur, 2100 ufsi og 1040 tonn aðrar teg- undir eins og langa og keila. Nákvæmar tölur um afla Belga voru ekki fyrir hendi, en hlutfall þorsks í heildarafla þeirra hefur hins vegar verið um 14% Sagði sjávarútvegsráðherra, að hin nýja reglugerð yrði strax send Belgum og munnlegar viðræður hefðu þegar átt sér stað við Fær- eyinga, og ætlast væri til að þess- ar þjóðir hlýddu þessum reglum. Sjávarútvegsráðherra var spurður hvað talið væri að sóknin minnkaði mikið i tonnum talið við þessar ráðstafanir. Kvað hann erfitt að gera sér grein fyrir þvi, þar sem ekki væri vitað hvað hver skuttogari hefði stanzað lengi í höf n það sem af væri árinu. Hins vegar væri það svo að margir teldu, að stórfelld breyting hefði orðið á miðunum kringum landið siðasta árið. Mætti þar nefna að brezku togararnir væru farnir fyrir fullt og allt, möskvar í botn- vörpu hefði verið stækkaðir hinn 1. feb. s.l., svæðum lokað o.fl. Það hefði einnig komið í Jjós, að afli væri meiri á vissum stöðum kring- um landið um þessar mundir en menn hefðu gert sér grein fyrir. Það væri staðreynd að meiri hrygningarfiskur hefði verið uti fyrir Norðurlandi í vor en menn hefðu átt von á. „Ef viðmiðunarreglur Hafrann- sóknastofnunarinnar hefðu verið samþykktar tel ég að togarútgerð hefði lagst niður, en tillögur stofnunarinnar verða hins vegar skoðaðar gaumgæfilega," sagði Matthías Bjarnason og bætti þvi við að hann væri á móti þvi að atvinnuleysi yrði i landinu. Til- lögur sérfræðinga væru alltaf góðar og oftast væri farið eftir þeim. Það væri ekki alltaf hægt, ef svo væri þyrfti ekki á alþingi né ríkisstjorn að halda. „Sjálfur tel ég margumrædd 275 þús. tonna hámarksveiði á þorski þurfi ekki að vera lokatala þorskaflans í ár. En stefnan er sú að draga sem mest úr þorskaflan- um, og við höfum gengið lengra en nokkur önnur fiskveiðiþjóð í friðunarmálum." Þá sagði sjávarútvegsráðherra að hann hefði fyllstu ástæðu til að ætla að allir fylgdu hinum nýju reglum, og gott eftirlit yrði haft með því. Veiðieftirlitsmenn sjávarútvegsráðuneytisins væru nú orðnir 7 talsins, en hefðu verið 5 til þessa. Þá myndu skip Land- helgisgæzlunnar og Hafrann- sóknastofnunarinnar fylgjast vel með veiðum á næstunni. Reglugerðin um takmarkanir á þorskveiðum er svohljóðandi: l.gr. A timabilinu 26. júlí til 1. ágúst 1977, að báðum dögum meðtöld- um, eru allar þorskveiðar bannað- ar I islenskri fiskveiðilandhelgi. Útgerðaraðilum skuttogara er þó heimilt að velja um að stöðva þorskveiðar á fyrrgreindu tíma- bili eða dagana 2. ágúst til 8. ágúst 1977, að báðum dögum meðtöld- um, enda sé sjávarútvegsráðu- neytinu tilkynnt um það eigi siðar en22. júli. 2.gr. Skuttogarar, með aflvél 900 bremsuhestöfl eða stærri mega ekki stunda þorskveiðar í 30 daga samtals í íslenskri fiskveiðiland- helgi frá útgáfudegi þessarar reglugerðar til 15. nóvember 1977 og eru þá meðtaldar takmarkanir þær, sem um getur í 1. gr. Útgerð- araðilar geta ráðið tilhögun þess- arar veiðitakmörkunar, þó þann- ig, að hver skuttogari verður að láta af þorskveiðum ekki skemur en 7 daga i senn. 3.gr. Utgerðaraðilar skulu tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu eigi síð- ar en 15. ágúst hvernig þeir haga veíðitakmörkun á þorskveiðum samkvæmt ákvæðum 2. greinar. Verði slikar áætlanir ekki látnar í té getur ráðuneytið ákveðið hve- nær viðkomandi togarar skuli láta af þorskveiðum. Utgerðaraðilar eru bundnir við áætlanir sinar og verða að leita samþykkis ráðu- neytisins ef þeir vilja breyta þeim. 4. gr. A þeim tima, sem fiskiskip mega ekki stunda þorskveiðar skv. 1. og 2. gr. má hlutdeild þorsks I heildarafla hverrar veiði- ferðar ekki nema meiru en 10%. Þorskafli undir þeim mörkum skoðast sem löglegur aukaafli, en fari þorskafli hverrar veiðiferðar fram úr 10% af heildarafla, verð- ur það sem umfram er gert upp- tækt samkvæmt lögum um upp- töku ólöglegs sjávarafla. 5. gr. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar reglugerðar ef nauðsyn krefur. 6.gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum samkvæmt ákvæðum laga nr. 44 5. apríl 1948, um visindalega verndun fiski- miða landgrunnsins, og heimilt er að gera afla og veiðarfæri upptæk eftir þvi sem við á. Með mál út af brotum skai farið að hætti opin- berra mála. 7.gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 44 5. apríl 1948, um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið, 14.júlí 1977. var þar v-þýzki sendiherrann á Islandi Reimund Hergt og kona hans. Heimsókn kanslarahjón- anna lýkur á sunnudagsmorgun, en frá dagskrá heimsóknarinnar þá og í dag, laugardag, segir á bls. 3. — Beið bana Framhald af bls. 40 litiu bifreiðarínnar yfir veginn og lenti á bandarisku fólksbif- reiðinni sem á móti kom. Við þann árekstur kastaðist banda- ríska fólksbifreiðin út af veginum og fór heila veltu. Þrennt var i þeim bíl — hjón ásamt ungu barni, en þau hlutu minniháttar meiðsli, þó að þau væru flutt í slysadeildina. öku- maður Mini-bifreiðarinnar mun hins vegar hafa beðið bana svo til samstundis eins og áður segir. Hann var ættaður austan úr sveit- um, en nú vistmaður á Reykja- lundi og var að fara austur fyrir fjall i helgarfrí. Hann var ein- hleypur. — Skattskráin Framhald af bls. 40 Vesturlandsskráin i vikunni þar á eftir. Skrárnar fyrir Suðurland, Austurland og Norðurland vestra eru jafnan síðastar á ferðinni, en Sigurbjörn kvaðst vona að þær kæmu fljótlega upp úr mánaðamótunum. —Viðræður Geirs og Schmidts Framhald af bls. 40 forsætishjónanna, sem hófst með borðhaldi að Hótel Sögu kl. 20.30. 1 islenzku móttökunefndinni á Keflavikurflugvelli voru, auk for- sætisráðherrahjónanna og Davíðs Ölafssonar og frúar, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri, Hörður Helgason skrifstofustjóri, Niels P. Sigurðsson, sendiherra Islands í Bonn, Helgi Agústsson blaðafulltrúi utanrlkisráðuneytis- ins o.fl. embættismenn. Einnig — Valur— IBV Framhald af bls. 39 hefur þetta veikt liðið töluvert. Eyjaliðinu hefur annars farið gífurlega míkíð fram upp á síð- kastið, og er tvimælalaust í röð beztu liðanna hér. Það sem helzt skorti hjá liðinu I gærkvöldi var örlítið meiri skipulagning i sóknaraðgerðunum. I STUTTU MALI: lslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur 15. júlf URSLIT: Valur — iBV 2—0 (1-0) Mörk Vals: Atli Eðvaldsson á 23. mín. og Guðmundur Þór- björnsson á 50. min. Aminningar: Óskar Valtýsson og Dýri Guðmundsson fengu gul spjöld. Óskar fyrir orðbragð við dómarann, en Dýri fyrir grófan Ieik. w t AUta.ÝSINtiASÍMINN ER: £^»22480 J J»lflVjimiT)lotiiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.