Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULÍ 1977 SambandslýðveMið útvörður íMið-Evrópu - ís/and tengiliður miiii N-Ameríku og Evrópu HER á eftir fer ræða Geirs Hallgrfmssonar forsætisráð- herra f kvöldverðaboði til heið- urs Helmut Schmidt, kanslara Sambandslýðveldisins Þýska- lands, og frú Hannelore Schmidt, f gærkvöldi. Mér er sönn ánægja og heiður að bjóða kanslara sambandslýð- veldisins Þýskalands, Helmut Schmidt og konu hans, Hanne- lore Schmidt, velkomin til Islands. Þau hjón eru, ásamt fygldarliði sínu, kærkomnir gestir. Þjóðir okkar hafa um langan aldur verið tengdar vin- áttuböndum. Það er von min, að þau bönd verði enn treyst með þessari heimsókn, sem er sér- staklega vel metin af okkur íslendingum. Islenska þjóðin hefur löngum sótt styrk, fróðleik og gagnleg fordæmi til Þýskalands. Á sið- ustu öld, þegar íslenskri sjálf- stæðishreyfingu var að vaxa fiskur um hrygg, verður þess viða vart, hve mikinn stuðning ýmsir Þjóðverjar veittu þeim’, sem í fararbroddi voru. Nefni ég þar sérstaklega dr. Konrad Maurer, lagaprófessor i Miinchen, sem bæði ritaði fræðilegar ritgerðir um réttar- stöðu íslands, málstað lands- manna til stuónings, og var svo áhugasamur um islenska menn- ingu, að hann ferðaðist um landið, safnaði þjóðlegum fróð- leik og gaf síðan út safnrit íslenskra þjóðsagna. Dr. Maurer sameinaði þannig í störfum og áhuga sínum á tslandi það, sem islenska þjóðin hefur löngum verið stoltust af: Að varðveita tungu sína og menningu og öðlast sjálfstæði með friðsamlegum hætti á grundvelli lagalegs réttar. Við eigum því láni að fagna að hafa átt fyrr og síðar f jöl- marga aðra Þjóðverja að góðum vinum. Þeir hafa með sama hætti sýnt sögu okkar og bók- menntum, jarðmyndun og náttúrufari, mannlifi og efna- legum framförum slikan áhuga, sem ekki verður skýrður nema með eðlislægum tengslum þjóða okkar, þótt samhliða komi og til virðingarverðir hagsmunir. Frá þvi að við hlutum fullt sjálfstæði, höfum við íslending- ar gert okkur grein fyrir þvi, að staða þjóðarinnar yrði ekki tryggð nema i góðri samvinnu við önnur riki um leið og hags- muna landsins væri gætt í hví- vetna. Þessi viðleitni hefur leitt til náinna tengsla við sam- bandslýðveldið Þýskaland. Þjóðir okkar hafa, innan At- lantshafsbandalagsins, samein- —sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í ræðu í kvöldverðarboði til heiðurs kanslara V-Þýzkalands réttur eru auðkenni Atlants- hafssamfélagsins, sem stofnað var til einmitt í þeim tilgangi að standa vörð um þessi verð- mæti.“ A viðskiptasviðinu eigum við tslendingar mikið saman við Þjóðverja að sælda. Um langt árabil höfum við keypt mest þaðan af margvíslegum varn- ingi. Enda þótt þessi viðskipti vegi ef til vill ekki þungt I þýzkum efnahag, bera þau vitni mati okkar, sem fer saman við mat margra annarra, á gæðum þýskra framleiðsluvara. Með viðskiptasamningi Islands og Efnahagsbandalags Evrópu, sem komst í fulla fram- kvæmd á slðasta ári, er nú mót- aður rammi um samband landa okkar á þessu sviði. Samningur- inn þjónar vel sameiginlegum hagsmunum að okkar mati. Þjóðverjar og Islendingar eiga sér einnig samstarfsvett- vang í Evrópuráðinu. Er von mín sú, að Evrópuríkin, innan og utan Efnatagsbandalagsins, og þá ekki síst forysturíkin meðal þeirra, geri sér grein fyrir að við tslendingar viljum hafa sem nánust tengsl við þau og eiga sess meðal annarra . Evrópuþjóða. Ástæða er í þessu sambandi að minnast þess, að 1. júlí s.l. náðist merkur áfangi i sam- vinnu rlkjanna i Evrópu, þegar ákvæðin um tolla- og haftalaus viðskipti með iðnaðarvörur í löndum Fríverslunarsamtaka Evrópu og Efnahagsbandalags Evrópu tóku gildi. Markmið aukinnar efnalegrar samvinnu ríkjanna milli er að bæta hag og hlutskipti mannsins sjálfs, hvar sem hann kann að búa. Leiðin að markmiðinu og hluti þess er raunar að hver og einn fái notið sin til fulls og starfi við það, sem árangursrikast er fyrir heildina og sjálfan hann. Efnahagur islensku þjóðar- innar byggist á sjávarútvegi. Við fögnum þvi, að nú verður vart meira raunsæis varðandi nýtingu auðæva hafsins og nauðsyn verndunaraðgerða. I um það bil þrjá áratugi höfum við á alþjóðavettvangi í þeim tilgangi barist fyrir sem við- tækustum yfirráðum strand- rikja yfir auðævum hafsins. 1 þeirri baráttu hafa hagsmunir landa okkar eða skoðanir ekki alltaf farið saman. tir þeim vanda hefur þó jafnan að lok- um verið leyst með samkomu- lagi i anda þeirrar vináttu, sem einkennir samskipti okkar. Ég er þess fullviss, að vinátta þjóða okkar, almennir sam- eiginlegir hagsmunir og eðlileg verkaskipting þjóða á milli, munu vera sá leiðarvísir, er dugir við lausn þeirra vanda- mála, sem upp kunna að koma í framtíðinni. Orðstír Þjóðverja í visindum og listum hefur hvatt fjölmarga Islendinga til að sækja fram- haldsnám í þýskum mennta- stofnunum. Islenska þjóðin hefur notið þeirrar þekkingar, ekki sist á þeim skamma tíma, sem liðin er síðan hún hvarf frá fornum búskaparháttum til nýrrar verk- og tæknimenning- ar. Fyrir það ber að þakka. Af aðdáun höfum við fylgst með þvi, eins og aðrir, hvernig einbeitni og dugnaður, fórnfýsi og framsýni þýsku þjóðarinnar hefur leitt hana úr rústum til rikisdæmis, frá einræði til lýð- ræðis og til forystu í Evrópu og raunar einnig varðandi þróun mála i heimsbyggð allri. Við fögnum þvi ekki síst að utan- rikisstefna sambandslýðveldis- ins hefur stuðlað að bættri sambúð milli austurs og vesturs. Sú stefna nýtur stuðn- ings okkar. Fyrir tæpum hundrað árum var Bismarck, kanslara Þýska- lands, sem þá og siðar naut virðingar meðal Islendinga, lýst í íslensku riti með þessum orðum: „Hann þótti óþýður og úfinn í máli, en einlægur og hreinskilinn, og svo hefur hann jafnan verið. Það er fágætt um þá menn, er stjórnkænsku stunda; hafa þeir löngum verið kenndir meir við mjúklæti og yfirdrepsskap." Ekki er það ætlun mín að heimfæra þessa lýsingu á núverandi kanslara Þýskalands, gest okkar, að svo miklu leyti sem hún telst nei- kvæð eða gagnrýni á stjórn- málamenn almennt, en ég vil þó láta i ljós þá skoðun mina, að Islendingar meta meira þá, sem eru einlægir og hreinskilnir, en hina, sem eru mjúklátir og sýna yfirdrepsskap. Af þessum sök- um metum við Islendingar Helmut Schmidt, kanslara, mikils. Vona ég að kanslarinn og kona hans hljóti staðfest- ingu á þvi meðan þau dveljast hér á meðal okkar og finni þann hlýja hug, sem hér rikir til þeirra hjóna og þýsku þjóðarinnar. Ég bið viðstadda að lyfta glös- um sinum til heiðurs kanslara sambandslýðveldisins Þýska- lands, Helmut Schmidt og konu hans, Hannelore Schmidt, um leið og við bjóðum þau velkom- in til Islands og staðfestúm þá von okkar, að góð samskipti landa okkar megi dafna um langa framtið. ast um að tryggja frið og öryggi i Evrópu og á Atlantshafi. Sam- bandslýðveldið er útvörður í Mið-Evrópu og á hafinu er Island tengiliður milli Norður- Ameríku og Evrópu. An sam- starfs þjóðanna beggja vegna hafsins náum við ekki sam- eiginlegum tilgangi okkar að vernda frelsi, lýðræði og mann- réttindi. Mig langar til að vitna i ræðu kanslarans i þýska þinginu 23. mars sl. til þess að sýna að hið sama vakir fyrir okkur. Þá komst Helmut Schmidt svo að orði: „Rikisstjórn Sambandslýð- veldisins leggur áherslu á, að stefna hennar þjónar einstakl- ingnum, að þessi stefna hefur þann endanlega tilgang og ætl- un, að réttur einstaklingsins og virðingin fyrir manninum nái fram að ganga. Og þetta eru ekki orðin tóm. Til dæmis lýsti rikisstjórn Sambandslýðveldis- ins, ásamt samstarfsaðilum I Evrópu, yfir því, árið 1973, að virðing fyrir mannréttindum væri eitt af höfuðeinkennum Evrópumanna, sálar Evrópu. Grundvallaratriði lýðræðis, frelsis einstaklingsins og lög og Frú Erna Finnsdóttir, frú Hannelore Schmidt, Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra f veizlu sem forsætisráðherrahjónin héldu til heiðurs kanslarahjón- unum að Hótel Sögu í gærkvöldi. Ljósmynd Gunnar G. Vigfússon. — Vonumst eftir Framhald af bls. 1 fyrir og að flestir fulltrúanna höfðu gert ráðstafanir vegna heimferðar var ákveðið að leggja til við allsherjarfund að ljúka störfum í dag. Sá fundur stendur nú og ákveður einnig stað og stund fyrir næsta fund, sem verður væntanlega haldinn í febrúar og marz nk. Nýi text- inn verður afhentur í næstu viku, er hann liggur fyrir á öllum tungumálum." —Hvaða vonir gerir þú þér um innihaid nýja textans? —Auðvitað er ekki hægt að fullyrða um efni textans fyrr en hann liggur fyrir. Forseti og formenn nefndanna ætla að nota helgina til að ganga endan- lega frá honum. Hins vegar er ljóst að textinn á að byggjast á þeim viðræðum sem fram hafa farið bæði á nefndarfundum, sem yfirleitt hafa verið óform- legir og án fundargerða og í miklum fjölda undirnefnda og starfshópa. Miðað við þær um- ræður er ljóst að miklar breyt- ingar verða gerðar frá fyrri texta á ýmsum sviðum. Þau atriði, sem íslenzka sendinefndin hefur beitt sér mest fyrir eru ákvörðunarrétt- ur strandríkis um leyfilegan hámarksafla og aðstöðu til þess að hagnýta hann án þess að þau atriði verði borin ultdir þriðja aðila. Varðandi þessi atriði er ástæða til að vera vongóður. —Þú heldur þá ekki að hætta sé á ferðum? —Ég get ekki séð nokkra hættu á þvi að fyrri texta varð- andi hámarksafla og hagnýt- ingu verði breytt og það þýðir að þau mál ákveður strandríkið sjálft. Hinu er ekki að leyna að mjög miklar kröfur hafa komið fram um það að nauðsynlegt sé að slikar ákvarðanir verði born- ar undir þriðja aðila, að minnsta kosti ef um gróflega misnotkun er að ræða. Við höfum lagt mikla vinnu í það að tryggja samstöðu strand- ríkjahópsins gegn öllum af- skiptum annarra af þessum málum. Ég get ekki séð annað fyrir mitt leyti en hagsmunir tslands verði fullkomlega tryggðir í textanum, en úr því að hann kemur í næstu viku er ástæðulaust eða jafnvel óvið- eigandi að fullyrða neitt. Auk þess verðum við alltaf að hafa í huga að þó að við höfum mestan áhuga á þessum atrið- um hafa aðrir meiri áhuga á öðrum og allt hangir þetta saman. Við skulum svo bíða með frekari athugasemdir unz textinn kemur I næstu viku að öðru leyti en því að rétt er að taka fram að ekki náðist sam- komulag í 21 hópnum um rétt- indi landluktra og landfræði- lega afskiptra rikja innan efna- hagslögsögunnar. I öllum vinnuskjölum, sem sá hópur hefur fjallað um er sérstakt ákvæði um að slík réttindi taki ekki til efnahagslögsögu ríkis, sem að mestu byggir afkomu sina á fiskveiðum og er það ákvæði ávallt nefnt íslenzka ákvæðið. En þar sem samkomu- lag hefur sem sagt ekki náðst um efni slíkra ákvæða er ekki líklegt að fyrri texta verði breytt að svo stöddu. —Viltu skýra hvernig þau eru? —I 58. grein 2. kafla segir að landlukt ríki skuli hafa rétt til fiskveiða í efnahagslögsögu að- liggjandi strandrikja og i 59: grein að landfræðilega afskipt þróunarríki fái slík réttindi í efnahagslögsögu annarra rikja á þeirra svæði. Þessi ríki eru óánægð með ákvæðin eins og þau eru og samkomulag hefur sem sagt ekki náðst. — Hvað um deilurnar um hagnýtingu auðlinda hafsbotns- ins á úthafinu? — Eins og ég sagði í upphafi má búast við mikium breýt- ingum á uppkastinu og á það fyrst og fremst við um þessi mál. Nýir textar komu fram úr nefndarstörfum, sem forseti og nefndarformenn munu væntan- lega styðjast við i sinni endur- skoðun og er ekkert annað um það að segja en að mikið starf er óunnið á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.