Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 V-þýzka efnahagsundrið: Úrörbirgð til allsnægta I lok heimsstyrjaldarinnar siðari var efnahagur Þýzka- lands í rústum. Eyðilegging blasti hvarvetna við I borg- um landsins og iðnframleiðsla og samgöngur voru lamað- ar. Mikill skortur var á nauðsynjum i landinu og atvinnu- leysi landlægt. Svartamarkaðsbrask var i algleymingi enda mikill vöruskortur og skömmtun á mörgum vörum. Skipting landsins í tvo hluta gerði ástandið enn verra. Þannig þurfti vesturhlutinn t.d. að flytja inn 50% þeirra landbúnaðarvara sem neytt var í stað 20% sem Þýzka- land allt flutti inn áður. Efnahagur Þýzkalands hafði frá lokum síðustu aldar verið einn hinn bezti í álfunni og var m.a. grundvöJJur stríðsreksturs þeirra í báðum styrjöldunum. I lok styrjaldarinnar síðari var svo komið að landið gat hvorki fætt né klætt þegna sína án utanað- komandi aðstoðar. A Potsdam ráð- A árinu 1948 urðu þáttaskil, bæði I efnahags- og stjórnmálalifi V-Þýzkalands, en þá var tekin ákvörðun um stofnun sambands- rikis i landinu og jafnframt gerð- ar umfangsmiklar efnahagsráð- staf anir, sem lögðu grundvöll að efnahagslegri velgengni landsins næstu áratugi. Kosningar fóru Ur v-þýskri pappfrsverksmiðju. stefnunni sumarið 1945, hafði verið um það samið að allir hernámshlutar Þýzkalands skyldu áfram vera ein efnahags- leg heild, en af því varð ekki af pólitískum ástæðum sem flestum eru kunnar. Brezku, bandarísku og f rönsku hernámssvæðin voru smám sam- an sameinuð á árunum fram til 1948 og héraðskosningar fóru fram í einstökum ríkjum vestur- hlutans. Vesturveldin lögðu áherzlu á að koma i veg fyrir að pólitískt og ef nahagslegt vald þjappaðist saman á einn stað og jafnframt var þeim mjög í mun að tryggja afvopnun Þýzkalands og bann við hergagnaframleiðslu. Leifar stjórnar nazista voru upp- rættar og áherzla lögð á handsöm- un stríðsglæpamanna. Fljótt kom í ljós að nauðsynlegt var að taka efnahagslífið föstum tökum vegna þess ástands sem þar ríkti og hinnar almennu stöðnunar i atvinnulifi landsins. siðan fram til sambandsþings á árinu 1949 og eftir þær myndaði Konrad Adenauer stjórn kristi- legra og f rjálsra demokrata. Efnahagsaðgerðirnar byggðust f fyrsta lagi á þvf að nýr gjaldmið- ill var tekinn I notkun. Þýzka rikismarkið (Reichsmark) var úr sögunni en við tók sambandsríkis- markið (Deutsche Mark) og var' eitt slíkt jafnvirði tfu rikismarka áður. Við þessi skipti urðu pen- ingar aftur af skornum skammti og urðu á ný einhvers virði. Svartamarkaðsbrask hvarf á skömmum tima og heilbrigðir við- skiptahættir tókust á ný jafnhliða því sem verðlagseftirlit var að mestu lagt niður og skömmtun á varningi hætt. Viðreisnin, sem á eftir kom og byggðist á þessum aðgerðum, studdist sfðan við erlenda efna- hagsaðstoð, einkum í formi Marshall-hjálpar Bandarikja- manna, og mikla vinnu lands- manna sem lögðu sig fram um að VIÐSKIPTI V-þýzk skipasmfðastöð. Atvinnuleysingar sækja bætur sfnar á atvinnumáiaskrifstofu. Þúsund marka seðlar f sjálfvirkum peningateljara. V-þý/kur stáliðnaðarmaður að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.