Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 Minning — Lilja Kristbjörg Jó- hannsdóttir frá Á F. 19. oktober 1896 D. 10. júlf 1977 I dag fer fram frá Sauðarkróks- kirkju jaröarför Lilju Jóhanns- dóttur frá Á í Unadal i Skagafirði. Hún var fædd að Bjarnastaða- gerði í Unadal, dóttir hjónanna Önnu Ölafsdóttur og Jóhanns Símonarsonar, bónda þar. Voru foreldrar Lilju Skagfirðingar í ættir fram og talin mestu heiðurs- hjón, sem ekki vildu vamm sitt vita, en unnu hörðum höndum fyrir stórum barnahóp, en börnin voru sex er upp komust. Ölafur bóndi í Skagafirði, Guðbjörg húsfreyja á Hrafnagili í Laxárdal um langt skeið, Ingibjörg, fluttist vestur í Húnavatnssýslu, var á Þingeyrum í mörg ár, siðan húsfreyja að Másstöðum i sömu sveit. Gunnar alþingismaður, bjó í Siglufirði, og Bjarni bóndi og verkamaður, bjó á Skagaströnd. öll eru þessi systkini látin nema Ingibjörg blessunin, sem stendur ein eftir. En hún hefur alla tíð verið hetja og unnið mörg afrek i sínu starfi, sem eigi voru heiglum hent. Mikið ástríki var með þessum systkinum og mikil ættrækni. Er mér kunnugt um, að mjög náið samband var ávallt með þeim systrum Lilju og Ingibjörgu. Hefur Ingibjörg nú verið um tíma hjá systur sinni á Sauðárkróki, og stytti henni stundir, áður en yfir lauk. Lítið fór fyrir hinum svokallaða veraldarauði i Bjarnastaðagerði frekar en öðrum islenzkum afdalabýlum þeirrar tiðar, en for- eldrarnir voru því ríkari af and- legum verðmætum, sem þau miðluðu börnum sínum í vega- nesti áður en lagt var af stað út í veröldina. Anna móðir þeirra var mikil trúkona og greind í bezta lagi, hún innrætti börnum sínum hinar fornu dyggðir, sem varð þeim drjúgt veganesti á þeirra lifsleið. Börnin í Bjarnastaðagerði, voru öll vel greind og sjálfsagt hefðu þau getið sér góðan orðstír á skólabekk, ef til þess hefði komið, en þá voru ekki skölar á hverju götuhorni, ef svo mætti segja, né uppljómuð og hlý skólahús i hverri sveit. Flestir urðu þá að láta sér nægja þann lærdóm, er fékkst í heimahúsum og Lilja var ein þeirra. Hún fór snemma að vinna fyrir sér og sóttist fólk eftir að fá hana til liðsinnis. Hún var mjög vel verki farin, ávallt glöð og viðmótsþýð, börn hændust fljótt að henni, þar sem hún var. Hun kunni öll ósköp af sögum og ljóðum, sem gaman var að hlusta á. Lilja, var svo skemmtileg, sögðu börnin. Árið 1923 giftist Lilja Bjarna Andrési Þórðarsyni húsasmið frá Jórvík í Breiðdal, hafði hann verið við smiðar i Skagafirði, þar sem þau kynntust. Fór brúð- kaupið fram i Eydalakirkju. Hófu þau síðan búskap i Jórvík, þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Eign- uðust þau tvö börn Önnu ljósmóður á Blönduósi, húsfreyju á Röðli, i A-Hún. og Kristinn bif- reiðastjóra. En hugur Lilju stefndi sifellt til Skagafjarðar, þangað lágu ræturnar og vorið 1928 fluttust þau hjón með börn sin, norður að Hafragili i Laxár- dal, þar bjó Guðbjörg systir Lilju, með Jónasi manni sínum og Anna móðir þeirra var þar i skjóli dóttur sinnar, þá orðin ekkja fyrir mörgum árum. Urðu þar fagn- aðarfundir, því eins og fyrr getur var náin vinátta með þessu skyld- fólki. Eftir nokkur ár slitu þau hjónin samvistum, var það mikið áfall fyrir Lilju. Nú var úr vöndu að ráða, ræðst hún sem ráðskona að Skíðastöðum í Laxárdal, og var þar nokkur ár, þar kynntist hún Guðmundi syni Sölva bónda og eignaðist með honum son, Ragnar, sem er múrari, búsettur á Sauðárkróki. Samferðafólkinu þótti ávallt vænt um Lilju, hvar sem hún fór, enda reyndi hún eftír fremsta megni að vera sínu samferðafólki gott fordæmi. Hún var mjög trúuð kona og bar lotningu fyrir Guðs orði. Breyttu við aðra eins og þú vilt að aðrir breyti við þig, var hennar æðsta boðorð. Fyrir allmörgum árum eignaðist Lilja jörðina Á í Unudal, þar undi hún sér bezt á bernskuslóðum. Byggði hún upp á jörðinni, en hús þar voru illa komin er Lilja keypti. Leigði hún + Móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSOÓTTIR. frá Tungu i Gaulverjabæjarhreppi, sem andaðist 10. þ m verður jarðsett frá Fossvogskirkju. mánudaginn 18. júlí kl 13 30. Katrin Elíasdóttir Elias f. Eliasson, Margrét Eliasdóttir Baldur Eliasson, Hjörleifur Eliasson Guðmundur Elíasson. t Þökkum innilega öllum þeim aðilum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför litla sonar okkar og bróður INGIMUNDAR ÓLAFSSON, Eyjahrauni 11. Þorlákshöfn. Hrafnhildur Ólafsdóttir ÓlafurÖ. Ingimundarson Lóa Ólafsdóttir. t Alúðar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð, við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, ARNÞRÚOAR G. REYNIS Sérstakar alúðarþakkir, færum við læknum og hjúkrunarliði í deild 5 A ! Borgarspítalanum, fyrír framúrskarandi umönnun og hjúkrun í hennar löngu sjúkdómslegu á þeirri stofnun. Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd allra aðstandenda Einar J. Reynis. öðrum grasnytjar, en hafði þar jafnan sumardvöl og þar var hennar lögheimili til dauðadags. Tók hún oft börn í fóstur yfir sumarið og undu þau hið bezta hjá henni, sömuleiðis var Ingi- björg systir hennar oft hjá henni á sumrin, eftir að hún missti mann sinn. Siðastliðið sumar voru þær systur á A og nutu gróandans, en þá bar skugga á þvi Lilja var þá farin að kenna þess meins er réð úrslitum. Að áliðnu sumri fór hún til höfuðstaðarins að leita sér lækningar og var um alllangt skeið á Landspítalanum. Þar sem annarsstaðar kom hún sér vel og naut vinsælda. I Reykjavik var gott að eiga góða að, þar sem var Ingibjörg systir hennar og fósturdóttir hennar Anna. Veit ég að Lilja vill þakka þeim ómetanlega hjálp og um- hyggju svo og öllum er veittu henni lið í þungum veikdindum. Merk kona er horfin kona sem vann þann stóra sigur að bregðast engum er á vegi hennar varð, og lifa heiðarlegu lífi til enda- dægurs. Verður á betra kosið? Um leið og ég kveð vinkonu mina Lilju sendi ég elskulegri systur hennar, börnum og öðrum ættingjum innilega samúðar- kveðju. iGuðsfriði. Hulda A. Stefánsdóttir. Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. — Monika . níræð Framhald af bls. 37 vistir, enda ekki aðeins verklagin í bezta lagi, en kunni ung að vinna sjálfstætt, og munu flestir þeir, sem nutu vinnu hennar ekki þótzt hafa ráð á né ástæðu til að segja henni fyrir. Var hún því aldrei hjú að eiginlegum skiln- ingi, þótt hún væri sí úðrandi heima og heiman árum saman, unz hún giftist liðlega þrítug vest- ur á Þverá í Hallárdal. Hafði Stefán bróðir hennar verið þar vestra um hrið og að búi, og Monika farið til hans að Þverá. Þar kynntust þau Símon Jóhanns- son og áttust, en vegna jarðnæðis- skorts settu þau ekki saman bú að SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM h Eg er skólanemandi f einum þessara skóla, þar sem orðið hafa uppþot, og þau hafa verið vel auglýst. Eg hef tekið eftir þvf, að fæst skólasystkini mfn eru byltingarsinnar, og samt er það þetta fólk, sem mest er sagt frá. Hvað veldur þessu? Það eru engar fréttir, þótt hundur bíti mann. En það eru fréttir, ef maður bítur hund. En því miður hefja fjölmiðlar hinna kunnu óeirðaseggi oft til skýjanna, og þannig verða þeir fyrirmynd f jölmargra unglinga. Menn gera sér ekki ljóst, að sumir þessara náunga eru andvígir sérhverju stjórnarformi og þeir hafa heitið að velta stjórn- inni úr sessi og brenna hús f orsetans. Fyrir nokkru voru 2.975 stúdentar spurðir um guðstrú þeirra. Aðeins einn af hundraði kváðust ekki trúa á Guð. Þetta fundust mér eftirtektar- verðar fréttir, og þó þótti þetta ekki fréttnæmt. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að almennt er talið, aö flestir trúi á Guð, og vegna þess, að það er eðlileg ályktun, það þykja engar fréttir. Það er alkunna, að 90 af hundraði eða fleiri unglingar hafa aldrei gerzt lögbrjótar. En mér er til efs, að nokkur fréttamaður vilji skrifa greinar um þessa staðreynd. Hvers vegna? Ástæðan er sú, að yfirleitt er álitið að æskan sé gott fólk, og þess vegna þykir þetta ekki sæta tíðindum. Þegar fréttamaður skrifar um aðgerðir lögleysingja og óeirðaseggja, þá er hann í reynd að vekja athygli á, að þeir eru í minnihluta, og það eru góðar fréttir. sinni. Hurfu þau brátt inn til Skagaf jarðar og voru tíma á Mæli- felli hjá frú önnu og sira Tryggva H. Kvaran, og þar er fæddur elzti sonur þeirra, Trausti bóndi á Hverhólum, nýbýli, sem hann stofnaði í Goðdalalandi 1949, en hefur nýlega flutzt á óðal konu sinnar, Þóreyjar Guðmundsdóttur í Litluhlíð, Ólfssonar. Síðan voru þau Símon og Monika á Starra- stöðum hjá Ólafi bróður hennar, og þar er Grétar sonur þeirra fæddur, bóndi í Goðdölum frá 1949 og gagnastjóri í Vestflokki. En svo var það vorið 1925, að þau höfðu tekið ábúð á Teigakoti í Mælifellssókn, fornri Lýtings- staðahjáleigu, sem þau eignuðust og bjuggu á í 9 ár, unz þau fóru búnaði sínum austur yfir Jökulsá að Keldulandi á Kjálka. Þar var svo búið í 2 ár, en þá fengu þau Goðdalastað allan til ábúðar, er Friðrika Sigtryggsdóttir, ekkja Jóns Halldórssonar, sem var fyrsti bóndinn í Goðdölum, eftir að prestsetur lagðist þar niður 1904, brá búi og fluttist norður yfir Heiði. Flutningarnir frá Keldulandi urðu ærið sögulegir og er i vonum, að Guðmundur L. Friðf innsson rithöf undur á Egilsá muni eiga i handriti frásögn, er hann reit fyrir all löngu eftir Moniku um þá atburði, en litlu munaði, að slysför yrði, er fleki á tunnu-flotholti barst óðfluga út straumharða ána. A honum var ætlað að flytja alla búslóð og menn og skepnur. Símon í Goðdölum varð ekki gamall. Hann dó heima á staðnum af hjartaslagi undir vorjafndægur 1960, aðeins 68 ára. Var hann hættur búskap á heimajörðinni löngu fyrr, eða 1949, er hann seldi hana í hendur sonum sinum, en rak nokkurn búskap i Teigakoti á árabili og var þar ýmist eða heima. En þar sem ekki var um raunverulegan flutning að ræða aftur að Teigakoti og býlið ekki ýkja langt undan, fór Monika þangað ekki, en var um kyrrt í Goðdölum. Þar hefur hún því ver- ið húsfreyja samfellt f 42 ár og verið kirkjuhaldari staðarins jafn lengi. Yngsti sonur þeirra hjóna, Borgar, sem fæddur er i Teiga- koti, hóf brátt búskap í Goðdölum á móti Grétari bróður sinum. Er jörðin óskipt ættaróðal, að undan- skildu Hverhólalandi, en Símon fékk staðinn keyptan 1948 af Kirkjujarðasjóði í þeim tilgangi að koma á óðalsréttindum. Borgar hefur reist veglegt íbúðarhús á staðnum ásamt konu sinni, Rósu Guðmundsdóttur frá Sölvanesi, en fyrr hafði fjölskyldan byggt gott íveruhús hið næsta gamla bænum. Þar er heimili Moniku enn i hárri elli, og þar laðar hún að gesti og stendur fyrir veiting- um í eldhúsinu sínu, skemmtin i viðræðu, snör i hreyfingum og fjörmikil i frásögn æskuáranna í Bjarnastaðahlið og glöð í minn- ingum gömlu daganna i Vestur- dal. Einkum er henni hugstætt bernskuheimilið, hinn stóri og glaði systkinahópur. Og hún getur oft andstæðu gleðinnar 1902, þeg- ar Helga Maia systir hennar dó aðeins 28 ára. Þá var Monika unglingur, og telur hún, að sá atburður hafi haft mikil áhrif á sig og ræktað liknarhug og fórnarlund, sem hún hafði þegið i vöggugjöf. Níutiu ára saga merkrar konu verður ekki sögð nema í ágripi, þótt ærið svigrúm gæfist. Hér skal því fellt talið, en fyrir hönd sveitunga minna færi ég Moniku í Goðdölum, næstelzta íbúa byggðarinnar, árnaðaróskir og al- úðarkveðjur, og sérílagi þeirra, sem byggja Goðdalasókn, hinni öldruðu húsfreyju á kirkjustaðn- um þakkir fyrir áratuga risnu við kirkjugesti og umhirðu kirkju- hússins. — Allir, sem þekkja Moniku vita, að henni þykir mjög vænt um staðarkirkjuna. Höfum vér því viljað fegra hana og prýða á þessum tímamótum, sem minnzt verður við messugerð á morgiin. Vonandi höfum vér séð rétt, að afmælisbarnið yrði bezt glatt með þeim hætti. Agust Sigurðsson. P.s. Monika verður ad heiman á afmælisdag- inn. fA w AUGLYSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.