Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁMÁNUDEGI ríkum mæli og kristnin. Saga Krists er t.d. næstum þvl eins- dæmi. Hins vegar er mörg trúar- leg verðmæti og fagrar hugmynd- ir að finna I helgiritum allra trúarbragða. En þá stingur það jafnan I stúf eitthvað alvarlegt sem kristinn maður f ellir sig ekki við og mótmælir heils hugar. Svo að byrjað sé einhvers staðar er eitt aðalatriði Múhameðstrúar það, að Allah ráði öllu, allt hljóti að verða sem hann vill, hann hjálpi þeim sem honum þóknast, en lætur aðra farast ef honum svo býður við að horfa. Hjálp og glöt- un hvers manns sé algjörlega i hendi Allah. Alræði hans sé algjört og maðurinn sviptur allri ábyrgð. Þó að slíkar kenningar séu ekki annað en það sem bæði kristnin og Múhameðstrúin hafa erft frá gyðinglegum formtrúar- brögðum og eflaust er numið frá hugmyndum enn eldri þjóða, þá er allt um það engum kristnum manni nútímans stætt á að játa þessu og fyrirgera dómgreind sinni og tilfinningu. Lfku máli gegnir um Bahál- trúarbrögðin, a.m.k. I einu atriði. Oft hefur undirritaður tekið bók I hönd, komna frá þessari trúarbragðagrein, og hrifist af fegurð og einlægni boðskaparins. Með nokkrum undantekningum þó. Nútíma lesandi getur ekki með réttu viðurkennt að bannað sé að ræðast við gegnum dánar- tjaldið svonefnda. En þá mein- loku að það sé synd að fá fréttir eða skiptast á kveðjum milli heima getur að lfta innan krist- innar kirkju og I flokki Bahál- manna. Sannast þarna hversu mjðg er erfitt að dreifa þoku ritningarstaða Gamla testamentis- ins, — fulltrúa frumstæðra trúar- hugmynda. Theósófíu indverskrar áttar og dr. Helgi Pjeturs rákust á I skiln- ingi um endurfæðingu til jarðar. Þróun náttúruvfsinda til nútfma- þekkingar gefur til kynna að dr. H.P. fór skynsamlega leið til skilnings á tilverunni og naut þar hvorutveggja náttúrufræðiþekk- ingar og dulargáfna þeirra er margsannaðar eru fyrir starfsemi sálarrannsóknamanna og spfritista. En einmitt dulrænar lækningar á jarðneskum sjúk- dómum taka af öll tvímæli um áreiðanleik og nauðsyn spíritiskr- ar þekkingar. Hinu getur varla nokkur sanngjarn vlsindamaður mótmælt að endurfæðingar til þessarar okkar heittelskuðu jarð- ar gerast, — eru ein aðferðin við þroskunarsmíðina. Af og til og oft hvað eftir annað fyrir suma ein- staklinga samkvæmt eigin vilja, en varla sem algilt lögmál. 0 Neðribyggð- arskuggi Undirritaður hefur sterka til- hneigingu til að áfellast ummæli eins undraverðs huglækninga- manns. Þau er hann lét I Ijós I einni af mörgum sinna ágætu bóka. Um var rætt ábyrgð þeirra heimsvaldaforingja sem ef til vill kæmu til með að sprengja sundur jarðarhnöttinn I atómæði. Lét huglæknirinn liggja að því I orð- um sinum að vafamál væri hvort þeir sem slíkri gereyðingu yrðu valdandi ættu sér nokkurn tlma viðreisnar von annars heims. Yfir þá menn sem að nokkru marki þekkja til sögu Krists af guð- spjöllunum og fyrir vandlegast framkvæmdu rannsóknir á sam- böndum milli heima, koma slíkar fullyrðingar jafnvel þótt hálf- kveðnar séu sem þrumur úr heið- skiru lofti. Og meira en það. Varla .er hægt að hugsa sér kvlðvæn- legri örvæntingu búna mannkyni en ef það sannaðist að veruleik- inn væri svo gjörsamlega and- stæður eðli Krists. Það er eins og útskúfunarkenningin gangi alls staðar aftur. Þessi þráláti neðri- byggðarskuggi, sem um aldir hef- ur valdið kröm á andlegri heil- brigði þjóðanna. Svo aumt er það nú ekki að sumar mannverur eyðileggist, rétti aldrei úr beygju dauða að eillfu. Hins vegar getur það kostað ólýsanlega fyrirhöfn. Spyrji einhver hvernig ég viti þetta svara ég: Þetta hafa þúsundir einstaklinga vitað áður. En ég þarf ekki að spyrja þá. Ég f inn það, veit það, hvar sem ég er. Veit það hér og nú. Það má kalla þetta fjarhrif, ekki er það verra, þá eru margir um vissuna. Oneitanlega yrði það ómælan- legur harmleikur, þessi heima- gerða sprenging jarðarinnar. Ekki svo mikið vegna þess sem þroskaðir I góðvild, og illvirkjar, yrðu að þola heldur smælingjar og sakleysingjar. Gerendur slíkra slysa geta hvorki né mega eyðast þvl að það er þeirra hlutverk að breytast, — og byggja annað nýtt af fúsum og frjálsum vilja. Og ef þetta væri ekki rétt hvers virði væru þá Kristshugmyndirnar tvær, sem gleggst hafa verið sett- ar fram, ðnnur f Fjallræðunni og hin af John Arthur Hill? Máttur mannsandans er geisli hins æðsta þroska, guðdóms. Lærisveinar á þeim vegum hljóta ekki náð, heldur llkn, brððir styð- ur bróðir. Sá bróðir styður mest og bezt sem sterkastur er. Er það hlutverk trúarbragðanna að draga úr vaxtarvonunum? Ein- hver hefði nú álitið ekki. Sigurður Draumland." I>essir hringdu . . . $ Reglur lánasjóðs- um ábyrgðarmenn Faðir: — Hjá Lánasjóði Islenzkra námsmanna eru f gildi þær reglur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A heimsmeistaramóti unglinga 1975, sem haldið var I Tjentiste í Júgóslaviu, kom þessi staða upp í skák þeirra Rach, V-Þýzkalandi, sem hafði hvitt og átti leik, og Botto, Argentínu! að tvo ábyrgðarmenn þarf til að samþykkja lánsumsókn og ganga I ábyrgð fyrir láninu. Sonur minn, sem er I námi og er að sækja um námslán, getur e.t.v. ekki hagnýtt sér það vegna þess að þessar regl- ur segja að annað foreldri megi aðeins ganga I ábyrgð fyrir lán- inu, aðrir verði að vera utanað- komandi, vinir eða skyldmenni. En það er bara ekki alltaf hægt að fá skyldmenni til að ganga i ábyrgð fyrir láni að upphæð kannski 250 þúsund krónum og hvað á þá að gera? A námsmaður að missa af iáni aðeins vegna þess að enginn finnst ábyrgðarmaður- inn? Ég hef heldur varla geð í mér til að biðja einhvern um að ganga I ábyrgð fyrir þessuiin upp- hæðum, þetta er meira en ein- hverjir smávfxlar. Ég spurðist fyrir um það I lánasjóðnum hvort ekki væri tekið gilt fasteignaveð þvl ég á Ibúð, sem ekkert hvnir á, en reglurnar meina það, aðeins verður að fá nöfn tveggja ábyrgðarmanna. Hvernig fer fólk að þessu? Eiga allir námsmenn aðgang að einhverjum sem vilja taka þetta hlutverk að sér? Ég sé ekki neina útgönguleið úr þessu vandamáli og væri því fróðlegt að heyra um reynslu annarra I þvi sambandi. — Hjá Lánasjóði ísl. námsmanna fékk Velvakandi þær upplýsingar að tveir ábyrgðarmenn þurfa að ganga I ábyrgð fyrir láni, annar má vera faðir eða móðir náms- manna, hitt getur verið systkin eða annað skyldmenni, ekki yngra en 20 ára og ekki yfir 65 ára og væri þetta einu reglurnar sem farið væri eftir varðandi ábyrgð- armenn. HÖGNI HREKKVÍSI 29. Hg6! — fxg6, (Ef 29.. De5, þá 30. Hg7) 30. hxg6 — Hf7, 31. Df8+!! Svartur gafst upp, því mátið verður ekki umflúið. Heimsmeistari unglinga 1975 varð Rússinn Cehov, en núver- andi unglingaheimsmeistari er Bandarikjamaðurinn Mark Diesen. Monika Sveinsdóttir í Goðdölum - Níræð Það er í frásögur fært, að hann væri gervilegur að sjá og reyna systkinahópurinn í Bjarnastaða- hlíð í Vesturdal, er þau voru þar öll heima undir lok 19. aldarinnar börn hinna greiðasömu myndar- hjóna og góðbænda, Sveins Guðmuhdssonar frá Fremri- Svartárdal og Þorbjargar Olafsdóttur frá Litluhlið. Þau hjónin höfðu gifzt 1886 og búið um sinn í Fremri-Svartárdal, en frá fardögum 1871 á vildisjörð- inni Bjarnasta'ðahlið, þar sem heimili þeirra stóð I rúman aldar- þriðjung, börnin uxu úr grasi og bú blómgaðist. Voru þessi hjón vinsæl mjög og vel metin I héraði, en margir þeir, sem nutu gest- risni þeirra ög hjálpar í ýmsum vanda, en aðstoð þeirra og góðvild brást aldrei né dróst. Þorbjörg dó undir vor 1906, tæplega sextug, en Guðmundur, sem bjó enn hið næsta fardagaár, fluttist að Litlu- hlíð til Ólínu dóttur sinnar og Guðmundar Olfssonar manns hennar, og dó hann þar sumarið 1914, umvafinn ástúð og hlýju Litluhliðarhjóna, fullra 78 ára. — Þótt svo langt sé liðið frá dauða Þorbjargar og Sveins I Bjarna- staðarhlið, er þeirra tíðum minnzt I Skagafjarðardölum sakir alhliða mannkosta, en niðjarnir halda nöfnum þeirra á loft með nýrri kynslóð. Þó að þrjú systkinanna frá Bjarnastaðahlið séu enn á dögum, Elín, ekkja Vilhjálms Andrésson- ar i Reykjavik, 91 árs, Monika í Goðdölum, sem í dag er níræð, og Guðrún kennari, 87 ára, og býr I gjafaherbergi sinu i Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki, heyr- ir saga foreldranna liðinni öld og systkinanna, a.m.k. hin eldri þeirra, ólikum og ærið fjarlægum tíma, en áratugir síðan sum þeirra hurfu af hinum jarðneska vettvangi. Að sönnu væri ánægju- legt að minnast þessara mikil- hæfu systkina á merkisdegi Moniku, en hér er eigi rúm að gera þau skil, sem hæfði, og skal þvi ekki vikið að sinni, enda er þar í efni saga I ellefu sjálfstæða þætti, þar sem greinir frá merk- um Islendingum. — Ein systirin dó ung, en upp komin og þrjú börn I æsku. Monika er fædd i Bjarnastaða- hlið á Súsönnumessu 1887, og ber hún einnig nafn dagsins, sem kenndur er við Súsönnu þá, er einn vióauki Danielsbókar segir frá á dramatiskan 'hátt. En Moniku-nafnið er eftir Moniku á Ánastöðum, orðlagðri ágætis- konu, sem hinar mörgu Monikur hér um sveitir geta rakið hið sér- kennilega, griska nafn sitt til, raunar tekið hér á landi sem I öðrum kristnum þjóðlöndum eftir Moniku kirkjumóður, sem svo var nefnd af þvi, að hana brast eigi þolgæði til þess að koma syni sín- um, Areliusi Agústusi, til þess manns, að hann varð biskup í Hippó og hinn viðfrægi guðfræð- ingur fornkirkjunnar. Hæfa hin kirkjulegu nöfn Moniku í Goðdöl- Er þetta nú ekki einum of um vel, því að hún er mikill kirkjuvinur. Ekki verður reynt að lýsa bernsku Moniku í Bjarnastaða- hlíð hér, né æskuárunum á hinu stóra heimili, en fullyrt, að henni varð hollur heimaskólinn hjá hin- um dugmiklu foreldrum, sem svo voru raungóð og næm á aðstæður annarra, að orð er enn á gert. Þótt hún væri hið þriðja yngsta þeirra systkinanna, sem upp komust og fullum átján árum yngri en Guð- mundur, er var þeirra elztur, varð henni snemma töm tillitssemi, hlífð við aðra og nærfærni, en eins og kunnugt er, er það miklu oftast, að elztu systkinin nema slika umgengniskosti af nauðsyn heimilislifsins og reynslu dag- anna á barnmörgum bæ. Þótti Monika hafa mjúkar hjúkrunar- hendur og fara mildilega um allt, sem var veikburða og viðkvæmt. Hafa þeir göfugu hæfileikar aldrei horfið henni. Kom oss það i hug á s.l. sumri, þegar þess var minnzt, að sextíu ár voru liðin frá dauða Simonar Dalaskálds og loks settur legsteinn á leiði hans i Goð dalagarði, en Monika annaðist hann heima í Bjarnastaðahlíð 1916, er ævi hans þvarr, unz yfir lauk. Æskuár Moniku liðu við frá- bærlega skipulegt starf og lær- dómsrikt verknám í foreldrahús- um. Varð hún brátt eftirsótt i Framhald á bls. 30. endursýnir tvær úrvalsmyndír næstu tvo daga Hver mynd aðeins sýnd í einn dag Laugardagur 16. júlí TORA! TORA! TORA! Hin ógleymanlega striðsmynd um árásina á Pearl Harbor. Sýnd kl. 5 og 9. Sunnudagur 17. júlí BUTCH CASSIDY OG THE SUNDANCE KID Einn besti vestri siðari ára með Paul Newman og Robert Redford Sýnd kl. 3. 5, 7.1 5 og 9.30. Bönnuð innan 14 ára. ITGH wm Nú er tœkifærið að sjá gamlar og göðar myndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.