Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16 JULI 1977 S j ávarútvegsr áðuney tið: Síldveiðikvót inn verði end urskoðaður Þessi teikning sýnir hið nýja skip og þá aðstöðu, sem verður fyrir það í Hafnarf jarðarhöfn. Bryggjan, sem skipið liggur við er Óseyrarbryggja. Bílaskipið kemur í haust A blaðamannafundi, sem Skipa- félagið Bifröst hélt I gær kom það fram að félagið, sem var stofnað í byrjun þessa árs, tök við bflaskipi þann 5. aprfl sl. og mun það hef ja áætlunarferðir milli lslands og Evrópu f byrjun september. Skipafélagið Bifröst var stofnað þ. 12. janúar sl. með það að mark- miði að hefja rekstur flutninga- skips, sem hægt er að aka bilum úr og í. Hlutafé félagsins er 150 milljónir króna og hluthafar um 100. Félagið festi siðan kaup á skipi af þessari gerð og tók við þvi í byrjun april. Kaupverð skipsins er 340 milljónir og skal verðir greitt á fimm árum. Skipið var nefnt Bifröst og rúmar það 260 fólksbila á fjórum þilförum, sem aka má beint inn á. Auk þess að vera sérlega hann- að til flutnings hvers kyns farar- tækja, er skipið vel til þess fallið að sinna almennum vöruflutning- um, i flutningavögnum og gám- um. Einnig er hægt að flytja i skipinu frystar eða kældar vörur i gámum eða vögnum. Forráða- menn skipafélagsins telja að þetta skip gerbreyti aðstöðu ferðamanna til að flytja bila sína að og frá tslandi. Skipið var byggt i V-Þýskalandi árið 1969 og er búið f ullkomnustu siglingatækjum og styrkt til sigl- inga í ís, Frá þvi að Bifröst hf. eignaðist skipið hefur það verið leigt er- lendum aðilum, en áhöfn þess er íslenxk og er skipstjóri Valdemar Björnsson. Heimahöfn skipsins er Hafnar- fjörður og hefur Bifröst hf. gert samning við Hafnarfjarðarbæ um aðstöðu fyrir skipið i höfninni þar, ásamt nauðsynlegri aðstöðu í landi. Er þegar hafinn undirbún- ingur að þessum framkvæmdum og verður nægilega góð aðstaða fyrir Bifröst væntanlega tilbúin þegar skipið hefur áætlunarferð- ir. Það kom fram á fundinum að forráðamenn Skipafélagsins telja að flutningskostnaður á bilum verði 30 — 50% lægri með hinu nýja skipi, en áður hefur þekkzt hér á landi. Það kom einnig fram á fundinum að hugmyndir eru uppi um að mikið magn af fiskaf- urðum verði flutt með skipinu út og þá jafnvel ferskur fiskur i kæligámum. Einnig kom fram að skipafélagið mun annast flutn- inga á bilum ferðamanna með milligöngu F.I.B. Stjórn Bifrastar hf. skipa Þórir Jónsson, Björn Magnússon, Sigurður Njálsson, Jón Guð- mundsson og Asgeir Gunnarsson. Sjávarútvegsráðuneytið hefur óskað eftir því við Hafnrann- sóknastofnunina, að sildveiði- kvóti sá, sem stofnunin hafði lagt til aó yrði á síldveiðum i haust þ.e. 25 þús. lestir verði tekin til endurskoðunar þar sem fiski- fræðingar hefðu skýrt frá því að undanförnu að mikið af sild virtist nú í uppvexti. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær að ef'Hafrannsókna- stofnunin mælti með því að leyfa veiði á meira magni en 25 ús. lestum þýddi það einfaldlega að enn frekar yrði dregið úr þorsk- veiðum, þar sem ákveðið hefði verið að eingöngu bátar af stærðinni 105 til 305 lestir sem ekki fengu leyfi til sildveiða á s.l. ári sætu að veiðunum i haust, en þessi skip væru almennt á þorsk- veiðum í sumar og mundu einnig vera það í haust ef þau fengju ekki að veiða síld. Þau skip sem fengu að veiða sild i fyrra, þ.e. flest loðnuskipin, munu, að líkindum halda loðnuveiðum áfram allt haustið. Utflutningsgjöld felld niður af kolmunna- og spærlingsafurðum 1,10 kr. hærra hráefnisverð á hvert kíló RÍKISSTJÓRN hefur ákveðið að fella niður út- flutningsgjöld af spærlings- og kolmunnaaf- urðum og voru gefin út bráðabirgðalög þess efnis í gær. Samkvæmt því sem Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra sagði í gær á andvirði útflutnings- Vigja félagsheimili í Jökulsárhlíðinni NYTT félagsheimili I Jökulsár- hlfðinni verður vfgt f dag, en Ungmennafélagið Visir hefur staðið fyrir byggingu þess. Er hér um að ræða 120 fm hús, en ákveðið var fyrir tveimur árum að byggja húsiö. Var það keypt fokhelt af Trésmiðju Fljóts- dalshéraðs, en ungmennafélag- ið hefur engan styrk fengið úr félagsheimilasjóði til byggingarinnar. Mjög mikil sjálfboðavinna hefur verið i té látin við frágang hússins og nær öll vinna við það eftir að það varð fokhelt. Eftir vigslu heimilsins í dag verður kaffisamsæti, en síðan verður dagskrá, grin og alvara, eins og Stefán Bragason á Surtsstöðum orðaði það i sam- tali við Mbl. i gær. Um kvöldið verður almennur dansleikur og mun hljómsveitin Völundur leika fyrir dansinum en á sunnudag verður íþróttamót fyrir unga fólkið og unglinga- dansleikur um kvöldið Húsið kostar um 6 millj. kr. uppkomið, en i Visi eru um 70 félagar. Alls eru um 130 íbúar í Jökulsárhlíðinni. gjaldanna að renna beint í hráefnisverðið, þannig að hægt á að vera að greiða a.m.k. 1.10 kr. meira á hvert kíló til skips en ella hefði verið. Útflutningsgjöld af kolmunna- og spærlingsafurðum hafa verið 6% fram til þessa, en eru nú afnumin til að draga úr sókn islenzkra fiskiskipa i fiskstofna þá, sem eru í verulegri lægð um þessar mundir. Annars eru bráða- birgðalögin svohljóðandi: Forseti Islands gjörir kunnugt: Sjávarútvegsráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að draga úr sókn islenzkra fiskiskipa i fiskistofna þá, sem eru í verulegri lægð um þessar mundir, sérstaklega þorskstofn- inn, og leggja þess í stað kapp á að auka veiðar á öðrum tegundum, sérstaklega kolmunna og spær- lingi. Er nauðsynlegt eins og á stendur í þessu skyni, að fella niður útflutningsgjöld þau, sem lögð eru á kolmunna- og spær- lingsafurðir með lögum nr. 5 13. febrúar 1976 um útflutningsgjald af sjávarafurðum og þykir rétt að slík hvatning til aukinnar sóknar i þessar tegundir verði i gildi til ársloka 1977. Fyrir þvi eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskárinnar á þessa leið: 1. gr. Utflutningsgjöld af kolmunna- og spærlingsafurðum, samkvæmt lögum nr. 5 13. febrúar 1976, eru felld niður frá gildistöku þessara lagatil ársloka 1977. Gullberg fékk 30 tonn af loðnu í fyrsta kastinu LODNUVEIÐAR byrjuðu í gær, en t gærmorgun, var aðeins eitt skip, Gullberg VE, komið á miðin, en tvö önnur Huginn VE og Súlan EA, voru þá á leiðinni. Gullberg kastaði /ljótlega á miðunum vestur af Vest- fjörðum og fékk 30 tonn í fyrsta kastinu. Andrés Finn- bogason starfsmaður Loðnu- nefndar sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að hann hefði heyrt að torfurnar á þessu svæði væru frekar 'smáar og því þyrfti sennilega mörg köst til að fylla skipin. Að sögn Andrésar munu ein 5—6 skip halda til loðnuveiða nú um helgina, en mörg skip eru enn i viðgerð eða biða eftir að loðnunætur þeirra verði tilbúnar á netaverkstæðunum. 2.gr. Sjávarútvegsráðherra sett nánari reglur um kvæmd laga þessara. getur fram- 3.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört: KristjánEldjárn. Matthfas Bjarnason. Kappreið- ar Sleipnis og Smára Hestamannafélögin Sleipnir og Smári halda sitt árlega hesta- mannamót á Murneyrum um helgina. Hefst mótið með tölt- keppni i dag, laugardag kl. 17 en kl. 20-verða gæðingar dæmdir. A sunnudagsmorgun verður dæmt í keppni barna og unglinga og hald- ið verður áfram að dæma gæð- inga. Mótið verður formlega sett kl. 14 og félagar hestamannafél- aganna fara i hópreið inn á svæð- ið. Þá verður lýst úrslitum gæð- ingakeppni og fram fara kapp- reiðar. Mikil þátttaka er í mótinu að sögn forráðamanna félaganna. Aðstaða á Murneyrum er einnig góð og tjaldstæði nóg. Athugasemd frá Iþrótta- bandalagi Reykjavíkur I tilefni af skrifum um slys og slysatíðni íþróttamanna þykir stjórn Iþróttabandalags Reykja- vlkur rétt að taka fram eftirfar- andi: A vegum t.B.R. hefur í mörg ár starfað íþróttalæknir á svæði bandalagsins. Allt íþróttafólk hef- ur átt aðgang að þessum lækni, en eins og skrif þessi bera með sér hefur slysavarðstofa Borgarspit- alans annast allt þetta fólk og einnig víðar að. Meðferð þessa fólks bæði bráðahjálp og eftir- meðferð hefur því verið í höndum þeirra er bezt til þekkja og mesta reynslu hafa á þessu sviði, enda hefur stjórn bandalagsins aldrei bcrist til eyrna annað en fyllsta ánægja með þá hjálp sem þarna hefur verið veitt. Hitt er svo ann- aó mál að slysavarðstofa Borgar- spítalans býr við alls ófullnægj- andi aðstæður og þarf nauðsyn- lega að fá bætt úr þvi ástandi sem allra fyrst, væri þá hægt þegar þess þarf að auka við t.d. eftir- meðferð slasaðra en ekki ætti að vera neinum vafa undirorpið að þessi þjónusta er langbest komið í höndum þessarra lækna og ann- ars starfsliðs Borgarspítalans og verður aldrei nógu oft endurtekið að ljúka þar sem allra fyrst við hina nýju aðstöðu sem í byggingu er við spitalann. Virðingarfyllst,Stjórn I.B.R. ^ BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, svo og alla þjónustu. 0 Sendum í póstkröfu H Einholti 2 Reykjavik Sími 23220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.