Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULt 1977 21 landsmiðum. Teiknarinn hét Olus Magnus og myndin er gerð árið 1555. son borgarskjalavörður segir, að Islands- ferð skipsins var f arin á kostnað bæjar- stjórnarinnar i Hamborg, enda talið að ferðin hafi verið farin í tilraunaskyni. Þi'átt fyrir að talsvert tap yrði á þessari fyrstu Islandsferð Hamborgara, sendi bæjarstjórnin tvö skip til íslands árið eft- ir. Utkoman úr þeirri ferð varð heldur skárri en úr hinni fyrri og á næstu árurn munu tslandssiglingar frá Hamborg hafa aukizt verulega. Heimildir sýna að árið 1500 var starf andi i Hamborg bræðralag tslandsfara og er innsigli þess varðveitt í Museum fiir Kunst und Gewerbe I Hamborg. Það, sem Hamborgarar sóttust eftir á tslandi var einkum skreið, eins og fyrr segir. En þeir létu Isleengum eftir að veiða fiskinn að mestu leyti og borguðu með nauðsynjavörum, sem þeir fluttu með skipum sinum. Þessi viðskipti voru tslend- ingum hagkvæm og þeim að skapi. Þeir vildu eiga friðsamleg verzlunarviðskipti við þá útlendinga, sem sigldu hingað til lands, og siglingar Þjóðverja tryggðu ís- lenzkri framleiðslu markað. En lands- menn voru ætið andvigir f iskveiðum út- lendinga við landið, þar sem þær voru taldar taka vinnuafl frá bændum. Af þess- um sökum var útlendingum bönnuð vetur- seta árið 1490 og var það bann itrekað nokkrum sinnum á 16. öld. Englendingar höfðu hafið siglingar til Islands i stórum stil upp úr 1412. Þegar f erðum Þjóðverja hingað til lands f jölgaði á 8. áratug 15. aldar, hófst eins og fyrr segir hörð barátta milli þeirra og Englend- inga um hafnir. Englendingar sigldu hing- að fyrst og fremst til fiskveiða og voru þær stundaðar frá bækistöðvum úr landi. Slíkar veiðar voru brot á lögum og voru Islendingar af þeim sökum hliðhollari Þjóðverjum I skærum þeirra við Englend- inga. Þá hafði andúð Ðanakonungs á Bret- um einnig mikið að segja. Árið 1532 kom til orrustu i Grindavík milli Þjoðverja og tslendinga undir for- ystu hirðstjóra Danakonungs annars veg- ar við enska sjómenn og kaupmenn. Biðu Englendingar lægra hlut og var Grindavík siðasta vígi Englendinga hér á meginlandi Islands, en eftir að þeir voru hraktir það- an, höfðu þeir aðalbækistöð sina í Vest- mannaeyjum og héldu henni til 1560. ÞYZKIR BARTSKERAR OG LÆKNAR STÖRFUÐU A tSLANDI Hamborg var því frá öndverðu aðalmið- stöð tslandssiglinga Þjóðverja og til að styrkja stöðu sína innan danska rikisins og um leið brjótast undan veldi Lýbiku- manna eða austur-þýzka Hansasambands- ins hylltu þeir Danakonung opinberlega árið 1461 sem sinn verndarherra eins og fyrr segir. I skjali frá árinu 1514 segir að átta til tíu skip hafi siglt til Islands frá Hamborg árlega. Árið 1533 lágu sextán eða sautján skip I höf ninni í Hamborg tilbúin til ts- lands eða Björgvinjarfarar. Þegar flest var höfðu Hamborgarar tuttugu og eitt skip i förum til Islands. A 16. öld var Hamborg sú erlend borg, sem Islendingar höfðu mest skipti við og þaðan bárust margvisleg menningaráhrif. Prent- smiðjan, sem Jón Arason lét flytja til landsins, kom f rá Hamborg og vitað er, að ögmundur biskup keypti „orgelwark" af Hamborgarkaupmanni. Gissur Einarsson stundaði nám i Hamborg og kynntist þar kenningum siðaskiptamanna, en hann varð fyrstur biskup í lúterskum sið hér- lendis. Jón Egilsson segir I biskupsannál- sótt og með alþingisdómi árið 1544 var gerð sú undantekning frá banninu við vetursetu útlendinga, að „bartskerar mættu liggja hér i landi með.fógetans leyfi, þeir sem vilja vera landsmönnum til gagns og góða og græða vilja fólk ..." Samskiptin við Hamborgara hafa verið margvisleg og vinsamleg og landsmönnum til hagsbóta á ýmsan hátt, að þvi er Jón Böðvarsson segir ennfremur. ISLAND AÐ LÉNI GEGN LAGU AF- GJALDI En ekki voru allir jafn hrifnir af verzlun og umsvifum Þjóðverja hér á landi. Kristján konungur III. hafði hug á að tryggja Dönum hlutdeild í ágóðanum af Islandsverzluninni. Arið 1574 veitti hann bæjarstjórn Kaupmannahafnar Island að léni gegn lágu afgjaldi og skyldi bæjar- stjórnin láta skip ganga milli Islands og Kaupmannahafnar árlega. Þessi tilraun fór þó út um þúfur og endaði raunar með ósköpum. I stjórnartíð Friðriks II. (1559—1588) var þrengt að verzlun Þjóð- verja á tslandi með ýmsum hætti. Verzlunarleyfi þeirra voru bundin við ein- stakar hafnir og þeim bannað að verzla utan þeirra. Jafnframt voru dönskum kaupmönnum úthlutaðar beztu hafnirnar og konungur áskildi sér einkarétt til út- flutnings brennisteins og fleiri varnings. Þessar ráðstafanir vorui samræmi við hagspekihugmyndir síns tíma, en Islend- ingum urðu þær til mestu óþurftar, því að Danir buðu mun verri verzlunarkjör en Þjóðverjar og sú verzlunarstefna hrósaði að lokum algerum sigri, þegar einokunar- verzlun var komið á fót árið 1602 með þvi að öllum útlendingum var bannað að verzla við landsmenn. Nokkur Hamborgarskip sigldu þó til Is- lands i trássi við bann konungs allt fram til ársins 1627, stundum fyrir danska leppa. Samgöngur milli Islands og Hamborgar lágu því niðri næstu aldirnar og allt til þess tíma, er Eimskipaf élag Islands hóf áætlunarsiglingar til Hamborgar á öðrum áratug þessarar aldar. Tilraunasiglingar þær, sem borgar- stjórn Hamborgar gerði út til Islands árin 1475 og 1476, urðu upphaf kaupsiglinga Hamborgar hingað til lands. Þær leiddu til margslunginna viðskipta- og menningartengsla. Sambaná Islendinga við Hamborg stendur þvi föstum fótum i fortiðinni. Fyrst og fremst var fiskurinn sá segull, sem dró Hamborgarmenn til Islands á 15. og 16. öid og enn i dag eru fiskveiðar Þjóðverja hér við land ofarlega á baugi. En nú sem fyrr kref jast Islendingar þess að fá að sitja einir að fiskimiðunum umhverfis landið. SIGLINGAR ÞJOÐVERJA FORSENDA FYRIR ÞVI AÐ lSLAND ER RlKI Það að Þjóðverjar og Danir siðar voru næstum einráðir um fiskimið og verzlun á tslandi á 16. öid og Danir algerlega eftir að einokuninni var komið á, á sér einnig aðrar forsendur. Eftir fund Ameríku var Island ekki lengur í augum Evrópubúa á hjara verald- ar og ekki nándar nærri eins mikilvægt, eða það hefur Hinrik 8. Englandskonungi alla vega ekki fundizt og því ekki talið ástæðu til að standa í útistöðum við Þjóð- verja eða Dani út af Islandsskreið, þegar Ameríka var komin til sögunnar. A 16. öid varð einnig mikil breyting á rás sögunnar í Evrópu. Holland varð stór- og Þjóðverja á miðöldum - Samantekt: Herdís Þorgeirsdóttir ir og 1 in rra ja r r rð- ið á hirðstjóra Danakonungs hér 1467, Birni Þorleifssyni á Rifi á Snæf ellsnesi og unnu þeir auk þess ýmis hervirki. Danir hertóku þá ensk skip á leið um Eyrarsund og gerðu enskar eignir upptækar. Hamborgarar höfðu þá sem fyrr segir hyllt Danakonung og veitt honum stuðn- ing við aðgerðir gegn Englendingum og fengu þvi leyfi til Islandssiglinga. Eining þýzku Hansaborganna var að rofna við myndun tveggja hagsvæða, Eystrasalts- og Norðursjávarsvæða, og tóku Hamborgarar og Brimarar því að leggja á tslandshaf I auknum mæli upp úr 1470, óhindraðir af Lýbikumönnum. Eftir morðið á Birni á Rifi skipaði Dana- konungur hirðstjóra sinn hér á landi Diðrik Pining, þýzkan flotaforingja og sjó- hetju. Floti Diðriks var gerður út frá Hamborg. Helztu veiðistöðvar Englendinga voru Vestmannaeyjar (fram til 1560), Grinda- vik og Hafnarfjörður og höfðu þeir Islend- ingaiþjónustu sinni. 1481 bannaði kon- ungur vetursetu og umsvif útlendinga i landinu og I svoköiluðum Píningsdómi 1490 var útlendingum bannað að hafa tslendinga í þjónustu sinni eða stunda héðan útgerð. Hansamenn unnu ýmsar hafnir af Englendingum undir lok 15. aldar, þ.á m. Hafnarfjörð. 1476 gerðu Englendingar árás á Þjóð- verja í Hafnarfirði og hertóku þýzk skip og ellefu Þjóðverja. SIGLINGAR ÞJOÐVERJA TRYGGÐU lSLENZKRI FRAMLEIÐSLU MARKAÐ Fyrsta skipið, sem sigldi hingað frá Hamborg, hét Hispaniegard og kom hing- að árið 1475. Það hef ur vakið nokkra undun fræðimanna, að þvi er Jón Böðvars- um, að Hannes Eggertsson hirðstjóri hafi búið lengi I Hamborg og látizt þar, og Eggert sonur hans „setti gjald upp á rentu I Hamborg, og einn sona hans, Jón, bjó í Hamborg og átti þar tvo sonu". Að því er Jón Böðvarsson borgarskjala- vörður segir, höfðu Hamborgarkaupmenn áhuga á að til framfara horfði i landinu. Þannig báðu kaupmenn og skipstjórar, sem áttu viðskipti við tsland, borgarstjóra og ráð i Hamborg i bréfi 16. janúar 1540 að rita Danakonungi og stinga upp á þvi, að skóii og fátækrahæli yrði sett á stofn i Viðey, og mun þessi tillaga hafa verið sett fram að undirlagi Gissurar Einarssonar. Þýzkir bartskerar og læknar munu eitt- hvað hafa starfað á Islandi. Ögmundur Pálsson fékk þýzkan lækni, Lazarus Mathiasson, til þess að græða fólk af sára- veldi með sinn eiginn kaupflota og augu siglingavelda Evrópu beindust nú á f jar- lægari slóðir og jafnframt um leið fram hjá tslandi. Rínarósar sigldu út úr þýzkri sögu, Hansasambandið fann mátt sinn þverra og Þýzkaland bæði vestan og aust- an Jótlandsskaga logaði i trúarbragða- styrjöldum. En að þvi er Björn Þorsteinsson pröfess- or tjáði blm. Morgunblaðsins getum við i dag litið á siglingar Þjóðverja hingað fyrir nærri fimm öidum sem veigamikla for- sendu fyrir þvi að tsland er sjálfstætt riki. Með siglingum sínum hingað mynduðu Þjóðverjar mótvægi gegn enskum yfirráð- um. Að öðrum kosti hefðu örlög eyjunnar í norðanverðu Atlantshafi getað orðið þau sömu og Orkenyja og Hjaltlands Allt á sér sínar orsakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.