Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1977 Fjölbreytt og ströng dagskrá kanslara- hjónanna í Reykjavík og Vestmannaeyjum l.josm Mbl OI.K.M Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, Helmut Schmidt kanslari, frú Erna Finnsdóttir og frú Hannelore Schmidt á Keflavfkurflugveili f gær. Þýzku gestirnir heilsa fslenzku gestgjöfunum viA komuna til Islands f gær. DAGSKRÁ heimsóknar v-þýzku kanslara- hjónanna Helmut og. Hannelore Schmidt i dag hefst kl. 9 érdegis meS athöfn í FossvogskirkjugarSi. þar sem kanslarinn leggur blómsveig á minnisvarða um v- þýzka hermenn. Að þeirri athöfn lokinni verður eki8 sem leio liggur niftur í stjórnarráS. þar sem klukkustundar við- ræoui Schmidts og Geirs Hallgrimssonar hefjast kl. 09.30. Ao þeim vioræoum loknum hhtir kanslarinn forseta fslands. dr. Kristján Eldjárn, og ræSir viS hann fram til klukkan 11. Úr stjórnarraSinu verSur fariS út i flug- skýli landshelgisgæzlunnar á Reykja- vikurflugvelli og fari8 þaSan kl. 11.10 meS gæzluvélinni til Vestmannaeyja. Þar biSur varSskipiS Týr erlendu gest- anna og gestgjafa þeirra og verSur lagt úr höfn kl. 11.45 i 3'/i klukkustundar siglingu umhverfis Eyjar, þar sem kansl- arahjónin munu m.a. skoSa hið fjölskrúð uga fuglalif. VerSur hádegisverður snæddur um bor8 i varSskipinu og aftur komiS i höfn kl. 15.15 og þð gert ráð fyrir þriggja stundarfjórSunga skoSunar- ferS um eldstöovarnar í Heimaey. ÁætlaS er a8 flugvél kanslárans lendi aftur ð Reykjavíkurflugvelli kl. 16.25 og verSur þð fariS rakleiSis í stofnun Árna Magnússonar i heimsókn. A8 þeirri heimsókn lokinni mun kanslarinn hvila sig örstutta stund ð8ur en hann heldur blaoamannafund i rð8- herrabústaSnum kl. 18.30. Kl. 20.30 býour svo kanslarinn gestgjöfum sinum og öSrum gestum til veizlu a8 Hótel LoftleiSum. Heimsókninni lýkur svo ðrla morguns ð sunnudag er gestirnir aka til Kefla- vikurflugvallar kl. 08.00 og á þota þeirra a8 hefja sig til flugs kl. 09.00. MeSan ð viSræSum kanslarans vi8 forsætisrðS- herra og forseta íslands stendur mun frú Hannelore Schmidt heimsækja ÞjóS- minjasatniS og Listasafn rikisins. Gífurlegt eignatjón í eldsvoða í Keflavík GlFURLEGT eingartjón varð af eldi að Víkurbraut 6 í Keflavfk í fyrrinótt. Húsið er tvílyft timbur- hús; fiskverkun og veiðar- færageymsla á neðri hæð og íbúð og lögfræðiskrif- stofa á efri hæðinni. Efri hæðin ónýttist með öllu og miklar skemmdir urðu á neðri hæð.. Slökkvilið Keflavikur kom á 10,20 kr. á loðnukílóið YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á loðnu til bræðslu krónur 10,20 hvert kíló. Verðið er miðað við 14% fituinnihald og 15% fitufritt þurrefni, en verðið breytist um 70 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihaldið breytist frá viðmiðuninni og hlut- fallslega fyrir hvert 0,1%. Sama upphæð og sömu reglur gilda um breytingar á þurrefnismagninu. Fituinnihald og fitufrltt þurrefnismagn hvers loðnufarms skal ákveðið eftir sýnum af Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Verðið, sem miðast við loðn- una komna i löndunartæki verk- smiðju er uppsegjanlegt' frá og með 1. september og síðar með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni yfirnefndar, Ölafi Davíðs- syni, og fulltrúum seljenda, Jóni Sigurðssyni og Páli Guðmunds- syni, gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, Guðmundar Kr. Jóns- sonar og Gunnars Ólafssonar. staðinn klukkan 4:17 í fyrrinótt og var þá mikill eldur í húsinu. Feðgin, sem voru á efri hæð, sluppu ómeidd, en- voru flutt í sjúkrahús til rannsóknar i öryggisskyni. Sem fyrr segir eyði- lagðist efri hæðin og brann þar m.a. bókasafn Péturs Gauts Kristjánssonar, kennara og lög- fræðings. Fiskvinnslustöð Jóhannesar Jóhannessonar var á neðri hæð og urðu þar miklar skemmdir á hús- inu, auk þess sem fiskur ög veiðarfæri skemmdust og eyði- lögðust og vörubill, sem þarna var inni, skemmdist mikið. Slökkvilið af Keflavíkurflug- velli og frá Sandgerði komu til aðstoðar og stóð slökkvistarfið i hálfan annan tíma. Hús þetta er miðhús i húsasamstöðu og tókst að bjarga hinum tveimur. Elds- upptök voru ókunn i gærkvöldi. Slökkviliðsmenn að störfum við Vfkurbraut 6. Skoda og Lada mest keyptar Bifreiðainnflutningurinn fyrstu sex mánuði ársins nam 3.851 bif- Eigendur bruggtækj- anna borga skaðann UNDANFARIÐ haf a menn velt vöngum yfir þvf, hvernig bóta- greiðslum yrði háttað vegna sprenginarinnar sem varð af völdtim bruggtækja f húsi Sölu- félags garðyrkjumanna fyrir skömmu. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Þorvald Þorsteins- son, framkvæmdastjóra Sölu- félagsins, og innti hann eftir upplýsingum um þetta inál. Þorvaldur sagði að þeir tveir starfsmenn, sem hefðu átt bruggtækin myndu borga skaðann og ynnu þeir sjálfir að því að endurbyggja þann hluta kjallarans sem eyðilagðist i sprengingunni. Þorvaldur sagði að þeir myndu áfram starfa hjá Sölufélaginu og kvaðst búast við að sú upphæð, sem þeir myndu þurfa að greiða fyrir tjónið, sem bryggtæki þeirra hefðú valdið, næmi sennilega u.þ.b. hálfri milljón króna. Hjá Þorvaldi fékk Mbl. einnig þær upplýsingar, að sprengingin hefði orðið með þeim hætti, að mikið magn af spira hefði gufað upp og þjappast saman inni i hinu litla herbergi, sem tækin voru I, og hefði spírinn gufað hratt upp vegna þess hve heitt var á þessum stað I húsinu. Siðan þegar kælivélarnar hefðu farið i gang hefi komizt neisti frá þeim I snertingu við vínandann og þá orðið sprenging. reið, en 2.254 bifreiðar voru flutt- ar inn fyrri helming ársins f fyrra. Til júníloka á þessu ári voru fiuttar inn 3.392 nýjar fólksbif- reiðar (1.926 I fyrra), 187 notaðir fólksbílar (137), 123 nýjar sendi- . bifreiðar (79) og 4 notaðar (4), 90 nýjar vörubifreiðar (70) og 31 notuð (17) og af örðum bifreiðum voru fluttar inn 10 nýjar (10) og 14 notaðar (11). Af einstökum gerðum fólksbíla voru fluttar inn 338 Skoda 105/ 110/ 120, 199 Lada 2103, 174 Mazda 929, 146 Ford Cortina, 121 Datsun 120Y/ 120A/ 120F, 110 Volkswagen Audi 80/ 100 og 101 BL Austin Allegro frá Belgiu, en alls voru fluttar inn 118 tegundir frá 37 framleiðendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.