Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 Af íslendingum x Þyzkalandi og Þjoðverjum á íslandi Á löngum tíma vinsamlegra samskipta íslendinga og Þjóðverja hafa fjölmargir einstaklingar frá báðum löndum dvalizt langdvölum á íslandi eða í Þýzkalandi og þess vegna leitaði Mbl. uppi tvo íslendinga sem lengi dvöldust í Þýzkalandi og tvo Þjóðverja sem lengi hafa verið búsettir hér á landi og forvitnaðist hvernig högum þeirra hefði verið og væri háttað. Það var sumarblíða í lofti er blaðamaður hélt inn í Fossvog til fundar við Ólaf Mixa lækni, hjónin Þorvarð Alfonsson og Almut Alfonsson og síðan Herbert Jósefsson Pietsch. Þorvarður Alfonsson hagfræðingur: „Vildi kynnast Þýzkalandi afeiginraun — Eg fór utan til Þýzkalands þeirri þjóð er þar býr og ég ff árið 1954 og var þar í 4'/S ár við nám í hagfræði. Þetta var í Kiel, en það var á þeim tima 300 þús. manna borg. Hún stendur við Eystrasalt, ekki ýkja langt f rá dönsku landa- mærunum. — Astæðan fyrir því að ég fór til Kiel en ekki eitthvert annað var í fyrsta lagi sú að ég hafði hug á að leggja sérstaka áherzlu á þjóðhagfræði í minu námi og hún var ekki kennd hér nema að mjög litlu leyti. I tengslum við háskólann I Kiel starfar þekkt hagfræðistofnun og þar þótti mér þvi tilvalið að stunda námið. I öðru lagi var það eiginlega forvitni sem varð til þess að ég fór til Þýzkalands. Maður hafði heyrt margar ein- hliða lýsingar á þessu landi og vildi kynnast þvi af eigin raun, fólkinu og landinu. — Háskólinn i Kiel er f rem- ur lítill og þegar ég var þar stunduðu þar nám u.þ.b. 3000 manns. Við vorum held ég um 15 tslendingar þarna, flestir i hagfræði og fiskifræði. — Það var allmikið menn- ingarlif þarna í Kiel, en annars er þessi borg einkum og sér i lagi hafnarborg og flotastöð og nú reyndar mikil iðnaðarborg. Við héldum mikið hópinn, Is- lendingarnir, en bjuggum þó ekki saman. Þeir höfðu það þannig, Þjóðverjarnir, að á stúdentagörðunum bjuggu alltaf tveir og tveir saman í herbergi og ætið Þjóðverji og útlendingur saman til að auka Framhald á bls. 26 Almut og Þorvarður Alfonsson. Almut Alfonsson húsmóðir: „Það fyrsta sem ég keypti voru bomsur' — Við Þorvarður kynntumst í Þýzkalandi og giftum okkur þar. Svo héldum við til Islands um haustið 1959. Það voru náttúrulega ýmsir erfiðleikar samfara því að flytjast til ann- ars lands, sem maður þekkti ekkert og geta ekki talað mál ibúanna, en ég var við þessu búin og fólkið var allt mjög vingjarnlegt við mig þegar hingað kom. — Ég er frá Rendsburg, en það -er ekki langt f rá Kiel. Fólk Ólafur Mixa læknir: Ff Þetta voru góðir dagar - ekta stúdentsdagar..." — Ég fór til Þýzkalands árið 1959 að læra læknisfræði, vegna þess að mér þótti ana- tómían svo ógnvekjandi eins og hún var kennd hér. Ég átti líka marga ættingja í Munchen og þar i grennd og faðir minn býr þar. Hann er austurrískur. E g var þarna í 3 ár, það voru fimmtán ár frá stríðslokum og Míinchen var að verða sú höfuð- borg V-Þýzkalands sem hún er núna, eftir að Berlín hvarf i Rauðahafið. — Við vorum þarna 15—20 tslendingar og kölluðum stað- inn Munkaþverá. Menn voru að læra ýmislegt, verkfræði og orgeiieik og allt þar á milli. Þetta voru góðir dagar, ekta stúdentadagar. Það var og er mjög mikið menningarlíf þarna og það tók verulegan tíma fyrir mann að venjast þvi hve mikið var að gerast. Fyrst var maður hálfruglaður á þessu og fannst maður þurfa að fylgjast með öllu einsog heima. — Já maður hafði heyrt mik- ið um hina „ströngu og iðnu Þjóðverja", en það virtist ekki eiga alls kostar við í Bæjara- landi, því þeir voru iðnastir við að finna upp allra handa tilefni til hátfðahalda og bjórdrykkju. Ibúar Bæjaralands líta alls ekki fyrst og fremst á sig sem Þjóð- verja heldur Bæjara og landa- mæri Bæjaralands eru vel merkt. Þeir eru ihaldssamir en ljúfir í viðmóti og tóku okkur stúdentum mjög vel og við kunnum mjöt vel við okkur. — Kennslan við háskólann í MUnchen var með mjög ólíku sniði og hér heima. Mun meiri áherzla var lögð á verklega kennslu. Þannig er miklu auð- veldara að ná tökum á hlutun- um heldur en með utanbókar- stagli, svo maður lærði það Framhald á bls. 26 i Þýzkalandi vissi almennt mjög lítið um tslands. Svo ég ákvað að taka bara öllu sem að hönd- um bæri með jafnaðargeði, það gaeti ekki verið svo slæmt. — Það var rigning þetta haust sem við komum hingað, mikil rigning. Ég man að það fyrsta sem ég keypti mér hér á landi voru stórar og ógurlega ljótar bomsur. En ég kunni strax ákaflega vel við mig hér. Skyldfólk Þorvarðar var mér alveg eins og f jölskylda mín úti og hjálpaði mér mikið, enda bjuggum við þá hjá þeim. Eina verulega vandamálið, sem ég varð að glima við var tungumál- ið. Það var dálitið óþægilegt að vera með lítið barn og f á alls kyns bæklinga frá heilsu- verndarstöðinni á íslenzku, en skilja ekki orð af þvi sem þar stóð. — Ég hafði raunar búizt við verra veðri, snjó og þess háttar svo það var mér ekkert til ama. Það er ekkert mjög ósvipað þvi sem gerist i Rendsburg, nema hvað það er heldur rakara þar. — Ég eignaðist f ljótt marga Framhald á bls. 26 Herbert Jósefsson Pietsch gleraugnafræðingur: „Þótti alrt hér afskap- lega smátt í sniðum" — Ég er f rá Berlín. Faðir min var tékkneskur og móðir mín austurrísk, svo það er kannski erfitt að telja mig ákveðið til einnar þjóðar, en ég er þó fæddur og uppalinn í Ber- lin. Þegar ég hafði lokið minu námi rúmlega tvítugur árið 1933, langaði mig til að sjá eitt- hvað meira af heiminum en bara Berlin svo ég svaraði tveimur auglýsingum um starf í minu fagi erlendis. önnur aug- lýsingin var frá Mexíkó, en hin frá Islandi. Ég fékk jákvætt svar frá báðum stöðum, en ákvað að halda frekar til ls- lands, af því að það væri þó alltént líkara því sem ég þekkti Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.