Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 ttqpntlrlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstrætí 6, si'mi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Hinn svonefndi evrópu- kommúnismi hefur mjög verið til umræðu að undan- förnu, en með evrópukommún- isma er átt við yfirlýsta stefnu kommúnistaflokka, t.d. í Frakk- landi, á ítaliu og Spáni, um að þeir séu reiðubúnir til þess að hlíta leikreglum lýðræðisins, beriast til valda í skjóli þeirra og virða þær, verði þeir felldir i kosningum. En orð eru eitt og sá hugur sem að baki býr ann- að og enginn veit hvernig evrópukommúnismi mundi reynast, ef þessir kommúnista- flokkar fengju tækifæri til þess að framfylgja stefnu sinni, ann- að hvort sem meirihlutaflokkar í einhverju þessara þriggja nefndu ríkja eða sem aðilar a? rikisstjórn með öðrum flokkum. Á Vesturlöndum greinir menn á um hvað mikið sé að marka fagrar yfirlýsingar kommúnista- leiðtoganna og hvort unnt sé að sýna þeim það traust að taka þá á orðinu. Sterkasti og áhrifamesti tals- maður þeirra, sem halda þvi fram, að Vestur-Evrópu standi mikil ógn af hinum svonefnda evrópukommúnisma er tví- mælalaust Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fyrir nokkru flutti hann stórmerka ræðu um þessi mál, sem Morgunblaðið birti í gær og i fyrradag og eru röksemdir Kissingers óneitan- lega mjög þungar á metaskál- um, þegar menn taka afstöðu til evrópukommúnismans. Kissinger fjallar um það í þessari ræðu, hvort kommún- móti. Franski kommúnista- flokkurinn er frá fornu fari mesti harðlínuflokkurinn í Vest- ur-Evrópu. Á flokksþingi hans í febrúar 1976 samþykktu allir fulltrúarnir, 1700 að tölu, að hafna hugmyndum Sovét- manna um alræði öreiganna. Maður þarf ekki að vera mjög naskur til að átta sig'á, að hér liggur fiskur undir steini. Hvernig gat því vikið við, að allir fulltrúarnir söðluðu svo rækilega um eða höfðu þeir ekki allir sem einn samþykkt þetta sama alræði öreiganna á fyrri flokksþingum. Hvers vegna vildi ekki einn einasti fulltrúi standa við fyrri sann- færingu sína?" Kissinger segir ennfremur: „Ég á bágt með að trúa því, að kommúnistaflokkarnir, sem áratugum saman hafa nýtt sósíaldemókrata og litið á þá sem sína verstu fjendur, þeirra er mjög villandi. Á ráð- stefnu kommúnistaflokka í Austur-Berlin ! júní 1976 lýstu Enrico Berlinguer og George Marchais yfir ósk um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða og fjöl- flokkakerfi í stjórnmálum. En eru þessar yfirlýsingar nokkuð annað en orðin tóm? Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur Marchais talið Búlgariu, Pól- land og Þýzka alþýðulýðveldið á meðal ríkja sem hafa fjöl- flokkakerfi. Það er ekki lengra síðan en 5 ár að franskir kommúnistar héldu fast við þá skoðun, að ekki væri um nokk- urt afturhvarf að ræða frá sósí- alisma til kapitalisma." í ræðu sinni dregur Kissinger einnig i efa, að mikið mark sé takandi á yfirlýsingum þessara þriggja kommúnistaleiðtoga um stuðning þeirra við Atlants- hafsbandalagið og segir: „f febrúar 1976 lýsti Berlinguer, Sporin hræða istaflokkarnir i Vestur-Evrópu hafi raunverulega breytzt og segir m.a.: „Allir þeir sem fylgjast náið með gangi mála verða einnig að viðurkenna það, að kommúnistaflokkar í Vestur-Evrópu hafa vissulega boðið Sovétríkjunum byrginn á sumum sviðum og staðið á eigin fótum. En dæmið gengur ekki alveg upp með þessu einkum í kommúnistarikjunum, séu skyndilega orðnir sósialdemókrataflokkar. Hvort sem þeir eru háðir Moskvu eða ekki, stendur það óhaggað, að þeir boða ákveðna heimspeki, sem bæði í eðli sínu og í túlkun þeirra stendur utan við borgaralegan ramma vestræns stjórnarfars. Þeir byggja á öðr- um hugmyndum og orðfar leiðtogi italska kommúnista- flokksins, því yfir við blaða- mann frá London Times „að friðarstefna Sovétríkjanna væri í þágu mannkynsins i heild". Málgagn ítalska kommúnista- flokksins jós formælingum yfir NATO á síðasta ári og sagði, að það væri „eitt helzta tæki Bandaríkjamanna til að hafa hönd í bagga með stjórnmálum og efnahagsmálum í landi okk- ar og í V-Evrópu". Málsmetandi aðili í miðstjórn ítalska komm- únistaflokksins var nýlega spurður i viðtali við útvarp frjálsrar Evrópu: „Ef kommún- istaflokkarnir í Frakklandi og ítalíu væru við völd hvaða af- stöðu mynduð þið taka, ef al- varleg alþjóðleg átök yrðu á milli Sovétríkjanna og Vestur- veldanna?" Svar hans var á þessa lund: „Við myndum að sjálfsögðu taka málstað Sovét- rikjanna." Þannig dregur Henry Kiss- inger í efa staðhæfingar komm- únistaflokkanna í Vestur- Evrópu um, að hið innra eðli þeirra hafi breytzt og færir rök að því, að ekki sé takandi mark á fullyrðingum um, að breyting hafi orðið á utnaríkisstefnu þessara kommúnistaflokka, af- stöðunni til Sovétrikjanna og til Atlantshafsbandalagsins. Þessi aðvörunarorð Kissingers mættu verða Evrópubúum umhugsunarefni. Það er vissulega meira en lítið undarlegt, hvílík hugarfars- breyting hefur orðið með skjót- um hætti á örfáum misserum hjá kommúnistaflokkunum i Frakklandi og á ítalíu. Enn sem komið er hafa þessir flokkar ekkert fram að færa til þess að sýna að þeim megi treysta nema orðin tóm. Þess vegna er full ástæða til að fara að öllu með gát, fylgjast með umræð- um og framvindu mála en um- fram allt gleypa ekki hrátt og ómelt það, sem að okkur er rétt úr þeirri átt. Reynsla þeirra þjóða, sem hafa látið glepjast af faguryrðum kommúnista er svo hörmuleg að sporin hræða. krötum afli þeim aukins fylgis og tryggi þeim aðild að sam- steypustjórn. Spænskir komm- únistar fengu aðeins 19 þing- menn af 350 og eiga miklu lengra i land en hinir flokkarn- ir og verða þar af leiðandi að leggja miklu meira af mörkum til að fá lýðræðissinnaða kjós- endur til þess að sætta sig við þá. En það er sameiginlegt með stefnumarkmiðum og baráttu- í varnarstöðu gagnvart pólitísk- um andstæðingum í löndum sínum. Þeim mundi nánast vegna betur, ef þeir slitu alger- lega sambandinu við Moskvu, þótt það mundi vafalaust valda þeim ýmsum öðrum vandamál- um. Kremlverjar gætu til dæmis reynt, eins og þeir hafa áður reynt, að styðja myndun flokks- brota stuðningsmanna sinna í þessum flokkum og þannig Rússar og evrópukommúnismi Brezhnev: hleypir hann af fyrsta stóra skotinu? Árás Kremlverja á spænska kommúnista beinist raunveru- lega líka gegn kommúnista- flokkum Frakklands og ltalíu, því Rússar óttast að þessir þrír flokkar geti i sameiningu grafið verulega undan áhrifum þeirra í heiminum. Kremlverjar þora ekki að ráðast beinlínis á franska flokkinn og þann ítalska, því svör þeirra gætu hæglega fært gagnkvæm fúk- yrði á sama stig og orðaskakið mikla, sem einkenndi deilur Kinverja og Rússa. Þess vegna biðu Rússar með greinilegri óþreyju eftir þvi að spænsku kosníngunum lyki, svo þeir gætu komið höggi á Santiago Carrillo, aðalritara spænska kommúnistaflokksins. Þeir vissu að árás þeirra yrði lesin með athygli i París og Róm. Árás Moskvu-blaðsins Nýir timar á nýja bók hans, „Evrópukommúnismi og rikið", hefur vakið athygli alls heims- ins á kosningabæklingi, sem var skrifaður í miklum flýti. En hann er mjög læsilegur og vel má vera að Kremlverjar hafi gert hann að alþjóðlegri met- sölubók á sama hátt og þeir hafa gert nokkur rit fyrri and- ófsmanna að metsölubókum með árásum á þau. I Nýjum tímum er forðazt að ræða mikilvægasta málið, sem Carrillo vekur máls á, þau markmið sem vestur-evrópskir kommúnistar skuli stefna að, og þær aðferðir, sem þeir skuli beita, þvi það gæti orðið til þess að deilan yrði óleysanleg. Skoðanaskipti um þetta efni, segir blaðið, væru mjög áhuga- verð, „en við förum ekki út í þá sálma i þessari grein", þvi það er „mál út af fyrir sig." Raunar er það alveg óað- skiljanlegt þeim málum, sem greinin fjallar um, eins og af- stöðu flokka evrópukommún- ista til Sovétríkjanna og utan- ríkisstefnu þeirra. Vissulega er munur á þeim leiðum, sem kommúnistaflokkar Frakk- lands, ítaliu og Spánar fara, og á þeim atriðum, sem þeir leggja áherzlu á. Franski flokkurinn gerir sér vonir um að sigra í næstu þingkosningum ásamt sósíalistum og að mynda sam- steypustjórn. Italski flokkurinn vonar, að jákvæð samvinna þeirra með kristilegum demó- aðferðum allra flokkanna, að þeir verða að ávinna sér traust miklu fjölmennari hópa kjós- enda, og það geta þeir þvi aðeins gert að þeir losi sig við það yfirbragð einræðisseggja, sem þeir hafa fengið vegna tengsla sinna við stalinisma og það illa orð, sem þeir hafa feng- ið á sig vegna þess, að þeir hafa verið settir i samband við frelsisbælinguna og kúgun and- ófsmanna í valdatið Brezhnevs. Að tengja þá við þetta er þeim jafnskaðlegt og það er ósann- gjarnt, því evrópukommúnistar hafa náð töluverðum árangri með mótmælum gegn ýmsum fólskuverkum sovézku leynilög- reglunnar og tilraunum til að f á Kremlverja til þess að aftur- kalla skipanir, sem lögreglan hefur framfylgt. En bæling mannréttinda í sovétríkjunum viðgengst í svo stórum stíl, að evrópukommún- istar fá sáralitlu áorkað með mótmælum sínum, og hvenær sem þessi mál komast í fréttirn- ar komast evrópukommúnistar valdið svo mikilli innbyrðis sundrungu, að það gæti rýrt kosningamöguleika þeirra verulega. Raunar grunar ýmsa evrópukommúnista, að áhrifa- mikil öfl í Kreml mundu fagna upplausn • vestrænu kommúnistahreyfingarinnar. Að öðrum kosti gæti hún risið sem samstætt afl er gæti þrýst á Moskvustjórnina að framfylgja innanlandsumbótum, sem væru meira I samræmi við evrópska lýðræðishefð er evrópukomm- únistar gera tilkall til. Hvort sem ítalskir, franskir og spænskir kommúnistar verða aðilar að samsteypu- stjórnum á næstunni eða ekki er ljóst, að þeim mun reynast sifellt auðveldara að koma fram sem eitt sameiginlegt afl og hafa áhrif á stefnu ríkisstjórna sinna. Það eru þessar horfur, sem eru aðaláhyggjuefni dr. Kissingers, er stöðugt sendir frá sér alvarlegar viðvaranir, þótt hann sé hættur störfum, um þau áhrif, sem þetta gæti haft á stöðu Bandaríkjanna i EFTIR VICTOR ZORZA Evrópu. Þetta veldur jafnmikl- um áhyggjum i Kreml, þar sem menn eru uggandi um, að evrópukommúnistar muni knýja á um innanlandsumbæt- ur og óttast einnig í vaxandi mæli utanrikisstefnu evrópu- kommúnista, sem þeir eru hræddir um að gæti stefnt i andsovézka átt. Þannig er haft eftir Carrillo í Nýjum-tímum að hann voni að evröpukommúnisminn geti stuólað að þvi að Evrópa sam- einist og geti gegnt sjálfstæðu hlutverki milli austurs og vest- urs og blaðið flýtir sér að stimpla þetta hugmynd Carrillos um „afl aðallega fjandsamlegt sósíalistalönd- um." Sagt er, að Carrillo vilji að Vestur-Evrópa verði bæði óháð Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum og blaðið dregur þá ályktun, sem er áreiðanlega rétt, að hann vilji rjúfa skipu- lagstengsl evrópskra kommún- ista við Kreml. I Moskvu er óljós áskorun hans um evrópskt varnarbanda- lag skoðuð sem stuðningur við „þá heimsvaldastefnu að vopna Vestur-Evrópu gegn heims- sósíalisma, stefnu bandalags afturhalds Evrópu og Ameriku." Þetta eru stór orð, sem eru notuð gegn leiðtoga „bróðurlegs" kommúnista- flokks, einkum vegna þess, að með þeim er greinilega átt við italska flokkinn, sem er hlynnt- ur áframhaldandi aðild ítalíu að NATO. Á það er minnt í Nýjum timum, að Carrillo er lika hlynntur inngöngu Spánar i NATO, „það mikla árásar- bandalag, sem þjónar þvi aðal- markmiði að undirbúa stríð gegn Sovétríkjunum." En ef fljótlega dregur til styrjaldar, er sennilegra að það verði orðastríð milli Moskvu og evrópukommúnista. Leyni- skyttur hafa verið iðnar nokkur siðustu ár, en nú getur verið að við verðum vitni aó fyrsta fall- byssuskotinu í nýrri áróðurs- skothrið frá Kreml.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.