Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 _ÆIT4/MM „Virðingin fyrir manninum, sem er frumforsenda frjálshyggjunnar, er krist- innar ættar, og hún er krafa um hvort tveggja: breytni og hugarfar." eftir HANNES GISSURARSON TRUMALADEILURNAR í MORGUNBLAÐINU Forystugrein Morgunblaðsins á pásk- um olli nokkrum deilum um kristni og kirkju, með því að djarflega var í henni tekið á fáeinum ágreiningsefnum krist- inna manna, lagður tiltekinn skilning- ur f kenningu Krists. Einar Sigur- björnsson, þjónandi prestur Þjóðkirkj- unnar, birti grein skömmu síðar 16. aprfl í Morgunblaðinu, þar sem hann andmælti þessum skilningi ákaflega. Rg ætla sfður en svo að skipta mér af þessum þrætum um réttan skilning heilagrar ritningar, en get þess, að ég dreg stórlega í efa, að „frjálslyndi" eigi við um það, sem kalla má kristna trú, þó að hver maður verði að trúa þvi, sem hann vill. Frjálslyndi er nauðsynlegt f stjórnmálum, en f trúmálum er það allt of oft fólgið f afslætti, sem gefinn er á stjórnmálunum við? Um það hafa margir menn efazt, enda virðast stjórn- málaflokkarnir flestu öðru ókristilegri, en þessi var og er að minnsta kosti skoðun forvfgismanna kristilegu lýð- ræðisflokkanna á meginlandi Norður- álfu, og flokkar þeirra eru bæði fjöl- mennir og áhrifamiklir. Sjálfstæðis- flokkurinn, en honum svipar að minni hyggju um sumt til þessara flokka, hefur einnig frá upphafi stutt kristni og kirkju. Hann hefur einn stjórnmála- flokkanna talið sig kristilegan flokk, þótt Einar drótti annarlegum hvötum að stuðningsmönnum hans. A landsfundi hans í vor var gerð athyglisverð samþykkt um þessi efni: „Kristin kirkja hefur um aldir mótað að miklu hugsunarhátt fslenzku þjóðar- innar. Einn fegursti samfélagslegi ávöxturinn af áhrifum kristinnar trúar er lýðræðið með mannhelgi sinni, frelsi og gagnkvæmri ábyrgðarekyldu þegn- anna. Lýðræðið byggir á siðferðis- gæði manna og siðferði þeirra. Siðgæði er hugarfar manns, lffsskoðun hans, val hans á verðmætum, „innri maður" hans. En siðferði er borgaraleg breytni hans, þau verk hans, sem aðra varða, „ytri maðurinn". Stjórnmálaskoðanir eru á siðferði manna, en komnar undir siðgæði þeirra. Þær taka til samskipta mannanna, en eru tll marks um Iffs- skoðanir einstaklinganna, eru með öðrum orðum reistar á einhverri trú, á einhverri sannfæringu, sem ekki er unnt að sanna á vfsindalegan hátt. Ein stjórnmálaskoðun frjálslyndra manna er, að siðgæði beri að telja til einka- mála manna, að hann eigi að hafa fullt frelsi til þess, sem varðar hann einan. Maður á þar við sjálfan sig, hvað hann er og vill verða, hvert hugarfar hans er. A hverju er þessi stjórnmálaskoðun reist? í hverju er trú, lffsskoðun eða sannfæring frjálshyggjusinna f stjórn- málum fólgin? Virðingin fyrir mannin- um er trú hans, frumforsenda siðferðis urinn á að gefa öllum öðrum ein- staklingum manngildi bæði f huga sfn- um og athöfn. Hann á ekki að vanrækja borgaralegar skyldur sfnar trúarinnar vegna. Og Kristur gefur mönnum heil- ræðið góða: „Dæmið ekki." Hann minn- ir á það, að einstaklingurinn er ekki þess umkominn að dæma um siðgæði annarra, hann á að virða rétt þeirra, láta lffshætti þeirra áfskiptalausa, ef þeir gera öðrum mönnum ekki mein. Segja má margar sögur af mistökum kirkjunnar manna, galdrabrennum og öðrum ofsóknum, umburðarleysi og afturhaldssemi, en hinu má ekki held- ur gleyma: mennta- og lfknarstörfum þúsunda og tugþúsunda kristinna manna. Mistökin eru ekki vegna vondr- ar kenningar, heldur vegna krðfu- harðrar kenningar — og ófullkominna manna. Matthías Jochumsson kom fleygum orðum að anda kristilegrar mannúðarstefnu (húmanisma) f kvæði sínu um Dettifoss: TRUIN OG STJORNMALIN trúnni til þess að auka vinsældir henn- ar, „selja" hana sem flestum. Kristin trú er ekki söluvara á torgum, hún er ekki innistæðulaus ávísun á eilifðina, heldur lifandi sannfæring mannanna um tilveru Guðs, helgi lffsins og nauð- syn náungakærieikans. Málamiðlanir moðhausa taka ekki til hennar, ekki heldur hálfvelgjan, sem stundum er kölluð „frjálslyndi": f trúmálum verða menn að hrökkva eða stökkva. Kirkjan verður að visu að vera umburðarlynd — en án undansláttar. I Morgunblaðsgreininni var farið mörgum orðum um fyrirmæli Krists: „En þér skuluð vera kyrrir f borginni, unz þér íklæðizt krafti frá hæðum" — einkum sfðari setninguna. En Einar Sigurbjörnsson leggur svo fávfslegan stjórnmálaskilning f þessi orð, að ekki er sæmandi viti bornum manni. Hann segir (við Matthfas Johannessen): „Þér hefur, Matthfas, í vetur verið tfð- rætt um andófsmenn austan úr Iöndum ráðstjórnar. Ef þú værir samkvæmur sjálfum þér, ættir þú frekar að skrifa andófsmönnum páskaboðskap þinn: Sættið ykkur við staðreyndir hins kommúnfska þjóðfélags, munið, að þið hafið vængi, fljúgið með þeim upp úr veraldarsorpinu f himinblámann." Og enn segir Einar: „Páskaboðskapur þinn er snilldarleg aðferð til að rétt- læta rangláta þjóðfélagsskipun svo sem þá, sem verðbólgan hef ur komið á hér á landi." Einar skilur bersýnilega ekki þann boðskap, að mennirnir hafi ekki einungis þarfir, heldur einnig þrár, lifi ekki af brauðinu einu saman. Hann misskilur hann sem málsvörn „ranglátrar þjóðfélagsskipunar". Orð- um er varla eyðandi á útúrsnúninga Einars, sem eru einungis til marks um hleypidóma hans í stjórnmálum. Sann- leikurinn er sá, að stuðningur Mogun- blaðsins við andófsmenn f alræðisrfkj- um kommúnista er þvf til mikils sóma, og það er athyglisvert, að kristin trú hefur mjög eflzt með mörgum þessara andófsmanna — og eflt þá til andstöðu við ranglætið. Þeir hafa þá sáru reynslu af „ranglátri þjóðfélagsskip- un", sem Islendingar hafa ekki þrátt fyrir orð Einars. Og þeir, sem koma í veg fyrir kjarabætur á Islandi, eru mjögtalandi einfeldningar eins og Ein- ar prestur — menn, sem enga þekk- ingu hafa á efnahagsmálum. Tilraunir til lausnar verðbólguvandanum fslenzka hafa ekki tekizt vegna þess, að fylgi hefur ekki verið til þeirra, skiln- ingur lítill sem enginn með almenningi á hinum raunverulega vanda. TRUARSKOÐANIR OG STJÓRNMALA SKOÐANIR Fávísleg grein Einars Sigurbjörnsson- ar fékk mig til umhugsunar um trúna og stjórnmálin: Kemur kristin trú þroska þegnanna og er sprottið upp af kristnu hugarfari. Það er jafnsterkt þvf hugarfari og stendur eða fellur með því. Þess vegna ber að styrkja kristna kirkju og efla áhrif kristinnar trúar f öllum uppeldisstörfum á heimil- um og í skólum. Þar er undirstaðan lögð. Hlutverk stjórnmálamanna á að vera útfærsla kristinnar grundvallar- hugsjónar á sem flestum sviðum sam- félagsins". Þessi samþykkt er afdrátt- arlaus, og efni hennar kemst vel til skila þrátt fyrir fáeina smfðagalla. Eg ætla að gera það að umtalsef ni I þessari grein, þvf að það er alvörumál, en ekki markleysa, falin í faguryrðum. KRISTILEGT SIÐ- GÆÐI FORSENDA FRJALSHYGGJU Siðaskoðun frjálslyndra manna er kristinnar ættar. En hver er þessi siða- skoðun? Gera má greinarmun á sið- hans: virða ber almenn mannréttindi borgaranna. Og þessi Iffsskoðun er kristileg. Þvf hefur verið haldið fram, að krist- in trú taki einungis til hugarfars manna, siðgæðis þeirra, eða lffsskoðun- ar og þess vegna komi hún stjórnmál- um ekki við. En því fer f jarri. Lífsskoð- un mannsins er honum vitanlega leið- arljós f athöfnum, sem varða aðra menn, ef hún er ekki hræsnin ein, breytni hans ræðst af hugarfarinu. Og söguleg upptök mannréttinda eru í kristinni trú, f kenningu Krists um náungakærleikann, þó að á slíkri rétt- arkenningu hafi reyndar örlað með forngrískum spekingum. „Allir menn eru bræður," segja kristnir menn, en það merkir, að réttur allra einstakling- anna er samur og jaf n, þeir eru lagðir að jöfnu sem menn. Krafa Krists: „Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig" — er gerð til hugarfars manna, en einnig til breytni þeirra. Einstakling- Þó af þfnum skalla þessi dynji sjár, f innst mér meir, ef f alla f áein ungbarns tár. Skáldinu góða fannst meira til um lifið en dauðann, grátandi ungbarn en beljandi fossinn. Hann kunni að meta kraftaverk Iffsins. Helgi mannsins er aðal kristilegrar mannúðarstefnu. „Ef Guð er ekki til, er allt leyfilegt," sagði Dostójevský, og með því að frjálslyndir menn telja ekki allt leyfilegt, trúa þeir á rétt einstaklinganna. Þessi trú er ekki röknauðsyn, heldur lffsnauðsyn á öld fjöldamorðanna, vélvæddrar kúg- unar kommúnista og fasista. Eg held, að sterkur stofn kristilegs siðgæðis geti einn staðið af sér gerningaveðrin. LEIÐARLJÓS VIÐ LAGASETNINGU Maðurinn geldur Guði það, sem Guðs er, með siðgæði sínu, og keisaranum það, sem keisarans er, með siðferði sfnu, ef svo má taka til orða. Siðferði er ekki einkamál manns (eða hans og Guðs) eins og siðgæði, þvf að það tekur til samskipta hans við aðra menn, en stjórnmálaskoðun frjálslyndra manna er, að um þau beri honum það frelsi, sem frekast getur samrýmzt frelsi ann- arra borgara. Vandinn er þessi: Um siðferði verður að setja lög, og lögin setja stjórnmálamenn í lýðræðisríkj- um, en ekki keisarar. En forsenda sið- ferðis er siðgæði, breytninnar hugar- farið. Löggjafinn hefur, hver sem hann er, þess vegna í huga tiltekið siðgæði, þegar hann setur lög um tiltekið sið- ferði, og það siðgæði má kalla „anda laganna". Þessu siðgæði, þessum anda laganna, heldur hann að mönnum, hann ýtir undir það, hann reynir með kröfum um tiltekna breytni að fá menn til þess að temja sér tiltekið hugarfar — þó án þess að taka af þeim sjálfs- ákvörðunarréttinn, ef hann er frjáls- lyndur. En meðalhóf agaleysis og óf relsis er vandf undið. Leiðarljós kristins stjórnmálamanns f lagasetningu er kristilegt siðgæði. Ég skal taka fáein dæmi til skýringar: Hann gætir þess, að kennsla f skólum landsins sé f anda frjálslyndis, lýðræðis og kristinnar trúar, en á þvf hefur orðið mikill misbrestur á Islandi. H-ann styður fjölskylduna og hjónabandið, þvi að það er kjölfesta siðakerfisins. Honum ber einnig að mínu mati (þó að ekki séu allir Sjálfstæðismenn mér sammála um það) að berjast gegn fóst- ureyðingum, því að frelsi til að ljúka lifi annarrar mannveru er alls ekki leyfilegt að kristinni trú. Fóstrið er mannvera, þótt ófullkomin sé (eins og karlægur öldungur eða fáviti). Og hann gætir fulls réttar einstaklinganna gegn ríki og öðrum stofnunum, gerir borgaralega skyldu sína, en gleymir því ekki, sem mestu varðar: sálarheill sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.