Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 17 Samskiptin ganga eðli- lega og áreynslulítið fyrir sig Raimond Hergt, sendiherra, f skrifstofu sinni. Þýzki sendiherrann, Raimond Hergt: Auó l-bílarnir eru frábærir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - RAIMOND Ilergt hefur verið sendiherra Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands á Islandi f 3 ár, kom hingað f maímánuði 1974 frá Bonn, þar sem hann hafði verið í 5 ár f heimalandi, eftir dvöl f Helsinki á árunum 1961—68. — ,jEg hafði aldrei til lslands komið," sagði hann f viðtali við Mbl., „en hafði átt kost á að láta f Ijós óskir um dvalarstað og valdi tsland. Og ég var mjög ánægður með að verða sendur hingað.“ Er talið berst að samskiptum tslands og Þýzkalands áður fyrr, sagði sendiherrann, að hann væri að vfsu ekki frá neinni af þeim borgum í Norð- ur Þýzkalandi, sem tslendingar höfðu þá átt samskipti við. — „Ég er frá Bayern og gerði þvf mitt bezta til að vekja áhuga tslendinga á þvf að heimsækja Miinchen, heimaborg mfna. En þar eru alltaf margir fslenzkir námsmenn við háskólanám,“ bætti hann við. Er sendiherrann var spurður um hver hefðu verið helztu verkefni hans vegna samskipta þessarra tveggja þjóða, sfðan hann varð þýzkur sendiherra á tslandi, svaraði hann: — „Þvf er ekki erfitt að svara. Fyrstu tvö árin stóð yfir fiskveiðideilan. Erfitt? Jú, en það var mjög áhugavert og ögrandi viðfangsefni að vinna að þvf, að leysa slfka deilu. — Nei, nú höfum við hér f sendiráðinu ekki lengur við nein vandamál að glfma á þessu sviði, þvf þetta er ekki lengur þýzkt málefni, sagði Hergt. Nú er þetta mál Efnahagsbanda- lagsins og við þurfum þvf ekki að standa f neinum samninga viðræðum um það. Þjóðverjar eru að sjálfsögðu þátttakendur f Efnahagsbandalaginu, og þvf kemur fyrir að við erum beðnir um álit, en það kemur ekki oft fyrir. Við hér f sendiráðinu er- um þvf f mjög þægilegri að- stöðu.“ — „Þýzku togararnir, sem veiða hér við land, eru yfirleitt á miðunum f 10—12 daga, og halda svo beint til Bremer- haven eða Cuxhaven, til að selja fiskinn," útskýrði sendi- herrann, er hann var spurður hvort sendiráðið hefði afskipti af þýzku togurunum hér við land. — Aður fyrr, meðan þeir voru að veiðum nær ströndinni, þá komu þeir stundum til hafn- ar á Islandi. Nú eru þeir miklu Iengra úti og með togaraflotan- um eru verndarskip þeim til aðstoðar, og læknir er um borð. Þau sjá þvf um alla aðstoð við togarana. Verndarskipin koma síöku sinnum inn til Reykja- vfkur og þá hitti ég skipstjór- ann. Það er allt og sumt.“ Drepið var á samskipti land- anna á fleiri sviðum, og sendi- herrann sagði, að þó slfk sam- skipti væru mikil, þá gengju þau ákaflega eðlilega og áreynslulftið fyrir sig. Verzl- unarviðskipti væru t.d. mikil milli þessara tveggja þjóða, en sendiráðsfólk væri fremur áhorfendur að þeim en að það hefði þar bein afskipti. Halli þó nokkuð á tslendinga f þeim við- skiptum, og sagði sendiherr- ann, að þeir veltu þvf fyrir sér, hvernig þeir gætu orðið að liði við að auka útflutning Islend- inga til Þýzkalands. Þvf, eins og hann orðaði það, báðir aðilar eru ánægðari, þegar jöfnuður er á slfkum viðskiptum. Áhugi þýzka ferðamanna á tslandi fer ört vaxandi, sagði sendiherrann. Á sl. ári komu hingað 10 þúsund þýzkir ferða- menn, en árið áður 7 þúsund. Ferðamenn eiga f litlum erfið- leikum og þurfa litla aðstoð. Áðeins kemur fyrir fótbrot eða tapað vegabréf, það er allt og sumt,“ sagði sendiherrann. Sama sagði hann að væri að segja um námsfólkið fsienzka, sem sækir mikið til Þýzka- lands. Þar hefur verið komið upp þýzkri háskólaþjónustustofn- un, sem annast slfkt. En Þjóð- verjar veita nokkra námsstyrki við háskóla og vfsindastyrki, sem sendiráðið hefur milli- •s i- Audi lOO V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. göngu um. „Hins vegar reynum við að beita okkur fyrir auknum menningarsamskiptum milli þjóðanna," sagði Raimond Hergt, sendiherra. „Við reyndum að efla kynni þjóðanna af menningu hvorrar annarrar. t þeim efnum á ekki Framhald á bls. 26 LT sendibíll hagkvæmur og fáanlegur af mörgum gerðum. Komiö — skoðið og kynnist Volkswagen og Auói — Landskunn viðgerða- og varahlutaþjónusta. Volkswagen OGOOAu«3i HEKLA HF. Laugavegi 1 70—172 — Slmi 21240 VOLKSWAGEN og Auói bílarnir eru Vestur-þýzk gæðaframleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.