Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 31 Fíkiur og banan Þúsund og ein nótt (Arabian Nights 11 Fiore delle Mille e una Notte. Frönsk/hölsk. 1974. Leikstjóri: Pier Paolo Pasolini. Búningar: Danilo Donati. Kvik- myndataka: Giuseppe Ruzzolini. BlómiS úr Þúsund og einni nótt (11 Fiore delle Mille e una Notte) er siðasta myndin i þrileik Pasolinis um lifið. Hinar myndirnar, Decameron ('70) og Canterbury Tales {'71), hafa báðar verið sýndar hér, hin siðari i april i fyrra. Eins og áður hefur verið bent á, gaf Pasolini þá skýringu á efnisvali þessa þrileiks, að hann vildi með þvi reyna að losna út úr þeirri blind- götu, sem honum fannst pólitisk nútimakvikmyndagerð („committed" film-makíng of today) sitja föst i. Með þvi að hverfa til þessara klass- isku sagna og reyna að endursegja þær i sinu upprunalegasta formi, reynir Pasolini jafnframt að forðast alla nútimahugmyndafræði og til- einka myndirnar frumhvötum og ástriðum mannlegs lifs. Decameron á að fjalla um trú, Kantaraborgar- sögurnar um kynlifið og 1001 nótt um töfra og leyndardóma lifsins. Pasolini setur sér það verkefni, sem ekki er smátt i sniðum, að endur- skapa fólk, hugsunarhátt, staði og hluti löngu liðinna kynslóða án þess að trufla það með sinum eigin skil- greiningum eða gildismati; takmark- ið var ný tegund „raunsæis" í kvik- mynd, laus við allar hugmynda- fræðilegar kenningar, lofgjörð um fornt þjóðskipulag. En þessar mynd- ir úr fortiðinni eru einnig hugsaðar sem gagnrýni á nútimann. Sú spurning vaknar, þegar þessar forsendur eru skoðaðar, hvernig þetta getur farið saman án þess að rekast á. Hvernig er hægt að endur- skapa i dag hugsunarhátt löngu lið- inna kynslóða, án þess að leggja i það gildismat nútimans en gera verkið um leið gagnrýnt á nútim- ann? Þetta virðist vera algjör þver- sögn, og ekki get ég séð i gegnum hana. Það eru hins vegar nokkur atriði, sem gera það að verkum. að erfitt er að fjalla um mynd eins og 1001 nótt. f fyrsta lagi er hún hluti af tveimur öðrum myndum. sem sýnd- ar hafa verið fyrir alllöngu, en mynd- irnar þyrfti að skoða i samhengi, svo einhver heildaryfirsýn fengist yfir efni þeirra og aðferðir i efnisöflun og samsetningu. Með efnisöflun og samsetningu er átt við það. að Paso- lini velur úr viðkomandi sagnabálk- um og raðar sinum sögum saman á ákveðinn hátt og með þvi hefur hann strax brotið þann grundvallar- tilgang sinn að leggja ekki mat nú- timans á sögurnar. Hvernig getur hann komist hjá þvi? f öðru lagi var 1001 nótt upphaf- lega 1 55 minútna löng, en i kjölfar forsýninga á myndinni varð Pasolini við þeim kröfum framleiðandans, að stytta myndina niður i 1 30 min. og sleppa þá úr fienni tveimur heilum sögum. Kvikmyndaeftirlitið i Bret- landi stytti myndina siðan um tvær minútur til viðbótar, en lengd sýn- ingareintaksins hér (sem er trúlega komið frá Bretum) er aðeins um 125 min. þ.e.a.s. hafi hléið staðið i 10 min. Myndin hefur þannig tapað um það bil 5 min. eftir að Pasolini lét hana endanlega frá sér fara, en 30 min. af hinni upprunalegu lengd. Siðast, en ekki sist, er þetta SIGURDUR SVERRIR PÁLSSON sýningareintak (eins og hin) „dubb- að" með enskum röddum, þannig að allt nálægðarsamband við leikar- ana -— eða fólkið — á tjaldinu er endanlega rofið. Af þessum atriðum má vera Ijóst, að það er í raun útilokað að gagn- rýna myndina á heiðarlegan hátt. Pasolini rammar sögurnar i mynd- inni af með einni sögu um ambátt- ina Zumurrud og Nuredin, sem segir frá ást þeirra. aðskilnaði og leit þeirra hvors að öðru og endurfund- um i lokin. Inn i þennan ramma fléttar Pasolini ýmsar óskyldar sög- ur. og meðal þeirra má nefna sög- una af Haroun — al — Rachid og drottningu hans, sem leiddu saman tvö ungmenni og veðjuðu um það sin á milli hvort þeirra yrði fyrr ástfangið af hinu og sannaði þar með að an olettaaa urangurinn var hins vegar jafn. Veiðimaðurinn Taji rekst að föru- manninn Aziz, sem segir honum frá þvi, að á brúðkaupsdaginn hafi hann rekist á svo undurfagra konu, Badur, að hann hafi orðið fráhverfur brúði sinni. Azizi. Hann nýtur þó stöðugrar hjálpar Azizi við að vinna Badur uns Azizi deyr af sorg. Aziz er neyddur til að giftast Ertay og þegar Badur kemst að þvi, geldir hún Aziz. Taji verður svo mikið um söguna að hann heimtar að Aziz komi með sér að leita uppi og ná ástum Dunia prinsessu. Hann tekur með sér tvo heilaga menn til að vinna fyrir síg listaverk i garði Dunia og lætur þá segja sér frá þeirri reynslu, sem færði þá svona „nálægt guði". Sá eldri segir frá þvi, hvernig hann komst i kynni við fallega ambátt og eigandi hennar, djöful, sem drap ambáttina og breytti honum i apa. Apinn er leystur úr ánauð fyrir til- Pier Paolo Pasolini verknað konungsdóttur, sem geldur fyrir það með lifi sinu. Sá yngri segir frá þvi hvernig hann fékk þá köllun að fara til hafs. eyða klettferliki með þvi að kasta likneski efst á klettinn i sjóinn og hvernig hann vaknaði á óþekktri strönd. Þar er kaupmaður nokkur að fela son sinn til að vernda hann fyrir þeim spádómi. að drengurinn verði drepinn þennan dag. Ungi maðurinn gerist vinur drengsins en drepur hann undir álögum í svefni um nóttina. og ger- ist siðan förumaður, er hann kemst afturtil meginlandsins f upphafi myndannnar setur Paso- lini fram eins konar formála, þar sem segir: „Hinn algjöra sánnleika er ekki að finna I einum draumi, heldur mörgum draumum." Setn- ingin á trúlega aðeins við þessa mynd og þær sögur, sem þar eru sagðar (að tveimur slepptum og öðr- um styttum) en sjálfsagt gæti hún einnig átt við hinar myndirnar. þannig að ef þær væru skoðaðar i heild birtist manni einhver alger sannleikur. Þó efa ég það. S nn- leikurinn er hins vegar sá, að i 1001 nótt er litið minna um kynlifslýsing- ar en i Kantaraborgarsögunum og fólkinu verður tiðrætt um fikjur og banana. En vegna þess að 1001 nótt er ekki klámmynd gengu tveir heiðursmenn út af þeirri sýningu, sem ég sat. og höfðu á orði, að fara aldrei að sjá klámmynd framar (hvað og auglýsingin á myndinni, „djörf", gefur til kynna) Hvað myndin er eða hvaða gagnrýni hún hefur fram að færa á nútimann er túlkunaratriði hvers og eins. Ýmsir gagnrýnendur telja þetta vera bestu myndina í þrileiknum og það má ef til vill til sanns vegar færa með tilliti til ævin- týralegra landslagsmynda, umhverf- is og búninga. ftalski gagnrýnand- inn Lino Micciché, sem var sammála þvi, að þetta væri besta myndin i þrileiknum. bætti þó við þeirri þver sögn i lok setningarinnar, að „von- andi væri þetta siðasta myndin' Röksemdafærslur þeirra sunnan manna eru ofvaxnar mínum skilningi. ssp David Bowie I mynd Nicolas Roeg, The Man Who Fell to Earth, sem sýnd verður é nastunni ( Háskólabiói Þunnur þrettándi— B jartara f ramundan? ÞEGAR þetta er skrieað er runnin upp þréttándi i sjónvarpsleysi og heldur er myndaúrval kvikmyndahús- anna af lélegri endanum. En ef til stendur það til bóta, því Háskólabíó er nú farið að sýna úr mynd Roegs, The Man Who Fell to Earth (með David Bowie í aðalhlutverki) og Stjörnubíó er farið að sýna úr Robin and Marian eftir Richard Lester, svo túlega verða þessar myndir sýndar bráðlega. Russian Roulette (am. 1975, leikstjóri Lou Lombardo) er „þriller" í miðlungsgæðaflokki. Lombardo var áður klippari hjá Altman, en í þessari fyrstu mynd sinni, sýnir hann lítinn skyldleika við lærimeistara sinn. George Segal leikur hér lögregluforingja í kanadíska riddaraliðinu, sem hefur verið leystur frá störfum um stundar- sakir. Honum er falið það vafa- sama (og ólöglega) verkefni að fjarlægja Rússa nokkurn um stundarsakir, meðan opinber heimsókn Kosigyns stendur yf- ir. Segal mistekst hins vegar, því einhver verður á undan honum að fjarlægja Rússann, sem hann kemst að, að er i þjónustu CIA. Hér eru þvi á ferðinni fleiri og stekari öfl en Segal var látinn halda i fyrstu. Takmarkið er að myrða Kosigyn, og Segal kemst i hann krappan við að reyna að bjarga honum. Eina augnablik léttmet- is I myndinni er gamla konan, sem getur ómögulega borið nafn Kosigyns rétt fram. The Food of the Gods (Am. 1976, leikstjóri Bert I. Gordon) er blygðunarlaust auglýst undir stórum stöfum sem „H.G. Wells' Masterpiece", en i upp- hafi myndarinnar er þó viður- kennt, að hún sé aðeins byggð á „portion" hluta úr bók hans. Sennilega er grunnhugmyndin að þessari framtiðarhrollvekju f engin að láni hjá Wells en trú- lega mundi hann vilja afneita þvi að vera á nokkurn hátt tengdur þessari mynd, sem er ótrúlega grunnfærnislega gerð. Leikur og persónusköpun er hlægilegur afkáraskapur og all- ir effektar (risabroddflugur, risahani, risarottur og risaorm- ur) eru hreinasta klám eins og þeir eru framkvæmdir I mynd- inni. Nóg umþað. Confessions of a Driving Instructor (Brezk, 1976, leik- stjóri Norman Cohen) er þriðja myndin I þessum nýbyrjaða, breska myndaflokk, sem er eins konar arftaki Carry On — myndanna. Fyrsta myndin, Confessions of a Window Cleaner hef ur þegar verið sýnd hér, en mig rekur ekki minni til að haf a séð mynd no 2. auglýsta hér, en hún heitir Confessions of a Pop Performer. Munurinn á Confessions- myndaflokknum og Carry On — flokknum er timanna tákn: I Carry On myndunum færðist það æ meir í vöxt, að leikararnir töluðu í tviræðum tón um kynlifið, í Confessions-flokknum fram- kvæma þeir hið talaða orð, og fyndnin er horfin með tviræðn- inni. Robin Askwith (Timmy Lea) er ótrúlega ósannfærandi i hlutverki sinu og fráhrind- andi vegna takmarkaðra leik- hæfileika sinna og svipað má segja um svila hans, sem leik- inn er af Anthony Booth. Þeir komast ekki með tærnar þar sem Sidney James & Co. hafði hælana, og er þá mikið sagt. Síðast en ekki sist er vert að minnast á það lofsverða fram- tak Nýja Biós að endursýna í búnka nokkrar af sínum best stóttu myndum á siðustu árum. Vafalitið kunna margir vel að meta þetta tækifæri til að sjá myndir, sem þeir hafa misst af eða fá að endurnýja kunnings- skap við skemmtilegt verk. Vafalitið er þetta einnig arð- samt fyrir kvikmyndahúsið og þegar arðsemi og gagnsemi geta farið saman, verður þess vonandi ekki langt að biða, að önnur kvikmyndahús taki sér Nýja Bíó til fyrirmyndar i þessu efni. Það væri heillaspor, þvi kvikmyndir, eins og önnur listaverk eru ekki bara gerð til þess að njóta þeirra einu sinni. Góð vísa verður aldrei of oft kveðin. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.