Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ¦ tapaö — fundiö Sá sem tók í misgrip um Ijósan burberry regnfrakka i Ameriska sendiráðinu 4. júli s.l. er beðinn að láta vita i sima41809. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Til sölu nýlegur 200 litra rafmagns- hitakútur. Uppl. i sima 51018. husnæöi óskast Reglusöm barnlaus hjón (í fastri atvinnu) óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð helst nálægt Háskólanum. Einhver fyrirframgreiðsla kemur til greina. Meðmæh. Uppl. i sima 24739 eftir kl. 18. Útivistarferðir Sunnud. 17.7 kl. 13 Hengladalir, ölkeldur, hverir, létt ganga. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Skarðs- mýrarfjall fyrir fjallafólkið. Verð 800 kr. fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í., vestanverðu. Munið Noregsferðina. Nú er hver að verða siðastur. Útivist. i. KFUM ' KFUK K.F.U.M. K.F.U.K. Almenn samkoma í húsi fél- aganna Amtmannsstig 2 B sunnudagskvöld kl. 20:30. Hjalti Hugason guðfræðingur talar. Allir velkomnir. Fíladelfía Krikjukórinn og hljómsveitin frá Öckerö talar og syngur i kvöld kl. 20. SÍMAR. 11798 og 19533. Laugardagur 16. júlí kl. 13.00 Esjuganga nr. 14. Skráning á melnum fyrir austan Esjuberg. Gjald kr. 100. Farið frá Umferðamið- stöðinni að austanverðu. Verð kr. 800 gr. v/bílinn. Fararstjóri: Kristinn Zophoniasson. Sunnudagur 17. júlí kl. 10.00. 1. Fjöruferð við Stokkseyri. Tind söi o.fi. fjörujurtir, sem notaðar voru til manneldis fyrr á timum. Verið i gúmmistígvélum og hafið ilát meðferðis. Leiðbein- andi: Anna Guðmundsdóttir, húsmæðrakennari. Baug- staðabúið verður skoðað í ferðinni. 2. Gönguferð á Ingólfsfjall. Fararstjóri: Magnús Guðmundsson. Verð kr. 1500 gr. v/bilinn. Farið frá Umferðamiðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag íslands. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar til söiu titboö — útboö þakkir Beltagrafa tilsölu JCB 7C 1971. Vinnust. ca. 4500 í góðu lagi. Upplýsing- arísíma 10430. Til sölu Fruerhauf Hafnarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í að leggja vatnslögn um Óseyrarbryggju. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð, á sama stað mánu- daginn 25. júlí kl. 10. malaraflutningavagn 21 rúmm. sem nýr, 3ja öxla, þar af ein lyftihásing. Uppl. i síma 81 305. Hjólhýsi til sölu Cavalier 4-40 GT hjólhýsi sérlega vandað og vel með farið til sölu. Er með eldavél ísskáp og góðri kyndingu. Til sýnis á laugardag og sunnudag kl. 1—4 e.h. báða dagana að Höfðatúni 6. Uppl. í símum 15288og 18647. ÚTBOÐ Tilboð óskast i raflagnir að hreyflum, rofum, skynjurum o.fl. i dælustöð Hitaveitu Reykjavikur við Reykjahlið i Mosfellsdal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 1 6 ágúst n.k. kl. 11.00f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR j Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 ;EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér hlýhug og vináttu á sjötíu ára afmæli mínu, sem var 7. þ.m. Soffía Pálsdóttir Stykkishólmi húsnæöi f boöí Húsnæði við Hafnarstræti Mjög hentugt fyrir skrifstofur eða léttan iðnað, til leigu nú þegar. Bogi Ingimarsson hrl, Flókagötu 56, sími 16595 ^lagsstmf Reykjaneskjördæmi Næsti fundur prófkjörsreglunefndar verður mánudaginn 18. júli, nk. að Lyngási 1 2. Garðabæ og hefst kl. 1 7.30. Formaður. — Vextir hækka með verðbólgu Framhald af bls. 40 nýju reikningum vel tekið, og eru nú rúmlega 20% af sparifé innlánsstofnana á þeim, og ljóst er, að þeir hafa átt meginþátt í þvi að stefna þróun sparifjár- myndunarinnar aftur til betri vegar. Varð aukning spariinnlána á sl. ári 36% og í fyrsta skipti síðan 1972 jókst sparifé að raun- gildi. Vonir um áframhald þessarar þróunar hafa hingað til fyrst og fremst verið bundnar áframhald- andi hægfara minnkun verðbólgu. Nú er hins vegar hætt við að verðbólgan muni fara vaxandi á næstu mánuðum og stefna hag sparifjáreigenda og fjárhagsgetu bankakerfisins á ný í tvísýnu. Að mati bankastjórnar Seðlabankahs er nauðsynlegt, að brugðizt sé við þessari þróun með breytingum á ávöxtunarkjörum innlánsstofnana, þar sem öflug, frjáls sparifjármyndun er ein mikilvægasta forsenda jafnvægis í þjóðarbúskapnum. Ella er hætt við, að sá árangur, sem náðst hef ur á þessu og slðasta ári, renni út i sandinn. Einnig verður að gæta þess, að hagsmunir spari- fjáreigenda verði ekki bornir fyr- ir borð, og þeir látnir gjalda verð- bólguþróunar, sem þeir hafa sízt allra borið ábyrgð á. Bankastjórn Seðlabankans telur þvi nauðsynlegt að þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að bæta ávöxtun sparifjár með hliðsjón af núverandi verðbólgu- stigi. Vegna þeirrar óvissu, sem rikjandi er varðandi framvindu verðlags næsta hálft annað ár og fastari visitölubindingu launa og verðlags en verið hefur, er einnig orðin brýn þörf á því að gefa sparifjáreigendum meiri trygg- ingu fyrir ávöxtun innstæðna sinna fram í timann. Bankastjórn Seðlabankans hefur nú að höfðu samráði við bankaráð, ákveðið breytingar á vaxtakerfinu með það fyrir aug- um að ná framangreindum mark- miðum. Þessar breytingar eru þríþættar. 1 fyrsta lagi verður stefnt að þvi að veita innstæðueigendum veru- lega tryggingu gegn áhrifum aukinnar verðbólgu i framtiðinni, en það verður gert með því að taka inn í vextina ákveðinn verðbótaþátt, er verði breytt reglulega til hækkunar eða lækkunar með hliðsjón af verðlagsþróuninni. I öðru lagi verða heildarvextir af vaxtaaukainnlánum hækkaðir um 4%, svo að þessi innlán bera nú 26% vexti. A móti þessari hækkun kemur V4%—1% hækkun almennra útlánsvaxta. í þriðja lagi eru jöfnuð til fulls þau lánskjör, er einstakir at- vinnuvegir njóta að þvi er varðar birgða- og rekstrarlán, sem endur- kaupanleg eru af Seðlabankan- um. Verður nú vikið nánar að ein- stökum þáttum hins endurskoð- aða vaxtakerfis, en það mun taka gildi 1. ágúst n.k., en formleg til- kynning um það mun væntanlega birtast i Lögbirtingablaði hinn 20. þ.m. Meginbreytingin er i því fólgin, að allir innláns- og útlánsvextir, nema af innstæðum í tékka- reikningum, munu skiptast í tvo þætti, grunnvexti og verðbótaþátt vaxta. Verður verðbótaþættinum breytt reglulega, svo að vextirnir í heild verði hreyfanlegir með til- liti til breytilegs verðbólgustigs, en grunnvöxtum verði ekki breytt nema sérstakt tilefni sé til. Grunnvextir i hinu nýja kerfi hafa verið ákveðnir þannig, að þeir eru I flestum tilvikum um það bil helmingi lægri en núgild- andi vextir og lægri en vextir hafa verið siðan 1960. Grunnvext- ir af almennum sparifjár- reikningum verða 5%, en til við- bótar þeim kemur siðan verðbóta- þáttur vaxta, er nemur i upphafi 8%, sem svarar til um 30% af núverandi verðbólgustigi. Heildarvextir af almennu sparifé munu þvi ekki breytast að sinni. Hins vegar mun Seðlabankinn fyrst um sinn endurskoða verð- bótaþáttinn að jafnaði ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti með hliðsjón af verðlags- þróuninni, og verður I upphafi miðað við að hann hækki um nálægt 60% af því sem verðbólg- an kann að verða umfram 26% á ársgrundvelli. Aherzla skal lógð á það að hverju sinni verður um að ræða sérstaka vaxtaákvörðun Seðlabankans, þar sem hliðsjón verður höfð af verðlagsbreyting- um samkvæmt visitölu fram- færslukostnaðar. Verðbótaþáttur- inn verður þvi ekki fast bundinn við auglýsta visitölu samkvæmt ákveðnum reiknireglum. Samkvæmt hinum nýju reglum hækkar heildarávöxtun vaxta- aukainnlána úr 22% i 26%, en þar af verða 18% grunnvextir og 8% verðbótaþáttur. Grunnvextir vixla verða 9Í4% og verðbóta- þáttur 8% eða alls 17'4%. Af vaxtaaukaútlánum reiknast 19% grunnvextir og 8% verðbótaþátt- ur eða alls27%. Samkvæmt hinum nýju reglum bera öll endurseljanleg birgðalán og rekstrarlán atvinnuveganna framvegis sömu vexti. Eru grunn- vextir þeirra 3% og verðbóta- þáttur 8% eða alls 11% á ári. Nú eru þessir vextir mjög breytilegir, eða allt frá 8% upp i 15%. Grunn- vextir svokallaðra útgerðarlána verða 6% og verðbótaþáttur vaxta 8%eðaallsl4% á ári. Bent skal á það að dráttarvextir hækka úr 2'/4% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði i 3%. Einnig skal vakin athygli á þvi að nú eru felld niður sérstök ákvæði um skuldabréfalán, sem veitt eru til skemmri tima en tveggja ára og skuldabréf, sem gefin voru út fyr- irl. mai 1973. A eftirfarandi töflu eru sýndir helztu inn- og útlánsvextir fyrir og eftir framangreindar breyt- ingar. > extir efti r breytinguna Núgild-andi V. runnve\lir ' 'errihólaþállur lic ilflari«>\tir vextir á ári í % VM\I a á ári 8 % áári r % 13 k ai i 1 ",, Almennar bækur 5 IX 6 mán. bækur 6'/i 8 14 W 14'/íf 1 árs bækur 8 8 16 16 10 ára bækur 8 8 16 16 Vaxtaaukareikn. 18 8 26 22 Veltiinnlán 3 - 3 3 Víxilvextir 9 'A 8 17 'Á 16'- Hlr. yfirdr. vextir 6 8 14 14 Hlr. viðskiptagj. s - 5 1 Skuldabrrf a 11 8 19 18 Skuldabréf b 1? X 20 T" Endurs. birgða- og rekstrarlán a 8 11 8-1.". Útgerðarlán i 6 8 14 l.f ¦* 'axtaaukalán 19 8 27 ms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.