Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. júlí 1977 Helmut Schmidt Harðfylginn maður, sem talar tæpitungulaust Þegar Helmut Schmidt tók viö kanslaraembætti i Vestur-Þýzkalandi fyrir rúmum tveimur árum, átti flokk- ur sósíal-demókrata mjög i vök að verj- ast. Innan flokksins rikti óeining og leiðtogi hans og þáverandi kanslari, Willy Brandt, var gagnrýndur bæði fyrir stefnu sína og stjórn flokksins. Þegar njósnarinn GUnther Guillaume, sem verið hafði náinn aðstoðarmaður kanslarans, var handtekinn, sá Brandt sér ekki fært að sitja áfram i embætti, þótt ekki gæti njósnahenykslið skrif azt á reikning hans nema sem vanrækslu- synd. Um það leyti, sem Brandt sagði af sér, sýndu skoðanakannanir, að fylgi flokksins var ekki nema um 27%. Það hafði aldrei verið minna, en aðeins tveimur árum áður þegar flokkurinn vann sinn mesta kosningasigur árið 1972, fylktu sér um hann tæp 45% þjóðarinnar. Hafði á þessum tima stöð- ugt hallað undan fæti fyrir flokknum, og virtist allt leggjast á eitt. Stjórnin var sökuð um vanefndir kosningalof- orða, órólegt var á vinnumarkaði, ost- pólitík Brandts, sem hann taldi sjálfur eitt mesta afrek sitt í stjórnmálum, var á góðri leið með að renna út i sandinn, og kanslarinn var sakaður um undan- látssemi við kommúnista og rangt mat á utanríkismálum, enda þótt enginn bæri brigður á að tilgangurinn væri góðra gjalda verður. Þegar ofan á allt þetta bættist, að kanslarinn hafði alið austur-þýzkan njósnara eins og snák sér við brjóst, var mælirinn fullur. Hann átti ekki annars úrkosti en að segja af sér. Þannig var ástandið er Helmut Schmidt tók við, en I kosningunum I október 1976 hlaut Sóslal- demókrataflokkurinn 42.6% fylgi. Ekki mátti tæpara standa, flokkurinn tapaði að vísu verulegu fylgi milli kosninga, og enda þótt Kristilegir demókratar væru hinir raunverulegu sigurvegarar í þessum kosningum, gilti hér enn sem fyrr spurningin um að vera eða vera ekki. Frjálsir demókrat- ar höf nuðu bónorði Kristilegra demó- krata, en kusu í staðinn áframhaldandi stjórnarsamvinnu við flokk Schmidts. Helmut Schmidt hefur allt frá þvi að hann hóf afskipti af stjórnmálum feng- ið orð fyrir að vera maður harðfylginn, sem ekki skortir sjálfstraust. Hann er vanur að tala tæpitungulaust, hvort sem í hlut eiga háir eða lágir innan flokksins. Misliki honum á hann það til að móðga menn, en sú óvild, sem slíkt hefur á stundum bakað honum, hefur sjaldan háð honum til frambúðar. Hann er, eins og óf áir meiriháttar stjórnmálamenn, einfari, þótt hann eigi ekki bágt með a blanda geði við menn þegar á þarf að halda. Þegar Brandt sagði af sér þurfti flokkur sósial-demókrata umfram allt á sterk- um leiðtoga að halda, sem treystandi var til að halda uppi aga i flokknum, og sá maður var óumdeilanlega Helmut Schmitd. Kanslarinn var að því spurður hvort úrslit kosninganna og fylgistap jafn- aðarmannaflokka annars staðar í Evrópu um sömu mundir, ásamt þeirri staðreynd, að stjórn hans hefði nú ekki nema 8 sæta meirihluta á þingi i stað 28 áður, hefðu þau áhrif að hann drægi saman seglin, gerði út á lygnari mið og sveigði stef nuna nær miðju, var svarið hreint og afdráttarlaust nei. Það skipti ekki máli, sagði kanslarinn, hvort stjórnin hefði mikinn meirihluta eða nauman, — meirihluti í sjálfum sér nægði til að framfylgja ákveðinni stef nu. Hann bætti þvi við, að naumur meirihluti gæti komið I góðar þarfir, þvi að hann gerði það að verkum, að hægara væri að halda uppi aga meðal þingmanna stjórnarinnar. Þessi um- mæli bera þess augljóst vitni, að hér er á ferðinni maður, sem ólíklegur er til að láta timabundnar aðstæður og at- kvæðahagsmuni ráða gerðum sinum. Um þær mundir sem fylgi reittist af flokknum jafnt og þétt I byggðakosn- ingum árið 1974 og sósíal-demókratar urðu meðal annars að sjá af öruggu vigi sinu í Hamborg, sem I þokkabót er heimakjördæmi Schmidts, kallaði Brandt fyrir sig helztu Ieiðtoga flokks- ins og spurði þá einn af öðrum um f ramlag þeirra til kosningabaráttunn- ar. Þegar röðin kom að Schmidt hreytti hann út úr sér: „Ekkert", og snéri sér að bragði að þvi að gagnrýna Brandt fyrir stjórn hans á flokknum. Helmut Heinrich Waldemar Schmidt fæddist í Hamborg 23. desember 1918. Faðir hans var kennari og fékk dreng- urinn dæmigert miðstéttaruppeldi. Bernskuslóðirnar voru í Barmbek — íbúðarhverfi, sem að mestu leyti er byggt verkamannaf jölskyldum og þar sem kommúnistar höfðu mikil áhrif. Hið stjórnmálalega andrúmsloft hafði þó ekki áhrif á Schmidt i uppvextinum, því að hann hefur alla tíð verið ein- dreginn andstæðingur kommúnista. Þegar hann hafði aldur til gekk hann i lið með Hitlers-æskunni, eins og svo f jölmargir þýzkir drengir á þessum ár- um. A unglingsárunum var hanh um tfma f þegnskylduvinnu, en þegar hann var um það bil að hef ja háskólanám til að verða húsameistari, var hann kallað- ur i herinn. I striðinu barðist Schmidt fyrst á austurvigstöðvunum en síðar í Vestur- Evrópu. I stríðslok tóku Bretar hann til f anga, og i f angabúðunum varð hann fyrir þeim stjórnmálaáhrifum af félög- um sinum, sem siðan leiddu til þess að hann gekk i f lokk með sósialdemókröt- um. Við heimkomuna hóf hann hag- fræðinám við Hamborgarháskóla, en að því loknu var hann við stjórn efnahags- og samgöngumála í Hamborg, sem var að rísa úr öskunni, jafnframt þvi sem hann var virkur þátttakandi í flokks- starfseminni. HeJmut Schmidt var fyrst kjörinn á sambandsþingið er hann var 34 ára að aldri, og þar hefur hann átt sæti siðan, að undanskildum f jórum árum', er hann var þingmaður á fylgisþinginu i Hamborg, þar sem hann var umsvif a- mikill og vakti meðal annars á sér óskipta athylgi fyrir forystu sina í björgunarstarfi þegar mikil flóð urðu við norðurströnd Þýzkalands, og þótti ýmsum hann vera þar stjórnsamur um of og varpa skugga á borgarstjóra og Framhald á bls. 16. Helmut Schmidt Hannelore Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.