Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULt 1977 Myndin er tekin af Lorelei-klettinum og fyrir neðan eru grynningarnar, þar sem sjómennirnir steyttu skipum sínum' Ljósm. Ó1.K.M. flugið er í.raun upphafið af hinu sögulega N- Atiandshafsflugi Loftleiða. A þessu árabili var Hamborg ásamt Kaupmannahöfn aðal- áfangastaður Loftleiða austan hafs, og var þá venjulega lent þar þrisvar i viku yf ir sumar- tímann og tvisvar á veturna. Félagið galt þess hins vegar, aö það bauð verulega lægri far- gjöld á þessari flugleið en önn- ur félög, þvi að í Þýzkalandi voru settar vissar takmarkanir á auglýsingar f élagsins i Þýzka- landi. Leiddi þetta smám sam- an til þess að f élagið varð að draga þar saman seglin, og fengu Loftleiðamenn þá auga- stað á Luxemburg, sem nú er aðalviðkomustaður félagsins austan Atlandshafs, eins og all- ir vita. Hins vegar má eftir sem áður segja að f rá Luxemborg sinni Loftleiðir áfram þýzka markaðinum og allt fram til þessa dags hefur það haldið uppi föstum áætlunarferðum með bilum frá Luxemborg til Frankfurt með ýmsum við- komustöðum í þýzkum borgum, sérstaklega í Rinarlöndum. Auk áætlunarflugsisn hafa Flugleiðir einnig í vaxandi mæli annazt leiguflug frá Þýzkalandi til Islands með þýzka ferðamenn, og á timabil- inu frá apríl til júní voru f arn- ar 12 slíkar f erðir með alls um 1500 þýzka f erðamenn. Fram- hald á þessu leiguflugi er siðan áformað aftur í haust. Arnarflug hefur einnig gert samning við þýzkar ferðaskrif- stofur um leiguflug hingað til lands, en þessar f erðir eru ein- ungis bundnar við þýzka ferða- menn. Fyrirgreiðslu hér á landi Vestur-Þjóðverjar næst fjölmennast- ir erlendra ferðamanna hér á landi VESTUR-ÞJÓÐVERJAR ferð- ast lfklega mest allra þjóða i Evrópu, og þykja viðast hvar aufúsugestir vegna þess að i pyngjum þeirra eru digrari sjóðir en gerist og gengur með- al ferðalanga af öðru þjóðerni. Hins vegar f ara ýmsar sögur af hátterni Þjóðverja sem f arða- langa, en það er önnur saga og ekki er óliklegt að öfundin eigi þar einhvern hlut að máli. ísland hefur sem betur fer ekki f arið varhluta af f erðaþrá Þjóðverja, og áhugi Þjóðverja á að kynnast landi hefur vaxið ört á síðustu árum. A sl. ári voru þýzkir ferðamenn 10.100 af liðlega 70 þúsund erlendum ferðamönnum. Nú koma hingað margir og stórir hópar þýzkra f erðamanna á vegum ýmissa aðila, og í júnímánuði einum var fjöldi þeirra rúmlega 1500. Aðeins Bandaríkjamenn voru f jölmennari, en þá er þess að gæta að þeir hafa alla jafnan skemmri viðkomu hér á landi, og er þess vegna ekki óliklegt að gjaldeyristekjur af ferða- mönnum frá þessum tveimur þjóðum séu svipaðar þrátt fyrir töluverðan mun á höfðatölu. Þótt viðskiptaf jöf nuður V- Þýzkalands og Islands sé okkur verulega í óhag, er f erðamála- jöf nuðurinn okkar verulega hagstæður og má það vera nokkur huggun. Nokkrir Islendingar leggja þó jaf nan ieið sfna til Þýzkalands á hverju ári, og fáeinar ferða- skrifstofur hafa á boðstólnum skipulagðar ferðir til Þýzka- lands. Aðallega er þá ferðinni heitið um Rinarlöndin. Það verður að teljast ósenni- legt að Þjóðverjum muni takst að ná jöf nuði á þessu sviði í næstu framti'5, þvi að ferða- málamenn liér heima fyrir tslenzkur ferðamannahópur á siglingu á Rfn leggja allt kapp á að laða enn fleiri Þjóðverja hingað til lands, og virðist verða vel ágengt. Er þess skemmst að minnast, að Flugleiðir hófu í fyrrasumar áætlunarflug til nýs áf angastaðar i Þýzkalandi — Dusseldorf — og heldur því uppi yfir sumartímann viku- legu áætlunarflugi til tveggja borga í Þýzkalandi — DUsseldorf og Frankf urt. Það er Flugfélag Islands sem annast báðar þessar f lugleiðir. Félagið hafði þó áður reynt fyr- ir sér i Þýzkalandi, en þá ekki haft árangur sem erfiði. Það var árið 1955 að Flugfélagið hóf reglulegt áætlunarflug til Hamborgar, og var það fram- hald af Kaupmannahafnarflug- inu. Hamborgarflugið lagðist þó af 1962, og var það ekki fyrr en niu árum siðar eða 1971 að félagið hóf á nýjan leik að fara reglulega eina ferð í viku til Frankfurt að sumrinu. Hefst áætiunarflug félagsins á þess- ari leið venjulega um miðjan júní og standa fram til ágúst- loka. DUsseldorf-flugið hófst síðan I fyrrasumar eins og áður segir og er haldið uppi frá þvi snemma i júlí til ágústloka, þannig að þessum ferðum er beinlfnis ætlað að sinna sumar- ferðalögum Þjóðverja fyrst og fremst. Góð reynsla hefur fengizt af báðum þessum flugleiðum, og má t.d. nefna, að á Frankfurt- leiðinni fékkst í fyrrasumar rétt um 78 + sætanýting með Boeing-þotu, sem tekur 126 f ar- þega, en í sumar var ákveðið að stórauka sætaframboðið með þvf að setja DC-8 inn á þessa leið, en hún tekur 248 farþega. DUsseldorf-leiðinni er hins veg- ar annað með Boeing-þotu eins og í fyrra, en nýting þá var rétt innan við 70%, sem þykir sér- lega hátt hlutfall af nýrri flug- leið að vera. Loftleiðir fljúga hins vegar ekki til Þýzkalands nú, en sú var þó tíðin að vélar félagsins voru tíðir gestir á flugvellinum í Hamborg. Þetta var á árunum 1953 til 1962, og Hamborgar- annast Samvinnuferðir, og er gert ráð fyrir 6—7 ferðum í sumar með um 20 manna hópa en einnig hafa verið hér á ferð stærri hópar eða allt upp í 170 manns, sem fyrst og fremst haf a brugðið sér hingað í helgarf erð, búið á hótelunum i Reykjavík en siðan keypt sig inn I hinar ýmsu ferðir sem bjóðast, bæði um Reykjavík og til sögufrægra staða í nágrenn- inu. Þá annast Samvinnuferðir einnig móttöku tveggja skemmtif erðaskipa, sem hér haf a 7—8 viðkomur í sumar með samtals um 2000—3000 manns, þar sem Þjóðverjar eru yfirgnæfandi hluti farþega. Urval/Zoéga annast móttökur flestra skemmtiferðaskipanna sem hingað koma, og þar eru Þjóðverjar stærsti hópurinn Ferðaskrifstofa ríkisins ann- ast hins vegar móttöku flestra þýzku ferðamannahópanna, sem koma hingað til Iands i sumar. Er þar um að ræða skipulagðar hringferðir um landið og er 31 slík í sumar einvörðungu skipuð þýzkum ferðamönnum, venjulega um 23 í hverri ferð. Þá er ferðaskrif- stof an með 59 skipulagðar f erð- ir fyrir ýmsa blandaða hópa, en þar eru þó Þjóðverjar iðulega verulegur hluti. Einnig hafa hálendisferðir átt vaxandi að- sókn að f agna, og þá ekki sízt meðal þýzkra ferðamanna, sem hingað koma, og bæði Ferða- skrifstofa Ulfars Jakobssen og Guðmundur Jónasson ef na til slikra ferða í sumar og næsta sumar hefur Ferðaskrifstofa ríkisins einnig í hyggju að hef ja slíkar ferðir. Flest bendir því til þess að hlutur Þjóðverja i ferðamannaþjónustu hérlend- is eigi enn eftir að vaxa á næstu árum. 10.100 Þjóðverjar komu hingað á síóastliðnu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.