Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 flugið er I raun upphafið að hinu sögulega N- Atlandshafsflugi Loftleiða. Á þessu árabili var Hamborg ásamt Kaupmannahöfn aðal- áfangastaður Loftleiða austan hafs, og var þá venjulega ient þar þrisvar i viku yfir sumar- tímann og tvisvar á veturna. Félagið galt þess hins vegar, að það bauð verulega lægri far- gjöld á þessari flugleið en önn- ur félög, því að í Þýzkalandi voru settar vissar takmarkanir á auglýsingar félagsins i Þýzka- landi. Leiddi þetta smám sam- an til þess að félagið varð að draga þar saman seglin, og fengu Loftleiðamenn þá auga- stað á Luxemburg, sem nú er aðalviðkomustaður félagsins austan Atlandshafs, eins og all- ir vita. Hins vegar má eftir sem áður segja að frá Luxemborg sinni Loftleiðir áfram þýzka markaðinum og allt fram til þessa dags hefur það haldið uppi föstum áætlunarferðum með bilum frá Luxemborg til Frankfurt með ýmsum við- komustöðum í þýzkum borgum, sérstaklega i Rinarlöndum. Auk áætlunarflugsisn hafa Flugleiðir einnig i vaxandi mæli annazt leiguflug frá Þýzkalandi til Islands með þýzka ferðamenn, og á tímabil- inu frá april til júní voru farn- ar 12 slikar ferðir með alls um 1500 þýzka ferðamenn. Fram- hald á þessu leiguflugi er síðan áformað aftur í haust. Arnarflug hefur einnig gert samning við þýzkar ferðaskrif- stofur um leiguflug hingað til lands, en þessar ferðir eru ein- ungis bundnar við þýzka ferða- menn. Fyrirgreiðslu hér á landi Myndin er tekin af Lorelei-klettinum og fyrir neðan eru grynningarnar, þar sem sjömennirnir steyttu skipum sínum- Ljósm. Ól.K.M. VESTUR-ÞJÓÐVERJAR ferð- ast lfklega mest allra þjóða í Evrópu, og þykja víðast hvar aufúsugestir vegna þess að i pyngjum þeirra eru digrari sjóðir en gerist og gengur með- al ferðalanga af öðru þjóðerni. Hins vegar fara ýmsar sögur af hátterni Þjóðverja sem farða- langa, en það er önnur saga og ekki er ólfklegt að öfundin eigi þar einhvern hlut að máli. Island hefur sem betur fer ekki farið varhluta af ferðaþrá Þjóðverja, og áhugi Þjóðverja á að kynnast landi hefur vaxið ört á siðustu árum. Á sl. ári voru þýzkir ferðamenn 10.100 af liðlega 70 þúsund erlendum ferðamönnum. Nú koma hingað margir og stórir hópar þýzkra ferðamanna á vegum ýmissa aðila, og i júnímánuði einum var f jöldi þeirra rúmlega 1500. Aðeins Bandaríkjamenn voru fjölmennari, en þá er þess að gæta að þeir hafa alla jafnan skemmri viðkomu hér á landi, og er þess vegna ekki óliklegt að gjaldeyristekjur af ferða- mönnum frá þessum tveimur þjóðum séu svipaðar þrátt fyrir töluverðan mun á höfðatölu. Þótt viðskiptafjöfnuður V- Þýzkalands og Islands sé okkur verulega í óhag, er ferðamála- jöfnuðurinn okkar verulega hagstæður og má það vera nokkur huggun. Nokkrir Islendingar leggja þó jafnan leið sina til Þýzkalands á hverju ári, og fáeinar ferða- skrifstofur hafa á boðstólnum skipulagðar ferðir til Þýzka- lands. Aðallega er þá ferðinni heitið um Rinarlöndin. Það verður að teljast ósenni- legt að Þjóðverjum muni takst að ná jöf nuði á þessu sviði i næstu framííð, því að ferða- máiamenn hér heima fyrir íslenzkur ferðamannahópur á siglingu á Rín. leggja allt kapp á að laða enn fleiri Þjóðverja hingað til lands, og virðist verða vel ágengt. Er þess skemmst að minnast, að Flugleiðir hófu í fyrrasumar áætlunarflug til nýs áfangastaðar í Þýzkalandi — Dússeldorf — og heldur því uppi yfir sumartimann viku- legu áætlunarflugi til tveggja borga í Þýzkalandi — Dússeldorf og Frankfurt. Það er Flugfélag lslands sem annast báðar þessar flugleiðir. Félagið hafði þó áður reynt fyr- ir sér I Þýzkalandi, en þá ekki haft árangur sem erfiði. Það var árið 1955 að Flugfélagið hóf reglulegt áætlunarflug til Hamborgar, og var það fram- hald af Kaupmannahafnarflug- inu. Hamborgarflugið lagðist þó af 1962, og var það ekki fyrr en niu árum siðar eða 1971 að félagið hóf á nýjan leik að fara reglulega eina ferð í viku til Frankfurt að sumrinu. Hefst áætlunarflug félagsins á þess- ari leið venjulega um miðjan júni og standa fram til ágúst- loka. Dússeldorf-flugið hófst síðan í fyrrasumar eins og áður segir og er haldið uppi frá því snemma i júlí til ágústloka, þannig að þessum ferðum er beinlínis ætlað að sinna sumar- ferðalögum Þjóðverja fyrst og fremst. Góð reynsla hefur fengizt af báðum þessum flugleiðum, og má t.d. nefna, að á Frankfurt- leiðinni fékkst í fyrrasumar réttum78+ sætanýting með Boeing-þotu, sem tekur 126 far- þega, en í sumar var ákveðið að stórauka sætaframboðið með því að setja DC-8 inn á þessa leið, en hún tekur 248 farþega. Dússeldorf-leiðinni er hins veg- ar annað með Boeing-þotu eins og i fyrra, en nýting þá var rétt innan við 70%, sem þykir sér- lega hátt hlutfall af nýrri flug- leið að vera. Loftleiðir fljúga hins vegar ekki til Þýzkalands nú, en sú var þó tiðin að vélar félagsins voru tiðir gestir á flugvellinum í Hamborg. Þetta var á árunum 1953 til 1962, og Hamborgar- annast Samvinnuferðir, og er gert ráð fyrir 6—7 ferðum í sumar með um 20 manna hópa en einnig hafa verið hér á ferð stærri hópar eða allt upp i 170 manns, sem fyrst og fremst hafa brugðið sér hingað i helgarferð, búið á hótelunum í Reykjavik en síðan keypt sig inn í hinar ýmsu ferðir sem bjóðast, bæði um Reykjavik og til sögufrægra staða i nágrenn- inu. Þá annast Samvinnuferðir einnig móttöku tveggja skemmtiferðaskipa, sem hér hafa 7—8 viðkomur í sumar með samtals um 2000—3000 manns, þar sem Þjóðverjar eru yfirgnæfandi hluti farþega. Úrval/Zoéga annast móttökur flestra skemmtiferðaskipanna sem hingað koma, og þar eru Þjóðverjar stærsti hópurinn Ferðaskrifstofa rikisins ann- ast hins vegar móttöku flestra þýzku ferðamannahópanna, sem koma hingað til Iands i sumar. Er þar um að ræða skipulagðar hringferðir um landið og er 31 slík í sumar einvörðungu skipuð þýzkum ferðamönnum, venjulega um 23 í hverri ferð. Þá er ferðaskrif- stofan með 59 skipulagðar ferð- ir fyrir ýmsa blandaða hópa, en þar eru þó Þjóðverjar iðulega verulegur hluti. Einnig hafa hálendisferðir átt vaxandi að- sókn að fagna, og þá ekki sízt meðal þýzkra ferðamanna, sem hingað koma, og bæði Ferða- skrifstofa Ulfars Jakobssen og Guðmundur Jónasson efna til slikra ferða í sumar og næsta sumar hefur Ferðaskrifstofa ríkisins einnig i hyggju að hefja slikar ferðir. Flest bendir því til þess að hlutur Þjóðverja I ferðamannaþjónustu hérlend- is eigi enn eftir að vaxa á næstu árum. 10.100 Þjóóverjar komu hingað á síðastliðnu ári Vestur-Þjóóverjar næst fjölmennast- ir erlendra ferðamanna hér á landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.