Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 Mjög fjölmenn út- för Jóns Árnasonar Akranesi 29. júlí. ÚTFÖR Jóns Árnasonar al- þingismanns fór fram I dag frá Akraneskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Á meðal þeirra, sem heiðruðu minningu Jóns með nærveru sinni, voru allir ráðherrarnir, nokkrir al- þingismenn og forsvarsmenn í hinum ýmsu fyrirtækjum sjávarútvegsins. Sr. Björn Jónsson sóknar- prestur jarðsöng og flutti fall- ega ræðu. Kirkjukórinn sá um söng ásamt karlakórnum Svön- um. Jónas Dagbjartsson lék á fiðlu með orgelundirleik Hauks Guðlaugsonar. Frímúrarar stóðu heiðursvörð í kirkju, sem var skreytt fjölda kransa og blóma. Þessi kveðjustund var í alla staði hin virðulegasta. Öll- um viðstöddum var boðið til veitinga að Grund hjá Ragn- heiði konu Jóns og börnum þeirra að athöfn lokinni. — Július. Stefán Arnason látinn STEFÁN Arnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Fest- mannaeyjum og þulur á þjóð- hátfð ''estmannaeyja f yfir hálfa öld, lézt í Eyjum f gær á 85. aldursári. Stefán Árnason er löngu landskunnur fyrir þularstörf sín á þjóðhátið, en hann skilaði þvi hlutverki á sérstæðan hátt, þar sem hann tvinnaði satnan gaman og alvöru. Stefán hefur um áratugaskeið verið virkun félagi í Leikfélagi Vestmanna- eyja og meðal annars lék hann hlutverk óvinarins i Gullna hliðinu á níræðisaldri. Stefán Arnason var um ára- tuga skeið yfirlögregiuþjónn i Vestmannaeyjum. Stefán var ókvæntur. Fjallgöngumaðurinn úr Eyjum látinn Látinn er Kjartan Eggertsson frá Vestmannaeyjum. Hann slasaðist mikið er hann var við fjallamennskuæfingar i fall- jökli Eyjafjallajökuls ásamt félögum sínum úr Hjálparsveit Nýtt met: Veiddi 1200 lunda á einum degi LUNDAVEIÐI lundakalla f Vestmannaeyjum hefur verið mjög góð f júlfmánuði, og er feiknmikið af fugli f björgum. Síðan 1973, eftir eldgosið, hef- ur lunda auðsjáanlega fjölgað f flestum lundabyggðum en veð- ur hafa verið mjög hagstæð til veiði það sem af er. Lundaveiði er stunduð f öllum úteyjum, þar sem hægt er að veiða lunda en alls eru veiddir 60—70 þús- und fuglar yfir sumarið, af milljónum lunda, sem f Eyjum eru. Sigurgeir Jónasson, Ijós- myndari Mbl. með meiru, stundar lundaveiðar í Alsey og skáta 6. nóvember s.l. og hafði hann ekki komist til meðvit- undar er hann lézt 23 ára gam- all á Borgarspftalanum s.l. mið- vikudagskvöld. setti hann nýtt veiðimet yfir daginn fyrir skömmu þegar hann veiddi liðlega 1200 fugla eða 12 kippur eins og það er kallað í Eyjum. Fyrra metið var 40 ára gamalt og átti það Sigur- geir heitinn Jónsson bjarg- maður frá Suðurgarði en Sigur- geir Jónason heitir einmitt í höfuðið á honum. Fyrra metið var sett í Bjarnarey. Lundi er sóttur að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í úteyj- ar til þess að koma honum í frost en veiði á heimalandinu, Heimaey, hefur einnig verið óvenju góð í sumar. Myndlistarsýning verkalýðs- félaganna á Vestfjörðum Listasafn aiþýðu og Alþýðu- samband Vestfjarða munu næstu tvo mánuði efna til myndlistarsýninga á Vestfjörð- um. Listaverkin eru 34 að tölu eft- ir Arthur Ólafsson, Ásgrim Jónsson Einar G. Baldvinsson, Erík Smith, ísleif Konráðsson, Jóhann Bríem, Jóhannes Geir Jónsson, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadótt- ur, Ólaf Túbals, Ragnheiði Jónsdóttur, Ream, Þorvald Skúlason og Örlyg Sigurðsson. Þetta er fyrsta farnadsýning Framhald á bls. 18. Pétur Sigurðsson og Ilrafnhild- ur Schram koma listaverkun- um fyrir f kjallara Álþýðuhúss- ins á Isafirði. 30 parhús reist 1 Breiðholtshverfi Lokaverkefni Framkvæmdanefndarinnar, sem reist hefur 1250 íbúðir 1 Breiðholti FRAMKVÆMDANEFND byggingaáætlunar er nú að undirbúa sitt sfðasta verkefni, sem verður bygging 15 parhúsa með 30 fbúðum í svokallaðri austurdeild í Breiðholti, en það er landsvæði upp af Elliðaán- um. Þegar byggingu þessarra fbúða verður lokið hefur Fram- kvæmdanefndin séð um bygg- ingu 1251 íbúðar f Breiðholti, að því er Eyjólfur Sigurjóns- son, formaður nefndarinnar, tjáði Mbl. f gær, en lögum sam- kvæmt átti nefndin að sjá um smfði 1250 íbúða. Lögin um byggingaáætlunina voru á sfn- um tfma sett í framhaldi af kjarasamningum f júlf 1966, en einn þáttur þeirra var sam- komulag við rfkisstjórnina um byggingu íbúða fyrir láglauna- fólk. Að sögn Eyjólfs verður fyrsti áfangi parhúsanna 15 boðinn út í september n.k. Þetta verða lág hús, öll eins, með tveimur fbúð- um, 100 fermetrar hvor íbúð og verður sem fyrr kappkostað af hálfu Framkvæmdanefndar- innar að byggja ódýrt. Sagði Eyjólfur að hann teldi að með byggingu parhúsanna væri ver- ið að gera athyglisverða tilraun með byggingu ódýrra smáhúsa. Þá er ennfremur á teikni- borðinu nokkurs konar menn- ingarhöll, sem Framkvæmda- nefndin ætlar að reisa i Breið- holtshverfi fyrir fé úr fyrninga- sjóði. Að sögn Eyjólfs á þar að verða aðstaða fyrir hvers konar menningarstarfsemi. Húsið, sem verður um 1000 fermetrar að grunnfleti, verður í austur- deild Breiðholtshverfisins. A húsið að verða nokkurs konar kveðjuverkefni nefndarinnar, sem reist hefur langflest hús- anna í Breiðholtshverfinu. Vín eda léttir drykkir framleiddir úr mysu? 1 DANMÖRKU er nú hafin til- raunaframleiðsla á vlnanda úr mysu, sem fellur til í mjólkur- búum. Nýstofnað fyfirtæki, Dansprit I/S, sem áfengisverk- smiðjur og fleiri aðilar, standa að hefur tryggt sér einkarétt f Dan- mörku á þessari framleiðslu og er hafin tilraunaframleiðsla f verk- smiðju f Ilobro en framleiddir eru 3000 lítrar af hreinum vfn- anda úr 140.000 Itr. af mysu á dag. Ilér á landi falla árlega til milli 7 og 8 milljönir lftra af mysu sem fram að þessu hefur ekki verið unnt að nýta. Nú hefur starfshóp- ur á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, sem dr. Jón Óttar Ragnarsson, matvælasér- fræðingur veitir forstöðu fengið það verkefni að kanna með hvaða hætti megi nýta þá mysu, sem til fellur hér á landi. Að sögn Grét- ars Símonarsonar, mjólkurbús- stjóra hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, hefur verið reynt að afla upplýsinga um þessa vinnslu vfn- anda úr mysu f Danmörku en engar fengizt. Sagðist Grétar frekar eiga von á þvf að hér yrðú gerðar tilraunir með að framleiða léttari drykki úr mysunni og þá MIKILL fjöldi biðskáka gerir stöðuna óljósa á Norðurlandamót- inu f skák, að þvf er Jón L. Arna- son tjáði Mbl. í gærkvöldi, þegar Mbl. náði tali af honum í Finn- landi. Að tveimur umferðum óloknum eru fremur litlar líkur á þvf að Norðurlandameistaratitill- inn f karlaflokki hafni hjá ís- lenzkum skákmanni en hins veg- ar á Guðlaug Þorsteinsdóttir mikla möguleika á því að halda titlinum f kvennaflokki. Hún tefldi við sænsku skákkonuna Söderberg f gærkvöldi og gerði jafntefli. 1 dag teflir hún var Karmlin frá Svfþjóð, en hún hef- ur verið jöfn Guðlaugu frj^byrj- un. Guðlaug er nú f efsta sæti en Karmlin er með hálfum vinningi færra og betri biðskák. jafnvel drykki, sem gætu komið f stað gosdrykkja. Á Norðurlöndum hafa mjólkur- búin ekki mátt hleypa mysunni út i holræsi og hafa þvi orðið að setja upp hreinsistöðvar eða annan búnað til að framleiða úr henni einhverjar afurðir. Erfiðlega hef- ur þó gengið að framleiða seljan- legar vörur úr mysunni en þessi nýja framleiðsla Dana hefur létt af mönnum þar verulegum áhyggjum. Framleiðsla mysu- vinanda er mun ódýrari en vín- Hreyfing hjá matsveinum MATSVEINAR á fiskiskipum sátu í gær óformlegan fund með fulltrúum skipafélaganna og er greinileg hreyfing á kjaraviðræð- um aðilanna, að sögn Barða Friðrikssonar hjá Vinnuveitenda- sambandinu. Engir fundir voru í gær með fulltrúum háseta og skipafélaganna, en þær viðræður hafa gengið heldur stirðlega. Samkvæmt upplýsingum Jóns á hann biðskák gegn Finna að nafni Tiuva. Hefur Jón peði yfir og vissa vinningsmöguleika. Helgi Ölafsson gerði jafntefli við Salon- en, Asgeir Þ. Árnason vann, Erlingur Þorsteinsson tapaði, Haraldur Haraldsson gerði jafn- tefli en biðskákir eiga Gunnar Finnlaugsson, Jónas P. Erlings- son og Áskell Kárason. Sviinn Raste er efstur með 714 vinning eftir 9 umferðir og lakari biðskák gegn Poutiainen. Jón er efstur Islendinganna með 6 vinn- inga og biðskák en Helgi Ólafsson næstur með 5'A vinning. Asgeir Þ. Árnason hefur 5 vinninga. Mögu- leikar Islendinganna á því að hreppa meistaratitilinn eru í því fólgnir að Raste tapi sinni skák. anda, sem framleiddur er á hefð- bundinn hátt. Grétar Símonarson, mjólkur- bússtjóri hjá Mjólkurbúi Fóa- manna, sagði að þeir hjá Fóabú- inu hefðu um langt árabil leitað leiða til að nýta mysuna en þar féllu árlega til um 3.6 milljónir lítra af skyrmysu, sem ekki hefði verið hægt að skapa nein verð- mæti úr, heldur hefði mysan runnið út í Ölfusá. Sami háttur hefur verið hafður á við önnur mjólkurbú hér á landi en þau standa flest við sjó og hefur mys- an því runnið beint i sjóinn. — Eg hef sjálfur leitaó upplýs- inga um þessa nýju framleiðslu í Danmörku en fyrirtækið þar vill ekki gefa neinar upplýsingar og ég sneri mér því til Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins hér og Framhald á bls. 18 Gæzluvarðhald hasssmyglara framlengt í gær FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN framlengdi í gær gæzluvarðhald ungs Reykvíkings, sem setið hef- ur inni i 30 daga vegna hass- smygls. Við handtöku mannsins fyrir mánuði fannst 1!4 kg af hassi, sem maðurinn átti, að sölu- verðmæti rúmar tvær milljónir króna. Grunur lék á því að maður- inn hefði fleira á samvizkunni og hefur hann játað til viðbótar smygl á verulegu magni fíkniefna til landsins. Vegna rannsóknar málsins þótti rétt að framlengja gæzluvarðhald mannsins um allt að 15 daga. 6 á slysadeild UM þrjúleytið í gær varð árekstur og velta á Vesturlandsvegi, en að- eins minniháttar meiðlsi urðu í þessu óhappi. I gær varð einnig árekstur I Borgartúni gegnt Sindra. Var þrennt flutt í slysa- deild en enginn slasaðist alvar- lega. Þá ók bíll á ljósastaur á Arnarneshæð í fyrrinótt og mun Bakkus hafa verið þar með í för- um. Þrennt fór á slysadeild en enginn var alvarlega slasaður. Norðurlandamótið í skák Guðlaug teflir í dag við helzta keppmautinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.