Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 15 Teng Hsiao-Ping, hinn endurreisti varaformðaur kfnverska kommúnistaflokksins og varaforsætisráð- herra (lengst til vinstri á myndinni) f öndvegi ásamt Hua Kuo-Feng formanni og Ych Chien-Ying varnarmálaráðherra á miðstjórnarfundi flokksins fyrir skömmu. Kínverjar vilja meiri utanríkisverzlun Tok<6 — 29. júlí — AP YU CHIU-LI varaforsætis- ráðherra Kína hefur skor- að á þjóð sína að auka utan- ríkisviðskipti í því augna- miði að „breyta Kfna í sterkt sósíalistaríki“, að því er Hsinhua- fréttasofnan skýrði frá í dag. Sagði Yu að viðskipti við erlend ríki væru mikil- vægur liður í hinni miklu baráttu fyrir fjórþættu framfaraáætluninni, — á sviði iðnarar, landvarna og vísinda og tækni. Yu hvatti verkamenn í útflutn- ingsiðnaði til að auka framleiðni, tileinka sér nýja tækniþekkingu og gaumgæfa hvað verða mætti til að flýta fyrir endurbótum. Carter f restar AWACS-söl- unni til í ran Washington — 29. júlí — Reuter. CARTER Bandaríkjafor- seti hefur fallizt á að fresta sölu sjö AWACS- radarþotna til írans. Með þessu vill forsetinn koma til móts við þingmenn, sem sýnt hafa málinu andstöðu, en í gær felldi alþjóða- málanefnd Fulltrúadeild- arinnar að salan skyldi fara fram með tveggja at- kvæða meirihluta. Skömmu eftir að fregnin barst um ákvörðun forset- ans var birt í Hvíta húsinu tilkynning þar sem lýst var yfir trausti á því að af söl- unni yrði síðar. Robert Byrd, þingflokks- formaður demókrata í öld- ungadeildinni, lýsti því yf- ir að með ákvörðun um fréstun málsins hafi forset- inn sýnt sanngirni og stjórnvizku. Margir þingmenn hafa löngum verið uggandi vegna vopnasölu Banda- ríkjanna til írans, og hafa viljað fresta AWACS- sölunni á þeirri forsendu að málið þurfi nánari at- hugunar við. Carter hefur fram að þessu lagt áherzlu á að frumvarp um söluna yrði afgreitt. Málið verður tekið upp að nýju eftir að þignmenn koma úr sumar- leyfi í september, og hefur þingið þá mánuð til að taka ákvörðun um hvort af aöl- unni verði eða ekki. HAGNAÐUR Ford- bflaverksmiðjanna f Bandaríkj- unum var f apríl-júnf s.l. hairri en á nokkrum öórum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins. Nam hagn- aðurinn 530 milljónum dala, sem er 20% hærri nettóhagnaður en á sama tfma f fyrra. General Mot- ors, sem er mesti bifreiðafram- leiðandi í heiminum, sýnir einnig verulegan hagnað, þ.e. 1.1 millj- arð dala, sem er 21% aukning frá þvf á sama tfmabili sfðasta árs. Hinsvegar hefur nettóhagnaður Chrysler-verksmiðjanna lækkað um 33%, en á sama tíma f fyrra sló fyrirtækið sölumet, en hagn- Carter Velgengni Ford og General Motors sýnir, að markaður fyrir stóra og dýra bíla hefur sizt minnkað, en Chrysler hefur á undanförnum árum lagt áherzlu á meðalstóra bila, sem eru hag- kvæmir í rekstri. Af hálfu Chrysl- er-fyrirtækisins hefur komið fram að ástæðan fyrir minnkandi hagnaði sé að verulegu leyti vinnutap vegna verkfalla, en dregið hefur úr sölu frá því í fyrra um 8% og hefði nettóhagn- aður minnkað enda þótt ekki hefði komið til vinnustöðvunar. Ford og GM á upp- leið með stóra bíla Detroit — 29. júlf — Reuter aðurinn nú nemur um 103 millj- ónum dala. skák — skák — skák — skák „ÞETTA var stutt skák, sem sýndi að báðir kepp- endur kjósa að hvíla sig á þessu stigi einvígisins. Staðan er því enn jöfn, fimm vinningar gegn fimm, og sex skákum ólokið. Reyndar gaf Portisch þá yfirlýsingu eftir skák- ina að hann hefði ákveðið að taka sér frí og hverfa heim til Ungverjalands í viku. Ellefta einvígis- skákin verður því tefld næsta föstudag. Að lok- um má geta þess að meðal áhorfenda að ein- víginu í dag var Einar S. Einarsson forseti Skák- sambands íslands.“ Þetta sagði Harry Golombek, yfirdómari einvígisins, í einkaskeyti til Morgunblaðsins í gær. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Boris Spassky Nimzoindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 — d5, 6. Rf3 — 0-0 7. 0-0 — 0-0 8. a,3 — Bxc3, 9. bxc3 — dxc4, 10. Bxc4 — Dc7, 11. Bd3 — e5, 12. Dc2 — He8, 13. Dxe5 — Rxe5, 14. Rxe5 — Dxe5, 15. f3 — Bd7 (í fjórðu skákinni lék Spassky hér Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 15. . . Be6, sem leiddi til jafnrar stöðu eftir 16. e4 — c4, 17. Be2 — Dc5 + , 18. Khl — Rd7) 16. a4 — Had8, 17. e4 — Bc6, 18. Bc4 — Hd7, 19. Db3 — Hed8, 20. Ha2 — Rh5! 21. g3 — (Annars leikur svartur 21...RÍ4) Rxg3, 22. hxg3 — (En ekki 22. f4 — Dxe4, 23. hxg3 — Dhl + ) Hd2!, 23. Hxd2 — Hxd2, 24. Bxd2 — Dxg3+, 25. Khl — Dh3+, 26. Kgl — Dg3+. Fómir Spasskys innsigluðu jafnteflið „Portisch haldinn heimþrá og fór heim 1 yikufrí,, Rætt vid Harry Golembeck, yfir- dómara áskorandaeinvígisins í Genf „Um þetta spurði ég einmitt Portisch og hann svaraði því til að hann væri haldinn heimþrá og vildi komast heim til Ung- ekki ástæðu til annars en verða við þessu,“ sagði Golembeck ennfremur. Næsta einvígisskák þeirra Spassky og Portisch verður því ekki fyrr en n.k. föstudag. Golembeck kvaðst telja, að einvígi þeirrá Spasskys og Porti|ch yæri hið athyglisverð- asta, enda væri þarna um að ræða ”,un jafnari keppnedur en í hinu einviginu, þar sem Korchnoj . efðu yfirburði. „Yfirleitt er það nú venjan í áskorendaeinvigjum sem þess- um, að þau bjóða ekki upp á mjög líflegar og sviptingamikl- ar skákir. Það má skipta ein- vígjunum í tímabil, þar sem menn þreifa fyrir sér með byrj- anir í von um að finna veikan hlekk og semja að lokum jafn- tefli, en inn á milli koma síðan skyndilega góðar og spennandi skákir, þar sem annar keppand- inn hreppir oft vinninginn. Þetta einvigi hefur einkennzt af þessu hingað til nema hvað það hefur jafnvel boðið upp á fleiri skemmtilegar skákir en titt er í einvigjum sem þessum, þar sem bæði Spassky og Portisch hafa tvi- eða þrívegis í einvíginu sýnt mjög góða tafl- mennsku.“ Golembeck sagði að skákin i gær gæti verið teikn þess að nýtt jafnteflsitimabil væri að renha upp i einvíginu. „Þó þarf það ekki að vera. vel getur ver- ið að Protisch hafi tekið jafn- teflisboðinu svo fúslega, að því hann væri þá farinn að hugsa sér til hreyfings heim til Ung- verjalands." „Kannski er Portisch ad reyna að finna mótleik við nýja afbrigðinu” - segir Spassky 1 viðtali við Mbl. verjalands,“ sagði Ilarry Golembeck, yfirdómari áskor- endaeinvigisins í Genf, þegar Morgunblaðió spurði hann hvers vegna Portisch hefði beð- ið um frestun á einvíginu i vikutfma. „Portisch sagði mér að auk heimþrárinnar væri hann þreyttur og hann vildi nota tvo veikindadaga núna til að hvfl- ast og skipta um umhverfi, enda væri Spassky þegar búinn með tvo veikindadaga. Eg sá „MÉR var aðeins tiikynnt að Portiseh ætlaði heim til Ung- verjalands og ekkert yrði teflt næstu vikuna. Ég veit ekkert hvað hann ætlar að gera þar,“ sagði Boris Spassky stórmeist- ari þegar Morgunblaðið náði tali af honum f Genf í gær. Spasský kvað einvígi sitt við Portisch vera mjög skemmti- legt og i því væru miklar svipt- ingar. „Þetta hefur gengið mis- jafnlega hjá mér, ég hef teflt heldur illa i sumum skákanna en í öðrum skákum hefur mér gengið mjög vel. Níunda skákin var sérstaklega góð, sú lang- bezta í einviginu af minni hálfu og ef til vill bezta skákin, sem ég hef teflt í mörg ár. Sigurinn var ákaflega mikilvægur ekki sízt vegna þess að ég kom með nýtt afbrigói i Rue Lopez, sem reyndist mjög vel. Nú er það höfuðverkur andstæðingsins að finna svar við þvi“. Þegar Spassky var að því spurður, hvort Portisch ætlaði hugsanlega að nota næstu viku Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.