Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULl 1977 LUPINUR (Lupinus) Fyrri grein Lúpínurnar hafa löngum verið taldar meðal okkar státnustu og sterkustu garðjurta og allir kannast vió gömlu góðu bláu, hvítu og bleiku lúpínurnar sem virtust ódrepandi. Að vísu eru þær dálítið gisn- ar í blómaskipaninni miö- að við hin nýju og kyn- bættu afbrigði, en sterk- ar eru þær og standa fyr- ir sínu. Erlendis hafa ýmsar lúpínutegundir (en af þeim munu finnast um 300 tegundir) verið not- aðar sem jarðbætandi gróður í magra og sendna jörð, sáð að vori og plægðar nióur að hausti. Þær hafa líka löngum verið frægar fyrir að geta spjarað sig og vaxió vel á ótrúlega magurri jörð og af þessari „græðgi“ þeirra mun latneska nafnið runnið: Lapinus af lupus = úlfur, þ.e.a.s. gráður eins og úlf- ur. Að vísu er til önnur skemmtileg skýring á nafninu en hún er sú að það sé dregið af gríska orðinu lupe = sorg, og þá rökstutt þannig að fræin, sem stundum voru notuð til matar, eru mjög beisk á bragðið nema þau hafi verið soðin margsinnis! Svo beisk að andlit þess sem á þeim bragðaði fékk á sig sorgar- eða hörm- ungarsvip! Þessi seigla lúpínunnar að bjarga sér stafar af því að á rótum hennar, sem eru stórar og sterk- legar, lifa bakteríur sem binda köfnunarefnið sem finnst í jarðvegsloftinu. Þarna er um samvinnu og samlíf jurtanna og bakteríanna að ræða, sem báðum aðilum kem- ur að gagni (symbiosa). Séu ræturnar skoðaðar má greinilega sjá þessa bakteríuhnúða og þekk- ist þetta fyrirbæri hjá f jölda annarra plantna af ertublómaætt. Þær lúpínutegundir, sem helzt hafa verið notaðar til þessara ,,jarðabóta“ eru einærar tegundir frá Mið- og Suöur-Evrópu. Lúpínurnar eru sem sagt stútfullar af köfnunar- efni, en hafa þó ekki ver- ið taldar heppilegt græn- fóöur því þær innihalda efni (alkaloid) sem vald- ið getur eitrun í búpen- ingi. En það voru hinar f jöl- æru garðlúpínur sem við ætluðum að fjalla um hér. Heimkynni þeirra er N.-Ameríka og þaðan bárust snemma tvær teg- undir til Evrópu: L.arboreum — Trjálúpína — runni með gulum blómum (stund- um þó einnig bláum eða hvítum) og L.perenne — Refahaunir — oftast með bláum blómum. Síðar eða árið 1826 komu svo ÚLFABAUNIR L. polyphyllus frá Brezku Kólumbíu. Hinar gamaldags harð- gerðu garðlúpínur, sem ég tæpti á í byrjun þessa pistils, eru einkum af þessum tveim síðast- nefndu tegundum þ.e.a.s. Ref^þaunir og Úlfabaun- ir. Það eru einnig þær (ásamt Trjálúpínunni og nokkrum einærum teg- undum) sem eru foreldr- ar að þeim kynbættu garðlúpínum sem á síðari árum hafa náð svo mikilli útbreiðslu og sfyaxandi vinsældum þó ekki séu þær jafn harðgerðar og þær „gömlu góðu“. T.d. má heita að allur sá skari þurrkaðist út á sunnan- verðu landinu í vorhret- inu fræga 1963 þó ,,gamlingjarnir“ stæðu af sér veðrið stórslysalítið. En sagan um það hvernig þessum hálfvilltu teg- undum — þessum ösku- buskum, sem löngum höfðu verið litnar hálf- gerðu hornauga — var breytt í eitt af vinsælustu garðblómum veraldar er ævintýri líkust. Til þess þurfti meira en meðallag af bjartsýni, þolinmæði, þrautseigju og snilli en auk þess líka vænan skammt af hreinni þrjózku. En það ævintýri skulum við geyma okkur til næsta þáttar. Ó.B.G. VEIÐIÞÁTTUR JÓN HJARTARSON 1 Einu sinni er allt fyrst, segj- um við gjarnan, og það hlýtur að geta átt við um byrjendur í veiðiskap sem aðra byrjendur. Þó er engu líkara en sumum mönnum sé veiðiáhuginn svo meðfæddur og eðlileg hvöt frá fyrstu tíð að það sem við lærum smám saman í mörgum veiði- ferðum, hafa þeir tamið sér sem stráklingar, jafn auðveld- lega og að draga andann. Ann- ■ ars fer það eftir tækifærunum hve snemma menn uppgötva þessa taug í sjálfum sér, ef þeir þá finna hana nokkurn tíman. Við erum misjafnir og áhuga- málin margvisleg. Það sem ein- um er himnaríki á jörð er öðr- um frekar snautt gaman. — En drengur með brennandi áhuga á veiðiskap er furðu fundvís á tækifærin. Hann er eins og köttur sem lyftir haus á hverja hreyfíngu. Niður á bryggju fer hann, hvort sem hann má það eða ekki, og dorgar kola og ufsa i lífsins algleymi. Skammirnar sem hann fær fyrir að stelast, og sem hann veit að hann fær, þvi hann lyktar allur af tjöru og grút, tilheyra bara því sem verður. — Og þangað til er hægt að veiða áfram. Ef hann er fæddur í sveit eða svo lán- samur, sé hann borgarbarn, að alast upp í sveit á sumrin, upp- götva silungar og lækjalontur fljótlega að þessi léttfeti er hættulegur náungi. Varlega, — undur varlega, læðir hann maðkinum í bunurnar, sem kveða holum rómi undir sam- vöxnum bökkum, og kippir upp spriklandi silungnum með rauðar doppur. Ef seitlan fellur i lækjarsprænu, sem ekki hefur enn verið leigð „alvöru“ veiði- mönnum hallast strákurinn fram á færið og beitir ólíkleg- ustu brögðum til að veióa þann stóra, því sá stóri er kannski ætur. Þannig lærir hann, án þess að nokkur viti, ótal hluti, sem að gagni koma seinna. Þeim litla þarf ekki að kenna að fara varlega að veiðistað, eða hvar silungarnir vilja helst vera í ánni. Verði hann maðka- laus, kann hann ráð við þvi. — Og svo kann hann kannski ýmislegt, sem hann veit einn og segir ekki frá, svo sem að raula Eldgamla ísafold, eða eitthvað annað fallegt. Þannig verður hann lærimeistarinn, því hann ólst upp sem hluti af náttúr- unni og eignaðist þar augu veiðimannsins. II Þú getur keypt þér dýran hund, en allir heimsins peningar færa þér ekki vináttu hans. Eins er með veiðileyfi. Þú getur keypt dýr veiðileyfi, en gleðina við að veiða getur þú ekki keypt. Hana finnur þú aðeins i sjálf- um þér. Að draga björg í bú er atvinnuvegur, og slikar veiðar geta verið skemmtilegar, þvi tilgangurinn er að nýta gjafir náttúrunnar og kappsemi mannsins er það eðlilegt að gleðjast þegar vel veiðist. — En „sportveiðar“ eru annars eðlis. Þær eru frístundagaman okkar, sem setur aðferðina i fyrirrúm. Þegar við rennum fyrir silung, eða lax, er aðferðin fólgin i því að láta dýrið sækja agnið. Sæki dýrið agnið, hefur okkur tekist að láta það gera það sem við ætluðum því. — Það er veiði- skapur. Hvort við komum heim um kvöldið með marga silunga eða laxa er annað mál, því hvernig við náðum þeim skilur á milli þess hvort við veiddum af íþrótt eða ekki. Nú er í tisku að fara í veiðitúra. Spilafélag- ar, kunningjar og vinir taka sig saman og „fara í lax“ einu sinni eða tvisvar á sumri. Fyrir marga hefst veiðiferðin í sport- vöruverslun. Þar er keypt stöng, hjól og lína og annað sem með þarf, en til eru þeir sem geta sagt frá þvi að veiðiferðin var þeim vonbrigði, þrátt fyrir allar fínu græjurnar og dýra veiðileyfið. Oftast nær var ástæðan sú að þeir héldu að veiðigleðin væri mæld í pund- um og kílóum og að laxinn vildi ekki taka, eða þeir gengu svo blint að ánni að þeir vöruðu allt kvikt við komu sinni. Þvi hefur verið fleygt, að á þorskveiðum dugi vel að hugsa eins og þorsk- ur, á sama hátt ætti að duga vel á laxveiðum, að reyna að hugsa eins og lax. Tófuskyttan þekkir vinkonu sína, og getur sér til um hvað hún gerir. Eins förum við að þegar komið er að lax- veiðiá. Að þekkja veiðidýrið, umhverfi þess og viðbrögð, er upphaf veiðiskapar. Þegar við förum að haga okkur eftir þvi sem við teljum rétt á hverjum stað og tima, förum að álykta og gera hlutina meðvitaða; þá er- um við farnir að veiða. Lax er straumsækinn fiskur og ekki styggur. Ölikt því sem gerist um silunginn, sem velur sér stað í ánni þar sem æti er mest og skjól best. Silungurinn á heima í ánni allan ársins hring, og honum er nauðsyn- legt að afla fæðunnar með sem minnstri fyrirhöfn. Þess vegna lætur hann ána bera sér ætið og velur stað eftir þvi. Silungs- veiðimaður skoðar þvi vandlega straumlag árinnar og hánn veit, eins og urriðinn, að úr kjarri vöxnum eða grösugum bökkum hennar dettur oft góður biti: köngulló, fiðrildi eða fluga. Laxinn er á hinn bóginn á leið- inni heim til sín, þar sem hann var einu sinni lítið seiði sem hagaði sér eins og silungur, en það gerir hann ekki lengur. Nú rennur hann upp árnar, lúsug- ur fram á haus. — Svo blár að hann er grænn. — Já, það er hann einmitt. En svo hverfur þessi slikja af honum á nokkr- um nóttum og lúsin losnar og deyr. Þá er hann kannski kom- inn heim í hylinn sinn og finn- ur sér stað að liggja á til hausts. Þessi staður er venjulega í dýpra lagi, ekki endilega þar sem er dýpst, en hjá steini eða torfu, sem áin hefur borið i sig um vorið, þvi þar myndast oft straumlag, þrungið af súrefni, sem hann finnur jafnvægi i. Kannski á hann langa leið eftir, þá hvílir hann sig á brotunum eftir hraða og erfiða ferð um grynningar árinnar, þar sem veiðibjallan sat og beið færis. Ef vatnið er ákjósanlegt staldr- ar hann ekki lengi við, heldur hnikar sér rólega upp hylinn og upp í strenginn og ihugar mál- ið. Hægir en stórlátir tina þeir sporðblöðkunni i straumnum og bíða sins tíma, hlið við hlið. Það kemur annar uppá brotið, og sá sem var fyrir tekur á sprett og stekkur, en sigur svo aftur til baka að hlið bróður síns eða systur. Svo fer allt af stað í einu. Eins og hlaðnir seg- ulmögnuðum krafti, hnikkja þeir á og stökkva fossa og flúð- ir, áfram og hærra, fram á fjall. Þá eru ekki tökin smá. Seinna, um haustið þegar útlendingarn- ir eru farnir heim og íslenska kveður aftur við á bökkum feg- urstu ánna, er laxinn orðin dökkur. Hrygnan er kviðmikil og krókur hængsins stór. Hjón- in eru óróleg og hreyfa sig mik- ið um hylinn þar sem grynnkar, og hængurinn er ábúðarmikill og bægir miskunnarlaust öllu kviku burt. Það eru góðir timar fyrir þá sem vantar lax í soðið. Nú tekur hann ekki fluguna þína eins og þegar konungur lyftir hendi á auðmjúka hjörð, heldur þrífur hana eins og stormsveit i árásarhug. — Svo lengjast skuggarnir, það dimm- ir og ána tekur að leggja. Hin verðandi móðir leggst á hliðina og sveiflar upp mölinni niður á brotinu. Faðirinn syndir ógn- andi um kring, og riðlautin dýpkar. Hjónin eru önnum kaf- in. Aftur og aftur endurtaka þau verk sitt, — það skyldu- starf sem náttúran hefur kennt þeim svo vel, að engin visindi mannanna geta þar um bætt. Og hrognin verða að kviðpoka- seiðum, sem brjótast upp úr mölinni næsta vor þegar hlýn- ar. Þá eru foreldrarnir farnir. Þeir sem voru svo skinandi bjartir, bústnir og stæltir, sigu til sjávar mjóslegnir og ör- magna. Auðveld bráð veiði- bjöllunni, sem flaug upp ána i birtingu, og selnum, sem beið fyrir utan í ósnum. Neðar og neðar flutu þeir. Sumir gafust upp og strönduðu á eyrum eða sukku til botns í hyljum. Aðrir komust lengra, runnu niður brotin, duttt fram af flúðum og geispuðu í sig súrefni fossanna fyrir næsta áfanga. Svo kom seltumettað aðfallið á móti þeim fáu sem enn lifðu, með marfló og sandsili. Þeir eltu góðgætið inn í þarabrúskana, sporðblaðkan sló ákveðnar og örar, svo hurfu þeir i djúpið, þangað sem enginn veit hvert, og við skulum vona að sá staður verði aldrci fundinn. Lffið er skemmtilegt. J.IIj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.