Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULÍ 1977 10 milljónir kr. vantaði hjá BYKO í FRÉTT í Morgunblaðinu f gær frá Skattstofu Reykjanesumdæm- is um gjaldhæstu félög í Kópavogi var ekki faríð rétt með gjöld Byggingarverzlunar Kópavogs. Samtals eru gjöld fyrirtækisins 43.052.911 kr.t en ekki 33.052.911. Aðstöðugjöld fyrirtækisins eru 12.111.200, en ekki 2.111.200 kr. — Vínandi Fratnhald af bls. 2 bað þá um að reyna að afla upp- lýsinga. Annars hafa fleiri þjóðir gert tilraunir meða að nýta mys- una, s.s. Pólverjar. sem hafa í mörg ár framleitt ýmsa mysu- drykki. Það vita allir að mysan er holl en það er mjög erfitt að vinna hana í annað en drykki vegna lágs þurrefnis. Þurrefnisinnihaldið er ekki nema 6 til 7%. Nú er starfs- hópur að kanna þetta mál en ég á frekar vona á því að við förum út i framleiðslu á léttum drykkjum, sem gætu komið í stað gosdrykkja heldur en að við förum að fram- leiða vínanda, þó rétt sé að kanna alla leiðir, sagði Grétar að lokum. — Flestir Framhald af bls. 32 Þegar Mbl. hafði samband við Árna Þór Eymundsson hjá Um- ferðarráöi um tíuleytið í gær- kvöldi, hafði hann haft spurnir af mikilli bilaumferð á flestum vegum. Þannig var mikil um-» ferð í Borgarfirði og virtust mjög margir stefna norður á bóginn í sólina. Þá var einnig áberandi mikil umferð að Úlfljótsvatni, þar sem skátar halda útimótið, Rauðhettu. Kvað Árni greinilegt að flestir ætluðu að leggja leið sína þang- að. Það styrkir þá skoðun, að i gærkvöldi hafði Umferðarmið- stöðin selt 300 miða í sætaferðir til Rauðhettu. Umferðin hafði gengið óhappalaust þegar Um- ferðarráð hafði síðast fréttir í gærkvöldi og allt gott var að frétta af þeim mótum. sem haldin eru. Vegir sunnanlands eru mjög góðir nú sem stendur, að sögn Vegagerðarinnar, enda ekki dagur fallið úr hjá vegheflum vegna vætunnar að undan- örnu. Frá Norður- og Austur- landi berast allt aðrar fréttir, þar eru vegir harðir vegna þurrkanna og byrjað að kvarn- ast úr þeim og rykmökkinn lnggur langar leiðir frá bíl- unurm_____ _ _______ — Mynd- listarsýning Framhald af bls. 2 Listasafns alþýðu. Hún verður á eftirtöldum stöðum á Vest- fjörðum: ísafriði: 22. tíl 28. júlí Bolungarvík: 5. til 11. ágúst Súðavík: 12. til 18. ágúst Suðureyri: 19. til 25. ágúst Flateyri: 26. ágúst til 1. september Þingeyri: 9. til 15. september Bildudal: 16. til 22. september Tálknafirði: 23. til 29. septem- ber Patreksfirði: 30. spetember til 6. október. — Byggir 18... Framhald af bls. 32 Ármúla hefur teiknað húsin og er svalainngangur á þeim öllum Sem fyrr segir verða samtals 216 fbúðir í húsunum, þar af 108 þriggja herbergja, 88 fermetra, 72 tveggja herbergja, 78 fermetra og 36 einstaklingsíbúðir, 40 fer- metra. Tilboð i jarðvinnu verða opnuð 8. ágúst og fljótiega eftir það verður aðlaútboð auglýst, en vonir standa til að fyrstu íbúðirn- ar verði tilbúnar um áramótin 1978 og 79. Þá er ennfremur unn- ið að fuilum krafti að hönnun raðhúsanna 60, sem stjórn Verka- mannabústaða ætlar að reisa í austurdeildinni. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs er búið að afhenda 208 íbúðir í 1. áfanganum i Selja- hverfi, þar af voru 12 íbúðir af- £ Sjálfsvild er bezt. Ef allir færu að lögum þyrfti þeirra ekki við, eins og segir í formála Józku laganna frá 1241 eftir Valdimar sigursæla. Sérhvert mannvinarsjónarmið hlýtur að koma mönnunum til þess að álíta að ef gagn er að bilbeltun- um ættu sem allra flestir að nota þau. Öll reynsla frá Svi: þjóð, Bandaríkjunum og hér heima hefur leitt í ljós að jafn- vel áhrifaríkustu upplýsingar og útbreiðslustarfsemi 'kemur notkuninni af sjálfsdáðum ekki upp fyrir 30%, en lögboð sem nú er fyrir hendi í mörgum löndum, og er á döfinni i enn fleiri löndum, kemur notkun- inni upp í 75%. í Sviþjóð er notkunin nú sem stendur 84%, allt eftir þvi hversu mikla undanþágu menn koma sér saman um. Haldi maður að gagn sé að bílbeitunum er það rökrétt að nota áhirfaríkustu aðferðina til þess að láta fðlk nota hana, það er að segja lögboð. Reyndar koma bílbeltin einn- ig þeim að gagni sem ekki hafa trú á þeim. Jörgen B. Dalgaard ÆTTIAÐ LÖGBJÓÐA NOTKUN BÍLBELTA? „Ég hef álit á bílbeltunum. en vil ekki láta þvinga mig 95 íbúðir, alveg tilbúnar, með tepp- um, góðum innréttingum og heim- ilistækjum og auk þess lóð og sameign frágengin, og kosta þær 7,8 milljónir. Er það mjög gott verð, að sögn Eyjólfs. Síðustu 100 ibúðirnar i þessum áfanga verða afhentar á þessu ári en þær síð- ustu þó liklega í janúar. — Náðu landi Framhald af bls. 32 að reyna að synda í land i Geitey, sem var um 600 metra frá slysstaðnum. Vorum við all- ir i björgunarvestum og eftir um hálftíma sund náðum við landi. Vatnið var tiltölulega heitt miðað við það sem gerist en þó vorum við allir þrekaðir er við náðum landi, enda vega- lengdin talsverð, og tíminn, sem við vorum í vatninu, orð- inn hátt i klukkustund. Reynd- ar vorum við fjórir i þessari ferð, fjórðí ferðalangurinn var hundur eins okkar og spjaraði hann sig ágætlega. — Um miðnættið fóru ætt- ingjar í landi að undrast um ferðir okkar og gerðu ráðstaf- anir til að kalla út björgunar- sveit í Mývatnssveit. Auk þess fékk faðir minn flugvél, sem var á flugvellinum í Reykja- hlíð, til að leita okkar. Um klukkan hálfþrjú fann síðan einn leitarbátanna okkur og við vorum komnir í rúm einhvern tímann á fimmta tímanum eftir þessa ævintýraferð. í morgun mættum ég og Árni bróðir minn síðan í okkar vinnu á venjulegum tíma, en Kristján hélt áfram ferðalagi sínu og keyrði til Akureyrar. Svo er ekki að sjá að okkur hafi orðið neitt meint af þessu volki. — Skútuna rak hins vegar upp í land og björguðum við henni úr flæðarmálinu strax um nóttina. Hún er talsvert skemmd, en við hyggjumst reyna að gera við hana sem fyrst og halda áfram sigling- unum, sagði Hörður Sigur- bjarnarson að lokum. Þvi má hnýta aftan við aó þeir félagar eru góðir sund- menn og þeir Árni og Hörður eru systursynir Sigurðar Jóns- sonar Þingeyings, sem hér árum áður var einn fræknasti sundmaður þjóðarinnar. — Soweto Framhald af bls. 1 og blökkumaður sem særðist sagði að talsvert margir ungir blökkumenn hefðu verið bitnir. Um 35 ára gamall maður var skotinn til bana þegar hann reyndi að ræna mjólkurbíl að sögn lögreglunnar. Seinna skaut lögreglan á hóp blökkumanna sem rændu vörubíl og kveiktu í honum. Um 20.000 nemendur í Soweto hafa neitað að sækja tima í fimm daga til að leggja áherzlu á kröfur um breytingar á skólakerfinu sem þeir segja að veíti hvítu nemend- um betri menntun en svörtum. Búizt er við hörðum viðbrögð- um nemenda við banninu við fundinum á sunnudaginn. Til hans boðaði nefnd 10 kunnra Sowetobúa sem hefur gert áætlun um sjálfstjórn Soweto. — Vance ræðir við Framhald af bls. 1 voru embættismenn í vafa um hvort samkomulag tæk . t um nýj- an samning fyrir þann tíma. Um- mæli Vance virðast bera vott um nýja bjartsýni. Búizt er við að hann ræði einnig vió Gromyko við setningu Allsherjarþingsins. — Spassky Framhald af bls. 15 til þess að finna mótleik, svar- aði hann að það gæti vel verið skýringin. Spassky sagði að framundan væri lokalotan í einvíginu og kvaðst hann vona það bezta með útkomuna. „Það fer eftir __JÍrsLiUnn. ejnvígisi.ns hvort ég get þekkzt boð um að tefla á alþjóða skákmótinu í Reykja- vík, en Einar S. Einarsson, for- seti íslenzka skáksambandsins, og Högni Torfason varaformað- ur komu hingað til Genf með boðið. Það var mjög ánægjulegt að hitta þá heiðursmenn og frá- bæru skipuleggjendur að nýju og ég vona að ég eigi þess kost að tefla í Reykjavik. Mig langar virkilega til þess og ekki langar Marinu konu mína síður til þess aó komast aftur til Islands," sagði Spassky að lokum, um leið og hann bað um kveðjur til Islands frá sér og konu sinni. — 41 sómölskum Framhald af bls. 1 Eþíópía hygði á árás á sómalskt yfirráðasvæði. I orðsendingu til allra aðildarlanda samtakanna segir að Eþíópiumenn hafi dregið saman lið á landamærunum og haft er eftir eþóópíska þjóðarleið- toganum Mengistu Haile-Mariam að binda verði endi á tilveru Sómaliu. — Verðlagsnefnd Framhald af bls. 5 1 króna, sem verðlagsstjórí vill skammta okkur með útreikningum sínum". — Þessi orð verðlagsstjóra féllu í sambandi við það, að fyrirtæki skyldu sjálf bera hluta kostnaðarins af nýgerð- um kjarasamningum, að minnsta kosti fyrst um sinn „Ég get að sjálfsögðu ekki sagt til um hverja afgreiðslu önnur fyrirtæki hafa fengið miðað við Samband málm og skipasmiðja Ég vísa bara til mismunar, sem verið hefur á afgreiðslu verðlagsnefndar síð- ustu þrjú árin á útseldri timavinnu og ákvæðisvinnunni í byggingariðnaðin- um" —<j — Uraníum Framhald af bls. 1 kjarnorkueftirlitsnefndarinnar (NRC), sagði þingnefnd að vfs- bendingar um tilraunir til að siela úranfum væri að finna I skjölum stjórnarinnar. Hann var nýlega viðriðinn deilur innar NHC. Conran sagði að auðvelt væri að stela verulegu magni af úraníum eða plútónium frá ýmsum kjarn- orkumannvirkjum. NRC er að ganga frá skýrslu um efni sem hafa horfið i nokkrum kjarnorkumannvirkjum og hyggst senda hana Hvíta húsinu, sennilega i næstu viku. Fréttir herma að frá því sé skýrt í skýrslunni að ekki hafi reynzt kleift að gera skil á nokkr- um lestum af úraníum og plútón- íum sem hægt sé að nota til að framleiða kjarnorkusprengjur. — Benzín Framhald af bls. 3 miðaðar við 15. júni, nema hér á landi, og oktantöluna 96. ísland 88, Danmörk 87.70, Svi- þjóð 72,67, Finnland 86.45, Eng- land 66.14, V-Þýzkaland 69.38, Frakkland 87.00, Belgía 81.17, Holland 85.84, Bandaríkin 33.18. — Boð frá Carter Framhald af bls. 1 fjarlægum heimi til marks um vísindi hans, tónlist, hugsanir og tilfinningar. Sagt er að þessi heimur reyni að lifa af og vonist til að geta lifað í samfél- agi sólkerfa þegar hann hafi leyst vandamál sín. „Þessi hljóðritun túlkar vonir okkar og ásetning og velvild okkar I óravíðum og ógnvekjandi al- heimi,“ segir forsetinn. — Veiðar, Framhald af bís. 3 ennfremur, að í sambandi við það þorskveiðibann sem nú væri í gildi hefðu Þjóðverjum verið send reglugerðin og ætlazt væri til að þeir færu eftir henni, og mættu þeir velja um að veiða ekki þorsk i þessari viku eða þeirri næstu. „Yfir árið í heild hefur komið í Ijós, að hlutur þorsks í afla Þjóð- verja af tslandsmiðum er undir 5000 lesta markinu,“ sagði Þórð- ur. Þá spurði Morgunblaðið Þórð hvort Þjóðverjar hefðu ekki möguleika á að falsa sinar tölur um þroskveiðar á Islandsmiðum, þar sem þeir gætu farið á aðrar veiðislóðir I sömu ferð og þeir færu á Islandsmið. Þórður sagðist telja að svo væri ekki. Landhelgis- gæzlan væri af og til látin fylgjast með þýzkum veiðiskipum alla veiðiferð þeirra hér á Islandsmið- um og bæri tölum varðskips- manna og skipverja saman. Enn- fremur fylgdust umboðsmenn Is- lendinga i Þýzkalandi oft á tiðum með löndun úr togurunum og þar hefði ekkert grunsamlegt komið fram. — Dollarinn Framhald af bls. 1 spurningum í bankanefnd full- trúardeildarinnar. Dollarinn hækkaði úr 2.2742 mörkum í gærkvöldi í 2.2917 mörk við lokun i London i dag. Þó ríkir enn nokkur óvissa um hvað Carter-stjórnin kunni að gera við gengissiginu. Vaxandi greiðsluhalli Bandarikjamanna á þessu ári er meginorsökin. Banda- ríkjastjórn hefur lítið sem ekkert aðhafzt, bersýnilega vegna þess að hún telur að samkeppnisað- staða bandarisks útflutnings hafi batnað. Aðgerðarleysi stjórnar- innar hefur sætt harðri gagnrýni í Evrópu, einkum í Vesthr- Þýzkalandi. Burns sagði í dag að bandaríski seðlabankinn hefði lítið gert til að verja dollarinn, en bætti þvi við að gengissigið væri „mál sem eng- inn i stjórninni gæti gert lítið úr.“ DoIIarinn snarhækkaði i New York í gærkvöldi þegar Michael Blumenthal fjármálaráðherra hafði sagt i ræðu I Louisville, Kentucky, að traustur dollar væri lifsnauðsynlegur heimshagkerf- inu. Hann boðaði enga stefnu- breytingu og athugasemdir hans voru bornar saman við ólíka yfir- lýsingu hans í síðustu viku þegar hann sagði að hann gæti sætt sig við að dollarinn sigi ennþá lengra niður á við. Talsmaður Hvíta hússins sagði blaðamönnum að dollarinn væri I alla staði traustur og bandariskt efnahagslíf heilbrigt. Hann kvað það skoðun stjórnarinnar að doll- arinn yrði traustur framvegis þótt staða hsn hefði veikzt gagnvart erlendum gjaldmiðlum nýlega. Sterlingspundið hefur einnig hækkað í verði undanfarna daga og seldist við lokun í dag á 1.7368 dollara. Sumir töldu að Englands- banki hefði gert ráðstafanir til að halda verðinu niðri. Pundið hefur hækkað vegna þess að brezki seðlabankinn hefur hætt við að miða verð hans návkæmlega við gengi dollarsins og leyft því að „fljóta" upp á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.